Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 ‘>17 3,5 milljarðar króna í bamabætur á árinu FJARMÁLARÁÐHERRA gaf um áramótín út tvær reglugerðir, sem kveða á um 11% hækkun barnabóta og barnabótaauka frá 1. janúar 1989. Samkvæmt þeim verður heildarQárhæð barnabóta á þessu ári nálægt 3,5 milljörðum króna. Þar af eru almennar barnabætur um 2,7 milljarðar, en barnabótaaukinn 800 miHjónir króna. Til saman- burðar má nefna, að árið 1988 voru greiddir rétt um 3 milljarðar króna í barnabætur. Meðalhækkun bamabóta milli áranna 1988 og 1989 er áætluð 17—18%. Til samanburðar má ÓLAFUR Þorsteinsson viðskipta- fræðingur hefúr verið ráðinn framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags íslands frá og með 1. janúar að telja. Ólafúr réðist sem skrifstofústjóri Krabba- meinsfélagsins 1987 og hefúr verið settur framkvæmdastjóri félagsins siðan 1. apríl 1988. Framkvæmdastjóm Krabba- meinsfélags íslands ákvað á fundi þann 12. desember síðastliðinn að ráða Ólaf Þorsteinsson í stöðu fram- kvæmdastjóra. Ólafur er fæddur 8. mars 1948 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og cand. oecon. frá viðskiptafræði- deild Háskóla íslands 1977. For- eldrar Ólafs eru Þorsteinn Ólafsson tannlæknir og Ólöf Vilmundardótt- ir. Ólafur varð skrifstofustjóri fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins 1977, deildarstjóri 1982 og yfirviðskiptafræðingur 1986. Hann var stundakennari í viðskipta- og hagfræðigreinum við Kvennaskól- ann í Reykjavík 1979-1980 og við MR 1980-1987 með hléum. Ólafur var í stjóm kjaradeildar ríkisstarfs- nefna, að almennar verðlagsbreyt- ingar eru áætlaðar um 14—15%. Bamabætur hækka því að raungildi Ólafúr Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfél- ags íslands. manna innan Félags viðskipta- og hagfræðinga frá 1982 í tvö kjörtímabil. Þá hefur Ólafur setið í ýmsum ráðum og stjómum hjá Knattspymufélaginu Víkingi. Ólafur er kvæntur Helgu Jóns- dóttur cand. mag. um 3% frá árinu 1988. Auk þess er rétt að taka fram, að bamabæt- ur eru verðtryggðar, þannig að um mitt árið hækka þær í takt við hækkun lánskjaravísitölu. Breyttar verðlagsforsendur raska því ekki verðgildi bamabóta. Sem dæmi um hækkun bamabót- anna má nefna, að bamabætur hjóna með tvö böm, 5 og 8 ára, hækka úr 65 þúsund krónum að meðaltali árið 1988 í rúmlega76 þúsund krónur árið 1989. Bama- bætur einstæðs foreldris með tvö böm, sömuleiðis 5 og 8 ára gömul, em lögum samkvæmt tvöfalt hærri en hjóna og hækka því úr 130 þús- undum í 152 þúsund krónur. Við þetta þarf síðan að bæta bamabóta- auka, ef tekjur eða eignir þessara íjölskyldna eru undir ákveðnum mörkum, en hann er um 52 þúsund með hverju bami á þessu ári. Til frekari upplýsinga em í með- fylgjandi töflu birtar ársfjórðungs- legar Qárhæðir bamabótanna eins og þær hafa nú verið ákveðnar frá og með 1. janúar. Almennar bamabætur em greiddar til tæplega 40 þúsund heimila í landinu. Það þýðir, að hver fjölskylda fær að meðaltali um 68 þúsund krónur á ári í bamabæt- ur. Tæplega helmingur þeirra, eða um 17 þúsund talsins, fær auk þess greiddan sérstakan bamabótaauka, þannig að samanlagt nema bama- bætur og bamabótaauki hjá þessum heimilum um 115 þúsund krónum á árinu 1989. Áður en staðgreiðslukerfið var tekið upp gilti sú almenna regla, að bamabætur gengu fyrst upp í greiðslu tekju- og eignarskatta og komu því aðeins til útborgunar, að Nýr framkvæmdastj óri Krabbameinsfélagsins Ráðstefna um Geniarsanininginn um bann við notkun efiiavopna: Koma verður í veg fyrir frekari brot á samningrmm - sagði Jón Baldvin Hannibalsson í ræðu sinni í gær JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu sem haldin er í Paris um Genfarsamn- inginn frá 1925 um bann við notkun efnavopna, að koma yrði í veg fyrir frekari brot á samn- ingnum, og skora yrði á þau ríki sem enn hafa ekki undirritað samninginn að láta verða af þvi hið fyrsta. Þá hvattí hann til þess að komið yrði á fót alþjóð- legum hóp sérfiræðinga um efiia- vopn, sem aðalframkvæmda- sijóri Sameinuðu þjóðanna gætí kallað til hvenær sem er og sent þá hvert sem er til að kanna ásak- anir um brot á samningnum. í ræðunni, sem utanríkisráðherra flutti á ráðstefnunni í gær, benti hann meðal annars á að ísland hefði engin efnavopn og bannaði geymslu og staðsetningu slíkra vopna á íslenskri grund. ísland, sem væri óvopnað ríki, ynni líkt og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins eindregið að því markmiði að skapa öruggari heim í krafti minni vígbúnaðar. Hann sagði að íslendingar væru sannfærðir um að kringumstæður hefðu ekki í langan tíma verið hag- stæðari til að ná árangri í afvopnun en einmitt nú. Jón Baldvin benti einnig á að sú ákvörðun íslands um að samþykkja Genfarsamninginn frá 1925 byggð- ist á þeirri sannfæringu, að beiting vopnanna væri algerlega óréttlæt- anleg hveijar svo sem kringum- stæðumar væru. Á sama hátt hefði ísland ásamt bandamönnum sínum lagt áherslu á nauðsyn þess að ijúka hið fyrsta í Genf samningi um al- gert bann við efnavopnum. „Eins og kunnugt er hefur orðið misbrestur á að allar þjóðir fram- fylgdu Genfarsamningnum frá 1925, og við höfum orðið vitni að átakanlegum þjáningum saklausra borgara vegna notkunar efnavopna í svæðisbundnum átökum. Einnig eru sannanir fyrir því að vaxandi fjöldi ríkja séu í þann mund að koma sér upp efnavopnum. Ef ekk- ert verður gert til að snúa þessari þróun við, þá muni lagalegt og sið- ferðilegt gildi Genfarsamningsins verða rýrt enn frekar. Við verðum að sameinast um að stöðva frekari brot á samningnum. Við verðum að skora á þau ríki sem enn hafa ekki undirritað hann að láta verða af því hið fyrsta og tiyggja jafii- framt að við hann verði staðið. Það er ekki hægt að sætta sig við þá hættu sem felst í því að sífellt fleiri rfki komist yfír efnavopn," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra, í ræðu sinni. Tölvutækni ■— Hans Petersen hf.: Samstarfssamn- ingur við Nixdorf TÖLVUTÆKNI-Hans Petersen hf. hefúr gert samstarfssamn- ing við þýska tölvuframleiðand- ann Nixdorf. Samningurinn fel- ur í sér að Hans Petersen skuli annast sölu hérlendis á vpl- og hugbúnaði sem Nixdorf fram- leiðir. Framleiðsla fyrirtækis- ins spannar frá minnstu PC- vélum að stórum kerfiun með fjölda útstöðva. Fyrirtækið er eitt það stærsta sinnar tegund- ar í Þýskalandi, og hefúr um þijátíuþúsund starfsmenn á launaskrá í um 50 þjóðlöndum. Að sögn Sigurðar Jónssonar sölustjóra hjá Hans Petersen mun höfuðáhersla verða lögð á að bjóða fyrirtælcjum heildarlausnir frá Nixdorf. Á því sviði stendur fyrir- tækið framarlega í framleiðslu á viðskiptahugbúnaði, tölvukerfum fyrir banka og stofnanir, og af- greiðslukerfi fyrir verslanir. Jít: viðkomandi hefði staðið skil á þeim greiðslum. Með upptöku stað- greiðslukerfisins á síðasta ári var hins vegar gerð sú breyting, að útborgun bamabóta var skilin frá mánaðarlegum skattgreiðslum og eru þær nú greiddar út með ávís- unum §órum sinnum á ári. í upp- hafí hvers ársíjórðungs eru þannig greiddar þriggja mánaða bætur fyr- irfram. Ifyrsta greiðslan á þessu ári verður send út síðari hluta janúar- mánaðar. Eftirfarandi reglur gilda um greiðslu bamabótaauka: Bamabótaauki hjóna skal skerð- ast um 4—7% af því sem saman- lagður útsvarsstofti hjónanna fer fram úr 825 þús. kr. á ári. Á sama hátt skal bamabótaauki einstæðra foreldra skerðast um 4—7% af því sem útsvarsstofn foreldris fer fram úr 550 þús. kr. á ári. Skerðingar- hlutfall tekna breytist með ijölda bama. Sem dæmi má taka, að bamabótaauki með fyrsta bami er skertur m.v. 7% en með bömum umfram þrjú er bamabótaaukinn aðeins skertur um 4%. Bamabótaauki hjóna skerðist um 1,5% af því sem eignarskattsstofn hvors hjóna um sig fer fram úr 2.850 þús. kr. Á sama hátt skerðist bamabótaauki einstæðra foreldra um 3,0% af því sem eignarskatts- stofn foreldris fer fram úr 4.275 þús. kr. Bamabætur greiðast til 16 ára aldurs. Barnabætur og barnabótaauki í upphafi árs 1989 Hér að neðan em birtar upplýsingar um ársfjórðungslegar greiðslur bamabóta. Arsgreiðslan er fjórum sinnum hærri. Frá og með 1. jan- úar breytast bamabætumar þannig: Hjón, sambýlisfólk: Hjón. Með fyrsta bami úr kr. 4.863 í kr. 5.392 Hjón. Með bömum umfram eitt úr kr. 7.295 í kr. 8.088 Hjón. Með bami yngra en sjö ára úr kr. 4.863 í kr. 5.392 Einstætt foreldri: Einstætt. Lágmarksbætur með einu bami úrkr. 14.590íkr. 16.176 Einstætt. Almenna reglan er hins vegar sú að einstætt foreldri fái tvöfalt hærri bætur en hjón eða sam- býlisfólk. Bamabótáauki með hveiju bami úr kr. 11.550 í kr. 12.806 RÆÐUMENNSKAOG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þór að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vináhóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða Fjárfesting í menntun skilar þór arði ævilangt. lÆ Innritun og upplýsingar í síma 82411 0 STJÓRIMUI\IARSKáUI\ll\l % Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.