Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 222. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Preatamidja Morgunbladains Samið um bandarísk- ar herstöðv- ar á Spáni Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Bandaríkjamenn og Spánverj- ar hafa gengið frá nýjum samn- ingi um bandariskar herstöðvar á Spáni, að því er Charles Red- man, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, sagði í gær. Redman sagði að gengið hefði verið frá samningnum á fundi George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Fransiscos Fem- andez-Ordonez, utanríkisráðherra Spánar, hjá Sameinuðu þjóðunum. Haft er eftir spænskum og bandarískum embættismönnum að samkvæmt samningnum þurfi hvor- ugt ríkið að hvika frá stefnu sinni um kjamorkuvopn. Spánverjar vilja engin lqamorkuvopn á Spáni og stefna Bandaríkjamanna er sú að játa hvorki né neita að kjamorku- vopn séu í bandarískum herskipum eða flugvélum. Spænskir embættis- menn sögðu að ekki yrði farið fram á að leitað yrði að kjamorkuvopnum í bandarískum herskipum. --------------4--------- Sovétríkin: Reuter Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fyrir utan skrifetofu sovésku sendinefndarinnar við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Hann hefiir verið í heimsókn hjá Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna en brottför hans frá New York var flýtt vegna sérstaks fundar í miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins. Júgóslavía: 41 Albani hand- tekinní Kosovo Belgrad. Reuter. Júgóslavneska lögreglan hefur handtekið 41 Albana sem grunaður er um að hafa barist fyrir þvi að Kosovo-hérað verði innlimað í Al- baníu, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Júgóslaviu sem júgóslavneska fréttastofan Tanjug birti í gær. Lögreglan í Kosovo hefur aldrei handtekið jafn marga í einu síðan í óeirðum árið 1981. Tanjug skýrði frá því að lögreglan í Kosovo hefði tekið byssur, skotfæri, prentvélar og áróðursrit í sína vörslu þegar hún handtók mennina. Þeir væm grun- aðir um að hafa kynt undir hatur og ofstæki með áróðri sínum. Fréttastofan greindi frá því að hinir handteknu hefðu verið á aldrin- um 20 til 35 ára og átta þeirra hefðu verið konur. Margir þeirra hefðu áður verið staðnir að andófi og átján þein-a hefðu gerst sekir um glæpi. í Kosovo búa um 1,7 milljónir Albana og 200 þúsund slavar, aðal- lega Serbar, og hefur mikil spenna ríkt á milli þeirra síðan óeirðir brut- ust út meðal Albana árið 1981. Serb- ar hafa efnt til fjölmennra mótmæla- Skyndifundur til að endurskoða flokkimi Shevardnadze utanríkisráðherra snýr í flýti til Moskvu Sameinuðu þjóðunum. Reuter. SOVÉSK stjórnvöld hafa ákveðið að efna til sérstaks allsheijar- fundar í miðstjórn kommúnista- flokksins á morgun þar sem rætt verður um breytingar á skipulagi flokksins, meðal annars á mið- stjórninni, að því Gennadq Ger- asímov, talsmaður sovéska ut- anrikisráðuneytisins, sagði í gær. Hann sagði að Edúard She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna sem hefur verið í heimsókn hjá Sameinuðu þjóðun- urn í New York, þyrfti að vera viðstaddur fundinn og því hefði hann farið til Moskvu í gær- kvöldi, fimm dögum áður en áformað var. Gerasímov sagði við fréttamenn að brottför Shevardnadzes hefði verið flýtt eftir að sovésk stjómvöld hefðu ákveðið að efna til allsheijar- fundarins. „Á fundinum verður Qallað um endurskipulagningu á stofnunum flokksins, þar á meðal á miðstjóminni," sagði Gerasímov. Hann sagði að ákveðnar yrðu breyt- ingar á öllum stigum embættis- mannakerfis flokksins og neitaði því að efnt hefði verið til fundarins vegna þjóðaólgunnar í Armeníu og Azerbajdzhan. Sovéska sjónvarpið greindi frá því að Míkhafl Gorbatsjov Sovétleið- togi hefði í gær viðurkennt að um- bótastefna hans, perestrojka, ætti í vök að veijast en hann hefði ítrek- að að hann væri ákveðinn í að þvinga fram féiagslegar og efna- hagslegar umbætur. „Því lengra sem við göngum í perestrojku því vissari verðum við um að val okkar var rétt,“ sagði Gorbatsjov við Erich Honecker, leiðtoga Austur-Þýska- lands, sem er í heimsókn í Moskvu. Gerasímov sagði að allsheijar- fundurinn hefði verið í undirbúningi í nokkum tíma en dagsetning hans hefði ekki verið ákveðin fyrr en nú. funda undanfama mánuði og haldið þvi fram að Albanar í Kosovo of- sæktu slava. Þeir hafa einnig krafist þess að 40 júgóslavneskir embættis- menn yrðu reknir fyrir að gefa að- gerðum Albana engan gaum. Bandaríkin: Discovery áloftídag Canaveralhöfða, Flórida. Frá tvari Guð- mundssyni, trétiaritara Morgunbiaðsins. EFITRVÆNTING og spenna ríkir í Kennedy-geimrannsóknastöðinni á ' Canaveral-höfða. Geimfeijan Discovery er tilbúin fyrir rúmlega Qögurra daga geimferð. Aðeins óhagstætt veður gæti frestað ferð- inni sem á að hefiast um eitt- leytið í dag að íslenskum tima. Veðurspáin þykir góð og em menn vongóðir um að flugtakið heppnist vel. Búist er við að um ein milljón manna verði í nágrenninu til að fylgj- ast með er geimfeijunni verður skot- ið á loft. Enginn óviðkomandi fær að koma nær skotpallinum en sem svarar um 20 kflómetrum. 4.000 blaðamenn fá hins vegar að fylgjast með geimskotinu í tíu kílómetra §ar- lægð frá skotpallinum. Forráðamenn Geimvísindastofn- unar Bandarflq'anna, NASA, sögðu á fréttamannafundi í gærkvöldi að þótt aldrei væri hægt að útiloka slys þá væru þeir vongóðir um að ekkert færi úrskeiðis; svo vandlega hefði verið hugað að öllum öryggisbúnaði geimfeijunnar. Mafíustríð virðist í uppsiglingu: Ellefu maims skotnir til bana á Sikiley síðan á sunnudasr Palermo. Reuter. * DÆMDUR glæpamaður og kona hans voru skotin til bana á heimili þeirra í Palermo í gær. Hafa 11 manns látist á Sikiley i þessari viku, þar á meðal háttsettur dómari, vegna árása skipulagðra glæpasam- taka. „Mafíustríð er greinilega í upp- siglingu. Erfitt er að átta sig á hvað er að gerast," sagði Domenico Signorello, saksóknari í réttarhöld- um yfír glæpamönnum í mafíunni sem haldin voru I fyrra. Lögregluyfírvöld sögðu að Gio- vanni Bontade, bróðir mafiuforingj- ans Stefano Bontade sem var myrt- ur árið 1981, og kona hans hefðu verið skotin til bana í eldhúsinu á heimili þeirra í einu úthverfa Pal- ermo í gær. Bontade var dæmdur í átta ára fangelsi en var leystur úr haldi eftir að máli hans hafði verið áfrýjað. Uppljóstrarar innan mafíunnar segja að Bontade hafi svikið bróður sinn til að bjarga lífi sínu. Sex manns voru skotnir til bana á Sikiley á þriðjudag þegar Frances- co Cossiga, forseti Italíu, og nokkr- ir ráðherrar komu til eyjarinnar til að vera viðstaddir útför Antoninos Saetta dómara og sonar hans, sem voru myrtir á sunnudag. Saetta átti að dæma í máli 338 mafíu- manna næsta vor. Mauro Rostagno, sem barist hefur gegn uppgangi mafíunnar, var myrtur á mánudag. Meðdoll- aramerki ígler- augunum Þessi ungi maður' var með dollara- merki í gleraug- unum þegar hann tók þátt í mót- rnælurn vegna ársfundar Al- þjóðagjaldeyris- sjóðsins og Al- þjóðabankans sem haldinn er í Vest- ur-Berlín. Mót- mælendumir halda því fram að stofnanimar við- haldi fátækt í þriðja heiminum. Lögreglan er með mikinn viðbúnað í borginni vegna mótmælanna. Sjá ennfremur fréttábls. 30. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.