Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1989 7 Formlegar viðræður við EB þeg- ar jákvæður árangur tryggður Jón Baldvin sagðist vera sam- mála Þorsteini Pálssyni um að við- ræðum við EB bæri að hraða en það væri ekki sama hvernig þær bæri að. Forsætisráðherra hefði nú lagt fram minnisblað um viðræður sem hann átti um þessi mál við m.a. kanslara Vestur-Þýskalands og for- sætisráðherra Bretlands og Belgíu. Sjálfur hefði hann rætt við utanrík- isráðherra ýmissa EFTA-ríkja og forystumenn jafnaðarmannaflokka í bæði EFTA og EB-ríkjum. Um næstu helgi myndi hann síðan nota tækifærið er hann færi til Parísar til að undirrita samning um bann við framleiðslu og sölu á eiturefna- vopnum, til að ræða við utanríkisrá- herra Frakklands, Spáns og Portú- gals. Utanríkisráðherra sagðist einnig hafa í hyggju að ræða sér- staklega við forsætisráðherra Frakklands og Spáns þegar tæki- færi gæfist til. Málinu hefði sem sagt verið hald- ið vakandi og sérstaða íslands verið skýrð. Taldi hann að málflutningur Islendinga hefði fengið góðar undir- tektir þó að björninn væri langt frá því að vera unninn. Sérstaklega væri brýnt að fá stuðning hjá Frakklandi og Spáni sem færu með formennsku innan EB á sama tíma og íslendingar og Norðmenn færu með formennsku innan EFTA. Jón Baldvin sagðist telja að enginn ágreiningur væri um hvernig bæri að halda á málinu, t.d. væri mikil- vægt að hafa góð samskipti við hagsmunaaðila hér heima og færi Magnús Gunnarsson, forstjóri SÍF, með honum í viðræðurnar þar sem áherslu ætti að leggja á hagsmuni íslendinga vegna saltfisksmarkað- anna. Hvenær formlegar viðræður við Evrópubandalagið ættu að heíjast væri ekki okkar einna að ákveða. Það ætti líka ekki að gera fyrr en íslendingar væru vissir um jákvæð- an árangur úr þeim viðræðum. Utanríkisraðherra: JÓN BALDVIN Hannibalsson, utanríkisráðherra, telur að íslending- ar eigi ekki að hefja formlegar viðræður við Evrópubandalagið fyrr en öruggt sé að árangur þeirra viðræðna verði jákvæður. Væri nú unnið að því að kynna málstað íslendinga og undirbúa jarðveginn fyrir viðræður. Kom þetta fram þegar Morgunblaðið spurði ráð- herrann álits á þeim orðum Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, i áramiíiotagrein í Morgunblaðinu, að formlegar viðræð- ur við EB ættu að hefjast tafarlaust til að tryggja hagsmuni okkar innan bandalagsins. „Ég er þeirrar skoðunar að við- ræður við Evrópubandalagið hefðu átt að bytja ekki í gær heldur árið 1986 þegar Þorsteinn Pálsson var í ríkisstjórn," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. „Tilefnið þá til viðræðna var inn- ganga Spáns og Portúgals í Evrópu- bandalagið. Norðmenn notuðu sér þetta tækifæri, hófu viðræður og fengu viðskiptafríðindi. í staðinn létu þeir reyndar veiðiheimildir í Barentshafi en til slíkra eftirgjafa hafa íslendingar ekki verið reiðu- búnir. Engu að síður hefðum við átt að hefja viðræður." Borgaraflokkur og ríkissljórn: Formlegar viðræður hefjast á fóstudaginn Formlegar viðræður ríkis- stjórnarinnar við Borgaraflokk- inn, um aðild að sfjórninni, hefjast næsta föstudagsmorgun. Formað- ur Borgaraflokksins segir að flokkurinn vilji ræða endurskoðun á allri tekjuöflun ríkissjóðs, sér- staklega eignarskatti. Þegar hefur verið skipuð viðræðu- nefnd Borgaraflokksins, og verður hún skipuð Júlíusi Sólnes formanni flokksins, Inga Birni Albertssyni, Óla Þ. Guðbjartssyni og Benedikt Boga- syni. Júlíus Sólnes sagði við Morgun- blaðið að næsta vika yrði notuð til að undirbúa þau málefni sem flokk- urinn vildi ræða. Viðræðurnar væru þó fyrst og fremst hugsaðar sem könnunarviðræður og það ætti að koma fljótt í ljós hvort málefna- grundvöllur væri fyrir frekari við- ræðum um að fiokkurinn færi í ríkis- stjórnina. Júlíus sagði að niðurstöður við- ræðnanna yrðu bornar undir aðal- stjórn og þingflokk Borgaraflokks- ins, sem myndu taka endanlega af- stöðu til málsins. Hlutabréf í fossafélaginu Titan á uppboði í Noregi Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 HLUTABRÉF í fyrirtækjum sem hætt eru störfúm þykja yfirleitt lítils virði, en bréfin sem Magni R. Magnússon keypti í fossafélaginu Titan um jólaleytið eru undantekning þar á, enda merkileg söguleg heim- ild um merkilegt fyrirtæki. Bréfin eru frá 1915, en Titan hafði uppi stórfelldar áætlanir um virkjun Þjórsár og fleira á fyrstu áratugum aldarinnar og var Einar Benediktsson einn helsti hvatamaður að þvi. Magni sagðist hafa fýrir tilvilj- un rekist á tilkynningu í bæklingi frá norsku uppboðsfyrirtæki þar sem sagði að fjögur hlutabréf í Titan yrðu boðin upp og tókst honum að tryggja sér tvö bréf- anna í gegnum síma. Hlutabréfin eru gefin út í Reykjavík í júlí árið 1915 og eru skráð á 50 sterlingspund og 900 danskar krónur, sem myndi gera um 5-6.000 íslenskar krónur mið- að við gengi í dag, 74 árum síðar. Magni sagðist hafa fengið bréfin undir nafnvirði, líklega vegna þess að norsku seljendurnir hafi ekki gert sér grein fyrir hvemig þau tengdust íslenskri sögu, enda texti þeirra á dönsku og ensku. Annað bréfið er nú komið í einkasafn hérlendis, en hitt ætlar Magni sjálfur að eiga. Bréf Magna er skráð númer 3503, en hann sagð- ist ekki vita hve mörg hefðu verið gefin út, né hvort nokkur slík bréf séu til á íslandi nú. Fossafélagið Titan lét norskan verkfræðing athuga virkjana- möguleika í Þjórsá árin 1915-’17. Árið 1927 fékk Titan leyfi til að reisa 160.000 hestafla aflstöð við Urriðafoss, en ekkert varð samt úr framkvæmdum og var ekki hafist handa við virkjun Þjórsár fyrr en á vegum Landsvirkjunar árið 1964 við Búrfell. Ja.hver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur í kvöld! Þreföld ástæða til að vera með! Morgunblaðið/Bjami Magni R. Magnússon, safnari og verslunareigandi, með bréfið sem sannar eign hans í fossafélagi Einars Benediktssonar og fleiri mannna innlendra og erlendra. Magni á þó litla von á arðgreiðsl- um frá Titan, þar sem fyrirtækið lagði upp laupana fyrir margt löngu. Þannig leit fyrirhuguð virkjun fossafélagsins við Urriðafoss út á teikniborðinu árið 1918, nær 50 árum áður en hafist var handa við fyrstu virkjunina í Þjórsá við Búrfell. Magni er einn af fáum mönnum hérlendum sem safnar hlutabréf- um og á hann meðal annars bréf Islandsbanka. Hann sagði að menn áttuðu sig oft ekki á sögu- legu gildi slíkra bréfa og hentu þeim. „Fólk áttar sig ekki á að hlutabréf geta orðið verðmæt þó að fyrirtækin fari á hausinn." -HÓ Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.