Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 36____________ Hundrað ára minning: Brynjúlfur Haralds- son frá Hvalgröf- um á Skarðströnd Einstaka sinnum ættum við að geta stoppað við og fyllt hug okkar þakklæti og virðingu tii aldamóta- kynslóðarinnar sem lagði grunninn að lífsgæðum okkar á þessum tíma sem nú stendur yfir og öllum þeim möguleikum sem við búum við í dag til léttari og auðveldari lífsbaráttu á öllum sviðum. Það má segja að aldamótakynslóðin hafí þokað okk- ur út úr steinöldinni hvað verklega og veraldlega hluti snertir. Það kostaði miklar fómir og mikla baráttu. Af því eru margar sögur og ótrúlegar, varla hægt að skýra frá í orðum ef bera á saman lífskjör þjóðarinnar fyrir og eftir aldamót og stöðuna í dag, en hvert sveitarfélag átti sína forustumenn og suma hveija afburðamenn á þessum tíma í því hlutverki að bæta lífskjör okkar. Hér skal reynt að minnast eins mikilhæfs forustu- manns á Skarðströnd, Brynjúlfs Haraldssonar. Hann var fæddur 12. október árið 1888 á Skarði, Skarð- strönd. Foreldrar hans voru Harald- ur Brynjúlfsson og Septemborg Loftsdóttir sem þjuggu á ýmsum stöðum á Skarðströnd. Árið 1909 fluttu foreldrar Brynjúlfs að Hval- gröfum. Þar tók Biynjúlfur síðar við búi. Minning: Snemma komu í ljós góðar gáfur Brynjúlfs og námshæfileikar. Hann var svo lánsamur á 17. ári að njóta um tíma kennslu hjá Eggerti Gísla- syni í Fremri-Langey og einnig hjá Eggerti syni hans sem var gagn- fræðingur frá Flensborg. Við til- sögn þessara manna hefur Brynjúlf- ur lagt grunninn að sjálfsmenntun sinni og þekkingarleit. Hann mátti teljast mjög vel menntaður maður og betur menntaður en margur háskólagenginn. Alla vega var dóm- greind hans á menn og málefni frá- bær. Snemma hlóðust á Brynjúlf hvers konar félagsmálastörf fyrir sveit sína og hérað. Sakir gáfna hans og framsýni þótti hann sjálfkjörinn í flestar nefndir og ráð. Hann var oddviti Skarðstrendinga í áratugi og fulltrúi þeirra á ýmsum fundum innan Dalasýslu og víðar og þá oft fundarritari. Þær fundargerðir þykja nú fágæti að allri gerð, bæði á tiltakanlega góðu máli og athygl- isvert hvað meining margra fundar- manna kemur þar skýrt fram í sam- þjöppuðu formi. Það vita þeir sem reynt hafa hver vandi þefta er svo vel fari. Brynjúlfúr var afburða ræðu- maður, varði málstað sinn með mik- illi rökfími, sanngjam ogtillögugóð- ur, en harður í vöm og sókn. Hann lagði hveiju góðu málefni lið. Hann var einlægur ungmennafé- lagi og sannur samvinnumaður — taldi að þessar tvær hreyfingar hefðu þokað okkur mest og best til betri lífskjara og menningar — þeirra merki mættu aldrei falla. Fomstuhlutverk Brynjúlfs hér á Skarðströnd var vissulega erfítt — að ná framkvæmdum sem nú þykja sjálfsagðar svo sem vegum, brúm, síma, rafmagni, ræktun og bygg- ingum. Þessi atriði komu í þessa sveit seinna en víðast hvar annars staðar og kostuðú meiri baráttu og grimmari en fomstumenn annarra sveita þurftu að heyja. Ekki skulu ástæður fyrir þessu tilgreindar hér — flokkast undir „Oft má satt kyrrt liggja" — en berlega kom í ljós við þessar aðstæður baráttuvilji Brynj- úlfs að vinna sveit sinni og héraði sem mest gagn og hæfni hans að ná settu marki. Félagsmálastörf áttu hug hans, og þjónustuhlutverki og forustu- hlutverki gegndi hann á fjölda- mörgum sviðum. Hann var barna- kennari á Skarðströndinni í 50 ár, byijaði 19 ára gamall við þau störf (farkennslu). Það má fullyrða að á því sviði hafí Brynjúlfur verið ein- stakur afburðamaður og langt á undan sinni samtíð og spuming hvort þær góðu kennsluaðferðir hans em viðhafðar í bamaskólum landsins á þessum tímum. Þeir nem- endur hans sem fóm í háskólanám urðu mjög undrandi undir leiðsögn fæmstu kennara Háskólans, því varla kom fyrir atriði í kennslu þeirra sem Brynjúlfur var ekki bú- inn að benda þeim á í bamaskóla, urina, sem búsett var í Ástralíu. Hana sá hann að vísu aldrei eftir að leiðir þeirra skildu í upphafí stríðsins en fréttir höfðu þau hvort af öðra með bréfaskriftum sín á milli. Sambandið við systkinin í Englandi var nánara. Síðast kom systir hans í Englandi og mágur til hans í heimsókn í fyrrasumar og bróðir hans og mágkona nú í sum- ar. Þessar heimsóknir vom honum mikils virði og vöktu bæði ánægju og gleði og skildu eftir góðar minn- ingar. Faðir okkar lærði bílasprautun hjá Sveini Magnússyni í Brautar- holti í Hafnarfirði og vann hjá hon- um samfellt í 18 ár. Þá fór hann í vinnu hjá vamarliðinu á Keflavíkur- flugveli og þar vann hann næstu 23 árin, eða þar til fyrir rúmu ári að hann varð að hætta þar störfum vegna veikinda sinna. Við bömin höfum margs að minnast frá samvistum við föður okkar. Þær minningar em okkur dýrmætar og við munum varðveita þær vel. Við munum hann föður okkar hjartahlýjan, kátan og hressan í tali í hópi vina og vandamanna, þar sem hann vakti líf og fjör hjá þeim sem í kringum hann vom hveiju sinni. Við.minnumst þess hvemig hann lagði rækt við hið góða hjá börnum sínum og bamabömum. Aldrei heyrðum við hann hallmæla nein- um, því að gleði og kærleikur vom eðlisþættir hans. Þannig maður var hann faðir okkar. Við minnumst jólanna sem við áttum með honum, þar sem hann fór á kostum með bömum, tengda- bömum og bamabömum. Þá var oft glatt á hjalla og gleði í sinni. Jón Friðriksson var okkur góður faðir. Hann átti ætíð allan trúnað einkum í mannkynssögu, landa- fræði, sögu landsins og norrænum fræðum og jafnvel í heimspeki. Það hvarflaði aldrei að Brynjúlfi hvort fómandi væri eða ekki svo dýrri kennslu á misjafnlega þroskaða nemendur að taka við henni. Þessi aðferð var honum eiginleg og árangur vissulega háður hæfni nemandans að taka við. Hann lagði mikla áherslu á að þroska dóm- greindina hjá nemendum sínum, þeir ættu sjálfír að geta dæmt um hvað væri rétt eða rangt, án þess að láta aðra segja sér það. Hann varaði við áróðrinum — þar skyldum við greina í honum neikvætt og jákvætt — hann varaði einnig við menguninni. Hann gerði okkur nemendum sínum grein fyrir því að við tækjum við þessu landi af feðmm okkar og okkur bæri að vemda landið og bæta það og skila því betra til næstu kynslóðar, einn- ig standa vörð um lýðræðið, frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Hann okkar bamanna, jafnt þegar við vomm lítii og þegar við voram orð- in fullorðin. Það var alltaf jafn gott að leita til pabba og hann fann allt- af lausnir með okkur á öllum okkar vandamálum. Barnabörnunum sínum 16 var hann framúrskarandi afí, hlýr, glettinn og gamansamur. Þau fundu það fljótt að hjá honum var gott að vera og að til hans var margt að sækja. Vegna alls þessa eram við svo ósegjanlega þakklát. Leiðir skiljast að sinni. Við kveðj- um þig faðir með innilegri þökk fyrir allt sem þú veittir okkur og fýrir allt sem þú varst okkur. Enda þótt hausti nú um sinn í huga okkar og hjarta, þá lifir minn- ingin um kærleiksríkan föður og léttir okkur harm og trega. Þess vegna gemm við orð Davíð skálds frá Fagraskógi að okkar orðum þegar hann segir: „Því hræðist enginn haustsins löngu nætur, þótt heiji bleikir stormar lönd og álfur, að lífið veitir líkn og sárabætur, og lögmál þess er kærleikurinn sjálfur." Veri hann sæll, faðir okkar, og við þökkum honum fyrir allt. Guð blessi hann og minningu hans' Dætur hins látna. Kveðjuorð Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Mig langar í fáum orðum að minnast fyrrverandi tengdaföður míns sem í dag verður jarðsunginn frá Þjóðkirkju Hafnarfjarðar. Hann var maður með létta lund og stóð hann sem klettur í veikind- um sínum. Hann var ekki maður sem lifði fyrir veraldleg gæði heldur lifði hann fyrst og fremst fyrir sína nánustu og reyndist þeim vel. Ég var svo lánsöm að kynnast honum og mun ég ætíð minnast hans sem góðs vinar, vinar sem ég á margt að þakka. Það er með sámm trega sem ég og dóttir mín kveðjum góðan og afa. Bömum, tengdabömum og barnabömum votta ég innilegustu samúð mína. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Edda Arnbjörnsdóttir Jón Friðriksson (John Bates) Fæddur 25. febrúar 1920 Dáinn 3. október 1988 Hann Jack afí minn á Öldugöt- unni er dáinn. Hann var mér góður afí. En hann var ekki bara afí minn, hann var líka besti vinur minn. Við afí höfðum alltaf um nóg að tala. Hann sagði mér margt, bæði um lífíð og ýmislegt annað. Ég lærði margt af honum. Ég veit, að fjölmargt sem við töluðum um hef- ur orðið mér til góðs og verður mér að gagni síðar, þegar ég verð full- orðjnn. Ég sakna afa mikið. Ég hitti hann svo oft, en nú er hann farinn. Ég er þakklátur fyrir allar stundim- ar sem við áttum saman. Ég þakka allar góðu minningamar sem ég á um þennan. góða afa. Ég bið guð að hjálpa mér til þess að verða sá drengur sem afi vildi að ég yrði. Það er enginn fátækur sem hefur átt jafn góðan afa og ég. Guð blessi minningu hans. „Drottinn vakir, drottinn vakir " daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér.“ (Sig. Kr. Pétursson.) Andri Þór Steingrímsson Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (Davíð Stefánsson Faðir okkar, Jón Friðriksson, andaðist í Borgarspítalanum mánu- daginn 3. október sl. eftir langvar- andi veikindi og nokkurra vikna legu, fyrst í heimahúsum, en síðustu dagana á Borgarspítalanum í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju klukkan 13.30 í dag. Það kemur flestum að óvömm, þegar ástvinir þeirra deyja. Söknuð- urinn er sár og tómarúmið mikið eftir þann sem maður elskar og sér á bák yfír móðuna miklu. Þetta á líka við, þótt viðkomandi eigi að baki baráttu við erfiðan sjúkdóm og þjáningar og besta lausnin sé kannski sú að fá að söfna svefninum langa meðan „mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð". Ljósið á lífskertinu slokknar, en minning um góðan mann genginn lifír og lýsir í skugga harms og saknaðar. Við börnin hans Jóns Friðriks- sonar á Öldugötunni í Hafnarfírði sendum honum hinstu kveðju og þökk um leið og við viljum minnast hans með nokkmm fátæklegum orðum. John Bates, sem seinna varð íslenskur ríkisborgari og nefndist þá Jón Friðriksson, fæddist hinn 25. febrúar í Gillingham í Kent á Englandi. Föður sinn missti hann ungur að ámm. Þau systkinin vom fjögur, tvær systur og tveir bræður. Móður sfna misstu þau, þegar pabbi var 14 ára gamail. Hann kynntist því snemma harðri lífsbaráttu og kröppum lgöram. Á stríðsámnum lá leið Jóns í breska herinn og með honum kom hann hingað til lands hinn 17. maí 1940. Það urðu honum örlagarík spor, því að á íslandi átti hann eft- ir að eyða ævinni, fá íslenskan ríkis- borgararétt, kvænast, stofna heim- ili, eignast sjö böm og sextán bamaböm, lifa og hrærast hress og glaður í hafnfirsku manniífi. Hinn 26. desember 1943 kvænt- ist hann móður okkar, Þuríði Óskarsdóttur, og bjuggu þau í ást- ríku hjónabandi á heimili sínu á Öldugötu 5, þar til hún lést fyrir rúmum 16 árum, hinn 1. ágúst 1972. Jón Friðriksson faðir okkar var verkamaður allt sitt líf, hafði oft úr litlu að spila með sína stóra fjöl- skyldu, en var samt svo ríkur, átti svo mikið af glaðværð og lífsham- ingju sem hann miðlaði öllum sem í kringum hann vom. Það var oft hlegið dátt þar sem hann var og strengir gleðinnar slegnir með kímni og tilfinníngu. Sambandi við systkini sín hélt hann, bæði við bróðurinn og systur- ina sem bjuggu á Englandi og syst- greindi frá mikilvægi þess að hver einstaklingur væri sem bestur þegn — því aðeins yrði heildarsvipur allra þátta þjóðlífsins góður til að tryggja freisi okkar og sjálfstæði. Með þrot- lausri elju sáði hann góðum fræjum í bamssálina á því stigi sem hún er móttækilegust og óspillt. Hann lagði mikið upp úr siðferðilegum skyldum hvers manns. Hann taldi hveijum manni skylt að sjá um for- eldra sína þegar kraftar þeirra væm þrotnir. — Tiyggingar em góðar en þær afnema ekki siðferðis- lega skyldur. Ég held að þessi mein- ing Brynjúlfs sé enn í fullu gildi. — Einnig ræddi hann við nemendur sína um móðurhlutverkið og skyldur mæðra í uppeldi bama; í þeirra valdi væri móðurmálskennslan og kristindómsfræðslan og raunvem- lega væm meiri skyldur lagðar á herðar kvenna en karlmanna og dæmin hefðu sannað að allir miklir og góðir menn hefðu átt góðar mæður. Brynjúlfur var sem kennari af- burðasnjall að festa námsefnið eða kennsluatriðin í minni nemenda sinna. Ég skal nefna hér eitt lítið dæmi: Það mun hafa verið veturinn 1941 sem við 6 strákar vomm að búa okkur undir fullnaðarpróf hjá Brynjúlfi. Á þeim ámm áttum við ekki kost á öðram átrúnaðargoðum en fomköppunum svo sem Gretti, Agli eða Gunnari á Hlíðarenda og svoleiðis mönnum. Það var ekki búið að færa okkur hér upp á Skarðströndina neinar kvikmynda- hetjur á þessum ámm, Bítlar. og Megas víðs fjarri. Með hliðsjón af Grettissögu veitti Brynjúlfur okkur eftirfarandi hugvekju: Áður en Grettir þreytti glímuna við Glám var hann búinn að fá helm- ing afls síns sem honum var áskap- að — fjögurra manna afl, — Glámur draugur lagði á hann að nú þroskað- ist hann ekki meir og næði aldrei meiri kröftum vegna glímunnar við sig. Alveg sama myndi henda okkur ef við þreyttum glímu við Bakkus, við myndum aldrei ná þeim þroska eða kröftum sem við annars ættum völ á. Þetta einfalda dæmi og önn- ur slík festust rækilega í hug okk- ar. Aldrei lyfti ég svo glasi að ég muni ekki eftir þessari dæmisögu Biynjúlfs. Svo er einnig með fleiri úr okkar hópi. Snjallari bindindis- ræða hefur ekki borist í mín eym eða fyrir mín augu. Það má fullyrða að fullnaðarprófsböm hér á Skarð- strönd hafi undir handleiðslu Brynj- úlfs Haraldssonar fengið betra veganesti út í lífíð en flest önnur böm á þessum tíma, en persónu- bundið hversu það hefur nýst þegar út í lífíð var komið. í einkalífínu var Brynjúlfúr far- sæll. Hann eignaðist góða konu, Ragnheiði Jónsdóttur frá Geir- mundarstöðum. Þau giftust 10. september 1910. Þau bjuggu á Hvalgröfum í 33 ár. Þau eignuðust tvö böm, Gísla BreiðQörð sem látinn er fyrir nokkmm ámm og Magða- lenu, búsett í Reykjavík, gift Sæ- mundi Björnssyni fræðimanni. Brynjúlfur náði að verða bóndi í góðu meðallagi, á sjálfseign sem var á þeim tímum mikill sigur. Hann húsaði jörð sína og ræktaði mikið. Þau hjón ólu upp tvo drengi, Svein Jónsson, látinn og Hilmar Sigurðsson, búsettur erlendis. Að koma á heimili þeirra á Hval- gröfum var öllum ánægjuefni. Við- ræður við Brynjúlf urðu mörgum ógleymanlegar. Hann var jafnan hress og glaður og bar hið besta skyn á málefni hvers konar, innan- lands og utan og hafði yndi af þeim umræðum og réð yfír miklum fróð- leik. Sjóndeildarhringur hans var víðáttumeiri en annarra manna, hann hafði tveggja heima sýn. Hann var rammlega skyggn, honum kom ekki allt á óvart. Það sóttu mjög á hann miðilshæfiieikar. Margur varð þar vitni af furðulegum hlutum, en ætla má að þessir miðilshæfileikar hafí bæði rænt hann líkamsþrótti og svefni. Forlögin höguðu því þannig að Biynjúlfur Haraldsson dvaldi við sitt ævistarf hér á Skarðströndinni. Fyrir það emm við íbúar þessarar sveitar þakklátir. Blessuð sé minning þessa mikil- hæfa manns. Steinólfúr Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.