Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Bryndís Þórarins- dóttir - Kveðjuorð Fædd 10. desember 1899 Dáin 11. nóvember 1988 Þú varst mér það, sem vatn er þyrstum manni, þú varst mitt frelsi í dimmum fangaranni Og vængjalyfting vona bami lágu Og vorsól ylrík trúarblómi smáu. (Ólína Andrésd.) í gær, fostudaginn 18. nóvember var frú Bryndís Þórarinsdóttir til moldar borin frá Fríkirkjunni í Reylqavík. Á þessum degi langar mig til að færa fram örfá þakkar- orð — fátæklega kveðju frá ungum manni sem er rétt að taka fyrstu skrefín á lífsbrautinni þegar Bryndís hefur gengið sína á enda. Þeir munu eflaust gera ævi hennar betri skil, sem betur til þekkja en ég. Bryndís Þórarinsdóttir lifði langa ævi, og því var ég viðbúinn þegar mér barst andlátsfregn hennar fyr- ir fáeinum dögum. Þá rifj'aðist upp fyrir mér að ég átti í fórum mínum lítið sálmakver sem maður hennar, séra Ámi Sigurðsson fríkirkjuprest- ur gaf út fyrir hálfri öld. Sálmabrot- ið hér að ofan var þar að fínna. Mér hlotaðist sá heiður að vera skírður í höjfuðið á þeim sóma- manni, séra Ama Sigurðssyni, afa- bróður mínum og hefur mér alla tíð þótt afar vænt um það. Séra Ámi dó langt fyrir aldur fram rétt rúm- lega fimmtugur árið 1949. Bryndís bar hag Fríkirkjusafnaðarins ætíð fyrir bijósti og sótti kirlgu hvenær sem heilsa hennar Ieyfði. Biyndísi hefur eflaust þótt vænt um að alnafna séra Áma værí að fínna í fjölskyldunni. Allt frá fæð- ingu sýndi hún mér mikla hlýju og fylgdist með mér í því sem ég tók mér fyrir hendur. Á skrifborði mínu skipar heiðurssess forláta silfur- bréfahnífur sem Bryndís færði mér í afmælisgjöf fyrir 11 árum, þegar ég varð 10 ára, en hann átti séra Ámi og er nafn hans grafið fagur- lega á hann. Sú gjöf hefur mér ætíð þótt hin dýrmætasta sem mér hefur hlotnast vegna þess trausts sem Bryndís sýndi 10 ára smágutta eins og mér, með því að færa mér slíkan listagrip. Biyndís var mér „vængjalyfting vona bami lágu — vorsól ylrík trú- arblómi smáu." Ástúð hennar og hjartahlýja hefur verið mér vegvísir í breyskum heimi. Gagnvegir eru þar vandrataðir en glapstigir auð- Minning: Pálína M. Guðjóns- dóttirfrá Hólskoti Fædd 9. desember 1904 Dáin 11. nóvember 1988 Tengdamóðir mín, Pálína hús- freyja í Hólakoti, Hmnamanna- hreppi, er nú komin yfír móðuna miklu. Hún lést 11. nóvember sl. á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Heilsu hennar fór mjög að hraka sl. vor og dvaldi hún á sjúkrahúsum í sumar og haust, oft mikið veik, einkum síðustu vikumar. Pálína var fædd í Unnarholti, Hmnamannahreppi, dóttir hjón- anna Guðjóns Jónssonar og Elln- borgar Pálsdóttur. Ólst Pálína þar upp í stómm systkinahópi við venju- leg sveitastörf. Hún fór lítið utan sveitar, en dvaldist einn vetur hjá föðurbróður sínum á Akureyri. Af þeirri dvöl hafði hún mikla ánægju og taldi hana lærdómsríka. , Pálína giftist 14. janúar 1933 Ásmundi Brynjólfssyni frá Syðri- Ulfsstaðahjáleigu í Landeyjum, en hann lést fyrir rúmum tveimur ámm. Sama ár og þau giftust hófu þau búskap í Hólakoti í Hmna- mannahreppi og áttu þar heimili alla tíð, en hættu búskap fyrir nokkmm ámm. Pálína var einstök mannkosta- kona. Henni var það í blóð borið að viðhafa ráðdeild, sparsemi og iðjusemi. Hún var sérstaklega lagin I höndunum við tóvinnu, pijóna og saumaskap. Útsaumsverk hennar vom smekkleg og vandvirknislega unnin, svo að af bar, og stundaði hún þessar hannyrðir sínar meðan heilsan leyfði. Nú á tímum, í hraða velferðar- + Þökkum inniiega samúðarkveöjur og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BORGHILDAR TÓMASDÓTTUR, Brekku, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Lyflækningadeild 14G á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Runólfur Þorsteinsson, Sverrir Runólfsson, Björg Sveinsdóttir, Þóra Kristfn Runólfsdóttir, Ágúst Helgason, Fjóla Runólfsdóttir, Kristinn Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARTHURS EMILS AANES vélstjóra, Efstasundi 12. Katrfn Gunnarsdóttir, Sigrún Arthursdóttir, Gauti Gunnarsson, Gunnar Arthursson, Rannveig Arthursdóttir Celata, Una Þórðardóttir, Öm Aanes, Erla Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabörnbörn. rataðir, en „Guðs orð er ljós, er lýsir,“ og það vissi Bryndís þegar hún reit þau orð til mín fremst í forláta útgáfu Passíusálmanna sem hún færði mér í skímargjöf. Hún vissi að hvítvoðungurinn þó óviti væri enn, ætti eftir að vaxá og dafna og hafa til þess vit síðar að skilja boðskap orðanna. Þau orð eru eilíf, eiga við allar kynslóðir hvar sem er á jarðkringlunni. Nú þegar erfiðleikar virðast fara í hönd hjá þjóðinni, á tímum þverr- andi trúarsannfæringar mitt í tryll- ingslegu lífsgæðakapphlaupinu, þegar þolgæði og þolinmæði eru talin til lasta og orð eins og heiður og sómi næsta merkingarlaus, er tímabært að rifja upp orð séra Hallgríms Péturssonar sem finna má í Passíusálmum: Huggist þeir nú, sem hjartað deigt hafa og trúarmegnið veikt, biðji um styrk og stöðugt geð, stundi og læri guðs orð með. Vitneskjan um gæsku Bryndísar og trúrækni efldi mér „trúarmegnið veikt." Landfestum lífsfleys míns er nú rétt nýkastað, þegar Bryndís hefur stýrt lífsfleyi sínu farsællega til heimahafnar. Með minninguna um mæta konu, Bryndísi Þórarinsdótt- ur, gæsku hennar og kærleika, sem minn kompás og sjókort, legg ég ótrauður úr ókunnri höfn, á vit út- hafsins, vitandi að hve svört sem þokan verður og hve hart óvæginn stormurinn blæs, verður Guðs orð ljós, er lýsir. Blessuð sé minning hennar. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Voit líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphimininn fegri en augað sér. Mút öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Arni Sigurðsson þjóðfélagsins, fer óðum fækkandi þeim fulltrúum gamla tímans sem með iðju sinni og ráðdeild gefa okkur hinum yngri arf sem seint eða aldrei verður nægilega metinn. Pálína var dæmigerður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem vann sín störf án þess að berast mikið á. Slíks er vert að minnast. Heimilið og fjöl- skyldan var ávallt í fyrirrúmi hjá henni og var hún sérstaklega heimakær. Pálína og Ásmundur eignuðust fímm böm sem eru: Unnur, gift Einari Valdimarssyni sérleyfishafa, Selfossi, Guðjón_ rennismiður, Sel- fossi, kvæntur ínu Stefánsdóttur, Hjalti byggingaverkamaður, Sel- fossi, kvæntur Jónínu Gísladóttur, Halldóra húsfreyja í Hólakoti, gift undirrituðum, Elínborg, gift Hjálm- tý Júlíussyni bifreiðaeftirlitsmanni, Selfossi. Ég og fjölskylda mín kveðjum Pálínu með þökkum og söknuði. Góð kona og grandvör er gengin. Kom huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þeirra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem þýddi) Einar Jónsson Frá keppni hjá Bridsdeild Húnvetningafélagsins. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Húnvetn- ingafélagsins Nú er aðeins einni umferð ólokið Bridsfélag Breiðfirðinga Nú er lokið 12 umferðum í aðal- sveitakeppni félagsins, og er sveit Páls Valdimarssonar efst sem fyrr. Staða efstu sveita er þessi: Páll Valdimarson 272 romex 234 Guðlaugur Karlsson 226 Albert Þorsteinsson 209 Guðmundur Kr. Sigurðsson 197 Hans Nielsen 197 Reykjavíkurmót í tvimenningi í hraðsveitakeppninni og línur fam- ar að skýrast í toppbaráttunni. Sveit Jóns Ólafssonar trónir á toppnum og ljóst að honum verður ekki hagg- að þaðan. Staða efstu sveita er annars þessi: Jón Ólafsson 1963 Garðar Sigurðsson 1841 Skúli Hartmannsson 1820 Gísli V íglundsson 1725 Magnús Sverrisson 1721 Siðasta umferðin verður spiluð á miðvikudaginn í Skeifunni 17 kl. - 1920. Keppnisstjóri er Jóhann Lút- hersson. Skráning í undankeppni Reykjavíkurmótsins í tvímenningi er hafín og er hægt að skrá sig í síma Bridssambandsins 689360, eða í símum 623326, 14487 (Jak- ob). Undahkeppnin vérður spiluð i Sigtúni 9, 30. nóv. (miðviku- dagskv.), 6. des. (þrið.kv.) og 8. des. (fimmt.kv). Keppnisforminu hefur verið breytt þannig að 8 efstu pörin eftir fyrstu umferðina komast sjálfkrafa i úrslitin, og þurfa ekki að spila frekar í undankeppninni. 8 efstu pörin einnig i annarri umferð og 8 efstu pörin í síðustu umferð. Urslitin verða einnig spiluð í Sig- túni 9, helgina 10.-11. desember. Keppnisgjald verður kr. 3.000 á parið. Skráning er einnig hafin í Reykjavíkurmótið í sveitakeppni og er skráning í sömu símum fyrir það mót. Hreyfíll — Bæjarleiðir Aðalsveitakeppnin er hafín og eru spilaðir tveir 16 spila leikir á kvöldi. Alls taka 11 sveitir þátt í keppninni. Staðan eftir 4 umferðin Birgir Sigurðsson 88 Daníel Halldórsson 85 Cyms Hjartarson 77 Skjöldur Eyfjörð 72 Næstu tvær umferðir verða spil- aðar á mánudaginn kl. 19.30 í Hreyfílshúsinu. Bridsfélag Reykjavíkur Nú er lokið 14 umferðum í Butl- er-tvímenningskeppni félagsins, og hafa bræðumir Ólafur og Hermann Lárussynir náð úmtalsverðri for- ystu, en þeir skoruðu mjög vel siðasta miðyikudag. Hæsta skor síðasta spilakvölds hlutu: Ólafur Lárusson — Hermann Lámsson Gylfí Gíslason — Ari Konráðsson 66 Ásgeir Ásbjömsson — Hrólfur Hjaltason 62 Guðlaugur R. Jóhannsson — Öm Amþórsson 62 Hjálmar Pálsson — Jömndur Þórðarson 54 Haukur Ingason — Guðmundur Hermannsson 53 Eftir 14 umferðir em þessi pör efst: Ólafur Lámsson — Hermann Lámsson 188 Ásgeir Ásbjömsson — Hrólfur Hjaltason 106 Jón Baldursson — Ragnar Magnússon 101 Guðlaugur R. Jóhannsson — Öm Amþórsson 87 Sævin Bjamason — Ragnar Bjömsson 82 Jón Þorvarðarson — Guðni Sigurbjamason 77 Bridsfélag Kópavogs Ragnar Jónsson og Þröstur Ingi- marsson eru ennþá efstir í Barómet- erkeppninni, þegar eitt kvöld er eftir, með 340 stig yfir meðalskor. Bemódus Kristinsson — Þórður Bjömsson Jón Andrésson — 249 Þorvaldur Þórðarson Guðrún Hinriksdóttir — 214 Haukur Hannesson Ármann J. Lámsson — 181 HelgiViborg Óli Andreasson — 168 Vilhjálmur Sigurðsson Jacqui McGreal — 140 Ólöf Ketilsdóttir 137 Næsta keppni félagsins verður tveggja kvölda hraðsveitakeppni. Bridsfélag Breiðholts Að loknum 10 umferðum í baro- meterkeppni félagsins er staða efstu para þessi: Lilja Guðnadóttir — Magnús Oddsson 151 Þórður Jónsson — Gunnar Karl Guðmundsson 92 Andrés Þórarinsson — Halldór Þórhallsson 7.9 Murat Serdar — ÞorbergurÓlafsson 56 Friðgeir Guðnason — Krislján Jóhannsson 50 Óskar Sigurðsson — Róbert Geirsson 49 Keppnin heldur áffarn næsta þriðjudag. + Móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, GUÐRÚN INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Vikurbraut 18, verður jarðsungin frá Víkurkirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Vilborg M. Þórðardóttir, Jóna Þórðardóttir, Unnur Þórðardóttir, Sigrfður E. Þórðardóttir, Kristbjörg Þórðardóttir, Danfel D. Bergmann, Stefán Á. Þórðarson, Sigrún Jónsdóttir, Ólafur Þórðarson, Kolbrún Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.