Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 68
NÝTT FRÁ KODA ■WMHi 2BATTERY uppirbsi? RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra: V onbrigði okkar eru mikil „Vonbrigði okkar eru mikil. Ég gekk af fundi Schultz ut- anríkisráðherra lullviss um að það samkomulag sem hafði tekist milli þjóða okkar í þessum málum yrði haldið í einu og öllu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anrikisráðherra i samtali við Morgunblaðið er hann var spurð- ur hvert álit hann hefði á tilraun- um Bandaríkjastjórnar til að fá Japani til liðs við sig um við- skiptaþvinganir á Islendinga, vegna hvalveiða í vísindaskyni. Utanríkisráðherra sagði jafn- framt: „Mér fínnst að við höfum verið hafðir að fíflum. Það á engum að líðast. En síst áttum við von á því frá vinum okkar.“ Utanríkisráðherra var spurður hvaða áhrif hann teldi að þetta at- vik kæmi til með að hafa á sam- skipti landanna: „Það ræðst mjög af viðbrögðum Bandaríkjastjórnar,“ sagði Jón Baldyin, en hann kvaðst á þessu stigi ekki geta gert sér í hugarlund hver þau myndu verða. Æðardúnn hækkar um flórðung SALA á æðardúni hefur gengið vel í haust. Búvöru- deild Sambandsins hefur þegar gengið fi-á sölu á rúm- lega einu tonni af firam- leiðslu sumarsins og áætlar að selja í allt um tvö tonn. Verð á æðardúni hefur hækkað frá því í fyrra. í upp- hafi síðasta sölutímabils fengu bændum 18 þúsund krónur fyr- ir kílóið af hreinum æðardúni og nú eru greiddar 23 þúsund krónur. Verðið hefur því hækk- að um 25—30%, stafar það bæði af verðhækkun í erlendri mynt og gengisfellingu krón- unnar. I iSiiiSv; “S^íJtRfSÉí- ■ ,-yáer. j s*.. ‘ r *■'■* .í-' t'*‘ Dauðadjúpar sprungur Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vissara er að fara að öllu með gát þegar ferðast er á jöklum há- lendisins. Hér virða ferðalangar á Tungnaáijökli fyrir sér hyldjúpa sprungu, svo djúpa að ekki sést til botns. Jökuilinn er samfelld svellglæra þessa dagana og má því Iítið út af bregða til þess að ökutæki renni ekki af réttri leið og lendi í einni af fjölniörgum gapandi sprungum. Jökullinn hopar stöðugt. í ár heftir hann hörf- að um 70 metra, og að sögn Sigurjóns Rist vatnamælingamanns hefúr Tungnaáijökull hörfað á þriðja kílómetra síðastliðin 30 ár. Fiskmarkaðurinn í Bandaríkjimum: Verðlækkunin hefur stöðvazt en fátt bendir til hækkunar - segir Pétur Másson upplýsingafulltrúi Coldwater „ÞAÐ er óhætt að segja að verð á firystum fiski hér í Bandaríkjunum er hætt að lækka. A hinn bóginn er reynd- ar fátt, sem bendir til að það fari hækkandi í nánustu framtið. Hækkanir nú myndu að öllum líkindum slá mjög á söluna, sem gengur nú þokka- lega vel,“ sagði Pétur Másson, Landbúnaðarráðuneytið: Reiknað með 1.500 tonna útflutningi á kindakjöti í ÁÆTLUN landbúnaðarráðu- neytisins um útflutning kinda- kjöts á nýbyrjuðu verðlagsári er gert ráð fyrir 1.500 tonna út- flutningi. Er þetta talsvert minni útflutningur en undanfarin ár og telur Jóhann Steinsson deild- arstjóri í búvörudeild SÍS að þessi útflutningur dugi rétt til að halda í horfinu og að birgðir i lok tímabilsins verði svipaðar og í haust, eða 2.500 tonn. Reiknað er með útflutningi á markaði sem bestu verði hafa skilað undanförnum árum, Svíþjóð, Færeyjar og Finnland. Aætlað er að 650 tonn fari til Svíþjóðar og sama magn til Færeyja og rúmlega 200 tonn tii Finnlands. Ekki er gert ráð fyrir neinum útflutningi til Noregs. Norðmenn hafa keypt 600 tonn á undanförnum árum í samræmi við EFTA-samninga þjóð- anna, en vegna mikillar kindakjöts- framleiðslu heima fyrir hafa þeir selt íslenska kjötið til þriðja lands. Þá er heídur ekki gert ráð fyrir útflutningi til Evrópubandalagsins vegna þess að ekkert sláturhús hefur treyst sér til að leggja í þann kostnað sem eftirlitsmenn EB kröfðust við skoðun á síðasta ári. Undanfarin ár hafa farið um 600 tonn til EB, aðallega Þýskalands og Danmerkur, en enn lægra verð hefur fengist þar fyrir kjötið en á bestu mörkuðum íslendinga. Jóhann sagði að þessi útflutning- ur rétt dygði til að halda í horfinu miðað við kindakjötsframleiðsluna í haust og áætlaða innanlands- neyslu. Full þörf væri fyrir meiri útflutning en gert væri ráð fyrir til að létta á birgðastöðunni en út- flutningsáætlun Iandbúnaðarráðu- neytisins réðist af þeim útflutnings- uppbótum sem menn teldu að til ráðstöfunar yrðu á tímabilinu. upplýsingafulltrúi Coldwater í Bandaríkjunum, í samtali við Morgunblaðið. Pétur sagði, að fyrirtækið keypti blokkina nú á 1,25 dali pundið, en heyrzt hefði um kaup á 1,30 dali. Birgðir af blokk í heiminum væru verulegar um þessar mundir eða nálægt 80 milljónum punda. Slíkar birgðir gæfu ekki tilefni til verð- hækkana. Talið væri að 30 milljón- ir væru til innan Bandaríkjanna og mikið í Kanada, Noregi og Danmörku. Reiknað væri með samdrætti í afla helztu fiskveiði- þjóðanna við norðanvert Atlants- hafið á næsta ári og því hugsan- legt að verð hækkaði eitthvað, þegar eða skömmu áður en hans færi að gæta í birgðunum. Hann sagði að verð á ýsuflökum frá Islandi væri núna 2,65 dalir á pundið, en heldur lægra frá Kanada og Noregi. Fyrir pundið í 5 punda pakkningum af þorsk- flökum frá íslandi fengjust nú 2,30 dalir, en verð í Kanada væri 1,60 til 1,70 dalir á pundið af beztu flök- unum. „Botninum í verðlagi er örugglega náð. Eftir að háa verðið hamlaði sölu er hún farin að ganga þokkalega vel en verðhækkanir nú myndu ábyggilega hægja á söl- unni,“ sagði Pétur Másson. Jóhann best- ur norrænna skákmanna Skákdálkahöfúndur BT, stærsta blaðs Danmerkur, telur að frammistaða Jó- hanns Hjartarsonar á Heims- bikarmótinu sýni að hann sé sterkasti skákmaður Norður- landa. í skákþætti sínum í BT sl. miðvikudag segir Jorn Sloth: „Ungi íslendingurinn Jóhann Hjartarson er eini heimsmeist- arakandidat Norðurlandanna. En er hann betri en Ulf Anders- son, Bent Larsen eða Simen Agdestein? Frammistaða hans á Heimsbikarmótinu bendir til að svo sé! Eftir þ'rjú töp í upp- hafi mótsins vann Jóhann skyndilega skák eftir skák og endaði rétt við toppinn.“ Til sannindamerkis er birt skák Jóhanns við Jan Timman en hana vann Jóhann í 25 leikj- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.