Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Systir okkar, t ÞÓRANNA LOFTSDÓTTIR, lést 26 nóvember á Hrafnistu, Hafnarfirði. Anna Loftsdóttir, Jórunn S. Loftsdóttir. t Konan mín, DAGBJÖRT PÁLSDÓTTIR, lést i St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þann 25. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Hallgrímsson. Eiginmaður minn, t NÍELS GfSLASON, Kleppsvegi 56, lést laugardaginn 26. nóvember í Vífilsstaðaspítala. Guðlaug Guðlaugsdóttir. t Bróðir okkar, HJALTI JÓNSSON, Hátúni 10A, andaðist 27. nóvember sl. Vilborg Hjaltested, Ögmundur Jónsson, Þuríður Billich, Gunnar Jónsson. t Frænka mín, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Birkimel 6b, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 24. nóvember. Fyrir hönd ættingja og vina, Margrót Þorvaldsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Þingeyri við Dýrafjörð, sem lést þann 21. nóvember sl., verður jarðsungin frá Þingeyrar- kirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 14.00. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, UNA KRISTJÁNSDÓTTIR THORODDSEN, andaöist þann 25. nóvember á Minni Grund í Reykjavík. Ólína Kristinsdóttir, Guðlaugur Kristinsson, Unnur Kristinsdóttir, Skúli Thoroddsen. t Faðir okkar, ERLENDURÁRNASON, Skíðbakka, Austur-Landeyjum, lést að morgni 27. nóvember í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Árni Erlendsson, Ragna Erlendsdóttir, Sigríður Oddný Erlendsdóttir. t Elskuiegur eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir, LÁRUS FRIÐRIKSSON, Eyjahrauni 26, Þorlákshöfn, andaðist að morgni 22. þ.m. á heimili sínu. Verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Guðmunda Guðmundsdóttir, Víöir Lárusson, Guðni Pótursson, Helga Stefánsdóttir. Halldor Bjamason, Króki — Minning Fæddur 7. nóvember 1888 Dáinn 1. nóvember 1988 Þeir kveðja nú óðum, sem teljast til aldamótakynslóðarinnar, þeirrar kynslóðar, sem braust til sjálfstæð- is og bjargálna frá örbirgð og áþján, og gekk vonglöð á móti nýrri öld. Eins 'þeirra vil ég minnast hér í fáum orðum, þ.e. Halldórs Bjarna- son, fyrrum bónda í Króki í Gaul- vetjabæjarhreppi. Halldór fæddist í Túni í Hraun- gerðishreppi þann 7. nóvember árið 1888. Foreldrar hans voru Bjami Eiríksson (f. 1842, d. 1897) bóndi í Túni og Guðfinna Guðmundsdóttir (f. 1853, d. 1943) frá Hróarsholti í Villingaholtshreppi. Systkini Hall- dórs vom 10 og komust þau öll til fullorðinsára, en þau vom: Guð- mundur (eldri) bóndi í Túni, Elín- borg húsfreyja á Arnarstöðum, Kristín húsfreyja í Hróarsholti, Eiríkur bóndi í Miklaholtshelli, Ein- ar jámsmiður í Reykjavík, Guðrún húsfreyja á Laugum í Hraungerðis- hreppi, Stefán (dmkknaði ungur við sjóróðra), Ingibjörg húsfreyja að Brú í Stokkseyrarhreppi, Hólmfríð- ur húsfreyja á Svertingsstöðum í Miðfírði og Guðmundur (yngri) jámsmiður í Reykjavík, en hann er einn systkinanna sem enn lifír. Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu hefur heimilið í Túni verið mannmargt og allir þurft að vinna hörðum höndum til að sjá öllum farborða. Var þá oftast leitað til sjávarins eftir lífsbjörginni. En þótt sjórinn gæfi líf og saðningu, varð hann líka oft gröfin, og það fékk heimilið í Túni að reyna er Bjarni faðir Halldórs dmkknaði við sjó- róðra á Stokkseyri frá öllum barna- hópnum þegar Halldór var átta ára. Eins og allir geta séð hefur ekki verið mulið undir systkinin í Túni í uppvextinum. Ekki naut Halldór neinnar skólagöngu utan hvað hann fór á námskeið, þar sem hann lærði að fítumæla mjólk, og var hann við fitumælingar fyrir Nautgriparækt- arfélag Hraungerðishrepps meðan hann átti heima í Túni. Eg sagði áður að Halldór hafi ekki notið skólagöngu, en nýlega las ég minn- ingar, sem hann skrifaði um æsku- heimilið í Túni, og það verð ég að segja að margur langskólagenginn mætti öfunda hann af máli og stíl, og þetta skrifaði hann þegar hann var orðinn 89 ára. A ungdómsámm sínum vann Halldór öll hin venjulegu til sjós og lands, m.a. reri hann tvær vertíðir á Suðumesjum, og síðustu árin í Túni var hann í flutningum með hestvagna milli Reykjavíkur og Fló- ans, m.a. með fjórhjólavagn sem tveim hestum var beitt fyrir. Þetta var einskonar tengiliður í sam- göngum á Suðurlandi milli klyfja- hesta og bíla. Árið 1916 kvæntist Halldór Lilju Ólafsdóttur. Hún var dóttir Ólafs Bjamasonar frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi og Helgu Maríu Þor- varðardóttur frá Holti á Síðu. Þau hófu þegar búskap í Króki í Gaul- verjabæjarhreppi. Börn þeirra em: Stefán Helgi, fyrmm gjaldkeri í Hafnarfirði, nú búsettur á Húsavík; Bjarni eldri fyrmm skólastjóri og t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI HANNESSON frá Kollsá, til heimilis á Hraunbraut 2, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum 15. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Tómas V. Helgason, Ingunn Ingvarsdóttir, Þorvaldur S. Helgason, Helga Ingvarsdóttlr, Hannes G. Helgason, Margrét Pótursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, systir og dóttir, ÞÓRDÍS RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Klapparbergi 4, Reykjavfk, sem lést í Landspítalanum föstudaginn 25. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. desember kl 15.00. Pétur Ágústsson, Rannveig L. Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Guðfinna G. Guðmundsdóttir, Guðmundur Magnússon. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Erfidrykkjur í hlýju og vinalegu ^ 1 ; umhverfi. Salir fyrir 20-250 manna hópa f Veitingahöllinniog Domus Medica. Veitingahöllin Húsf Verslunarinrtar S: 685018-33272. bóndi á Skúmsstöðum í Landeyjum; dr. Ólafur handritafræðingur í Árnastofnun; Ingibjörg húsfreyja á Selfossi; Guðfinna fyrrum húsfreyja á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum (lát- in); Bjarni yngri (látinn); Páll Axel bóndi í Syðri-Gróf í Villingaholts- hreppi; Gísli bóndi í Króki; Guð- mundur jámsmiður á Selfossi og Helga María húsfreyja í Hvera- gerði. Allt er þetta vel gefið fólk bæði til munns og handa. Það var alltaf gott að koma að Króki. Það var eitthvað svo afslapp- andi yfir þessu stóra heimili, svo mikið jafnaðargeð og festa, og þar áttu bæði hjónin, Halldór og Lilja, hlut að máli. Það fór ekki mikið fyrir Halldóri, hann hafði sig ekki mikið í frammi í opinberum málum, en þar sem hann fór, var eftir hon- um tekið. Hann var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og mikill um herð- ar. Andlitið var stórskorið en þó frítt, hárið mikið og féll { lokkum. Það var orðið grátt þegar ég man fyrst eftir því, Halldór hærðist snemma. Hann hafði þennan sterka og karlmannlega svip sem einkenn- ir marga af Túnsættinni. Halldór var hæglátur maður og dulur, og bar ekki sínar tilfinningar á torg, en hann var skemmtilegur í viðræðu og hafði gott skopskyn, hann var handlaginn vel á hveiju sem hann snerti, og hann hafði læknishendur. Hann var mjög lag- inn við að hjálpa skepnum við erfið- an burð og leituðu nágrannarnir oft aðstoðar hans þegar svo bar undir. Eitt sinn gerðist það, að nágranna- kona Halldórs fékk skyndilega joð- sótt, og var Halldór þá sóttur því að lengra var til ljósmóður. Skipti það engum togum, að Halldór tók á móti baminu, skildi á milli og allt var í besta standi þegar ljósmóð- irin kom. Halldór vantaði aðeins eina viku til að lifa eina öld. Hann var jarð- sunginn frá Villingaholtskirkju við mikið fjölmenni í því blíðasta nóv- emberveðri, sem ég hef komið í, skýin spegluðust í Villingaholts- vatni og hin djúpa haustkyrrð um- vafði allt og alla. Allt passaði þetta vel við Halldór, ævi hans og fas. Blessuð sé hans minning. Gestur Sturluson Blomastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.