Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Varnir Finnlands og varðstaða Norðurlanda Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR nokkrum árum g-erðist það í London að æðsti maður finnska hersins var spurður að því, hve margar sovéskar herdeild- ir væru í Finnlandi. Spurningin lýsir ískyggilegri vanþekkingu á málefinum Finnlands. Enn ógnvænlegra er þó, að sá sem spurði var sjálfur hermálaráðherra Breta. Svarið var að engir sovéskir hermenn væru í Finnlandi. 1 Vestur-Evrópu er þekking á Finnlandi allt of lítil og engin að því er varðar öryggis- og vamar- mál landsins. Þetta kemur, meðal annars, fram I bókinni Cold Will, The Defence of Finland (Einbeittur vilji, vamir Finnlands) eftir Tomas Ries, en hann starfar nú við Rann- sóknastofnun norska hersins. í bók sinni fer hann ofan f saumana á sögu landvama í Finnlandi í heims- stjnjöldinni sfðari og lýsir jafnframt stöðu mála nú. „Fjölmargir háttsettir stjóm- málamenn og herforingjar á Vest- urlöndum halda, að Finnar hafi alls engar landvamir, sagði Ries í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í Helsinki. Lýsing Ries á stöðu mála nú er f andstöðu við þessa almennu trú. Hann telur að finnski landherinn muni halda áfram að eflast þar til hann verði orðinn sá sterkasti á öllum Norður- löndum. Hann hefur einnig skoðun á þvf, hvers vegna margir í ríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) geri sér svo ranga mynd af Finn- landi. Að sögn Ries hafa Finnar lagt alla áherslu á utanrfkisstefnu sína þegar þeir gera grein fyrir öiyggis- málum ríkisins, þeir hafa lítt eða ekki haldið vamarmálum á loft. Eftir heimsstyijöldina sfðari hafa þeir sem móta utanríkisstefnu landsins, þ.e. forseti og utanrfkis- ráðherra, ásamt öðmm háttsettum stjómmálamönnum. farið heldur fáum orðum um vamarmál Finn- lands. Vamimar hafa verið til stað- ar án þess að fjasað hafi verið um þær. A Vesturlöndum hefur því orðið til sú skoðun, að Finnar eigi sjálfstæði sitt aðeins góðmennsku Sovétmanna að þakka. Engum dettur í hug að Finnar muni sjálfir geta varið hendur slnar. Allan þennan tfma hafa þeir þó haft eig- in landvamir og frá því um 1970 hefur stöðugt verið unnið að því að endurbæta þær og styrkja. Að vissu leyti geta Finnar kennt sjálf- um sér um þennan misskilning á stöðu landsins og um ásakanir um „Finlandiseringu". Ries gerir á sláandi hátt grein fyrir afleiðingum þessa misskiln- ings. Hann segir. „Á meðan sú skoðun er rfkjandi innan NATO að Finnar séu ófærir um að veija sig kann það að gerast, komi til átaka, að NATO ráðist inn í Finnland. Af þessum sökum eru réttar upp- lýsingar sérlega mikilvægar.“ Ries segir, að hvorki Finnland né nokkurt annað Norðurlandanna megi draga úr vopnabúnaði sínum. Hann telur tvær höfuðástæður fyr- ir nauðsyn sterkra vama f Finn- landi; annars vegar hlutleysi lands- ins og hins vegar samning Finna og Sovétmanna um vináttu, sam- vinnu og gagnkvæma aðstoð land- anna. Samkvæmt samningi þessum heita Finnar því að land þeirra verði aldrei nýtt til árása á Sovétríkin. Ries hefur sennilega rétt fyrir sér þegar hann segir mikilvægt að Finnland geti upp- fyllt þessar skyldur sfnar án þeirrar aðstoðar Sovétmanna sem -kveðið er á um í samningum. Einnig er þar tekið fram að komi til átaka milli risaveldanna eigi Finnland rétt til hlutleysis. Ries telur, að Finnar þurfí áfram á sterkum vömum að halda til að tiyggja hlutleysi sitt. Hann segir að hin Norðurlöndin verði að var- ast samdrátt í vopnabúnaði, þar sem áhugi stórveldanna á svæðinu fari vaxandi. Áhugi Bandaríkja- manna á nyrstu hlutum Norður- landa aukist í réttu hlutfalli við uppbyggingu herstöðva Sovét- manna á Kóla-skaga. Þrátt fyrir slökunar og afvopn- unarstefnu Evrópumanna nú á síðustu árum, er Ries allt annað en bjartsýnn á framhaldið. Hann hefur enga trú á skjótum jákvæð- um áhrifum þróunarinnar f Mið- Evrópu. Með aukinni samstöðu Evrópuríkja kunni skil milli Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjanna að skerpast. Þá geti dregið úr áhuga Bandaríkjanna á því að veija Vest- ur-Evrópu með kjamorkuvopnum. Hann vekur ennfremur athygli á því að ómögulegt sé að segja fyrir um þróun mála í Austur-Evrópu. Ries telur tvo þætti hafa valdið mestu um að það hve jengi friður hefur haldist í Evrópu: í fyrsta lagi tilvist hemaðarblokkanna tveggja (NATO og Varsjárbandalagsins) og í öðru lagi fælingarmátt Iq'am- orkuvopna. Hann telur, að nú sé að draga úr áhrifum beggja þess- ara þátta. Nýjasta eldhúsið á markaðnum heitir Sönderborg! Eldhúshomið hf. opnar í dag verslun með Sönderborg eidhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápa. Auk þess verður boðið upp á parket fra ýmsum þekktum framleiðendum. Sönderborg eldhúsið er nú loksins komið til íslands. Þetta eldhús er ekki fjöldaframlcitt, heldur er sérhver innrétting sérsmíðuð úr stöðluðum einingum eftir þörfúm hvers og eins. Þetta gefúr Sönderborg eldhúsinu það yfirbragð sem allir sækjast eftir. í Sönderborg eldhúsinu er hugsað fyrir öllum nútíma þægindum, sem gera hverja stund í eldhúsinu ánægjulega. Hjá Sönderborg er stöðugt verið að þróa nýjungar, sem auka enn á ánægjuna. Með Sönderborg eldhúsinu eignast þú góða innréttingu, sem þjónar þörfum heimilisins betur en hefðbundið eldhús. Sönderborg eldhúsið, — gerir meira. Verið velkomin á sýninguna um hclgina. Opið laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 13-17. Bldhúshorniö hf. S0NDERBORG1 K0KKENET Reuter Samkomulagi mótmælt Ung fómarlömb stórslyssins i Bhopal á Indlandi mótmæla sam- komulagi indversku sfjómarinnar og Union Carbide fyrir utan þinghúsið í Nýju Delhí. í samkomulaginu felst að Union Carbide greiðir 470 miljjónir Bandaríkjadollara, jafinvirði 24,1 miljjarði ísl. króna, f skaðabætur vegna hörmunganna sem gasleki úr verk- smiðju fyrirtœkisins olli. í fyrradag greindi iðnaðarráðherra Ind- lands, Vengela Rao, firá því að fómarlömb slyssins myndu £á mánaðarlegar greiðslur af Qárhæðinni til æviloka. 3.400 manns létust í slysinu sem varð í desembermánuði 1984 og mörg hundr- uð þúsund manns kveðast hafa orðið fyrir heilsufjóni. Áhrif áfengis: Jaftivel hófdrykkja getur skaðað fóstur New York Times. KANNANIR vísindamanna hafa áður gefið til kynna að fóstur vanfærra kvenna geti orðið fyrir varanlegum skaða á andlegu atgervi ef verðandi móðir drekkur mikið á meðgöngutímanum. Nýleg könnun sérfræðinga í Seattle i Bandaríkjunum bendir til þess að hófdrykkja geti einnig skaðað fóstrið. Fýlgst var með tæplega 500 öðrum mánuði meðgöngutímans konum og þroska bama þeirra. í ljós kom að afkvæmi kvenna sem drukku hóflega að eigin áliti, þ.e. sem svarar til frá einu upp í þrjú hanastél, þijú glös af léttvíni eða þijá bjóra á dag, urðu fyrir mælan- legum skaða. Jafnvel þótt konan hætti alveg að drekka á fyrsta eða voru áhrifín á bamið mælanleg. Sérfræðingamir tóku tillit til ólíkra aðstæðna, s.s. menntunar- stigs og tekna foreldranna. Einnig var komið í veg fyrir að áhrif frá öðmm fíkniefnum, á borð við nikótín og koffín, hefðu áhrif á niðurstöðumar. Fjögurra ára böm Af Bræðraborgarstígnum í Brautarholt 24 Nvtt símanúmer 627044 f ---MERKING HF„ UMFERÐARMERKI,— -----SKILTI OG AUGLÝSINGAR--- Einkaumboð fyrir dönsku Sönderborg innréttingarnar á íslandi. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 84090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.