Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 30
30 C_________ ______MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 Sr. Jón Skagan Fæddur 3. ágúst 1897 Dáinn 4. mars 1989 Mig langar til að minnast vinar míns sr. Jóns Skagan með nokkrum orðum. Það er vart hægt að segja við andlát 92 ára öldungs komi á óvart en mér varð þó mikið um er ég frétti lát hans. Hann þurfti að gang- ast undir uppskurð og ég heimsótti hann á sjúkrahúsið daginn áður en andlát hans bar að. Hann spurði mig þá hvort ég gæti náð í hann næstu daga, ef til þess kæmi og farið með hann heim í Skjól. Hann vildi komast sem fyrst til Jennýar konu sinnar. Ég leyfði mér að kalla Jón vin minn, þó kynni okkar hafí ekki hafíst fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Þá fluttist hann að Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hin ágæta kona hans, frú Jenný Skag- an, hafði þá dvalið um nokkurt skeið í Hafnarbúðum vegna sjúk- leika. Það var greinilegt að mjög náið og gott samband var milli þeirra hjóna og kom það í minn hlut að aka með hann í heimsóknir til konu sinnar. Þá fór ég einnig iðulega með hann til dóttur sinnar, Maríu Skagan rithöfundar, sem í fjölda ára hefur átt við vanheilsu að stríða og með ólíkindum með hve mikilli reisn sú kona hefúr tek- ið örlögum sínum. Það var einnig greinilegt hve samband þeirra feðg- ina var kærleiksríkt. í þessum ferð- um mínum með Jóni var hann sá sem miðlaði. Hann rifjaði upp eitt og annað frá fyrri tímum og sagði afskaplega skemmtilega frá. Hann var ákaflega vel ritfær og skrifaði nokkrar bækur sem svo sannarlega eiga erindi til okkar kynslóðar. Þar rifjar Jón upp kynni sín af ýmsum samferðarmönnum og segir frá einu og öðru sem á daga hans hefur drifið. Þar má m.a. lesa frásögn af því er hann lagði líf sitt í hættu við björgun konu úr Markarfljóti. Fyrir þá hetjudáð fékk hann verð- laun úr Camegie-sjóðnum. Þegar Jenný, kona Jóns, fluttist fyrir nokkru að Skjóli, var einstaklega ánægjulegt að sjá hve þau hjón glöddust bæði yfir því að fá að vera saman. í hjónabandi voru þau í 65 ár og sú virðing og ástúð sem þau ávallt sýndu hvort öðru geta mörgum orðið til eftirbreytni. Þessi fátæklegu orð mín eru eng- an veginn úttekt á hinu merka ævistarfí sr. Jóns Skagans heldur fyrst og fremst til þess að færa honum þakkir fyrir hina ljúfmann- legu framkomu og þær skemmti- legu stundir sem við áttum saman. Ég votta Jennýu, eiginkonu hans, Maríu dóttur hans og þeim hjónum Sigríði fósturdóttur hans og eigin- manni hennar, Ken Lister, sem hann talaði ávallt um af mikilli hlýju, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíli hann í Guðs friði. Árni Mér fínnst líkt og bjartur geisli hafí verið numinn brott af Háloga- landshæðinni okkar. Það varð mér skyndilega ljóst í dag, þegar ung kona stöðvaði bílinn sinn við hlið mér á götunni hér í Sólheimum og sagði mér að sr. Jón Skagan hefði verið skyndilega kall- aður á braut til æðri heima. Hún óskaði þess um leið, að ég skrifaði um hann örfá kveðjuorð. Þessu gat ég ekki neitað. En verð þó að játa, að það yrði mér ekki auðvelt, þar eð ég hefði einmitt sent honum línur á níræðisafmæli hans í hitteðfyrrasumar. Og þar hafði ég haft nafn hans „Jón“ að sérstöku efni, sem algeng- ast mannsnafn á íslandi. Komið hingað fyrir mörgum öldum úr Austurlöndum og þýddi þráðinn milli jarðar og sólar, sólargeisla vorsins, uppsprettu lífs á jörð. Ég veit mig ekki mega eða þurfa að fjölyrða um þetta hér og nú, þótt ef til vill sé merking þessi gleymd jafnvel hér í Sólheimunum okkar. Sr. Jón var sérstæður íslenzkur höfðingi og drengur á allan hátt, sem varðveitti æsku sína og per- sónuleika, lífsþrótt og manngöfgi mikla á hljóðlátan hátt til hinztu stundar. Eitt hið ógleymanlegasta í lífsháttum hans hin síðustu æviár var, hve hann varðveitti heilsu sína og krafta með gönguferðum hér um hæðina hvern einasta dag, létt- stígur og bókstaflega hermannleg- ur í fasi, beinn í baki og einarður í fasi jafnvel iangt að litið. Þessi ár var hann alltaf einsetu- maður á hæðinni sinni í háhýsinu 23 hér við Sólheima og hafði þar enga húshjálp. Auk þessara ferða sinna hér um nágrennið heimsótti hann einnig daglega eiginkonu sína, Jennýju Gunnarsdóttur, sem var sjúklingur í Hafnarbúðum og sömuleiðis dóttur sína, Maríu Skagan, skáld, sem verið hefur sjúk um áratugi og dvel- ur í Hátúni. Ekki naut hann bif- reiða við þessar sjúkravitjanir ann- arra en strætisvagna. Auðvitað njóta þær þeirra heilla að varðveita guðskraft, traust og eilífðarvonir í vitund sinni. En sannur sólgeisli himins og kærleika var hann þeim hvetja stund. Af slíkum bömum Guðs, sem hann var og raunar þær líka, er margt að læra. Svo er rétt að rifja upp aðalþætti 1 lífssögu þessa íslenzka prests og sonar aldamót- anna síðustu. En þar þyrfti ég að vita þúsund sinnum meira, ef vel ætti að vera, en þetta átti að vera örstutt kveðja. Sr. Jón Skagan fæddist 3. ágúst 1897 á Þangskála í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Vil- hjálmur A. bóndi á Þangskála og kona hans María J. Sveinsdóttir frá Hrauni á Skaga. Þar ólst hann upp og á einn bróður á lífí, sem heitir Jónatan. Sr. Jón sýndi strax mikinn áhuga fyrir menntun og varð stúdent hér í Reykjavík rúmlega tvítugur að aldri, 26. júní 1919, en kandidat í guðfræði við Háskóla íslands 18. júní 1924 með góðri fyrstu ein- kunn. Stundaði fyrst unglinga- kennslu í Skagafírði, en vígðist sóknarprestur í Landeyjaþingum í Rangárvallasýslu 1925 og bjó á hinu fræga höfðingjasetri Berg- þórshvoli til 1945. Fékk raunar veitingu fyrir Viðvík 1937, en var kyrr á Bergþórshvoli vegna al- mennra áskorana safnaðar síns til 1. júní 1945, en hafði þá unnið á skrifstofu ríkisféhirðis í Reykjavík frá hausti 1944. Gerðist síðan ævi- skrárritari við Þjóðskjalasafnið í 10 ár til 1967. Fleira mætti telja sem þætti í ævistarfi sr. Jóns, en ég læt nægja að nefna það, að hann var í stjórn Sögufélags Rangæinga 1943 og í stjóm Félags fyrrverandi presta og formaður þar frá 1969 um nokkur ár. Hann ritaði einnig nokkrar bæk- ur og greinar í mörg tímarit. Mín fyrstu kynni af þessum ágæta vini og starfsbróður vom frásagnir af hinu mikla höfðingja- setri og gestrisna menningarheimili þeirra hjóna sr. Skagans og frú Jennýjar Gunnarsdóttur á Berg- þórshvoli, og hinum gáfuðu og glæsilegu dætmm þeirra, Maríu og Ástríði. En Ástríður er löngu liðin en María lengi veik — já, um ára- tugi afli svipt. Það má því auðveld- lega fínna að sorgir og vonbrigði, þrautir og raunir vom lengi á braut- um hans og þeirra allra. En allt slíkt bar hann með hljóð- látri hetjudáð og heilindum sannrar manngöfgi, sem lét aldrei bugast við böl og vonbrigði. Hann var sannur maður, hvað sem fyrir kom, fijáls og traustur. Trú hans og lífsskoðun öll var byggð á bjargi sannleikans og kær- leikans ofar öllum kreddum og bók- stafsíjötrum. Hann er að árafjölda og ævidögurn fremstur í flokki íslenzkra presta og samt ungur til hinzta dags, sannur vökumaður íslenzkrar menningar og aldamóta- kynslóðarinnar, frelsis og gróandi þjóðlífs. Það er svo eitt táknið um yfírlæt- isleysi þessa aldursforseta presta- stéttarinnar, að árið 1928 var hann sæmdur verðlaunum úr afreka- og hetjusjóði Andrews Camegies, þótt aldrei heyrði ég hann á það minn- ast. Sannarlega ættu þeir, sem þekktu hann í æsku, að minnast þess nú við hinztu kveðjur til hans. Þessi sólgeisli sem mér birtist morg- un hvem hinn síðasta áratug 90 ára langrar ævibrautar gæti ekki gleymzt. Að síðustu bið ég svo mæðgunum Jennýju, Maríu og Sigríði Lister, allrar huggunar og blessunar bjartra eilífðarvona, sömuleiðis bróður hans og vinum öllum Qær og nær og helga honum að hinztu orðum mínum ljóðbrot eftir Matt- hías Jochumsson, sem er á þessa leið: Þú vannst með dyggð og vilja hreinum þitt verk um langan ævidag. Þú tókst með þreki mæðumeinum, en mattist ei um annars hag. Þú gekkst sem hetja í hverri þraut í Herrans nafni þina braut. (MJ.) En nú bergmálar í vitund minni ofurlítið ljóðbrot, sem María Skag- an dóttir hans helgar ljóðum sínum og ævibraut þeirra allra í fjölskyldu prestsins á Bergþórshvoli: Fijáls án fóta líkt og Ijósfráar stjömur feta þau [Ijóðin mín] vandratað einstigi milli ógnandi skýja og knýja hljóðlega dyra. Hlustaðu - horfðu eina stund. Alkyrra aftanstund. (Maria Skagan) Megi ljóð dótturinnar fylgja geislanum af Hálogalandshæð til eilífðarstjarna. Árelíus Níelsson Það var mikils virði, hve góðum frækornum séra Jón Skagan sáði í hjörtu allra þeirra sem hann um- gekkst. Ég tel það mikið lán fyrir mig, að ég komst í kynni við þennan fágæta mann. Við kynntumst fyrst hjá góðvini mínum, Hafsteini Bjömssyni, fyrir meira en aldar- fjórðungi. Séra Jón var spíritisti, enda lærisveinn séra Haraldar Ni- elssonar prófessors. Sagði hann mér að nemendur prófessors Haraldar hafi hlustað hugfangnir í kennslu- stundum á prófessorinn útskýra sannindi hinnar helgu bókar. Séra Jón Skagan minntist með djúpsettri ástúð og hjartans yl og kærleika séra Haraldar. Séra Jón hafði ljósa hugmynd um fyrsta áfangann hinu megin landamæranna, vissi um fyrstu spor mannssálarinnar um nýja heiminn. Er það ekki stórkostleg ráðstöfun að láta mannssálina vakna í um- hverfí ekki alveg óskyldu hinu jarðneska. Liggur þar ekki mikil speki og miskunnsemi Guðs. Ósýni- legir hjálpendur gera allt til þess, að umskiptin valdi mannssálinni sem minnstum viðbrögðum. Séra Jón Skagan vissi hvílíkri miskunn við eigum að mæta þegar okkur liggur mest á. Fæstir munu gera sér ljóst, þegar þeir kveðja jarðneska heiminn, að þeir séu í alvöru að kveðja hann. Margsinnis hef ég verið kallaður að dánarbeði. Líknsamar verur sem hinn deyjandi sér eru við sængina og sú mikla líkn er hinum deyjandi lögð, að viðkomandi hefír ekki með- vitund um síðustu þrautir líkamans jarðneska. Eftir svefninn vaknar hinn framliðni — ekki við annarlegt umhverfi, sem mundi valda við- brigðum og ef til vill ótta — heldur í hálfrökkvuðu herbergi og mjúku rúmi. Hvítklædd vera lýtur að vinin- um, yfir svipnum er göfgi og yfir framkomu hennar yndisþokki. Hún spyr um líðan hins framliðna og hún er ein, því enn er ef til vill of snemmt að látnir ástvinir komi. Undarlegt ljós, milt og þýtt smá- fyllir herbergið. Hvítklædda veran dregur hljóðlega frá glugganum og þá fær vinurinn framliðni fyrstu hugmyndina — og ófullkomna þó, um yndislegt land, sem hinn fram- liðni er kominn til. Þetta er Paradís- arsviðið, þrungið leyndardómum, sem vinurinn framliðni fær að læra að þekkja, með hjálp kærleiksríkra vina, þegar viðkomandi er búinn að læra að nota hinn nýja, rétta líkama, sem hinn framliðni lifir nú í. Handleiðsla hinna ósýnilegu hjálpenda á okkur og hinum fram- liðnu er Guðs verk, því allir eru þeir í þjónustu hans. Séra Jón Skagan var ákveðinn maður, gat ekki þolað hálfleikann í nokkurri mynd. Sú stefna, að láta reka á reiða, var honum viðbjóður. Þokukennd hugtök, óákveðin hugs- un um nokkurt mál, var í hans augum óhafandi. Séra Jón Skagan var mjög víðsýnn maður og fijálslyndur. Hjartagæska og ljúfmennska séra Jóns Skagan var einstök. Innilegustu samúðarkveðjur til frú Jennýjar og systranna Maríu Skagan og Sigríðar Lister. Helgi Vigfusson Á morgun, mánudag, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík síra Jón Skagan fyrrum sóknarprestur í Landeyjaþingum. Síra Jón var fæddur á Hrauni á Skaga sonur hjónanna Maríu Sveinsdóttur og Vilhjálms Jóns • Sveinssonar búenda á Hrauni og síðar á Þangskála. Þau hjón eignuð- ust 10 böm, en 2 þeirra létust í bemsku. Síra Jón var elstur af systkinahópnum. Fljótt kom í ljós að Jón var góðum gáfum gæddur, en á þessum ámm var mikil fátækt í landi vom og því litlir möguleikar til þess að koma bömum til lang- skólanáms. Farskólar í sveitum landsins urðu í flestum tilfellum að nægja til uppfræðslu ungmenna. Ekki munu efni hafa verið mikil í búi foreldra Jóns, enda marga munna að fæða, en skilningur og vilji hefur verið fyrir hendi hjá þeim að koma þessum efnilega dreng til frekara náms og varð það úr, að hann fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri og eftir það varð Jón ekki stöðvaður á námsbrautinni. Þegar hann hafði lokið námi við Gagn- fræðaskólann á Akureyri lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík, og þaðan í guðfræðideild Háskóla ís- lands. Síra Jón útskrifaðist úr guð- fræðideild Háskóla íslands vorið 1924, með fyrstu einkunn. Þetta ár var Jóni mikið hamingjuár því þann 24. júní kvæntist hann heit- konu sinni Sigríði Jenný Gunnars- dóttur frá Selnesi á Skaga, glæsi- legri mannkostakonu er átti eftir að verða hans styrka stoð á þeirra langa lífsferli og er hún enn á lífí og heldur sinni andlegu reisn þrátt fyrir háan aldur. Árið 1924 var síra Jón settur prestur í Landeyjaþingum og var þar þjónandi prestur í 20 ár og bjó á Bergþórshvoli. Fyrstu árin sem síra Jon var prestur í Landeyjum þjónaði hann oft í forföllum, bæði Fljótshlíðar- og Eyjafjalla-presta- köllum. Á þessum árum voru stór- ámar Markarfljót og Þverá óbrúað- ar og Landeyjar svo að segja veg- lausar og illar yfirferðar ókunnug- um. Það hefur því ekki verið vanda- laust manni sem ekki var vanur vötnum að ferðast um þessar sveit- ir, en síra Jóni tókst það vel, hann eignaðist trausta hesta, sem skiluðu honum yfír jökulfljótin. Þar hefur ríkt gagnkvæmt traust manns og hests og hvorugan skorti kjark né vit til þess að takast á við vandann og leysa hann farsællega. Það var eitt sinn er Jón var að fara yfír Markarfljót ásamt fleira fólki að kona féll af hestbaki í ólgandi jökul- fljótið. Síra Jón var fljótur að bregð- ast við og með snarræði sínu og harðfylgi tókst honum að bjarga konunni frá drukknun. Fyrir þetta björgunarafrek hlaut Jón verðlaun úr Carnegi-sjóði. Síra Jón Skagan var vel metinn sóknarprestur í Landeyjum. Hann var ágætur ræðumaður og leysti öll prestsverk vel af hendi. Hann hefur líkast mátt teljast fremur fijálslyndur í trúarskoðunum, og ég held að það hafi fallið flestum Landeyingum vel í geð. Síra Jón var lærisveinn prófess- ors Haraldar Níelssonar úr guð- fræðideild Háskóla íslands og hefur eflaust mótast nokkuð af hans trú- arskoðunum, enda dáði hann Har- ald Níelsson alla tíð. Þau Jenný og Jón eignuðust tvær dætur, Maríu rithöfund, sem um fjölda ára hefur átt við veikindi að stríða og dvelur nú í Hátúni 10 í Reykjavík og Ástríði, er lést langt um aldur fram, 36 ára gömul, í London, en þar starfaði hún við fótaaðgerðir. Fráfall þessarar efni- legu stúlku varð þeim hjónum þung- ur harmur. Síðar tóku þau vinkonu Ástríðar, Sigríði Lister hjúkrunar- konu sér fyrir kjördóttur og hefur hún reynst þeim í alla staði mjög vel og verið þeim mikil stoð í ellinni. Síra Jón lét af prestskap árið 1944 og fluttist fjölskyldan þá til Reykjavíkur og gerðist Jón þá starfsmaður hjá ríkisféhirði. Síðar gerðist hann æviskrárritari, sá fyrsti er gegndi því embætti. Ekki nægðu þessi störf til þess að full- nægja hinni miklu starfslöngun síra Jóns. Hann gerðist rithöfundur á efri árum og eftir hann hafa verið gefnar út 5 bækur, auk þess ritaði hann fjölda greina í blöð og tíma- rit. Einnig flutti hann nokkur erindi í ríkisútvarpið. Það hefur verið stiklað á stóru og fátt eitt sagt frá æviferli síra Jóns Skagans, enda yrði það of langt mál í einni minn- ingargrein að rekja æviferil at- hafnamanns, er hefur lifað svo langa ævi. Ég sem þessar línur rita ólst upp í Landeyjum á þeim árum er síra Jón var þar þjónandi prestur og man vel fyrstu kynni mín af honum. Mér var sagt að nú væri presturinn að koma að húsvitja og nú léti hann mig lesa og einnig myndi hann kanna kunnáttu mína í kristnum fræðum. Ég kveið mjög fyrir komu prests, því ég vissi mig fávísan og fremur stirðlæsan. Þegar svo prest- ur settist hjá mér og bað mig að lesa fyrir sig, hvarf fljótlega allur ótti, því frá síra Jóni streymdi hlýja og elskulegheit, sem róuðu lítinn dreng og allt fór vel, enda ekki gerðar miklar kröfur til litla snáð- ans. Þessi fyrstu kynni voru mjög góð og þannig hafa öll mín kynni verið af síra Jóni Skagan og fjölskyldu hans. Jón Skagan mun hafa verið tengdur sterkum átthagaböndum við Skagafjörð, en hann var líka góður Rangængur, enda var hann í stjórn Rangæingafélagsins í Reykjavík í nokkur ár. Síðari ár ævi sinnar stundaði Jón mikið gönguferðir um borgina, sér til hressingar. Þá voru ferðir hans margar á sjúkrahús, einkum þó til dóttur sinnar og eiginkonu, en þær hafa báðar dvalið á sjúkrahúsum hin síðari ár. Dóttirin svo lömuð að hún getur ekki haldið á bók. Hjá henni var Jón langdvölum og las fyrir hana og gerði allt, sem hann gat til þess að gera henni lífið létt- ara. Hér er kvaddur mætur maður, með virðingu og þökk fyrir farsælt ævistarf og hlýjar hugsanir munu fylgja honum frá fyrrverandi sókn- arbömum og öðrum samferðar- mönnum. Eftirlifandi eiginkonu hans og dætrum sendum við Ingibjörg okkar bestu samúðarkveðjur. Ingólfur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.