Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 27 Sagði Robert Peary ósatt um för sína til norðurpólsins? Svo segir bandaríski stjarn- o g sagnfræðingurinn Dennis Rawlins Washington. Reuter. LEIÐARBÓK bandaríska heimskautafarans Roberts Peary bend- ir tíl, að hann haS vitandi vits sagt ósatt þegar hann þóttist hafa komist fyrstur manna á norðurpólinn árið 1909. Bandaríska stór- blaðið Washington Post hafði þetta í gær eftir stjarnfræðingnum og sagnfræðingnum Dennis Rawlins. Iiefur hann ráðið fram úr leiðarreikningum Pearys og segir, að hann hafi vantað 195 km upp á að komast á pólinn. Leiðarbókin virðist sýna svo óyggjandi sé, að Peary hafi vitað hvar hann var staddur þegar hann sagði öðrum leiðangursmönnum, að þeir væru komnir á norður- pólinn, og af bókinni má einnig ráða ástæðuna: Vistimar voru á þrotum og hlýnandi veður og mik- il hreyfing á ísnum stefndi ferð- inni í tvísýnu. Rawlins segir og vitnar í bók- ina, að Peary hafí komist í tveggja sjómflna fjarlægð frá 88. gráðu, 15. mínútu norðurbreiddar og 14. gráðu vesturlengdar eða í 195 km fjarlægð frá pólnum. Vildi ekki koma heim tómhentur „Hann vissi, að þetta var hans síðasta heimskautsferð og hann vildi ekki snúa heim tómhentur. Hann ákvað að hafa rangt við þótt hann gerði sér grein fyrir áhættunni," segir Rawlins, sem telur, að Peary hafi geymt leiðar- bókina þótt hún gæti komið upp um hann vegna þess, að hún sýndi einnig, að enginn annar maður hafði komist nær pólnum á þess- um tíma. Gat ekki sannað sitt mál Eftir lát Pearys var leiðarbókin í vörslu konu hans, Jo, ásamt bréfi þar sem Peary bað konu sína um að gæta bókarinnar eins og sjá- aldurs auga síns og birta ekkert úr henni nema til að klekkja á Frederick Cook, heimskautafar- anum, sem vildi eigna sér heiður- inn af því að hafa orðið fyrstur á norðurpólinn. Á árunum 1910-11 bar Peary vitni fyrir bandarískri HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71 ALHLIÐA LÍKAMSÞJÁLFUN Nýtt námskeið hefst um helgina. sleðahunda S einni heimskauts- ferðinni. þingnefnd og viðurkenndi þá, að hann gæti ekki sannað, að hann hefði komist á pólinn. Hann hélt því þó staðfastlega fram og bað þingnefndina að taka sig trúan- legan. í Washington Post kom fram, að nokkrum sinnum áður hefðu verið bomar brigður á, að Peary hefði komist alla leið og hefði mönnum þá alltaf verið neitað um að skoða leiðarbókina. Frá árinu 1984 hefur hún hins vegar verið geymd óinnsigluð á bandaríska þjóðskjalasaftiinu. Ef rétt reynist, að Peary hafí ekki komist á norðurpólinn, fellur heiðurinn í skaut Norðmanninum Roald Amundsen, sem kom fyrst- ur á Suðurskautið árið 1911. Amundsen gerði þó ekki annað en að fljúga yfir pólinn árið 1926 en fyrsti maðurinn, sem steig fæti sínum þar, heitir Joseph Fletcher. Hann lenti flugvél sinni á norðurpólnum árið 1952. Sá fyrsti til að fara þangað landveg er aftur á móti Ralph Plaisted. Hann kom þar á snjóbfl árið 1968. HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71 REYKBINDINDI + ÞJÁLFUN Námskeið hefst um helgina. VERIÐ VEL KLÆDD I VETUR gardeur -dömufatnaður Stakirjakkar, einlitir-köflóttir. Pils-buxnapils. Buxurmargargerðir, eitthvað fyriralla. Tískuvara - gæðavara. Oduntu VERSLUN v/NESVEG, SELTJARNARNESI Grandagarði 2, sími 28855, 101 Rvík. Hann er í noisku ullarnærfötunum oe verður ekkikalt r buxur bolir 945,- 1.023,- 2 985,- 1.101,- 6 1.088,-1.180,- UM UM ALLT LAND Börnin okkar þurfa hlýjan vetrarfatnað. Stil ullarnærfötin frá Noregi eru þægileg nærföt sem stinga ekki og má þvo í þvottavél. Þú færð varla ákjósanlegri nærfatnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.