Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 70. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Óstyrkir stráklingar rændu þotu Frankfurt. Iteuter. FARÞEGAR um borð í ung- versku þotunni, sem rænt var á flugvellinum í Prag og flogið til Frankfurt í Vestur-Þýzka- landi, sögðu að flugræningj- arnir tveir, 15 og 16 ára strákl- ingar, hefðu verið taugavei- klaðir í fyrstu, reykt ákaft vindlinga og teygað svala- drykki, en jafhað sig er á leið. Strákamir þustu vopnaðir inn í fyrirmannabiðstofu á flugvellinum í Prag og hleyptu af nokkrum skot- um er þeir mddu sér leið út í þot- una. í fyrstu kröfðust ræningjamir þess að flugvélin héldi til Banda- ríkjanna en féllust síðan á að hald- ið yrði til Frankfurt þar sem þeir gáfust upp. Vestur-þýzk sjónvarpsstöð sagði að drengimir hefðu beðið um hæli þar í landi en tékkneska fréttastof- an CTK sagði að ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að fá þá fram- selda. OSKAR FAGAÐUR Reuter Allt var til reiðu er Óskarsverðlaunin vom afhent í.Los Angeles í nótt að íslenzkum tíma. Myndin var tekin er síðasta hönd var lögð á undirbúning verðlaunahátíðarinnar; risastórt óskarslíkneski fágað fyrir utan Shrine-samkomuhúsið. Leiðtogar múslima myrtir í Brussel: Morðin talin tengj- ast Söngvum Satans Brussel. Reuter. ABDULLAH A1 Ahdal, æðsti maðuv stærstu mosku Belgíu, og aðstoðarmaður hans, Salim Bahri, voru myrtir í bænahúsinu í Brussel í gær. Talið er að morð- in tengist hófsömum ummælum A1 Ahdals um Söngva Satans, bók enska rithöfimdarins Salmans Rushdie, sem varð Ayatollah Ruhollah Khomeini, erkiklerki í Iran, tilelni til þess að hvetja múslima til þess að ráða Rushdie af dögum. Talsmaður belgísku lögreglunnar sagði í gærkvöldi að bein tengsl virtust vera milli morðhótana, sem A1 Ahdal hefðu borizt, eftir útvarps- viðtal þar sem hann hefði íjallað hófsamlega um bók Rushdie og sagt að hótanir Khomeinis hefðu verið ætlaðar landsmönnum hans í íran og úr takt við ríkjandi skoðana- frélsi í Evrópu. Hafa að minnsta kosti 22 menn beðið bana í mótmælaaðgerðum í Indlandi og Pakistan vegna bókar- innar en talið var að morðin í Bruss- el kynnu að vera hin fyrstu í Evr- ópu, sem tengdust bókinni og hót- unum í garð höfundarins. Sjá „Myrtur vegna Söngva Satans?" á bls. 18. Sovéskir ritstjórar kall- aðir á fund Gorbatsjovs Fréttaflutningur flokksblaða vekur furðu Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, kall- aði í gær ritstjóra blaða og tímarita á sinn fund til að ræða niðurstöð- ur þingkosninganna í Sovétríkjunum á sunnudag. Búist er við því að úrslit í öllum lýðveldum Sovétríkjanna verði birt í næstu viku en fjöldi háttsettra embættismanna náði ekki kjöri í þremur fjölmennustu borg- um Sovétríkjanna. Sovéskir blaðamenn sem fréttarit- ari Reuters-fréttastofunnar ræddi við í Moskvu í gær sögðu tilgang fundarins vafalítið þann að ræða hvemig túlka bæri niðurstöður kosn- inganna en á Vesturlöndum er al- mennt litið svo á að þær hafi verið áfall fyrir kommúnistaflokkinn. Greinilegt var á sovéskum dag- blöðum í gær að ráðamenn höfðu enn ekki ákveðið hvemig skýra bæri frá úrslitunum. Þannig skýrði flokksmálgagnið Pravda ekki frá því að þrír leiðtogar flokksins í Leníngrad hefðu ekki náð kjöri en sú frétt barst til Vesturlanda á mánudag. Hins vegar birti blaðið ítarlegt viðtal við Ivan nokkum Díjakov, sem var í framboði fyrir kommúnistaflokkinn í borginni Astrakhan og hlaut að sögn blaðsins 96 prósent greiddra atkvæða. Vikuritið Moskvu-fréttir, sem þykir umbótasinnað, minntist ekki á afhroð flokksleiðtoga víða í Sov- étríkjunum en skýrði hins vegar frá því að Júrí Solovjov, flokksleiðtogi í Leníngrad og fulltrúi í stjómmála- ráði kommúnistaflokksins, hefði ekki náð kjöri þó svo hann hefði verið einn í framboði til fulltrúa- þingsins nýja. Kvöldblaðið Vétsjerníj Leníngrad sagði í frétt að 130.000 kjósendur hefðu strikað nafn Solov- jovs út á kjörseðlinum en fréttinni fylgdi að hann hefði fengið 110.000 atkvæði. Þar eð Solovjov fékk ekki tilskilinn meirihluta atkvæða verður kosið að nýju í kjördæmi hans en lögum samkvæmt verður hann ekki ekkert málgagna sig um stórsigur í í framboði. í gær hafði stjómvalda tjáð umbótasinnans Boris Jeltsíns Moskvu, en honum var vikið úr stjómmálaráði flokksins árið 1987. Ekki var skýrt frá sigri Jeltsíns í sjónvarpsfréttum og vakti það raun- ar athygli erlendra fréttamanna í Möskvu að í kvöldfréttatíma sjón- varpsins á mánudag vom einungis flórar mínútur lagðar undir kosning- amar en þá þegar var ljóst að úrslit- in yrðu óvænt. Gengi doll- araervið efetu mörk London. Reuter. GENGI Bandaríkjadollara var í gær með því hæsta, sem verið hefúr í sjö mánuði, þrátt fyrir yfirlýsingu ýmissa seðlabanka um að þeir hygð- ust skerast í leikinn. í fyrradag komst dollarinn í 1,89 vestur-þýsk mörk og 133,15 japönsk jen og var búist við því sama í gær þrátt fyrir ’heitstrengingar japanskra seðlabankamanna og annarra um aukna dollarasölu. Vorfund- ur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans hefst í Was- hington á föstudag og er jafnvel búist við, að þá muni fulltrúar iðnríkjanna sjö, Bretlands, Kanada, Frakklands, Ítalíu, Jap- ans, Bandarílqanna og Vestur- Þýskalands, aflétta fyrri höml- um á gengisbreytingum dollar- ans en þær höfðu verið ákveðn- ar á bilinu 1,70 og upp í 1,90 vestur-þýsk mörk. Hækki gengi dollarans meira en orðið er mun það tefja fyrir auknu jafnvægi í milliríkjavið- skiptum en á hinn bóginn óttast menn, að verði reynt að halda því niðri með handafli muni það valda ringulreið á gjaldeyris- mörkuðum og hindra hagvöxt. Háir vextir í Bandaríkjunum, 9,19% á ríkisskuldabréfum, sem eru gjama höfð til viðmiðunar, hafa þrýst dollaragenginu upp og einnig hækkun olíuverðsins en í gær fengust 18,80 dollarar fyrir hvert olíufat af Brent- svæðinu í Norðursjó. Ríki Palestínumanna: Arafet útnefiidur forseti Túnis. Reuter. YASSER Arafiit, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), var í gær útnefndur forseti Pal- estínuríkis af framkvæindastjóm samtakanna, að sögn Ahmeds Abderrahmans, talsmanns PLO. Ákvörðun framkvæmdastjómar- innar þarf að hljóta staðfestingu miðstjómar PLO, sem kemur saman í Túnis á morgun, föstudag. Talið var nær öruggt að miðstjórnin leggði blessun sína yfir útnefninguna. Abd- errahman sagði að ef hún hlyti sam- þykki yrði Arafat forseti Palestínu unz lýðræðislegar kosningar gætu farið fram. Þjóðarráð Palestínumanna (PNC) lýsti yfir stofnun Palestínuríkis á fundi í Algeirsborg í nóvember síðastliðnum. ÞINGMAÐUR MYRTUR I ÞINGSÖLUM Tveir tyrkneskir stjómar- þingmenn voru sakaðir um að hafa myrt stjórnarand- stæðing, Abdurrezak Ceyl- an, þingmann Flokks hinnar sönnu leiðar, í þinghúsinu í Ankara í gær. Mikil spenna er sögð ríkja á þingi í kjölfar þess að flokkur Turguts Ozals, forsætisráðherra, galt afhroð 5 bæjar- og sveit- arstjómarkosningum um síðustu helgi. Annar tilræð- ismannanna er úr flokki Ozals, Föðurlandsflokknum, hinn úr Siirt-flokknum. Myndin var tekin er þing- menn stumruðu yfir Ceylan eftir árásina en hann lézt síðar á sjúkrahúsi. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.