Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 44
Aukin þægindi ofar skýjum FLUGLEIDIR J®j0rj0twWW>i§> LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Jón Sigurðsson bankamálaráðherra: Vextir verðtryggðra útlána lækki uni 0,5% Goðinn dregnr danska flutningaskipið á flot á háflæðinu síðdegis í gær. Morgunbiaðið/Fnmann óiafsson Mariane komin á flot Grindavík. MARIANE Danielsen rann nokk- uð greiðlega á flot á kvöldflóð- inu í gærdag þegar björgunar- skipið Goðinn byrjaði að draga i hana. „Hún fer á flot í kvöld,“ sagði Finnbogi Kjeld um borð í Mariane um fimmleytið í gærdag, „við sáum hvað fór úrskeiðis í gærdag og erum búnir að bæta úr því. Guð- laugur Guðmundsson forsvarsmað- ur Lyngholts sf. tók undir með Finnboga og sagði að tilraunin í gær hefði verið árangursrík. Þá hefðu komið sjór í vélarrúmið sem væri ekki núna og dælur hefðu vel undan leka. Auk þess hefði skipið losnað af nibbu sem það var fast á á bakborða. Bjartsýni þeirra félaga átti við rök að styðjast og um klukkan hálf sjö þegar háflæði var byijaði Goðinn að strekkja á línunni milli skipanna og Mariane rann af stað. Goðinn dró hana afturábak útfyrir innsiglinguna í Grindavík þarsem ankeri var kastað. Fyrirhugað var að draga skipið til Njarðvíkur síðastliðna nótt. FÓ Á FIJNDI Seðlabankans og við- skiptabankanna í fyrradag beindi bankastjórn Seðlabankans þeim eindregnu tilmælum til innlánsstofiiana, að vextir af verðtryggðum útlánum yrðu al- mennt lækkaðir um 0,5% irá 11. þessa mánaðar, eða lrá næstkom- andi þriðjudegi. Þetta var gert í framhaldi af fiindi sem Jón Sig- urðsson bankamálaráðherra og fleiri ráðherrar áttu með stjórn Seðlabankans og sagðist banka- málaráðherra í gær vera bjart- sýnn á að innlánsstofiianir yrðu við þessum tilmælum. Bensín- og olíuverð hækkar TVERÐLAGSRÁÐ samþykkti í gær hækkanir á verði bensíns, gasolíu, svartolíu, sements, far- gjalda í innanlandsflugi og farm- gjalda skipafélaga. Bensínlítrinn hækkar því í dag um 2,1%, úr 42.90 krónum í 43,80, gasolíulítr- inn um 6,9%, úr 10,20 krónum í 10.90 og tonnið af svartolíu um 5,3%, úr 7.600 krónum í 8.000. Jón sagði að á þessum fundi hefði því jafnframt verið beint til þeirra stofnana sem beita mismun- andi háum útlánsvöxtum, eftir mati á tryggingum lántakenda, eða svo- kölluðu kjörvaxtakerfi, að þær drægju nokkuð úr bilinu á milli hæstu og lægstu útlánsvaxta. „Bankastjórn Seðlabankans, sem er sammála um þetta, leggur mikla áherslu á að allar innlánsstofnanir verði við þessum tilmælum," sagði Jón. Ráðherra sagði þessi tilmæli fyrst og fremst vera framkvæmd á þeirri stefnu sem sameiginlega hefði verið mörkuð. „Það eru reynd- ar merki um almenna lækkun raun- vaxta víða á markaðnum, eins og fram hefur komið. Þarna er verið að fylgja henni eftir og um leið að sýna að það sé mikil alvara í því að skapa aðstæður skipulega á markaðnum fyrir lækkun raun- vaxta. Fyrsta skrefið og grundvöll- urinn að því var lagður fyrir 1. apríl þegar Seðlabankinn tók ákvörðun um breytta bindiskyldu og lausaíjárstöðu. Ég á því fyllilega von á því að innlánsstofnanir verði við þessum eindregnu tilmælum," sagði Jón Sigurðsson, viðskipta- og bankamálaráðherra. Samningar náðust milli ríkisins, Reykjavíkurborgar o g BSRB í gærmorgun: Laun hækka að meðaltali um 9,5% á samningstímanum KJARASAMNINGAR milli stórs hluta aðildarfélaga Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og viðsemjenda voru undirritaðir um hádegisbilið í gær eftir næturlangan fund aðila. Samningamir gilda til 30. nóvem- ber og fela í sér hækkanir á töxtum, sem jafngilda 8% að meðaltali þegar þær eru að fúllu komnar fram, en 9,5% þegar allar launahækkan- irnar eru teknar með í reikninginn. Hækkuðu öll dagvinnulaun í landinu samkvæmt þessum samningum jafiigilti það hins vegar um 7%, sam- kvæmt útreikningum hagdeildar fjármálaráðuneytisins. Olíufélögin höfðu farið fram á meiri hækkanir á verði bensíns og gasolíu, en hluta þeirra, það er hækkun álagningar, tók verðlags- ráð ekki afstöðu til. Þær beiðnir verða teknar fyrir síðar. Þessar verðhækkanir sem nú voru sam- þykktar eru miðaðar við birgðir í landinu og eru vegna gengisbreyt- inga. Skipafélögin höfðu farið fram á 13% hækkun, en samþykkt var 7% hækkun á farmgjöldum. Flugfélögin fóru fram á 20% hækkun, en samþykkt var 7% hækkun. Sementsverksmiðjan óskaði eftir 10% hækkun, en samþykkt var 6% hækkun. í hækkanabeiðnum hinna þriggja síðast töldu er gert ráð fyrir launa- hækkunum, en verðlagsráð sam- þykkti ekki að taka tillit til þeirra, jjar sem kjarasamningar hafa ekki _ verið gerðir. Bæjarstarfsmannafélög önnur en Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar, sem einnig undirritaði samninga í gær, Siglufjarðar og Akraness, hafa haft með sér samflot og eiga nú viðræður við Launanefnd sveitar- félaga um svipaða samninga. Samningarnir fela í sér þrjár krónutöluhækkanir á samningstím- anum, 2.000 krónur frá 1. apríl, 1.500 krónur frá 1. september og 1.000 krónur frá 1. nóvember. Sér- stök orlofsuppbót að upphæð 6.500 krónur verður greidd út 1. júní og viðmiðun persónuuppbótar í desem- ber hækkar um rúmlega 3.000 krón- ur og verður 21.500 krónur. 0,5% til launaflokkatilfærslna koma 1. júlí og ákvæði er um að lögð verði meiri áhersla á lífaldur í starfsaldri, sem kemur þeim félögum innan BSRB sem hafa lægstlaunaða félagsmenn einkum til góða. Auk þess fýlgja samningnum bókanir, yfirlýsing ríki- stjórnarinnar um verðlagsmál og auknar niðurgreiðslur á landbúnað- arvörum þannig að þær hækki ekki á samningstímanum umfram laun lágtekjufólks. Ennfremur yfirlýsing um viðræður um ýmis félags- og velferðarmál við BSRB, sem skal vera lokið fyrir 20. október. Þá ákvað fjármálaráðherra í tengslum við samninginn að veija 15 milljónum króna til að styrkja atvinnumögu- leika skólafólks í sumar og verður þeim fjármunum varið til skógræktar og landgræðslu. Tíu ríkisstarfsmannafélög undir- rituðu samningana. Þau eru Starfs- mannafélag ríkisstofnana, Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Félag íslenskra símamanna, Félag starfs- manna stjómarráðsins, Ljósmæðra- félag íslands, Póstmannafélag ís- lands, Starfsmannafélag Ríkisút- varpsins, Starfsmannafélag Sjón- varps, Starfsmannafélag Sjúkrasam- lags Reykjavíkur, Tollvarðafélag ís- lands. Landssamband lögreglu- manna, sem átti hlut að samflotinu, undirritaði samninga ekki sökum vanefnda ríkisvaldsins, sem ekki fengust leiðréttingar á í viðræðunum, að sögn fulltrúa sambandsins. Hjúkr- unarfélag íslands, Fóstrufélag ís- lands og Meinatæknafélag íslands áttu ekki aðild að samflotinu og eru með lausa samninga. Kjarasamning- arnir eru undirritaðir með fyrirvara um samþykkt félaganna, eins og venja er. Atkvæðagreiðslur fara í gang á næstu dögum, en taka mis- langan tíma eftir félögum og niður- staðna ekki að vænta fyrr en eftir miðjan mánuðinn. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir þetta kjarajöfnunar- samning, þar sem mest komi til hinna lægst launuðu. Hann segist ánægður með að þessi samningur skuli vera í höfn, þvi annars hefði verið hætta á að viðræður drægjust úr hömlu. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, segir að samningurinn samrýmist forsendum fjárlaga. Hann segir ekki veijanlegt að semja við aðildarfélög BHMR, sem nú eru í verkfalli, um meiri hækkanir en við BSRB. Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, segir að gengisfelling verði ekki umflúin, gangi samningurinn yfir allan vinnumarkaðinn. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir að samtökin hljóti að taka mið af kaup- hækkunum í samningi BSRB. Páll Halldórsson, formaður BHMR, segir að samningurinn geti með engu móti talist til fyrirmyndar. Sjá kjarasamninginn, meðfylgj- andi bókanir og viðbrögð á bls. 4, 7, 18, 25. Sovéski kafbáturinn við Bjarnarey: Stjómvöld leita skýringa JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi krafist. þess að fá milliliðalaust skýringar frá Sovétmönnum á kafbátsslysinu við Bjarnarey í gærdag. Jón Bald- vin hafði samband við sovéska sendiherrann í gærkvöldi. Sendi- herrann sagði að hann myndi strax hafa samband við stjórnvöld í Moskvu til að afla upplýsinga um málið. Er Morgunblaðið ræddi við Jón Baldvin um miðnættið í gærkvöldi hafði hann enn ekki heyrt frá sovéska sendiherranum. Jón Baldvin segir að sér hafi fyrst borist upplýsingar um málið frá vamarliðinu um kl. 18 í gær- dag. Þá var eldur um borð í kaf- bátnum sem benti til þess að bilun hefði komið upp í kjarnakljúf fhans. Síðari fréttir hermdu að kafbáturinn væri sokkinn og ekki vitað um mannbjörg. Ekki var heldur vitað hvort kjamorkuvopn hefðu verið um borð. „Ég hafði einnig samband við Hafrannsóknastofnun og Al- mannavarnir vegna þessa máls,“ segir Jón Baldvin. „Fyrsta mat Hafrannsóknastofnunar er að ef geislavirk efni leka úr kafbátnum muni þau fýrst halda norður á bóginn. Það fer síðan eftir þvi hvort þau komast í golfstrauminn hvort þau berist að ströndum ís- lands síðar meir.“ Auk þess að krefjast upplýs- inga frá Sovétmönnum um orsak- ir og hugsanlegar afleiðingar þessa slyss hefur Jón Baldvin haft samband við norska sendi- herrann hér á landi og óskað eft- ir öllu hugsanlegum upplýsingum um málið sem Norðmönnum verða tiltækar. Einnig hefur verið óskað eftir öllum upplýsingum sem varnarliðið aflar sér um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.