Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 29
_____________________________MORGUNBLABIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 Minning: MatthildurH. Benedikts- dóttirfrá Reykjarfírði Fædd 11. september 1896 Dáin 7. janúar 1989 Það er komið að leiðarlokum á langri ævi. Ævi sem hefur verið viðburðarík, og hægt væri að skrifa um heila bók og e.t.v. verður það einhvem tímann gert. í dag er gerð útför ömmu minnar Matthildar Herborgar Benediktsdóttur frá Reykjarfirði. Hún lést hinn 7. jan- úar sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði eftir aðeins fárra vikna legu. Fram að þeim tíma hafði hún verið heilsuhraust miðað við aldur, sjón og heym í besta lagi og ekki féll henni verk úr hendi. Alla daga sat hún við pijóna meira eða minna og í höndum hennar urðu til þessir fallegu íslensku laufaviðarvettling- ar sem aðeins fáar konur í dag gefa sér tíma til að vinna, né held- ur em það svo margir sem kunna þá list, að raða þar saman íslensku sauðarlitunum svo að vel fari. Þó hafa dætur hennar numið þá list af henni og halda því áfram þar sem hún hætti. Matthildur var fædd 11. septem- ber 1896 í Reykjarfirði í Grunnavík- urhreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt Hermannsson og Ketilríður Jóhannesdóttir, sem þar bjuggu. Benedikt Hermannsson hóf búskap í Reykjarfírði árið 1876. Hann var þá kvæntur Matthildi Gedionsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur Guðnýju Alfífu f. 1880. Hann missti Matthildi eiginkonu sína eftir fárra ára sambúð. Síðar bjó hann með Herborgu Guðmundsdóttur, þau ætluðu að ganga í hjónaband, og var byijað að lýsa með þeim, eins og venja var í þá daga, en þá veiktist Herborg og andaðist skömmu síðar. Benedikt og Ketilríður Jóhapnes- dóttir ættuð úr Kvíum ganga svo í hjónaband 26. sept. 1895. Ari síðar eignast þau dóttur sem hlaut nafn- ið Matthildur Herborg. Ekki varð þeim hjónum fleiri bama auðið, en Benedikt eignaðist 1902 dóttur með Svanfríði Daníelsdóttur, og hlaut hún nafnið Alexsandrína. Þær mæðgur bjuggu á heimili þeirra hjóna, meðan Alexsandrína var að alast upp. Tók Ketilríður að sér uppeldi hennar eins og hún væri hennar eigin dóttir. Matthildur Her- borg ólst upp í Reykjarfirði hjá for- eldrum sínum. Ekki gekk hún í skóla, enda ekki um það að ræða á þeim tíma, en lestur, skrift og reikning lærði hún hjá móður sinni. Ketiiríður var vel gefín kpna og tók oft böm til að kenna þeim. Ekki hafði hún heldur hlotið menntun til þeirra hluta, því í hennar ungdæmi var ekki talið að stúlkur þyrftu að læra að lesa og skrifa. Það var aðeins fyrir karlmennina. Og bræð- ur hennar fengu tilsögn í lestri og skrift, en henni var bannað að læra. Þó lét einn bróðir hennar hana fá forskriftarblað, og það faldi hún í fjósinu, og stalst til að æfa sig þeg- ar hún var að sinna kúnum. Og það átti eftir að sýna sig síðar á ævi Ketilríðar að full þörf reyndist fyrir kunnáttu hennar. Hún kenndi öllum sínum bamabömum að lesa og skrifa, auk annarra starfa að upp- eldi þeirra. Matthildur giftist Finnboga Jakob Kristjánssyni, 19. september 1915. Þá var elsta bamið fætt og annað fæddist það ár. Þau hófu búskap í Reykjarfirði með foreldr- um Matthildar, en faðir hennar lést árið 1918, og tóku þau þá við búinu með Ketilríði móður hennar. En Ketilríður gaf þá Alexsandrínu dótt- ur Benedikts í/4 úr jörðinni. Þau Matthildur og Jakob eignuðust 14 böm og komust 13 til fullorðinsára. Þau em: Johanna f. 16. okt. 1913, gift Kristjáni Guðjónssyni, úr Skjaldar-Bjarnarvík; Guðfínnur f. 13. júní 1915, giftur Guðríði Júlí- usdóttur, Bolungarvík; Johannes f. 29. ágúst 1917, giftur Kristjönu Ebenezerdóttur; Kristín Sigríður f. 3. ágúst 1919, gift Guðmundi Áma- syni úr Furufírði; Ketilríður f. 22. des. 1921, gift Kristjáni Júlíussyni, kennara; Guðrún f. 2. janúar 1924, gift Valgeiri Illugasyni, Reykjahlíð í Mývatnssveit; Benedikt Valgeir f. 23. sept. 1925, giftur Níelssínu Þorvaldsdóttur frá Hnífsdal. Kjart- an f. 14. ágúst 1929, giftur Flóru Ebeneserdóttur; Ragnar Ingi f. 27. júlí 1931, giftur Sjöfn Guðmunds- dóttur; Jens Magnús f. 1. nóv. 1932, giftur Bjamveigu Samúelsdóttur; Jona Valgerður f. 1. sept. 1934, d. 7. ág. 1935; Valgerður f. 27. júní 1936, gift Hauki Daníelssyni, ísafírði; Hermann f. 26. sept. 1938, hann var giftur Sigríði Jensdóttur úr Bæjum; Guðmundur Jakob f. 2. febr. Af þessum stóra bamahópi em þau 10 sem lifa móður sína. En látin em Ketilríður, Kjartan og Hermann auk Jónu Valgerðar sem lést á fyrsta ári. Eins og sjá má af þessari upp- talningu stækkaði fjölskyldan ört. Þá kom sér vel að Ketilríður amma var til staðar og tók að sér eldri bömin og aðstoðaði þannig dóttur sína við uppeldisstörfín. Enda má nærri geta að meira en nóg var hjá húsmóðurinni að gera með svo stór- an bamahóp og vinnufólk að auki. Það var því alltaf margt í heimili hjá Matthildi og Jakob í búskap- artíð þeirra. Og dagurinn tekinn snemma, en seint gengið til náða. Matthildur var lítil kona en ákaflega kvik á fæti. Þegar ég man fyrst eftir mér í Reykjarfírði, minnist ég ömmu alltaf á hlaupum, hún sótti eldivið niður i skemmu, hún hljóp jafnvel á rekann til að tína næfmr ef vantaði í íkveikjuna, og alltaf var hún á þönum á milli eldhúss og búrs. Ég man aldrei eftir að amma sæti kyrr, fyrr en á efri ámm. Hún var gædd þessari bljúgu, þjónandi lund og vildi alltaf vera að gera fólki eitthvað til góða, sem kom í Reykjarfjörð. Gestrisni var i háveg- um höfð, og gestum ævinlega boðið það sem best var til, bæði í mat og drykk og gistingu. Matthildur amma var þó ekki aðeins húsmóðir á stóm heimili, sem var þó ærinn starfi, heldur tók hún líka að sér ljósmóðurstörf ef með þurfti. Fyrst mun það hafa gerst 1921 en þá eignaðist Sigurborg, systir Jakobs, son og tók Ketilríður móðir hennar ásamt annarri konu á móti baminu sem var drengur. Fylgjan reyndist vera föst og kom ekki fyrr en Matt- hildur hjálpaði til. Var það fyrsta verk hennar við ljósmóðurstörf. Sig- urborgu heilsaðist vel á eftir. Eftir þetta var hún oft fengin til að sitja yfír konum í nágrenninu og mun hugur hennar hafa staðið til þess að læra ijósmóðurstörf, en engin tök hafði hún til að leyfa sér það, því húsmóðurstarfínu bar henni fyrst og fremst að sinna. Hún aflaði sér þó leiðbeininga með bókalestri, og mun Ragnheiður ljósmóðir í Kjós hafa útvegað henni ljósmóðurfræði. Það hefði átt vel við Matthildi ömmu að leggja fyrir sig hjúkmn og ljósmóðurstörf, hún hafði svo litlar og mjúkar hendur, og þau sár sem hún bjó um grem alltaf mjög vel. Þegar sonur hennar Kjartan varð fyrir því slysi sem ungur mað- ur að skot hljóp úr byssu sem hann hélt á og í höfuð hans, gegnum augað, þá bjó hún svo um sárið og hjúkraði honum dag og nótt þar til hann varð svo ferðafær að hægt væri að senda hann til læknis til Reykjavíkur. Augnlæknirinn sem skoðaði hann dáðist að því hve vel hefði verið búið um og sett saman sárið, því vitaskuld vom ekki tæki til að sauma það sem hefði þurft að gera. En það kom þó ekki að sök, sárið greri vel og engin ígerð kom í það. Að vísu missti Kjartan sjón á öðm auga, en því hefði ekki verið hægt að bjarga, þó sérfræð- ingur hefði verið til staðar. Amma fæddi öll sín böm heima, nema það fyrsta, og þegar hún átti sitt 13. bam var í fyrsta sinn við- staddur læknir. Þá var hún á Hest- eyri hjá þeim læknishjónum Daníel Daníelssjmi og Dýrleifu Friðriks- dóttur. Með þeim tókst þá sú vin- átta sem varaði alla ævi eftir það. Þegar farið var að koma á fót bamafræðslu í Hreppnum, var m.a. farskóli í Reykjarfirði, eða upp úr 1930. Þá var auk kennarans alltaf eitthvað af aðkomubömum sem send vom í skólann, og allt í heim- ili hjá ömmu. Ekki var óalgengt að 20-30 manns væri í heimili. Og eft- ir að sundlaugin var reist og sund- námskeiðin hófust á vorin en sund- laugin var vígð 1938, þá vom böm og unglingar send í Reykjarfjörð til að læra að synda og enn var það heimili afa og ömmu sem tók flest bömin inn á heimilið og sá þeim fyrir fæði og húsaskjóli meðan nám- skeiðin stóðu. Upp úr 1950 fer að fækka fólki í Gmnnavíkurhreppi, menn flytjast unnvörpum í burtu. Jakob afí gekk ekki heill til skógar, og amma var tekin að lýjast. Þau ákveða að bregða búi og flytja til ísafjarðar árið 1958. Fyrsta árið vom þau á heimili foreldra minna en fluttu ári seinna til sonar síns Jóhannesar og 29 konu hans á Engjavegi 6 á ísafirði og þar áttu þau heima í 13 ár eða til ársins 1972 að afí lést. Þá flutti amma á heimili Ketilríðar dóttur sinnar og manns hennar Kristjáns Júlíussonar í Bolungarvík. Kristján lést árið 1973 og bjó amma þá með dóttur sinni eftir það til ársins 1982. Þá veiktist Ketilríður og lést skömmu síðar og fór amma þá til foreldra minna að nýju og átti þar heimili til dauðadags. Eftir að amma var orðin ekkja og þurfti ekki lengur að sinna um afa, en hann var sjúklingur síðustu ár ævinnar, þá fór hún að eiga náðugri daga. Hún gat nú sinnt hannyrðum sínum sem var aðallega pijónaskapur eða laufaviðarvettl- ingamir sem áður er getið. Eins las hún mikið og hefur henni áreiðan- lega fundist það mjög gaman, en þó lét hún það ekki eftir sér nema sjaldan á virkum dögum, þá fannst henni hún vera að svíkjast um. Ég veit að þau ár sem hún var hjá Jóhönnu dóttur sinni leið henni mjög vel, enda hafði hún oft orð á því, og var þakklát fyrir. Að lokum langar mig að þakka henni ömmu fyrir líf hennar og starf. Við systkinin á Seljalandsveg- inum höfum öll dvalið hjá henni í Reykjarfirði og notið þar ástúðar og umönnunar þeirra beggja, afa og ömmu. Mér er það minnisstætt að þegar ég fermdist lagði _hún það á sig að koma alla leið til ísafjarð- ar, til að vera viðstödd þegar fyrsta bamabamið hennar væri fermt. Þetta var í 29. maí 1949. Vorið var hart, snjór mikill á ströndum. Ganga varð úr Reykjarfirði í Fum- ijörð og gista þar, síðan úr Fum- firði í Hrafnsfjörð, allt á skíðum, og svo þaðan á bát. Svo mikill var snjórinn í Skorardal að slétt var af Andbrekkum og upp í miðjar hlíðar Skorarheiðar. Þetta var mjög kalt vor, ís fyrir landi fram í miðjan júní. Það væri hægt að minnast á margt fleira, en ég læt hér staðar numið. Þessi saga lýsir henni þó vel. Fjölskyldan var henni allt. Hún lifði það að eignast 176 af- komendur, og hún hélt óskertri andlegri heilsu tii síðasta dags. Hún fékk að fylgjast með því hvemig bamabömin og bamabamabömin urðu fleiri og fleiri. Uxu upp og urðu sjálfbjarga og nýtir borgarar. Er til meiri gæfa en það og að halda andlegri reisn til síðasta dags. Leggja svo aftur augun og sofna svefninum langa í ömggri fullvissu um annað og æðra tilvemstig. Guð blessi minningu hennar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Holti, Hnífsdal. Minning: Hannes Jónsson bóndi, A-MeðaJholtum Fæddur 24. nóvember 1892 Dáinn 6. janúar 1989 í dag fer fram frá Gaulveijabæj- arkirkju útför Hannesar Jónssonar fyrmrn bónda í Austur-Meðalholt- um í Gaulveijabæjarhreppi. Hann lést á heimili sínu, Drápuhlíð 40, í Reykjavík hinn 6. janúar sl., 96 ára að aldri. Með Hannesi hverfur af sviðinu einn minna virtustu vina sem ég um marga tugi ára átti margvíslega samvinnu við. Með þakklátum huga vil ég minnast hans í örfáum orðum. Hannes Jónsson var fæddur 24. nóvember 1892 að Austur-Meðal- holtum og vom foreldrar hans Jón Magnússon frá Baugstöðum og Kristín Hannesdóttir frá Tungu. Þau bjuggu allan sinn búskap í Austur-Meðalholtum. Jón var fall- inn frá fyrir mitt minni en Kristín húsfreyja lifði til hárrar elli hjá Hannesi syni sínum og henni hlotn- aðist mér að kynnast á unglings- aldri og skynjaði greind hennar, stjómsemi og dugnað. Hjá foreldr- um sínum ólst Hannes upp í hópi margra systkina við það umhverfi er þjóðfélag þeirra tíma bauð uppá. Ég reyni ekki að bera mín orð að aðstöðu ungmenna þeirra tíma svo gjörólík hefir hún verið því sem síðari tími hefír boðið uppvaxandi æsku. Æskufólkið á fyrstu ámm aldarinnar átti sér þó ekki færri áhugamál en jafnaldrar síðari tíma. Þar staldrar minningin ekki síst við hugsjónir og verkefni ungmennafé- laganna en á þeirra sviði Iét Hann- es fljótt til sín taka. Hann varð snemma í forystu- sveit ungmennafélagsins Samhygð- ar enda félagslyndur og greindur vel. Happasæl var forysta og fram- kvæði hans er laut að leiklistar- starfí félagsins en þar var hann í fremstu sveit frá æskuámm til þess tíma er sú starfsemi dvínaði sökum breyttra þjóðlífshátta og hann flutti brott. Hannes skapaði í leikhlut- verkum margar eftirminnilegar per- sónur og hefí ég áður um það sagt, að slíkur hæfileikamaður hefði í nútímanum komist til þjálfunar í list sinni til frekari afreka. Á fleiri sviðum félagsmála sveitar sinnar lét Hannes til sín taka og var mikill stuðningsmaður stofnunar sjúkra- samlags sveitarinnar á sinni tíð. í hreppsnefnd Gaulveijabæjarhrepps starfaði hann í tvö kjörtímabil. Lét hann sér á beim vettvansri ekki síst skipta málefni er yngri kynslóðin hafði áhuga á að fram gengju. Hannes var sérstök persóna, snyrtimenni sérstakt við allt sem hann umgekkst, laghentur og út- sjónarsamur. Hann var ekki alltaf margmáll en undirhyggjulaus og tryggur öllum þeim sem hann batt vinfengi við, allt smátt varð stórt þegar unnið var með honum að úrlausnarefnum. Á yngri ámm stundaði Hannes sjóróðra bæði frá Selvogi og Þorlákshöfn. Landbún- aðarstörfín urðu sfðan hans við- fangsefni er hann tók við búsforráð- um af foreldmm sínum í Austur- Meðalholtum. Hann hafði jafnan afurðagott oer snoturt bú sem um- gengist var af stakri snyrtimennsku og athygli. Hannes giftist Guðrúnu Andrés- dóttur frá Vestri-Hellum í Gaul- veijabæjarhreppi. Guðrún var manni sfnum samhent og einkar elskuleg persóna, létt í lund og list- feng sem glæddi umhverfí sitt gleði og uppörvun. Hún sýndi kirkjulífi sóknar sinnar sérstaka rækt og lagði kirkjusöngnum ómælt lið um langa tíð. Búskapur þeirra hjóna stóð í Austur-Meðalholtum um hálfrar aldar skeið, en þau fluttu á brott og settust að í Reykjavík. Guðrún lést á árinu 1969. Enda þótt Hannes væri nokkuð við aldur þá er hann settist að í Reykjavík var starfsævi hans hvergi nærri lokið. Um nær tuttugu ára skeið vann hann hjá Guðmundi Guðmundssyni í trésmiðjunni Víði við margþætt verkefni í því mikla fyrirtæki sem það þá var. Þannig vom honum geftiir starfskraftar fram á síðustu ár. Hannes og Guðrún ólu upp syst- urdóttur Hannesar, Ásdísi Láms- dóttur, og reyndust henni alla tíð skilningsríkir og traustir foreldrar. Ásdfs giftist Lámsi Ólafssjmi ljrfja- fræðingi sem nú er látinn. Þau eiga tvo sjmi, Ólaf og Hannes. Stundin líður. Nýr tími kemur. Hið liðna dofnar í minningunrii. En rætumar visna ekki í hugarheimi þess trausta fólks sem var fjöl- skylda Hannesar í Austur-Meðal- holtum. Ég segi þetta vegna þess, að fyrir nokkmm ámm hóf Asdís uppeldisdóttir hans ásamt sonum sínum að endurbyggja bæjarhúsin á sínu bemskuheimili. Það verk er vel á vegi og vitnar um átthaga- tryggð og er minnismerki um alla þá er þar gengu um hlöð og lifðu hvem dag við meðlæti eða mótlæti eftir því sem að bar hveiju sinnni. Ég kveð vin minn Hannes Jónsson með þakklæti efst í huga fyrir sam- starfíð fyrr á leið, vináttuna og hina óbifanlegu tryggð er hann jafnan auðsýndi mér. Fjölskylda mín vottar Ásdísi Lárasdóttur og hennar fjöl- skyldu samúð við fráfall Hannesar Jónssonar. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. í: t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur alúö og vinsemd viö andlát og útför GlSLA GUÐMUNDSSONAR, frá Bjarnastaöahlfö, Hraunbraut 46, Kópavogi. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.