Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 Jón Sigurðsson bankamálaráðherra: Ráðningn Vals frestað gegni hann öðrum störfiim „ÞAÐ VERÐUR fundur í bankaráði Landsbankans á morgun og þar verða bankaráðsmenn að gera það upp, hvort maðurinn er í vinnu hjá Landsbankanum, eða öðrum,“ sagði Jón Siguðrsson bankamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „í þessu máli er ekkert ha og humm og kannski. Annað hvort er Valur Arnþórsson bankastjóri eða hann er það ekki,“ sagði ráðherra. Bankamálaráðherra sagðist líta þannig á að bankaráðið myndi á fundi sínum í dag taka ákvörðun um að ráðningu Vals Amþórssonar yrði frestað, ef Valur héldi fast við þá ákvörðun að sinna öðrum störf- um. „Ég tek það fram að ég ræð ekki störfum bankaráðs,“ sagði Jón, „en bankaráðið kallar þá yfir sig aðfinnslur eða meira, ef það ekki sinnir sinni skyldu. Það ræður bankastjórann og ber ábyrgð á því að hann fullnægi hæfikröfum lag- 4anna.“ Bankaráðsmenn sem rætt var við í gær vildu sem minnst tjá sig um mál Vals fyrr en eftir fundinn sem verður klukkan 13.30 í dag. Bentu þeir á að bankaráðið hafi- ákveðið á sínum tíma að ráða Val frá 1. janúar að því tilskyldu að að hann uppfyllti ákvæði banka- laga. Jón Þorgilsson segir að Valur hafí fengið rúman tíma til að losa sig úr öðrum störfum og hann hefði átt að mæta til starfa í bank- anum um áramót. Nú virtist hins vegar ekki ótvírætt að hann hafí lokið öðrum störfum og sagðist ekki reikna með vandræðum í bankanum þó hann mætti nokkr- um vikum seinna. Lúðvík Jósefsson sagði að Valur hefði fengið sinn undirbúningstíma og það væri fyrst núna sem menn vissu að hann kæmi ekki til starfa um ára- mót. Aðrir í bankaráði Landsbankans eru Pétur Sigurðsson formaður, Kristinn Finnbogason varaformað- ur og Eyjólfur K. Sigurjónsson. Kristinn og Eyjólfur eru erlendis en varamenn þeirra eru Ragn- heiður Sveinbjömsdóttir og Georg H. Tryggvason. í 13. grein bankalaga eru um- rædd ákvæði um bann við störfum bankastjóra utan bankans. Fyrsta málsgreinin . er svohljóðandi: „Bankastjórum, aðstoðarbanka- stjórum og útibússtjórum er óheim- ilt að sitja í stjóm stofnana og atvinnufyrirtækja utan bankans eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti nema slíkt sé boðið í lögum eða um sé að ræða stofnun eða atvinnufyrirtæki sem bankinn á aðild að.“ Valur Amþórsson sagði í gær að hann hefði gert samkomulag um að taka ekki til starfa í bankan- um fyrr en síðar í mánuðinum þegar hann væri búinn að skila af sér fyrra starfi en þó ekki seinna en 1. febrúar. Fyrr tæki hann ekki til starfa sem bankastjóri og væri því ekki að bijóta af sér með því að ljúka við að skila af sér kaup- félagsstjórastarfínu. Valur hefur sagt starfí sínu sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Eyfírðinga á Akureyri lausu og eftirmaður hans er Magnús Gauti Gautason. Hann situr einnig í fjölda stjóma og ráða á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Hann er meðal annars formaður stjómar Sambands íslenskra samvinnufé- laga, Olíufélagsins hf. og Sam- vinnutrygginga. Ólafur Sverrisson er varaformaður SÍS, Kristján Loftsson er varaformaður Olíufé- lagsins en ekki er varaformaður í stjóm Samvinnutrygginga. Sem stjómarformaður SÍS veitir hann forystu nefnd sem vinnur að endur- skoðun skipulags Sambandsins. Hann á sæti í stjómum íjölda ann- arra fyrirtækja, aðallega á Akur- eyri, m.a. Kafífíbrennslu Akureyrar hfí, Plasteinangrun hfí, ístess hf., Þórshamri hf. og Dagsprenti og Útgáfufélagi Dags, í mörgum til- vikum sem stjórnarformaður. VEÐUR / DAG kl. 12.00* 4 / 4 r * r 4 r * r 4 4 í Heimild: Veðurstola íslands % f % (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 6. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Milli Jan Mayen og Norður-Noregs er 974 mb lægð á leið austur og yfir Norður-Grænlandi er 1022 mb hæð. Um 700 km suð-vestur af landinu er 986 mb lægð sem grynnist og hreyfist suö-austur. Við Nýfundnaland er 939 mb lægð á hreyfingu norð-norð-austur. í nótt verður talsvert frost um allt land en fer að hlýna í fyrramáliö, fyrst vestanlands. SPÁ: Á morgun verður austan- og suð-austan átt á landinu, víðast kaldi eða stinningskaldi. Snjókoma, slydda og að lokum rigning í flestum landshlutum. Hlýnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Suð-vestanátt um sunnan- og vestan- vert landið og slydda. Suð-austan hægari og úrkomulítið fram eft- ir degi á Norðausturlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. HORFUR Á SUNNUDAG: Vestanátt, slydduó! og hiti nálægt frost- marki um sunnanvert landið en gengur í norðanótt með éljagangi og kólnandi veðri fyrir norðan. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað X Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■j Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur p? Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akurayri +6 snjóél Reykjavfk +6 skýjafi Bergen 3 léttskýjað Helslnki 3 Þokumóða Kaupmannah. 5 skýjað Narssarssuaq +19 skýjað Nuuk +11 heiðskfrt Osló 1 Þoka f gr. Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 4 skýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 7 skýjað Barcelona 10 skýjað Berlln 6 þokumóða Chicago +3 léttskýjað Feneyjar +3 hrfmþoka Frankfurt 5 skúr Glasgow . 6 rigning Hamborg S þokumóða Las Palmas s vantar London 6 alskýjað Los Angeles 10 þokumóða Lúxemborg 3 skýjað Madrld 5 mlstur Malaga 13 mistur Mallorca 1S þokumóða Montreal +24 léttskýjað New York +11 heiðskfrt Orlando 7 heiðskfrt Parfs 6 skýjað Róm 8 þokumóða San Dlego 11 skýjað Vfn +4 þokumóða Washington +6 aiskýjað Wlnnipeg +19 hrímþoka Siglufjörður; Varðskipið Ægir aðstoðar tvo togara Siglufirði. VARÐSKIPIÐ Ægir kom tveimur skipum til aðstoðar á leið sinni á miðin upp úr áramótum. Ægir dró bæði Drangey og Nökkva til hafíiar vegna vélarbilunar. Er varðskipið Ægir hafði nýlega farið frá Reykjavík npp úr áramót- um a leiðinni til eftirlits á miðunum, kom kall frá togaranum Drangey, sem nýlega var búið að selja til Sauðárkróks. Togarinn var með bil- aða dælu og þurfti aðstoðar við. Ægir fór strax á vettvang og fylgdi togaranum inn til ísafjarðar. Varðskipið var varla komið inn á Prestabugt er annað kall kom. Það var frá rækjutogaranum Nokkva frá Blönduósi. Hann var með bilaða vél. Varðskipið lagði strax af stað frá ísafirði áleiðis að Kolbeinsey, en þar rak togarann Nökkva stjórnlausan með brotinn stimpil í aðalvél. Varðskipið dró síðan Nökkva inn til Siglugjarðar og kom þangað að áliðnum degi. Þetta sýnir það og sannar hve nauðsynlegt er að hafa varðskipin á miðunum með sínum reyndu og góðu skipherrum og áhöfnum þeirra okkur til reiðu. Skipherra í þessari ferð var Friðgeir Olgeirsson og fyrsti vélstjóri Eggert Ólafsson. Fréttaritari Þorgeir Jónsson í Gufiinesi látinn Þorgeir Jónsson bóndi í Gufii- nesi iést á Sólvangi í Hafiiarfirði í gær, 5. janúar. Hann var 85 ára gamall. Þorgeir var kunnur fyrir fræknleik og íþróttir á fyrri hluta aldarinnar og landskunnur fyrir hestamennsku og hrossa- rækt á meðan hann bjó i Gufii- nesi. Þorgeir Jónsson fæddist þann 7. desember árið 1903 í Varmadal á Kjalamesi. Hann var sonur hjón- anna Jóns Þorlákssonar og Salvarar Þorkelsdóttur. Þorgeir ólst upp í Varmadal. Hann missti föður sinn árið 1916 og var heimilið í umsjá móður hans eftir það. Þorgeir var fjölhæfur íþrótta- maður og setti íslandsmet í nokkr- um greinum fijálsra íþrótta. Hann var einnig kunnur glímukappi og varð meðal annars glímukóngur íslands og handhafi Grettisbeltis. Þorgeir hóf búskap árið 1935 á Sunnuhvoli í Reykjavík þar sem nú er Miklatún. Þaðan fluttist hann í Viðey og var þar í eitt ár. Hann settist síðan að í Gufunesi árið 1937 og þjó þar til æviloka. í Gufunesi hóf Þorgeir hrossarækt og er Gufu- neskyn kennt við það starf hans. Hann hafði mikil afskipti af málefn- um hestamanna og gerðist braut- ryðjandi í hestamennsku og hestaí- þróttum. Þorgeir efndi meðal ann- Þorgeir Jónsson. ars til kappreiða á eigin skeiðvelli í Gufunesi. Eiginkona Þorgeirs var Guðný Guðlaugsdóttir og giftu þau sig 5. janúar 1929. Guðný lést árið 1952. Þeim varð sjö barna auðið sem lifa öll. Þorgeir eignaðist einn son eftir að hann varð ekkill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.