Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 2
;2 :e MORGUNBLAÐIÐ, FÖKTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 4 éUt ÞAR VAR ATVEIZLA STOR, ÞAR VAR ÓLGANDIBJÓR Hákarl, hangikjöt og harðfiskur morgun. Árni telur það ekki svo vitlaust, en finnst annað ósenni- legra. „Miklu tortryggilegri eru þau ummæli hjá Jóni Árnasyni, að þóndi ætti að halda öðrum bænd- um úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag. í fyrsta lagi er það tæknilega ógerlegt, að hver bóndi í heilu byggðarlagi haldi öllum hin- um veislu á sama degi. (...) í öðru lagi er það með ólíkindum, að engar aðrar spurnir væru af slíkum árlegum fagnaði, sem ekki gat verið innanhússmál hjá ein- stökum fjölskyldum og heimilum. Loks má spyrja, hversu mikil föng menn hafi að jafnaði átt eftir um miðjan vetur til að halda nágrönn- um meiri háttar veislu og það svo skömmu eftir jólamatarglaðning- inn.“ Þrátt fyrir þetta „benda líkur til þess, að einhver viðbúnaður hafi verið til að fagna þorrakomu opin- berlega allar götur frá landnáms- öld og í heimahúsum frá því kristni var lögtekin á íslandi. Lýsingar á sjálfu athæfinu eru hinsvegar harla fáskrúðuguar frá fyrri öldum og reyndar fram undir vora daga.“ í þeím heimildum sem til eru frá fólki sem var fætt um miðja 19. öld kemur fram að viðhöfn á þorra hafi ekki verið „ýkja margbrotin fremur en vonlegt er við íslenskar aðstæður í dreifbýli. (...). Aðalat- riðin eru ýmislegt tillæti í mat og viss hlutverkaskipan í því sam- bandi, ásamt dálítilli gamansemi." Þorrablót endurvakin „Hvernig svo sem þorrafagnaði var háttað fyrstu þúsund ár ís- landsbyggðar, er enginn vafi á því, að nokkru eftir miðja 19. öld á þorrahlaðborðinu í Naustinu. verða talsverð umskipti í þeim efn- um. Þá er aftur tekið að hafa mannfagnað utan heimilis á nánd við þorrakomu, og hann er kallaður Þorrablót. Heldur fór þetta athæfi þó leynt í fyrstu, en varð smám saman opinbert." „Fyrsta örugga heimildin um þorrablót á íslandi utan einkaheim- ilis er frá árinu 1867 ífundargerða- bók Kvöldfélagsins . .Kvöldfé- lagið var leynifélag með mjög stranga þagnarskyldu og barst því ekkert út um blótið, segir í bók Árna. .. það ber einnig að hafa í huga, að á dögum Kvöldfélagsins var enn ekki komið trúarbragða- frelsi á íslandi. Það gerðist ekki fyrr en með stjórnarskránni 5. jan- úar 1874. Meinkristnir menn hefðu því auðveldlega getað túlkað Þorrablótin sem afguðadýrkun og launblót eins og sfðar kom raunar á daginn. Enda drukku menn ós- part full ása og ásynja, eftir að Þorrablót urðu opinber." Skýrt opinberlega frá þorrablóti „Fyrsta samkvæmið á íslandi, sem telja má þorrablót og sagt er frá opinberlega, er haldið á Akur- eyri 23. janúar þjóðhátíðarárið 1874.“ Aðeins átján dögum eftir að konungur veitir íslendingum trúfrelsi. Frá þorrablóti sem haldið er á Akureyri tæpum tuttugu árum síðar segir m.a. í frétt í Stefni á Akureyri: „Þar varátveizla stórþar var ólgandi bjór, matur borinn á borð í trogum og etið með sjálf- skeiðingum en engir gaflar notað- ir; var drukkið-fast, en engin urðu veizluspjöll." í kringum aldamótin fór að bera á þorrablótum til sveita en á sama tíma virðist sem áhugi fyrir þeim hafi minnkað í kaupstöðunum, enda fínna þar að herma eftir út- lenskum siðum, en blóta þorra. „Það leið hinsvegarekki á löngu, uns aðfluttir kaupstaðarbúar úr sama byggðarlagi reyndu að mynda samtök og hittast á árleg- um mótum. Þegar árið 1914 má í febrúarmánuði sjá auglýst Vest- firðingamót, Norðlingamót og samsæf/Árnesinga og Rangæinga á Hótel Reykjavík." Átthagasamtök í Reykjavík voru iðin við að standa fyrir ýmsum skemmtunum í Reykjavík á fjórða og fimmta áratugnum. íbúum borgarinnar fjölgar einmitt mjög á þessum árum, en þegar líða tekur á fimmta áratuginn tekur áhugi fólks á þessum skemmtunum að dofna. Þorramatur „Kringum 1950 er sem einskon- ar þreytu taki að gæta hjá átthaga- félögunum og árshátíðir þeirra eru verr sóttar en áður.“ Segir í bók Árna. Félögin standa þó ekki ráða- laus. Árið 1951 ...er að venju auglýst Árnesingamót, en nú bregðurtil þeirrar nýlundu að fram er tekið ítilkynningunni, að „hangi- kjöt og annar íslenzkur matur" verði á borðum." Þrátt fyrir þetta er ekki mikið líf á þorrablótum í Reykjavík framan af sjötta áratugn- um. Árnesingafélagið heldur samt áfram að nota þetta orðalag í sínum auglýsingum. „Þeir sem næstir auglýsa þvílíkan matseðil eru árið 1956 Snæfellingar, ísienskir réttir á borðjm, árið 1957 Breiðfirðingar, hangikjöt — há- Morgunblaðið/Bjami karl,“ og svo framvegis „og loks Árnesingar, íslenskur þorrablóts- matur. „Á bak við þetta síðasta orð grillir raunar í eitt best heppnaða viðskiptabragð í sögu íslenskra matsöluhúsa. Hálfum mánuði áður hafði veitingahúsið Naustvið Vest- urgötu í Reykjavík nefnilega byrjað að bjóða gestum sínum þorramat í trogum.“ Hugmyndin er fengin úr auglýsingum átthagafélaganna og einnig segist veitingamaðurinn hafa heyrt fólk kvarta yfir því að geta ekki fengið þennan mat nema sækja þorrablót. „í trogunum, sem smíðuð voru eftir fyrirmynd úr Þjóðminjasafn- inu, voru m.a. súrsvið, lundabagg- ar, hangikjöt, súrsaðir hrútspung- ar, hákarl, bringukollar, glóðarbak- aðar flatkökur, rúgbrauð með smjöri: allt óskammtað." Árangur- inn lét ekki á sér standa hjá þeim í Naustinu, enda eru þeir ennþá að. Aðrir veitingamenn fylgdu síðan í kjölfarið. (...) Það má óhikað fullyrða, að þetta framtak hafi hrundið af stað nýrri skriðu þorrablóta, sem enn er á fullri ferð." Hann er því ekki eldri siðurinn sá, „þótt hafa (verði) fyrir satt, að sumir a.m.k. hafi um allar aldir boðið Þorra velkominn, hvort held- ur sem það var gert með ótta- blandinni virðingu eða gleðskap og gamanmálum." Þeir sem ekki eru svo heppnir að eiga þess kost að komast á opinber þorrablót, geta nýtt sér þjónustu þeirra versl- ana og veitingahúsa sem selja þorramat og annaðhvort snætt á staðnum eða farið með matinn heim og blótað þorra á laun. Samantekt: Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Þjónarnir í Naustinu skilja hvítu skyrturnar eftir heima á þorr- anum. ánaðar- heitið þorri kemur fyrst fyrir á nokkrum stöðum í rímhandritinu (...), með hendi frá lokum 12. aldar. Þar er ýmist verið að til- greina, hvenær miður vetur komi og föstugangur skuli hefjast eða hvernig þorri samsvari þeim tíma, þegar sól gengur fyrir vatnsbera- merki. Sömuleiðis er þar upplýst, að þorri komi á föstudegi." „Tilvist orðsins þorrablót bendir eindregið í þá átt, að efnt hafi ver- ið til mannfagnaðar eða samkomu- halds með þessu nafni fyrir daga kristins dóms á íslandi. (...) Ein- sýnt virðist því, að mannfagnaður með þessu heiti hafi áður verið til og minning um hann lifað. Sú minning er hinsvegar orðin harla brengluð og óljós,(. . .). Óvísara er, hvort sú samkoma dró einvörðungu nafn af upphafi mánaðarins, þegar hún var haldin, eða hvort Þorri var um leið per- sónugervingur þessa mánaðar og þar með vættur, sem naut dýrkun- ar. Þar sem leifum Þorradýrkunar virðist enn bregða fyrir á Islandi sjö öldum eftir kristnitöku, hlýtur það að teljast bending um vættar- dýrkun. Jafnframt verður að álykta, að sú heiðni hafi seint verið afnum- in með öltu (...). Það verður því að hafa fyrir satt, að sumir a.m.k. hafi um allar aldir boðið Þorra velkominn, hvort held- ur sem það var gert með ótta- blandinni virðingu eða gleðskap og gamanmálum." Veislur á þorra í þjóðsögum Jóns Árnasonar er m.a. greint frá því að menn hafi átt að hoppa naktir á öðrum fæti í kringum baeinn á bóndadags- < 1 \j ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.