Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 220. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ólympíuieikarnir í Seoul: Ben Johnson sviptur gullinu Seoul. Reuter. BEN Johnsorij sem sigraði í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul um helgina og setti um leið heimsmet, 9,79 sek., féll á lyfjaprófi og var sviptur gull- verðlaununum í gærkvöldi. Staðfest var í gær í Seoul að jákvæð niðurstaða hefði fengist úr lyíjaprófí Johnsons. Hann hefur neytt anabólísks stera — lyfsins stanozolol. Framkvæmdanefnd al- þjóða ólympíunefndarinnar til- kynnti í gærkvöldi einróma ákvörð- un sína að fara að ráðleggingum lyfjanefndar og svipta Johnson verðlaunum sínum. Bandaríkjamað- urinn Carl Lewis hlýtur gullverð- laun í greininni og heimsmet John- sons sem hann setti í Seoul verður þurrkað úr metabókum og hann settur í ævilangt keppnisbann. Viðbrögð íþróttamanna í Seoul i gær voru á einn veg — í fyrstu Reuter Ben Johnson með gullverðlaunin. voru þeir vantrúaðir á að fótur væri fyrir fréttinni, en eftir að hún var staðfest af talsmanni lyfja- nefndar alþjóða ólympíunefndarinn- ar urðu menn sárir og reiðir. Haft var eftir einum þeirra, franska tug- þrautarmanninum Christian Plaz- iat: „Þetta staðfestir það sem ég hef hugsað. Það er ekki mögulegt að hlaupa 100 metrana á 9,79 sek- úndum án þess að neyta þess sem hann neytti . . . Þetta er sérstak- lega slæmt vegna bama sem hafa litið upp til hans. í skólabekk gjalda allir þess ef einn svindlar. Það er eins í íþróttunum," sagði Plaziat. Haft er eftir Juan Antonio Samar- anch, forseta alþjóða ólympíunefnd- arinnar, að lyfjataka Johnsons sé mikið áfall fyrir Ólympíuleikana og ólympíuhreyfmguna. Sjá nánar á bls. Bl. Wwfc* Hi Reuter A flótta íJerúsalem í gær kom til blóðugustu átaka á Vesturbakkan- ber-hverfi í Austur-Jerúsalem. Þeir voru á með- um og Gaza-svæðinu í marga mánuði. ísraelski al tveggja þúsunda manna, sem efndu tíl mót- herinn felldi þijá Palestinumenn og særði 70. Á mælagöngu vegna dauða tvítugs manns fyrr um myndinni sjást ungir Palestinumenn forða sér daginn. undan tárgassprengjum hersins í Jebel Muka- Jafiiræði með Bush og Dukakis í fyrra sjónvarpseinvíginu: Báðum frambjóðendunum fagnað sem sigurvegurum Winston-Saiem, Norður-Karólínu. Reuter. STUÐNINGSMENN beggja frambjóðenda til forsetaembætt- is í Bandaríkjunum, Michaels Dukakis og Georges Bush, Iýstu yfir sigri eftir fyrri sjónvarps- kappræður þeirra á sunnudags- kvöld. Þótt kjósendur og stjórn- málaskýrendur gætu vart gert upp á milli frambjóðendanna héldu þeir vígreifir á vit stuðn- ingsmanna sinna í gær. „Hve mörg ykkar sáu einvígið í gær?“ Framkvæmdastjóri fískimáladeildar EB: Vonbrigði að hafa ekki veiðiheimildir við ísland Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, AF HÁLFU Evrópubandalagsins eru uppi óskir um að fá aðgang að fiskimiðunum umhverfis ís- land í staðinn fyrir markaðs- ívilnanir fyrir íslenskar afurðir innan bandalagsins. Hefur verið staðið á móti þessum óskum af íslands hálfu. Var ætlunin að ræða þessi mál í Brussel í síðustu viku en það fórst fyrir, þar sem sjávarútvegsráðherra hætti við Brussel-ferð vegna stjórnar- kreppunnar. Framkvæmdastjóri fiskimála- deildar Evrópubandalagsins telur að ísland og bandalagið hafi aðeins samið um hluta samskipta sinna. Bandalagið hafí ekki enn fengið neinar ívilnanir til veiða við fsland, þrátt fyrir aðgang íslendinga að mörkuðum bandalagsins. „Viðræð- ur um þetta hafa ekki einu sinni fréttaritara Morfjunblaðsins. hafíst. Þetta veldur okkur óneitan- lega vonbrigðum," sagði fram- kvæmdastjórinn í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins. Ráðgert var að Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, færi til viðræðna í höfuðstöðvum Evrópu- bandalagsins í Brussel í síðustu viku. Vegna stjómarkreppunnar var þeirri heimsókn aflýst. Meðal þeirra sem ráðherrann átti að hitta var Antonio José Baptista Cardoso e Cuhna, sem á sæti í fram- kvæmdastjóm EB og fer þar með sjávarútvegsmál. f samtaii við fréttaritara Morg- unblaðsins sagði framkvæmda- stjórinn, að það væri ekki stefna EB að stofna framtíð sjávarútvegs í aðildarlöndunum í hættu, atvinnu- greinin væri þannig að það væri ekki auðvelt að segja þeim sem stunda hana að snúa sér að öðm. Og framkvæmdastjórinn bætti við: „Auðvitað gerir þetta það einnig að verkum að við skiljum betur afstöðu íslendinga og íslenskra sjó- manna m.a. til þess að opna físki- miðin kringum íandið fyrir öðmm. Ég vil leggja á það áherslu við íslenska sjómenn að við munum alltaf hafa skilning á þörf þeirra fyrir að vemda atvinnu sína og afkomu og sömuleiðis að Evrópu- bandalagið vill alls ekki sýna þeim yfirgang. Við trúum á samstarf sem byggist á gagnkvæmum hags- munum og teljum að tilefni til þess verði sífellt fleiri í framtíðinni, ein- angmn getur aldrei orðið lausn. Við emm tilbúnir til viðræðna við íslendinga um samskipti á sviði fiskveiða á breiðum gmndvelli með fyllstu virðingu fyrir hagsmunum þeirra." spurði Dukakis æpandi mann- fjöldann á kosningafundi í Cleve- Iand, „og hve mörgum ykkar fannst ég betri?" bætti hann við. Bush var ekki síður fagnað þegar hann spurði stuðningsmenn sina á fundi í Jacksonborg í Tenn- essee: „Og hvernig tókst mér svo upp?“. Fyrirfram var búist við því að kappræðumar gætu jafnvel ráðið úrslitum um niðurstöðu forseta- kosninganna hinn 8. nóvember næstkomandi. Að undanfömu hefur Bush haft nokkurt forskot á mót- frambjóðanda sinn. Samkvæmt skoðanakönnunum hafði þriðjungur kjósenda ekki enn gert upp hug sinn. Nú em menn hins vegar á því að síðari kappræðumar, sem fram fara um miðjan októbermánuð, vegi þyngra á metunum því jafnræði hafi verið með frambjóðendunum á sunnudagskvöld. Gallup-skoðanakönnun sem gerð var fyrir tímaritið Newsweek sýndi að áhorfendum hefði þótt jafnræði vera með frambjóðendunum, 42%-41% Dukakis í vil. 47% kjós- enda sögðu að Dukakis hefði verið ömggari í framgöngu en 36% vom á öndverðri skoðun. Hins vegar sögðu fimmtíu af hundraði að- spurðra að skoðanir Bush væm svipaðar þeirra eigin en einungis 44% gátu sagt hið sama um stefnu Dukakis. Miklu þykir skipta hvemig fram- bjóðendumir komu fyrir í kappræð- unum. „Dukakis á til að vera of þurr. Ég held honum hafi ekki tek- ist að yfirstíga það á sunnudaginn. Hann hefði þurft að leggja meira af sjálfum sér í kappræðumar," sagði Robert Beckel, kosningafræð- ingur á vegum demókrata. Lee At- water, kosningastjóri Bush, sagði Dukakis hafa sannað rétt einu sinni að hann væri „tvístígandi í hveiju málinu á fætur öðm“. Hlutlausir stjómmálafræðingar sögðu Dukak- is hafa verið betur undirbúinn og hvassari í málflutningi sínum. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti hringdi í Bush að einvíginu loknu og óskaði honum til hamingju með orðunum: „Þér tókst vel upp“. Þegar forsetinn var spurður hvemig honum hefði Iitist á Dukakis, svar- aði hann: „Ég er nú ekki agndofa.“ Sjá fréttir á bls. 28. Pólland; Nýr forsæt- isráðherra Varsjá. Reuter. MIÐSTJÓRN pólska kommún- istaflokksins tilnefiidi í gær eft- irmann Zbigniews Messners for- sætisráðherra. Fyrir valinu varð Mieczyslaw Rakowski, sérfræð- ingur miðstj ómarinnar í áróð- ursmálum. Rakowski, sem er 61 árs og á sæti í Stjómmálaráðinu, tekur við af Messner sem var leystur frá embætti 19. september. Var honum gefið að sök að hafa klúðrað efna- hagsumbótum og mistekist að koma í veg fyrir verkföll í ágúst til stuðn- ings Samstöðu, hinum ólöglegu verkalýðssamtökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.