Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Það myndi ekki diepaykkur þó þið yiðuð hér ínótt Þar sem Hérðasvötnin greinast niður undir Sauðárkróki er nes eitt á milli sem Hegranes heitir. Á nesi þvíer bær sem heitir þvi rómantíska nafni Svanavatn. í byijun desember, þegar skammdegismyrkrið grúfði sig hvað fastast yfir sveitir landsins var ég þar á ferð. Það var frostkalt veður og stjörnubjart. Billinn skrikaði öðru hvoru til í lausagijóti á veginum. Hálka var svotil eng- in, þvi jörð var auð. Þó myrkur væri og um ókunnugar slóðir að fara rataði ég á hinn rétta bæ. Á Svanavatni er einlyft, nokkuð gamalt steinhús og ég barði þétt á grænmálaða hurð með litlum glugga. Lengi vel heyrðist ekkert hljóð. Hefði ekki logað lítil \jóstýra einhvers stað- ar inni i húsinu þá hefði ég snúið aftur til bUsins. En þar sem er ljós eru oftast menn svo ég stóð þolinmóð og beið. Hundurinn á bænum var ekki eins þolinmóður. Með lafandi tungu og uppreist skott hoppaði hann í kringum mig og um það leyti sem umgangur heyrðist innan úr húsinu þá gerði hundurinn sig líklegan til þess að flaðra upp um mig. Hurðin var opnuð og fremur Iágvaxinn og aldurhniginn maður kom í gættina. Ég steig inn og kynnti mig. Það var ekki á manninum að sjá að hann væri undrandi þó blaðamaður að sunnan væri allt í einu kominn óboðinn inn í forstofii hjá hon- um. Með látlausri reisn hinnar gömlu og óþvinguðu íslensku gestrisni sagði hann mér og fylgdarmanni mínum að gera svo vel að ganga í bæinn og sagði ekki nema sjálfsagt að segja mér undan og ofan af högum sinum. Ætli ég verði ekki að stofuleggja ykkur," segir húsráðandi og fyrr en varir sit ég inni í stofu í útsaumuðum stól og virði fyrir mér fjölmargar mynd- ir sem þar hanga á veggjum. Leó Árnason, gestgjafi minn, sest í lúinn stól fyrir framan sjónvarpið og set- ur fætuma upp á koll. Hann sagð- ist hafa verið að lesa en það væri sér kærkomin dægrastytting að fá heimsókn. „Ég bý hér einn núna,“ segir Leó. „Konan mín dó fyrir tveimur árum en þá hafði hún ver- ið á sjúkrahúsi i fimm ár. Það er erfítt fyrst að vera einn en svo tek- ur maður því eins og öðru.“ Leó segir mér að hann hafi byrj- að búskap á Svanavatni árið 1935 og þá í félagi við systur sína og mág. Þau þrjú byggðu sér saman hús það, sem Leó býr í nú, þegar þau hófii búskap, en árið 1938 byggðu þau Sæunn systir Leós og Sveinn maður hennar sér annað hús og neftidu Hegrabjarg og síðan hefur verið tvíbýlt á gamla Vatn- skoti. „Við komum þessu húsi und- ir ak á aðfangadag og byrjuðum að vera í því að áliðnum vetri, áður var hér torfbaðstofa sem varla var hægt að standa uppréttur í,“ segir Leó. Eftir að Leó var orðinn einn tók hann til sín gamlan hálfbróður sinn, Jóstein, og var hann hjá Leó talsverðan tíma. Jósteinn þessi er langafi Kristjáns Jóhannssonar söngvara. Jósteinn var, að sögn Leós, kvæðamaður góður og radd- maður mikill. Jónas faðir þeirra var söngmaður mikill og forsöngvari í Rípurkirkju í tugi ára. Jónas var einnig hagmæltur vel. RættviðLeó Amason bónda á Svanavatni í SkagaSrði Tók á móti 31 barni sínu sjálfiir Leó Jónasson er fæddur í Hróars- dal árið 1904, einn 32 bama Jónas- ar Jónssonar bónda og smá- skammtalæknis í Hróarsdal. Fyrir tíð Jónasar höfðu búið í Hróarsdal faðir hans og afi, en nú býr þar sonur hans, Þórarinn. Hróarsdalur hefur því verið í ábúð sömu ættar- innar í marga ættliði. Hróarsdalur var þó lengst af ekki eignaijörð heldur leigðu ættmenn Leós hana af konungi, nú er jörðin í einka- eigu. Það varð Jónasi föður Leós afdrifaríkt að vera ekki jarðeig- andi. Ungur að árum varð hann ástfanginn af stúlku í nágrenninu og áttu þau saman einn dreng. En faðir stúlkunnar gat ekki hugsað sér að gefa hana manni sem ekki átti jarðarpart hvað þá meira svo þau fengu ekki að eigast. Stúlkan giftist svo jarðeiganda en Jónas fann sér annað kvonfang. Ekki stóð þó sú hjónabandssæla hans lengi því hann missti konu sína eftir skamma sambúð og voru þau bam- laus. Fráfall hennar fékk mjög á Jónas og varð til þess að hann tók að hugsa mikið um lækningar. Honum tókst að útvega sér lækn- ingabækur á dönsku og las sér til í þeim og aflaði sér ýmissa meðala til að lina kvalir og lækna kvilla sveitunga sinna, varð smá- skammtalæknir eða „Allapati" eins og Leó kallar það. Einnig varð Jón- as vel að sér í yfirsetufræðum og áður en yfir lauk hafði hann tekið á móti 500 bömum í þennan heim, þar á meðal 31 bami sem hann átti sjálfur. Hann átti ekki öll þessi böm með sömu konunni. Fimmtán Leó hjá Sólóeldavélinni í eldhúsinu. átti hann með annarri eiginkonu sinni og auk þess nokkur með ráðs- konum sem hann hafði á heimili sínu meðan hann var milli kvenna. Þriðju og síðustu eiginkonu sinni, Lilju Jónsdóttur, kvæntist hann um aldamót, þá sextugur að aldri, en hún þrítug. Með þeirri konu átti hann 13 böm. Eitt þeirra er Leó á Svanavatni en hann fæddist þegar faðir hans var um sjötugt. „Pabbi dó árið 1927 og hafði þá komið flest öllum bömum sínum til manns, líka drengnum, sem hann átti áður en hann gifti sig, og bömum þeim sem hann átti á milli kvenna," segir Leó. „Þau voru fast að þrjátíu böm- in hans, sem upp komust. Afkom- endur hans eru líklega að verða óteljandi. Það er ekki laust við að mér finnist ég stundum eins og fomgripur, vera sonur manns sem fæddur var árið 1840.“ Nú brosir Leó og gefur mér homauga. Svo fer hann fram og sækir sér gler- augu og saman dáumst við að því hve faðir hans er unglegur á brúðar- myndinni. Sextugur hafði hann ekki eitt grátt hár á sínum kolli og var kki mikið ellilegri en hin unga kona hans, sem þó virðist á myndinni síst ellilegri en konur um þrítugt eru í dag. Á næstu mynd er unga stúlkan orðin ráðsett kona og hefur í kringum sig hóp bama og stjúp- bama. í fangi sínu heldur hún á Leó Jónasson. Leó sem klæddur er hinum glæsi- legasta skímarkjól og aðrir flöl- skyldumeðlimir em hreint ekki síður til fara. „Mamma saumaði allt á fjölskylduna. Hún var geysi- lega leikin saumakona,“ segir Leó og svipurinn á andliti hans minnir mig á ummæli lífsreynds hjúkmnar- fræðings: „Mamma" er .fyrsta og síðasta kallið okkar mannanna. Vandi sig af hefnigirni Hróarsdalur er lítil jörð en nota- dijúg. Hérðasvötnin renna rétt við bæinn. „Við lifðum mikið á veiði- skapnum, silungi bæði úr ánni og svo vötnum í kring,“ segir Leó. „Við höfðum líka alltaf þetta fimm til sex kýr og eitthvað af kindum.“ Þetta þætti líklega ekki mikið í dag fyrir sextán manna heimili, eins og heimili foreldra Leós var að jafn- aði. Ég spyr Leó hvort faðir hans hafi ekki verið orðinn þreyttur á krakkaþvargi á þeim tíma sem hann man fyrst eftir sér. Nei, ekki vill Leó kannast við það. Ekki heldur að mikill hávaði hafi verið i litlu baðstofunni í Hróarsdal. „Það var ekki liðið,“ segir hann, „Ekki nema verið væri að syngja. Það var mikið sungið heima. Ég man aldrei eftir að neinn hafí verið skammaður fyr- ir slíkan hávaða. Ef okkur systkin- unum lenti saman þá sagði mamma okkur að biðjast fyrirgefningar og svo varð sökudólgurinn að kyssa andstæðinginn. Það ráð verkaði betur en nokkur rassskelling. Fyrir kom þó að mömmu fannst slíkt ekki duga til að kenna okkur góða siði og þá vorum við hýdd með hrísvendi. Það langaði. engan í slíkt,“ segir Leó og glottir. Svo bætir hann við: „Ég var mjög bráð- lyndur sem strákur. Ef ég reiddist var ég til með að taka dót systkina minna og eyðileggja það í hefndar- skyni. En svo sá ég mikið eftir þessu þegar bráði af mér. Ég vandi mig smám saman af þessari hefnigimi." Leó fór ungur að halda á hrífu, eins og hann kallar það, hann var heldur ekki gamall þegar hann hjálpaði til að stinga út úr fjár- húsunum, keyra taðið í hrúgur, kljúfa það og hlaða því í hrúgur til að þurrka það.„Við systkinin lærð- um líka snemma að taka lykkjuna, það pijónaði hvert bam sína sokka og vettlinga, líka pabbi prjónaði sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.