Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 42 Bryndís Þórarins- dóttirfrá Valþjófs- stað — Minning Fædd 10. desember *—* Dáin 11. nóvember 1988 Amma Dísa var þá dauðleg. Nærvera hennar hafði verið okkur ættingjum hennar og ástvinum óendanleg uppspretta hvatningar og kærleika. Sú uppspretta er nú tæmd, héma megin grafar. Amma Dísa hafði ekki aðeins einstakan hæfileika til að draga fram hið já- kvæða í hverjum manni og um- hverfi hans; hún var sjálf lifandi myndbirting hins jákvæða. Til marks um það var sú trú hennar fram undir það síðasta að þótt líkami tæplega níræðrar konu gæfi sig smátt og smátt væri hægt að fá viðgerðir jafnóðum. A bak við nærgætið viðmót var siðferðislega heilsteyptur og gamansamur per- sónuleiki. Vökull áhugi hennar á því sem gerðist í kringum hana var ævinlega uppbyggilegur og heill. A tímum sem einkennast af neikvæðu hugarfari og niðurrifi var stund með henni eða jafnvel aðeins stutt símtal eins og endumæring. Þakk- læti fyrir þær stundir er nú efst í huga, ásamt söknuðinum yfir því að hafa ekki getað gefið meira í staðinn. Þótt amma Dísa hafi reynst dauðleg eins og annað fólk lifír minningin með þeim sem áttu hana að. Hún fyllti kvótann með glæsi- brag. Ekki er unnt að hugsa sér betra og glaðlegra veganesti en þessa minningu á þeirri vegferð sem framundan er._ Arni Þórarinsson Hún Dísa frænka er dáin. Ekki verður með sanni sagt að sú fregn hafí komið mikið á óvart þar sem hún var búin að vera veik síðustu vikur, en mikið er samt sárt að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að hún sé ekki lengur á meðal okk- ar. Og nú get ég ekki staðið við lo- forðið, sem ég gaf henni síðast þegar við hittumst. Eg lofaði því að beita mér fyrir ættarmóti afkomenda sr. Kristjáns í Skógum sem fyrst svo „einhver úr okkar kynslóð geti verið með“ eins og Dísa orðaði það. Hún átti við sig og Úllu systur sína. — Nu er Úlla ein eftir. Svo lengi sem ég man eftir hefur alltaf fylgt einhver töfraljómi því, þegar talað var um „töntumar“ í Reykjavík, þær Úllu og Dísu, og „stóru frænku“ og Jón frænda í Skörðum. Þau, ásamt föður mínum, hafa lengst haldið uppi merki hins stóra systkinahóps frá Valþjófsstað, þar sem tónlist og söngur var aðals- merki. Upp í hugann koma ótal fjöl- skylduboð og spilakvöld þeirra systk- ina, þar sem píanóið var alltaf skammt undan, Dísa spilaði og söng- urinn hljómaði. Lagið þeirra var allt- af á dagskránni: Flýg ég yfir pllin og flýti mér að vippa mér austur að Valþjófsstað. (B. Gröndal) Hugurinn leitar líka heim á Eiði, þegar Dísa kom einhvem tímann í heimsókn með Þórarni syni sínum og Arna Isakssyni dóttursyni sínum. Þá var nú spilað. Lítil stúlka sá þá Dísu frænku eins og hún hefur alltaf verið síðan í hennar augum: Leikandi létt og kát, spil- andi á píanó fjömg lög og alvarleg, einföld og flókin. Það var því ekki lítil stund, þegar undirrituð fékk að fara í spilatíma til Dísu eftir að íjölskyldan var flutt til Reykjavík- ur. Að öllum mínum píanókennur- um ólöstuðum, þá vom tímamir hennar Dísu iangskemmtilegastir. Hjá henni lærði maður lög, sem skyldu nýtast manni heima í stof- unni. Hún lagði ekki mikla áherslu á Czemy og aðra fingurbijóta en þeim mun meiri á skemmtileg söng- lög til nota í fjölskylduboðum. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum er ætlunin að tjá þakklæti mitt fyrir allt það, sem Dísa frænka hefur gefið mér. Tónlist, lífsgleði og jákvætt hugarfar var hennar aðalsmerki. Eg sendi Þórami, Ragnheiði, Ingu og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Hugurinn er þó sérstaklega hjá Úllu frænku, sem nú kveður sitt síðasta systkini. Þær systur vom einstaklega samrýmdar og nánar vinkonur og er því missir hennar mikill. Guð blessi minningu Bryndísar Þórarinsdóttur. Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir I dag fer fram útför eiskulegrar mágkonu minnar Bryndísar Þórar- insdóttur frá Valþjófsstað. Á tíma- mótum sem þessum hvarflar hugur- inn til liðins tíma og minníngarnar birtast. Valþjófsstaðasystkinin vom níu. Margrét, sem dó { æsku, Þuríður, Unnur og Stefán, sem dóu í blóma lífsins og Sigríður, Jón, Þórhalla, Bryndís og Þórarinn, sem öll komust til efri ára. Foreldrar þeirra vom prestshjónin á Valþjófsstað, Ragn- heiður Jónsdóttir og sr. Þórarinn Þórarinsson. Þegar ég hugsa til Bryndísar verð- ur mér hlýtt um hjartarætur. Hún var ein af þessum sólskinssálum sem er svo dýrmætt að kynnast. Margar gleðistundir höfum við átt saman um ævina. Við höfum líka átt saman sorgarstundir „því sorgin gleymir engum". En þær minningar verða ekki rifjaðar upp hér. Mér er í fersku minni þegar þau hjónin Bryndís og sr. Árni Sigurðs- son komu austur á Fljótsdalshérað, hvað þau vom kærkomnir gestir. Þau komu til að heimsækja ættingja og vini en á þeim ámm bjuggu tvö systkini Bryndísar á Héraði, þau Þórarinn og Sigríður eða „stóra frænka" eins og hún var kölluð á mínu heimili. Sigríður var gift Ara lækni Jónssyni og var mikill sam- gangur á milli heimila þeirra systk- ina. Ari var okkar góði læknir í meira en tvo áratugi. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim hjónum Ara og Sigríði samvemna og hlý- hug, sem maður fann aldrei betur en þegar eitthvað kom fyrir. Seinna, þegar þær systur Bryndís og Þórhalla vom báðar orðnar ekkj- ur komu þær austur og dvöldu á heimilum systkinanna og vom þær okkur svo kærkomnar, að það var eins og sumarið væri eitthvað tóm- legra þegar þær komu ekki. Árin liðu og þar kom að systkinin austan af Héraði fluttu suður ásamt sínu fólki. Einn bróðir var samt enn- þá á landsbyggðinni. Það var Jón, sem bjó ásamt konu sinni Sólveigu Unni Jónsdóttur á Skörðum í Reykjahverfí. Þau hjónin dvöldu oft langdvölum á vetmm í Reykjavík hjá Ragnheiði dóttur þeirra. Það var því oft komið saman, tekið í spil eða sungið. Settist Bryndís þá við píanó- ið og spilaði af fíngmm fram hvaða lag, sem beðið var um. í mínum huga vom þau systkinin mjög sam- rýnd og nutu þess að vera saman. Það gat samt komið fyrir að smá- stormsveipur færi í gegnum hópinn. En það var aðeins til þess að feykja þeim fáu skýjum burt, sem komið höfðu upp á himininn. Öll vom þau systkinin vel gerð og bám með sér sterkan persónuleika. Og söngurinn var þeim í blóð borinn. Nú er aðeins ein systir eftir af þessum eftirminnilega systkinahóp, Þórhalla eða Úlla frænka eins og bömin mín kalla hana. Sú trausta og trygga frænka, sem ævinlega hefur staðið eins og klettur í hafínu hvað sem á dagana hefur drifíð. Við bömin mín og tengdabörn sendum henni sérstakar samúðarkveðjur. Þegar ég hugsa til Bryndísar og hvað hún gat verið hress og glöð jafnvel þótt henni liði ekki vel, þá finnur maður hvað það er dýrmætur eiginleiki að geta glatt þá sem í kringum mann em. Eg minnist þess, þegar tveir yngstu synir mínir vom litlir og Bryndís kom í heimsókn með Þórami syni mínum, hvað hún vildi alltaf gleðja þá bræður. Spilaði fyrir þá á munnhörpu eða á píanóið og gaf sér tíma til að spjalla við þá um þeirra áhugamál. Þannig var Dísa frænka. Nú er komið að kveðjustund. Ég kveð Bryndísi með söknuði og þakka samfylgdina þessi mörgu ár sem leiðir okkar hafa legið saman. Ég og fjölskylda mín sendum syni hennar, dætmm, tengdasyni og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Sigurþórsdóttir Nú þegar amma Dísa er farin frá okkur fyllist hugurinn af myndum og minningum. Margar tengjast þær ömmu svo sterkt, að það er eins og hún sé ljóslifandi komin. Minningar um ömmu þegar hún setti saman grænu stólana til að búa til rúm fyrir litla stelpu sem átti að fá að gista. Amma að kenna þessari sömu stelpu á píanó og stundum spiluðu þær fjórhent. Amma S beijamó á sólbjörtum síðsumardegi. Handsnerting þegar amma potaði aurum í lófann. Ámma að setja á sig hattinn og snurfusa sig fyrir framan spegilinn. Amma þegar hún dró upp munnhörpuna og dillaði sér-við músíkina, og allir fengu fiðring í fætuma. Þannig var hún amma. Hún hafði þann eiginleika að geta hrifíð fólk með sér og alltaf var kímnigáfan skammt undan. Þetta eru myndir og minningar sveipaðar hlátri, hlýju og lífsgleði. Ég, sem var svo heppin að eiga svona ömmu, mun alltaf geyma þær hjá mér. Unný Látin er í Reykjavík frú Bryndís Þórarinsdóttir á áttugasta og níunda aldursári. Ævi hennar hefur verið samofín starfi Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, svo með eindæmum er. Ung var hún er eiginmaður henn- ar, séra Árni Sigurðsson, gerðist prestur safnaðarins árið 1922. Með kærleiksríku viðmóti sínu og trúmennsku, var hún stoð hans og stytta í erilsömu og ósérhlífnu starfi innan safnaðarins. Árið 1949 varð frú Bryndís fyrir því þunga áfalli að eiginmaður henn- ar, séra Ámi, lést fyrir aldur fram. Lát þessa ástsæla kennimanns og sálusorgara, var söfnuðinum þung- bært, en hann hafði verið prestur safnaðarins í 27 ár. Höfðu þau, hjón- in, unnið sér traust og virðingu safn- aðar síns með störfum sínum. Eftir lát eiginmanns síns starfaði frú Bryndís áfram að eflingu safnað- arstarfsins. Árið 1933 tók hún að sér formennsku í kvenfélagi safnað- arins og gegndi því starfi í 46 ár eða til ársins 1979 og var þá gerð að heiðursfélaga þess. Hún helgaði Fríkirkjusöfnuðinum starfskrafta sína með kærleiksríku og fórnfúsu starfi sínu. Undir henn- ar forystu unnu kvenfélagskonur að góðu trúarlífí og kristilegu siðgæði, sameinuðust um að styrkja góð málefni er söfnuðinn varðaði. Á gleðistundum var frú Bryndís hrókur alls fagnaðar er hún settist við píanóið og lék einleik eða undir fjöldasöng, þess minnast þeir vel er nutu. Ástæða væri til að geta nánar um margvísleg störf hennar í þágu safn- aðar síns og þau málefni, sem hún beitti sér fyrir vom bæði merk og mikilvæg, og skráð verða í sögu safnaðarins. Nú er frú Bryndís horfin sjónum okkar um sinn, minning hennar var- ir og þau spor er hún hefur markað í safnaðarstarf Fríkirkjunnar. í anda þessarar dáðu og virtu konu og leið- toga mun verða starfað um ókomin ár. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík og Kvenfélag safnaðarins, biðja frú Bryndísi Þórarinsdóttur Guðs bless- unar, votta ástvinum hennar samúð sína og kveðja í sorg velmetinn og mikilhæfan félaga sinn með þakk- læti og virðingu. Jarðarför hennar verður gerð í dag, föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. F.h. Fríkirkjusafhaðarins og Kvenfélagsins, Berta Kristinsdóttir Ágústa Sigurjónsdóttir. t Eiginmaður minn, EGGERT EMIL HJARTARSON, Holtagerði 20, Kópavogi, lést í Landakotsspítala þriðjudaginn 15. nóvember. Margrét Sigtryggsdóttir. t Móðir okkar, GUÐNÝ ÞÓRHALLA PÁLSDÓTTIR, Hátúni 12, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Aðalbjörg Baldursdóttir, Þóra Björk Baldursdóttir. t Jarðarför móður okkar, BRYNDÍSAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Melhaga 3, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu eru beðnir að láta Minningar- sjóði Fríkirkjunnar eða líknarstofnanir njóta þess. Þórarinn Arnason, Ragnheiður Árnadóttir Ingibjörg Árnadóttir. t Fóstra okkar, PÁLÍNA GUNNARSDÓTTIR frá Sauðárkróki, sem lést 7. nóv. verður jörðuð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. nóv. kl. 11.00 árdegis. Elisabet Svafarsdóttir, Svava Svafarsdóttir. t Konan mín, móðir, tengdamóöir, amma og iangamma, GUÐRÍÐUR ODDGEIRSDÓTTIR VESTMANN, Álfhólsvegi 4, Kópavogi, sem andaðist laugardaginn 12. nóvember, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Daníel Vestmann, Lilja D. Vestmann, Svavar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega samúð og vináttu við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORLEIFS SKAGFJÖRÐ JÓHANNESSONAR, Hvammi, Svartárdal. Þóra Sigurðardóttir, Guðbjörg Þorleifsdóttir, Sigurður Gísli Þorleifsson, Ingibjörg Þorleifsdóttir, Helgi Jóhannes Þorleifsson, Sigrfður Soffia Þorleifsdóttir, og barnabörn. Sigusvaldi Sigurjónsson, Ingibjörg Ásta Hjálmarsdóttir, Finnur Baldursson, Alma Guðmundsdóttir, Sigurður Baldursson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför JÓNS KARLS BALDURSSONAR bónda, Grýtubakka 1. Guð blessi ykkur öll. Arnbjörg Aradóttir og fjölskylda. t Innilegt þakklæti til þeirra fjölmörgu er sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, AGNARS HARALDSSONAR, Lervfk, Smárahlfð, Hrunamannahreppi. Áslaug Árnadóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Benedikt Arnórsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.