Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 C 5 Ása Ólafsdóttir hitti hann, sem var hálfu ári seinna, drifum við í að ganga frá skilnaði.“ Var hann þá ekki í Myndlista- og handíðaskólanum? „Nei, nei. Ég frétti bara af þessum manni sem þurfti líka að gifta sig.“ Ása var 24 ára gömul þegar hún hóf nám í Myndlista- og handíða- skóla íslands. í árgangi hennar voru 25 nemendur, þar á meðal Magnús Kjartansson, Kolbrún Björgúlfsdótt- ir (Kogga), Helgi Vilberg, sem nú er skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri og Steinunn Bergsteins- Morgunblaðið/KGA dóttir. „Þetta var ægilega skemmti- legur árgangur," segir Asa, „og það var strax mikil samstaða í árgangin- um; mikið um gleði og alls konar uppátæki — mikið spilað og sungið. Áskell Másson var með okkur ( byij- un og hann spilaði á trommur — aðrir á gítar. En það var líka unnið vel og töluverð samkeppni milli ein- staklinga í bekknum." Ása var tvö ár í textíldeildinni og útskrifaðist þaðan vorið 1973. Þá eignaðist hún sinn fyrsta vefstól og fór strax að vefa sjálfstætt. „En 1976 hélt ég til Svíþjóðar og var þar í tvö ár við framhaldsnám. Eftir það var ég með vinnustofu þar, ásamt fimm öðrum textíllistamönnum. Það var alveg ofsalega gott að vinna og lifa í Svíþjóð og ég var með vinnu- stofuna í fimm ár. En síðustu árin trylltist ég alveg af heimþrá. Ég var búin að hafa mjög mikla heimþrá þegar ég dreif mig loksins heim. Svíamir voru famir að pirra mig. Ég var alltaf að bera þá saman við íslendinga. En eftir á met ég þá mjög mikils. Ég gæti hugsað mér „SÓLARLAG“ „SVART FJALL“ að skreppa þangað með sýningu; vera þar í svona tvo mánuði, en ekki búa þar. Ég vil vera hér.“ Hvar kemur dóttir þín, Tinna, inn í þessi ferðalög? „Já. Hún varð bara til. Alveg prívat og er yndisleg að eiga." Ása hefur haldið sjö einkasýning- ar; á Kjarvalsstöðum 1981, Norður- landahúsinu í Færeyjum 1983, List- munahúsinu 1983, Gallerí Kongelf í Svíþjóð 1984, Galleri Borg 1985, Hafnarborg — Hafnarfirðj 1985 og Gallerí Hallgerði 1986. Árið 1982 var hún þátttakandi í hópsýningu í Bandaríkjunum í tengslum við Scandinavian Today. Þar var haldin sýning á verkum átta sænskra samtímavefara í Nordic Heritage Museum í Seattle. í grein sem birt- ist í The Seattle Times, 15. septem- ber 1982, er Svíum hrósað fyrir einn besta vefnað ( heimi, efnisþekkingu og vönduð vinnubrögð í myndvefn- aði. Sem dæmi um allt þetta er Ása Ólafsdóttir nefnd sérstaklega og hin margbrotnu verk hennar „Destinati- on Valhalla" og „The Trap". Ása lauk Svíþjóðardvöl sinni með þvl að halda einkasýningu í Galleri Kongelf í mars 1984. Sigun Meland- er segir í Göteborgs-Posten 17. mars 1984: „Ása Ólafsdóttir er ís- lendingur og ætlar nú, eftir átta ár í Svíþjóð að flytjast aftur til heima- landsins. Með henni missum við hæfileikaríkan textíllistamann sem sameinar vandað handbragð nor- rænni frásagnarhefð og skapandi myndgleði." Um sýninguna segir hún, meðal annars: „Það er nútíma- leg, þróttmikil textíllist sem ómar af sögu og sögnum." Frá því Ása fluttist heim hefur hún stundað myndlist sem fullt starf, með höfuðáherslu á vefnaðinn. Hún hefur kennt myndvefnað í Mynd- lista- og handíðaskólanum; eina önn á hveijum vetri. Hún er virk í félags- störfum 5 þágu myndlistar; er í starfshópi fyrir Norræna textíltri- ennalinn og hefur verið valin í dóm- nefndarstörf fyrir triennalinn af ís- lands hálfu. Hún er í nefnd fyrir Norræna myndlistarbandalagið og formaður sýningamefndar FIM. Myndefni Ásu er mjög persónu- bundið. „Það sem maður vill koma á framfæri verður að koma innan frá. Vinna við myndlist er tjáning og speglar það sem myndlistarmað- urinn er að hugsa. Stundum er það bara tilfinningin sem kemur fram,“ segir hún. Hvað segja landslagsmyndir um tilfinningar? „Mynd er mynd og orð em orð. Ef við tökum „Svartafjall" sem dæmi, þá geymir hún eldingu í regn- bogalitum. Eldingin er kraftur og regnboginn er óskin og þetta er al- veg nátengt þvi sem ég vildi með sjálfa mig. Það er að fá uppfyllta ósk og fá kraft til að uppfylla hana. Þannig að mér finnst verkin vera eins og hluti af mér. En aðrir skynja örugglega eitthvað annað þegar þeir horfa á myndina." í sýningarskrá fyrir Kjarvals- staðasýninguna núna segir þú: Að baki er dauðinn, framundan lífið. Hvað meinarðu og hvað kemur þetta myndum þínum við? „Dauði tilfinninga og framundan nýtt líf, nýjar tilfinningar. Mér fínnst þessi sýning eitthvað eins og endur- fæðing. Þetta em ný form. Mér fínnst ég hafa Iært svo mikið að ég geti alveg farið að hugsa marga hluti upp á nýtt. Þessi sýning fjallar um það að setja kraft í óskir sem eiga að rætast.“ Þú hefur ofið rúnaletur i eina myndina á sýningunni. Hvers vegna? „Mér fannst svo spennandi að geta sagt eitthvað sem enginn mundi skilja — nema þeir sem fæm ! Mac- intosh-forritið sitt að tékka á því. Þegar ég var að skissa fann ég fyr- ir mjög sterkri löngun til að skrifa ljóð. En ég er ekki vön að skrifa ljóð. Þetta er ekki ljóð. Þessi ljóð sem mig langaði að skrifa urðu að nokkr- um orðum í mynd.“ Með hvaða efni vinnurðu? „Ég vinn úr ull, mohair og höri. Það sem er kannski nýtt í þessu hjá mér er mohair og að ég tvinna sam- an mohair og hör og snældu. Það pirrar mig stundum að geta ekki keypt það efni sem mig vantar, en þá er bara að búa það til. Svo lita ég allt gamið sjálf. Eg lita mjög lítið magn af hveijum lit, en nota mjög mörg litbrigði. Þetta er svona gang- andi prósess á eldavélinni. Ég er alltaf að teikna. Taka fram gam; hart garn, mjúkt gam, þukla á því með höndum og augum. Tvinna saman marga fína loðna þræði á snældu og léggja harðan hör með. Vinda bandið upp í hespur og lita þær, gera þær að þoku og myrkri. Búa til uppistöðu. Þræða í skeið. Setja uppistöiðuna í vefstólinn. Þræða hvem þráð í hafald og tönn, hnýta fram og spenna. Klippa vefínn úr stólnum, flétta þræði, spenna myndina, úða hana með vatni, láta þoma. Festa borða, kaupa spýtur, saga í lengdir. Rúlla verkinu upp, pappír utanum, setja myndina hjá hinum uppá skápinn. Byija svo aftur.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.