Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 Dröfii finnur mikið af smáýsu: Svæði lokað SVÆÐINII frá Þorlákshöfn að Vestmannaeyjum hefur verið lokað fyrir dragnóta- og togveið- um út að 4 sjómílum frá landi. 95% af ýsu, sem rannsóknaskipið Dröfo veiddi á þessu svæði, var undir 50 sentímetrum en svæðum er lokað ef meira en 30% af ýsunni er undir 50 sentímetrum, að sögn Jakobs Jakobssonar for- stjóra Hafrannsóknastofounar. Jakob sagði að flesta mánuði ársins væri svæðið frá Þorlákshöfn að Vestmannaeyjum lokað út að 3 sjómflum frá landi. Lokanir í fyrra hefðu verið 110 talsins, þar af um fjórðungur vegna smáýsu. Sakadómur Reykjavíkur: 6 ára fangelsi fyrir mann- drápstilraun VÍÐIR Kristjánsson, 25 ára gam- all, hefor f Sakadómi Reykjavíkur verið sakfeUdur fyrir mann- drápstilraun og dæmdur til 6 ára fangelsisvistar fyrir að hafa stungið 41 árs gamlan m»nn með hnffi í kviðarhol. Atburðurinn átti sér stað hinn 13. nóvember síðast- liðinn á heinrili hins særða, sem hlaut lffshættuleg áverka og þurfti að gangast undir bráða skurðaðgerð. 99 daga gæsluvarðhald, sem Víðir var látinn sæta í þágu rannsóknar málsins, kemur til frádráttar refsing- unni. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað. Þar sem refsing sú sem Sverrir Einarsson sakadómari ákvað er þyngri en fimm ára fangelsi kemur málið sjálfkrafa til kasta Hæstaréttar. Vanskil Olís 170 milljónir VIÐ munnlegan málflutning um innsetningarbeiðni Landsbank- ans í útistandandi viðskiptakröf- ur Olís kom fram að vanskil Olís við bankann eru mun meiri en áður var talið eða 170 miUjónir króna. Þetta kom fram í greinar- gerð Iögmanns bankans Reinhold Kristjánssonar. Lögmaður Olís, Óskar Magnús- son, gerir þá kröfu að innsetningar- beiðnin nái ekki fram að ganga. Hann telur yfirlýsingu þá sem Landsbankinn byggir mál sitt á bijóta í bága við veðlög og lög um hlutafélög. Auk þess telur hann að gögn sem Landsbankinn hefur lagt fram í máli þessu bijéti í bága við lög um bankaleynd. Yfirlýsing sú sem hér um ræðir var undirrituð af fjórum af sjö stjómarmönnum Olís síðla árs 1985. í henni segir að Landsbank- inn geti hvenær sem er fengið í hendur verðbréf og reikninga Olís óski hann þess. Sjá nánar á bls. 29. Morgunblaðið/B.B. Ahafiiir vélanna þriggja að loknu fluginu. En á innfeUdu myndinni eru Herkúlesvélin og þyrl- urnar tvær að koma tíl Kellavíkur úr björgunar- leiðangrinum. Björgunarleiðangur vamarliðsþyrla í gær: Ein mesta aðgerð vam- arliðsmanna til þessa Þyrlumar flugu 550 sjómílur á haf ót í vonskuveðri Keflavfk. TVÆR þyrlur og ein Hercules-flugvél frá varnarliðinu fóru f björgunarleiðangur f gærmorgun í átt að flutningaskipinu SecU Angola sem sökk undan írlandsströndum. Átti að freista þess að bjarga áhöfo skipsins f þyrlurnar. TU þess kom þó ekki, þar sem bresk þyrla hafði komið á staðinn og áhöfo hennar enga menn fúndið á Iffi. Sautján manns fórust með skipinu. Vamarliðsþyrlun- um var snúið aftur til Keflavíkurflugvallar og lentu þær þar klukk- an 14.15 i gær, eftir átta tfma samfeUt flug. Það var klukkan 2.45 í fyrri- einu vélamar sem áttu möguleika nótt að haft var samband við vam- arliðið og sagt frá erfiðleikum skips suðaustur í hafi, að sögn Friðþórs Eydal fréttafulitrúa vamarliðsins. Áhafnir flugvél- anna voru kallaðar út klukkan 4.00 og var lagt af stað klukkan 6.15 í gærmorgun. Tvær þyrlur voru sendar af stað. Þær eru af gerðinni Sikorsky HH3E, öðru nafni „Jolly Green Giant" og eru á að ná til skipsins og bjarga allri áhöfninni, þar sem þær geta tekið eldsneyti á flugi. Með í för var Hercules-vél með eldsneytisbirgð- ir. V amarliðsvélamar lentu í vonskuveðri á leiðinni, stormi og ísingu. Þurftu þær að fljúga allt niður í 30 metra hæð vegna slæms skyggnis og taka á sig langan krók framhjá versta veðrinu. Ölduhæð var 8-9 metrar. Klukkan 11.05 barst tilkynning um að leit væri hætt. Vamarliðs- vélamar héldu þó áfram en sneru við klukkan 11.20, enda var þá orðið ljóst að þær gátu ekkert að gert. Þá höfðu þær flogið 550 sjómflur á haf út, eða sem sam- svarar um 1.100 kflómetrum. Þyrlumar þurftu tvisvar að taka eldsneyti á leiðinni og gekk það illa vegna ókyrrðar í lofti. 25 manns tóku þátt í þessari aðgerð og er hún ein sú umfangsmesta sinnar tegundar sem vamarliðið hefur átt þátt í, að sögn Friðþórs Eydal. - B.B. Sjá bls. 20 „Erum í mikilli hættu, þyrlur flýtið ykkur“ Neskaupstaður: Ólafiir K. ÓlaJfe- son skipaður bæjarfógeti ÓLAFUR K. Ólafsson hefúr verið skipaður bæjarfógeti á Neskaup- stað frá 1. mars að telja. Hann hefúr verið settur í embættið undanfarið ár. Ólafur er tæplega 33 ára, fæddur 22. maí 1956. Hann lauk stúdents- prófí frá Menntaskólanum í Reylqavík vorið 1976 og prófi frá lagadeild Háskóla íslands 1983. Hann er kvæntur Láru Gunnars- dóttur og eiga þau þijú böm. Fjarkamótið: Balasjov vann Hannes Hlííkr SOVÉSKI stórmeistarinn Bala- sjov vann Hannes Hlífar Stefáns- son í 8. umferð Fjarkamótsins f skák á Hótel Loftleiðum og er einn í efsta sæti á mótinu með 6 vinninga, heilum vinningi fyrir ofan næstu menn. Úrslit í öðrum skákum urðu þau að Jón L. Amason vann Sævar Bjamason, Margeir Pétursson vann Björgvin Jónsson og Hodgson vann Sigurð Daða Sigfússon. Jafntefli gerðu Watson og Helgi Ólafsson og Tisdall og Eingom, en Karl Þor- steins og Þröstur Þórhallsson höfðu ekki lokið skák sinni. Tálknafjörður: 14.000 bensín- lítrar í jörðina Tálknafirði. FJÓRTÁN þúsund lftrar af bensini, sem dælt var úr olíuskip- inu Stapafelli, runnu niður í jörð- ina við birgðastöð ESSO á Tálkna- firði aðforanótt nriðvikudagsins. Ástæðan fyrir óhappinu var sú að opið var á milli tanka í skipinu án þess að menn gerðu sér grein fyrir þvf en ætlunin var að dæla öllu bensíni úr einum af tönkunum yflr í birgðastöðina. Bensínið spfttist 20 til 30 metra upp í loftið úr yfirfalls- röri f birgðastöðinni vegna mikils þrýstings frá skipinu. JOÐBÉ Búist við auknu atvinnuleysi á næstunni: Áformað að draga úr veitiiigii atvinnuleyfa til útlendinga JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, lagði á ríkisstjómar- fúndi á fimmtudag fram greinargerð um stöðuna í atvinnumálum. Jóhanna segir að búast megi við aukningu atvinnuleysis á næstunni og að erfitt gæti reynst fyrir námsmenn að finna sumarvinnu. Meðal aðgerða sem hún leggur til er aukin tölvuvæðing vinnumiðlunar sveitar- félaga og að dregið verði úr veitingu atvinnuleyfo til útlendinga. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að hún hefði talið rétt að leggja fram þessa greinargerð þar sem orðið hefðu veruleg umskipti f atvinnumál- um upp á síðkastið. Hefði vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins Jón Baldvin Hannibalsson um Arnarflugsmálið: Meirihlutí ríkisstjórnar ósáttur JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og formaður AI- þýðuflokksins segir að meiri- hluti ríkisstjórnarinnar sé ósátt- ur við þá niðurstöðu sem sé fyr- irsjáanleg f málefoum Araar- flugs. Hins vegar sé ljóst að rfkið muni þurfo að leggja fram nyög mikla fjármuni ef tryggja ætti rekstrargrundvöll Arnarflugs. Viðræður fara nú fram af hálfu ríkisins við Flugleiðir og Amarflug um það hvort, og með hvaða hætti, félagið yfirtaki rekstur Amarflugs. Jón Baldvin Hannibalsson sagði við Morgunblaðið að þetta mál væri að vísu ekki útkljáð, en því væri ekki að neita að allt stefndi f niður- stöðu sem meirihluti ríkisstjómar- innar er ekki sáttur við. „Þetta er vond niðurstaða ef hún verður slík sem er boðuð. Hitt er annað mál, að allar tölur sem nefndar hafa verið um skammtíma- skuldir, langtímaskuldir og rekstr- arafkomu Amarflugs frá því við- ræður byijuðu í haust hafa reynst brigðular og endanlega miklu hærri en upphaflega var gefið í skyn sagði Jón Baldvin Hannibalsson. borist tilkynningar um 2.500 upp- sagnir frá fyrirtækjum á síðustu þremur mánuðum 1988. Taldi hún að búast mætti við frekari aukningu atvinnuleysis því samkvæmt könnun sem tjóðhagsstofnun hefði gert fyrir ráðuneytið á stöðunni í 75% atvinnu- greina teldu atvinnurekendur sig þurfa að losa um 400 störf á næst- unni. Félagsmálaráðherra sagðist einnig hafa áhyggjur af þeim 12-15.000 námsmönnum sem myndu senn helja leit að sumarvinnu. Undanfarin ár hefðu flestir þeirra fengið vinnu yfir sumartímann en nú ríkti mikil óvissa. Langtímaatvinnuleysi hefði einnig gert vart við sig á sumum stöðum. Væru dæmi um að fólk hefði verið atvinnuiaust lengur en eitt bótatíma- bil, þ.e. sex mánuði, en eftir það væri engin önnur úrlausn en að leita framfærslu. Vinna í ákveðinn tíma væri forsenda endumýjunar bóta- réttinda. Þetta sagðist Jóhanna vilja endurskoða. Einnig'vildi hún virkja vinnumiðl- Qnipnof cnm uípni i öllum sveitarfé- lögum með fleiri en 500 íbúa. Hef verið unnið að því að koma upp tölvi væðingu hjá vinnumiðlununum < það byði upp á stóraukna möguleil til vinnumiðlunar milli byggðalag Nú starfaði hver vinnumiðlun fyi sig nánast einangruð í sínu byggða lagi. Þá myndi félagsmálaráðuneyt beita sér fyrir því að vinnumálaskri stofan í samvinnu við Byggðastof un, atvinnumálanefodir sveitarfélaj anna og vinnumiðlanimar fync lausn á málum þeirra sveitarfélaf þar sem langtímaatvinnuleysis hef orðið vart. í greinargerð sinni til ríkisstjór arinnar kemur félagsmálaráðhen einnig inn á ríkisábyrgð á launu en á síðastliðnu ári bárust 8< greiðslubeiðnir vegna 84 gjaldþrot Hafði verið ráðgert að greiða 5 m.kr. á síðasta ári vegna gjaldþro en niðurstaðan varð tæpar 87 m.h Jóhanna sagðist vilja skoða hvo hlutafélagalöggjöfin byði upp á mi notkun hvað þetta varðaði og hvo astæða væri til að setja hámark þau laun sem ríkisábyrgð næði til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.