Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 In memoriam: Guðrún Jónína Eyjólfsdóttir Fædd 17. febrúar 1887 Dáin 24. mars 1989 í dag verður amma mín, Guðrún Jónína Eyjólfsdóttir, jarðsett frá Dómkirkjunni. Hún fæddist 17da febrúar 1887 í Flatey á Breiðafírði, og var því á 103ja aldursári þegar hún lést. Faðir hennar var Eyjólfur Jó- hannsson, Eyjólfssonar hrepps- stjóra og dannbrogmanns, sem oft var kallaður eyjajarl, í Svefneyjum. Lengra fram í ættir voru Svefneyj- armenn afkomendur Skarðsverja. Móðir ömmu var Sigurborg Ólafs- dóttár, Guðmundssonar bónda og hákariaformanns í Bár, en Ólafur settist síðar að í Flatey og var þá kenndur við Innstabæ. Kona hans var Guðrún Oddsdóttir Hjaltalín. Systkini Jónínu, _en svo var hún ávallt nefnd, voru Ólafur stórkaup- maður og fyrsti skólastjóri Verzlun- arskólans, og Hjálmfríður laundótt- ir Eyjólfs. Amma mín missti föður sinn er hún var 13 ára gömul. Fluttist hún þá til Akureyrar með móður sinni. En hana missti Jónína er hún var 16 ára. Fluttist hún þá aftur vestur í eyjar. Hún kvæntist Guðmundi Berg- steinssyni kaupmanni árið 1907. Hann gerðist mikill athafnamaður í útgerð og verslun, var forustumað- ur um blómlegt atvinnulíf þessa byggðarlags. Guðmundur var sonur Bergsteins Jónssonar söðlasmiðs, Jónssonar, Þórðarsonar frá Eyvind- armúla. Móðir Guðmundar var Kristín Guðmundsdóttir prests, Bjamasonar á Borg og Sigríðar Jónsdóttur frá Vogum við Mývatn. Þannig var hún sammæðra Pater Jóni Sveinssyni SJ, — rithöfundin- um Nonna Síðar giftist Kristín, Eyjólfí Ólafssyni, Teitssonar, miklum öðl- ingsmanni. Bjuggu þau í Sviðnum, góðu búi og þar ólst Guðmundur upp. Guðmundur og Jónína reistu sér stórt íbúðarhús, á þeirra tíma vísu, og nefndu Ásgarð. Stóð hagur þeirra með miklum blóma um hríð og voru þau víða þekkt fyrir gest- risni, rausn og höfðingslund. Svein- bjöm P. Guðmundsson, fræðaþulur og ættfræðingur segir svo í Per- sónulýsingu Flateyjarhrepps um afa minn og ömmu: „Sambúð þeirra hjóna var með eindæmum góð. Þau vom alltaf 1 tilhugalífinu.“ Böm þeirra era þessi: Eyjólfur, Kristín, Ólafur, Jóhann Salberg, Sigurborg, Regína, Erla og Guð- mundur. Einn drengur fæddist and- vana og Bergstein misstu þau ung- an. Og enn vitna ég í persónulýsing- una: „Þar kom að hag hans (þ.e. Guðmundar) hnignaði svo að hann varð gjaldþrota... Hann hafði smáverslun í Flatey til æfiloka. Eftir gjaldþrot hans fór veg Flateyj- ar sífellt hnignandi. Verzlanir, sem við tóku, bragðust siðferðisskyldu að sjá þorpsbúum fyrir atvinnu." Guðmundur lést árið 1941, 63ja ára að aldri. Jónína bjó áfram í Flatey þar til hún sá sig tilknúna að flytja suður á sjötta áratugnum. í Reykjavík bjó hún ásamt sonum sínum tveim er jafnan fylgdu henni. En hugurinn var alltaf vestur á Breiðafirði. Á hveiju vori fór hún vestur og bjó í gamla húsinu yfir sumarið. Þeim sið hélt hún svo lengi sem kraftar leyfðu. Seinustu árin dvaldi hún á öldrunardeildinni í Hátúni, og naut frábærrar umönn- unar starfsfólksins. Var hún nær alveg komin út úr heiminum er hún lést. Synir hennar tveir, Eyjólfur og Guðmundur, vora famir á undan henni. Hún hlýtur að hafa orðið hvíldinni fegin. Og enn langar mig að vitna í persónulýsinguna. Um Jónínu segir þar svo: „Stór kona og sköragleg, sem vekur athygli við fyrstu sýn. Andlitið stórskorið og ekki smáfrítt. Tigin í fasi og kennir þótta í svipn- um, veglynd og vinföst. Um hana má segja hið sama og sagt var um Ögmundbiskup Pálsson: „af honum bæði gustur geðs og gerðarþokki stóð“___Jónína var mikil og góð húsmóðir og ennþá meiri móðir." Eg var elstur bamabarna ömmu og naut mikilla kynna við hana. í æsku var ég alltaf sendur til sum- ardvalar í Flatey. Þar var mann- margt á sumrin, við bamabömin, systkinin, tengdafólk og gestir. Ámma var hagsýn húsmóðir, sem kunni að gera mikið úr litlu. Á unglingsáranum nyrðra hafði hún gengið á húsmæðraskóla á Möðru- völlum. ‘S En hún var ekki jarðbundin per- sóna. Hugur hennar snerist allur um fegurð, tónlist og skáldskap. Hún var mikil hannyrðakona og fór saman handlagni, smekkvísi og listagáfa. Hún unni skáldskap. Einkum kvæðum Bjaraa og Jónas- ar, en séra Matthías var í mestu uppáhaldi hjá henni. Honum hafði hún kynnst á Akureyri, og hann átti eyjamönnum margt að þakka. Hann orti þetta í póesíbók Jónínu: Vestureyja baldursbrá, borin yfir kaldan qá. Næri þig Drottins náðarljós. • Nú ertu orðin Eyrarrós. Sýndu unga silkihlín sömu dáð og mamma þín: reyndu að gera vor úr vetri og veröldina dáldið betri. En tónlist elskaði hún framar öllu. Þegar móðir hennar lést fékk hún dálítinn arf, keypti fyrir hann orgel-harmóníum og lærði að spila á það hjá Magnúsi Einarssyni. Síðar eignaðist hún píanó, og svo spilaði hún á gítar. Hún hafði háa sópran- rödd og söng vel. Bömum sínum, og mörgum öðram, kenndi hún á hljóðfæri o g var organisti Flateyjar- kirkju í Ijölda ára, spilaði við mess- ur, æfði kóra og kenndi. Hún var trúuð kona, og ávallt mjög kirkju- rækin. Mig hvatti hún alltaf til tónlistar- iðkana. Ég var 10 ára þegar ég kom með blokkflautu vestur í Flatey. Við „stemmdum saman“ og hún spilaði með mér öll lög sem ég kunni. Og þegar ég fór að setja saman smálög sjálfur, var hún fyrst allra að syngja þau og leika. Hún benti mér á fjölda fallegra ljóða og fékk mig til að gera lög við þau. Hún átti gott nótnasafn. Þar var að fínna Fjárlögin, og samsvarandi bækur frá Norðurlöndum, Organ- tóna Schubertslögin og Kaldalóns- heftin. Sigvaldi hafði verið læknir í Flatey og var í miklu uppáhaldi hjá ömmu. Svo vora þar Staff- heftin, en í þeim voru helstu stefín úr verkum gömlu meistaranna og óperuúrdrættir í léttum útsetning- um. Þegar ég fór utan til tónlist- amáms löngu síðar kom mér fátt á óvart, ognaut ég þar tónlistarupp- eldisins í Ásgarði. Á áram fyrr var mikið sungið og spilað í því húsi. Síðar eftír að ég kom heim frá námi, var gott að eiga innhlaup hjá ömmu og frændum mínum vestur í Flatey. Þar var alltaf friður, og mér virtist sem veröldin breyttist aldrei þar. 0g nú er komið að því að kveðja ömmu, og þakka henni fyrir allt það góða sem hún gerði mér. Megi hún hvfla í friði. Atli Heimir Sveinsson í dag er amma mín, Guðrún Jónína Eyjólfsdóttir, kvödd hinstu kveðju. Hún kvaddi þetta líf á föstu- daginn langa, 102ja ára gömul. Þá hafði hún dvalist nær áratug á öldr- unardeild Landsspítalans í Hátúni lOb. Þökk skal þeim færð, er hana önnuðust þar. Það er sérkennilegt nú að átta sig á því, að ég man aldrei eftir að hafa heyrt ömmu kvarta, hvorki um heilsuleysi né skort Hún átti alltaf nóg að gefa, líka af þeim verðmætum sínum sem hvergi fást keypt. Hún hafði yfir sér einhvem virðuleik sem ég held að hún hafí sumpart öðlast við lífsreynslu langr- ar ævi en átti sumpart rætur að rekja til listrænna æða sem í henni voru. Hún var ljóðelsk og söngelsk og spilaði á orgel í kirkjunni í Flat- ey og kenndi mörgum að spila. Hún var líka flink í höndum. Spann ull í sjöl, blandaði liti og vann, til að gefa okkur, niðjum sínum og dætr- um. Hún saumaði krosssaums- myndir, taldi út og raðaði gjaman litunum sjálf, eftir efnum og ástæð- um, en alltaf af list. Það var allt fallegt sem hún vann; alltaf átti hún til rósavettlinga sem hún prjónaði og gaf í jólagjafir. Þegar langri ævi ömmu lýkur sækja á huga minn þær minningar sem henni era bundnar. Minningar um sumar og sólskin og frelsi vest- ur í Flatey á Breiðafírði, en þar dvöldumst við sum elstu bamaböm- in hennar gjaman hjá henni á sumr- in. Hún beitti okkur uppeldisað- ferðum þeim sem löngu seinna vora fundnar upp úti í öðram löndum — engin boð eða bönn önnur en þau sem þurfti ekki að nefna — frelsi og öryggi. Ég man eftir sólskininu eldhús- dyramegin í Ásgarði á morgnana, gömlu konunum sem komu í morg- unkaffi og sóttu mjólkina sína, sér- stakri stemmningu tengdri ömmu í eldhúsinu, lyktinni af eldavélinni, rólyndislegt gagg í hænsnunum úti — suð í fískiflugum, sjófuglakvak í flarska — Atli að spila á píanóið í stofunni, eitthvað tært og bjart — bemskuminningar sem verða manni svo dýrmætar í íjarlægðinni og miðpunktur þeirra — yfír og allt um kring var amma f Flatey, svo stór persónuleiki og sterkur. Þannig var amma. Jónína Benediktsdóttir t Eiginkorta mfn og móðir, ÁSDfS ÞORGILSDÓTTIR, Búlandi 40, Reykfavfk, andaðist í Landakotsspítaia 9. apríl. Jarðsettverðurfrá Bústaðakirkju mánudaginn 17. apríl kl. 13.30. Steinn Valur Magnússon, Steinn Kári Steinsson. Góð vinkona, er látin. t SIGNA VISKUM, ekkja Páls Viskum, Hrönn Jónsdóttir. t Móðir okkar, VALGERÐUR BJÖRNSDÓTTIR frá Hnifsdal, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 6. apríi. Minningarathöfn fer fram í Víðistaðakirkju í dag, þriðjudaginn 11. apríl kl. 15.00. Jarðsungiö verður frá Kapellunni í Hnífsdal fimmtudaginn 13. apríl kl. 16.00. Börnin. t Frænka okkar og vinkona, SIGURLAUG MAGNÚSDÓTTIR, Lönguhlfð 3, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 11. apríl kl. 15.00. Frændfólk og vinir. t Bróðir okkar, SIGURPÁLL SIGURJÓNSSON, Boðaslóð 1, Vestmannaeyjum, andaðist á heimili sínu 10. aprfi. Fyrir hönd aðstandenda, Eymundur Sigurjónsson, Gaukur Sigurjónsson, Gústaf Sigurjónsson. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjöröur Hún andaðist að morgni föstu- dagsins langa, 24. mars sl. Lauk þar með langri sjúkrahúslegu henn- ar, sem hófst fyrir 10 áram. Til þess tíma hafði hún búið við góða heilsu og mikið andlegt og líkam- legt þrek. Hún varð fyrir áfalli 6. febrúar 1979 og var lögð inn á Landspítalann og nokkra síðar í Hátún 10 á Öryrkjadeild og þar var hún sjúklingur til dauðadags. Þótt hún héti tveim nöfnum, gekk hún ætíð undir nafninu Jónína, og var það nafn, sem allir kunnugir kannast við. Foreldrar Jónínu voru Eyjólfur Einar Jóhannsson kaupmaður og bóndi í Flatey og kona hans Sigur- borg Ólafsdóttir. Eyjólfur var son- arsonur Eyjólfs Einarssonar í Svefneyjum, sem einatt var nefndur eyjajarl, nafntogaður höfðingi og skörangur, sem í beinan karllegg var kominn af Bimi hirðstjóra og riddara Þorleifssyni á Skarði og Ólöfu ríku Loftsdóttur. Móðir Eyj- ólfs Einars var Salbjörg Þorgeirs- dóttir frá Valbjamarvöllum, sem hafði hlotið uppeldi og fræðslu á amtmannssetrinu á Stapa og þótti stjómsöm og hyggin. Sigurborg móðir Jónínu var dóttir Ólafs bónda Guðmundssonar í Bár í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, sem var viðurkennd- ur sjósóknari, og konu hans Guð- rúnar Oddsdóttur, sem var dóttir Odds Hjaltalín læknis og um skeið landlæknis í Bjamarhöfn á Snæ- fellsnesi, og konu hans Georginu, fæddrar Bomemann. Jónína ólst upp í föðurhúsum í Flatey, en eftir lát föður síns, sem lézt fyrir aldur fram, fluttist hún með móður sinni til Akureyrar til Ólafs bróður síns, sem þar rak verzlun á AJcureyri. Þar gekk hún í kvennaskóla og lauk þaðan brott- fararprófi. Eftir lát móður sinnar fluttist Jónína vestur í Breiðafjarðareyjar. Hún gerðist bamakennari í Hval- látrum og Svefneyjum, en í báðum þessum eyjum átti hún frændfólk. Árið 1907, 17. nóvember, giftist hún Guðmundi Bergsteinssjmi kaupmanni og útgerðarmanni í Flatey. Hann rak mikla verzlun og útgerð í Flatey, og hefir sennilega aldrei verið rekin meiri útgerð í Flatey en á hans tíð. Guðmundur Bergsteinsson var í föðurætt kominn af hinni þjóð- kunnu Bergsætt, sonur Bergsteins Jónssonar söðlasmiðs á Eyrar- bakka, sem var sonur Jóns alþingis- manns Þórðarsonar í Eyvindar- múla. Móðir Guðmundar var Kristín Guðmundsdóttir, og var faðir henn- ar séra Guðmundur Bjamason, síðast prestur á Borg á Mýrum, ættaður úr Ámessýslu. Móðir Kristínar var Sigríður Jónsdóttir frá Vogum í Mývatnssveit, sem giftist Sveini amtskrifara Þórarinssyni á Möðravöllum. Kristín var háifsystir Jóns Sveinssonar rithöfundar (Nonna). Þessa upptalningu um ættir og upprana hefí ég talið rétt að geta um, þegar ég minnist tengdamóður minnar. Ég var í sumardvöl í Flatey hjá tengdamóður minni 1942 ásamt eiginmanni mfnum og tveim ungum sonum okkar. Þessi dvöl var tilkom- in út af veikindum hans. Við nutum gestrisni og góðs atlætís á heimili tengdamóður minnar. Hún lét sér annt um okkur og ekki sízt um tvo sonarsyni á fyrsta og öðra ári. Ég kynntist þá tengdamóður minni og ýmsu í hennar fari. Ég kynntist og sannfærðist um, að hún var miklum gáfum gædd til munns og handa. Það var eins og allt léki í höndum hennar og hún vissi, HAFIMARSTRÆT115, SÍMI21330 Krctnsar, krossar og kistuskreytinvar. o Sendum um allt land. ,Opið kl. 9-19 virka daga og til 21 um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.