Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið. Vonarneisti austan j árnlj alds Aforsíðu Morgunblaðsins í gær er helsta fréttin um að sjö ára langri baráttu Sam- stöðu, fijálsu verkalýðsfélag- anna, í Póllandi hafi lokið rrieð sigri hennar. Samstaða hefur hlotið löggildingu fyrir pólskum dómstóli og verður á ný lög- mætt afl í pólsku þjóðlífi með baráttuna fyrir fjölflokkakerfi og lýðræði efst á dagskrá. Inni í Morgunblaðinu er skýrt frá því, að kommúnistaflokkurinn í’Ungverjalandi kunni að vera að klofna á milli umbótasinna og afturhaldsmanna. Ástæðan fyrir klofningnum er meðal annars sú, að menn í forystu flokksins óttast að án andlits- lyftingar megi hann sín lítils andspænis öðrum stjórnmála- flokkum í fjölflokkakerfi. Þá er skýrt frá því að á fjölda- fundi í Vilnius, höfuðborg Lit- háens, undir merkjum Flokks lýðræðissinna hafi verið sam- þykkt ályktun, þar sem sovéska herliðinu í landinu er lýst sem „hernámsliði“ og sagt að ekk- ert land geti talist sjálfstætt í reynd ef það sé hluti annars ríkis. Loks er í Morgunblaðinu í gær birt frétt þess efnis, að á fundi í Moskvu um helgina hafi Níkta heitinn Khrústsjov fyrrum sovétleiðtogi verið hylltur sem upphafsmaður um- bótastefnunnar og sá sem eijað hafi garðinn fyrir Míkhaíl Gorbatsjov. Frá 1964 hefur verið bannað að minnast á Khrústsjov opinberlega í Sov- étríkjunum. Allir þessir fréttnæmu at- burðir eru til marks um breyt- ingarnar, sem eru að verða í Austur-Evrópu. Enginn veit enn til hvers þessar breytingar munu leiða. Saga Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina ber tvenn höfuðeinkenni. I fyrsta lagi hafa fijálsu þjóðirnar verið að efla samstarf sitt með mark- vissum hætti vestan járntjalds- ins. I öðru lagi hafa þjóðirnar austan járntjaldsins hvað eftir annað gert tilraunir til að losna undan ofurvaldi ráðamanna í Moskvu. Uppreisn verkamanna í Austur-Þýskalandi 1953, Ungveijalandsuppreisnin 1956, vorið í Prag 1968, upphaf Sam- stöðu í Póllandi 1980, allt eru þetta auk margra smærri at- burða vörður er minna á and- stöðu almennings við einræðis- herra og erlenda kúgun, vörður er minna á vilja fólksins í þess- um löndum til að fá að njóta frelsis. Ártölin sem nefnd eru hér að ofan minna einnig á þá stað- reynd, að í hvert sinn sem þjóð- irnar risu upp og mótmæltu voru þær barðar niður með hervaldi. Það er Ijóst að á síðasta áratug tuttugustu ald- arinnar kann öll pólitísk skipan í kommúnistaríkjunum í Evr- ópu að riðlast. Slíkir atburðir gerast ekki átakalaust og þótt þær raddir séu sífellt hávær- ari, að ekki verði til baka snúið af brautinni til fijálsræðis, er allur varinn góður, þegar sov- éski herinn er annars vegar. Vonarneistinn sem kviknað hefur í kommúnistaríkjunum og magnast enn núna þegar Samstaða hefur hlotið viður- kenningu sem lögmæt samtök launþega verður ekki kæfður baráttulaust. Bálið sem hann á eftir að kveikja gæti orðið eins og sinubruni að vori, undanfari þess að jörðin verði enn grænni en ella þegar vetri lýkur. Öll hljótum við að vona að þannig fari og ráðamenn í Moskvu og annars staðar þekki í raun sinn vitjunartíma. Við sem njótum frelsis og lýðræðislegra stjórnarhátta getum ekki leyft okkur þann munað að vera einungis áhorf- endur. Við hljótum að leggja okkar af mörkum og aðstoða þá sem vilja bijóta af sér hlekk- ina. George Bush Bandaríkja- forseti brást skjótt við og lýsti yfir því sama dag og Samstaða var löggilt, að hann myndi beita sér fyrir margskonar efnahags- legri aðstoð við Pólveija; hann tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið, þegar herlögin voru sett í Póllandi í desember 1981. Sameinuð Vestur-Evrópa hefur mikilvægu hlutverki að gegna og á að aðstoða þjóðirn- ar austar í álfunni til að losna undan okinu. Þar eigum við íslendingar einnig að leggja hönd á plóginn. Við höfum séð það í Grikklandi og á Spáni hvernig þjóðir hafa losnað und- an einræði með tiltölulega frið- samlegum hætti og síðan orðið virkir þátttakendur til dæmis í Atlantshafsbandalaginu og Evrópubandalaginu. Hvers vegna skyldu menningarþjóðir austar í álfunni. ekki geta fetað sömu braut? Jámblendífélagíð hefur sýnt hvaða afkomu slíkur atvinnu- rekstur getur skilað í góðu ári - sagði Barði Friðriksson stjórnarformaður íslenska Járn- blendifélagsins hf. á aðalfundi félagsins í gær HÉR fer á eftir ræða Barða Friðrikssonar sljórnarform- anns íslenska Járnblendifélags- ins á aðalfundi félagsins í gær: Ágætu fulltrúar hluthafa í ís- lenska Jámblendifélaginu hf. og aðrir fundarmenn. „Það er fallegt á Hvítárvöllum, þegar vel veiðist," sagði Ólafur Davíðsson, bóndi, sem þar bjó. Þá, sem sátu aðalfund Jám- blendifélagsins um þetta leyti í fyrravor, rekur vafalaust minni til að vonast var eftir bættum hag þess eftir þriggja ára taprekstur. Engan, sem þann fund sat gat þó órað iyrir, að þetta tíunda rekstr- arár Islenska Járnblendifélagsins hf. skilaði eins glæsilegum árangri og raun ber vitni. Hér veitist okk- ur, sem hefur verið treyst fyrir að sitja í stjórn félagsins, sú án- ægja að leggja fyrir hluthafa árs- skýrslu og umfram allt ársreikn- inga, sem eru einstæðir í sögu þess. Merkum áfanga hefur verið náð. Jámblendifélagið hefur loks sýnt og sannað hvaða afkomu slíkur atvinnurekstur getur skilað í góðu ári. Þessi árangur næst nú, þegar miklir erfíðleikar steðja að aðalatvinnuvegi landsmanna, sjáv- arútveginum og sýnir svart á hvítu, hvílík nauðsyn er á að auka fjölbreytni í atvinnustarfsemi landsmanna. í íslenska reikningnum fyrir félagið er hagnaður ársins 1988 487 mkr. eða 19,7% af fob-verð- mæti sölunnar eftir gjaldfærslu 226,8 mkr. afskrifta og 130,6 mkr. af fjármagnskostnaði. I norska reikningnum er hagnaður 86 mNOK eða 23,2% af fob-sölu- verðmæti eftir 20,7 mNOK af- skriftir og 21,5mNOK af fjár- magnskostnaði. Fyrirtækið greiddi niður langtímalán á árinu og eigin íjárfestingar, sem námu um 300 mkr. og fjármagnaði þar að auki af eiginfé alla þá rekstrarfjáraukn- ingu, sem leiddi af hækkandi verði. Til að slíkur árangur náist, þarf margt að haldast í hendur, bæði í ytri skilyrðum rekstrar og innan fyrirtækisins sjálfs. Markaður í heiminum fyrir kísil- jám þróaðist á hinn besta veg fyr- ir framleiðendur á árinu 1988, ekki síst þegar á árið leið. Þannig var hagnaður fyrirtækisins um 100 mkr. á miðju ári, 200 mkr. eftir þriðja ársfjórðung og eins tíg áður sagði 487 mkr. í árslok. Önnur forsenda góðrar afkomu í ári sem þessu, er að tækjabúnað- ur sé góður, vel við haldið og bregðist ekki, þegar markaður fyrir framleiðsluna er bestur. For- sendur virtust fyrir að 1988 yrði ár mikillar sölu. Því til undirbún- ings voru báðir ofnar verksmiðj- unnar teknir úr rekstri á árinu 1987 og endurbættir vandlega eft- ir 7-8 ára nokkum veginn óslitinn rekstur. Því var tækjabúnaðurinn vel búinn undir hið mikla álag, sem á honum var sl. ár. Þriðja forsenda góðrar afkomu var afrakstur áralangs starfs að rannsóknum, þróun og þjálfun, sem beindist að því að auka af- köst ofnanna með öllum ráðum, s.s. hærra álagi, bættri nýtingu orku og hráefna, lengri rekstr- artíma o.s.frv. Síðast en ekki síst var svo fjórða forsenda ágætrar afkomu, að starfsliðið tileinkaði sér þá þekk- ingu og reynslu, sem rannsókna- og þróunarstarf skilaði og allir lögðust á eitt til að ná sem bestum Morgunblaðið/Bjami árangri. Árangurinn varð líka metframleiðsla, um 5% umfram metárið 1986 og þar af leiðandi metsala eins og markaðinum var háttað. Þegar þessi verksmiðja var byggð var talið, að hún gæti að hámarki skilað afköstum, sem væru nálægt 55 þús. tonnum á ári og meðalsala á ári, sem miðað Barði Friðriksson hrl. var við í upphaflegum áætlunum um verksmiðjuna var 50 þús. tonn. Nú hafa afköst hennar í raun ver- ið aukin um fullan fjórðung með skipulegu framleiðniátaki og kom- ist í rúmlega 70 þús. tonn. Í öllum rekstri og þá ekki síst rekstri sem þessum eru síðustu tonnin, sem framleidd eru og seld verðmætust fyrir fyrirtækið. Á árinu 1988 var meira en helming- ur hagnaðarins afrakstur af þess- ari hagkvæmu afkastaaukningu verksmiðjunnar. Her er því bæði staður og stund til að færa öllu starfsliði Jarn- blendiféiagsins þakkir fyrir frammistöðuna og árangurinn. Við höfum ástæðu til að ætla, að við stöndum hér á tímamótum, þeim tímamótum, að fyrirtækið sé nú loksins fjárhagslega komið fyrir vind. Starfsliðið á afar stóran þátt í því, að svo vel hefir til tekist. Ég vil fyrir hönd stjómarinnar biðja fulltrúa starfsmanna, sem sitja þennan fund, að færa starfs- liðinu einlægar þakkir. Eftir þessa ræðu um afkomuna og ástæður hennar vil ég óska hluthöfum til hamingju með þann árangur, sem ég hef lýst. íslenska járnblendifélagið er allt annað fyr- irtæki eftir árið 1988 en það áður var. Efnahagur félagsins er gjör- breyttur til hins betra. Verðmæti, sem fólgin eru í verkkunnáttu, hugkvæmni og í vissum tilfellum frumkvæði fólksins, sem þarna starfar verða ekki metin til fjár. Loksins telur stjóm félagsins sig geta með góðri samvisku lagt til við hluthafana, að þeim verði úthlutað arði af hlutafénu. Það er einlæg von okkar, sem sitjum í stjóm, að héðan í frá verði arð- greiðsla árviss greiðsla og hlutar- eign í fyrirtækinu verði þar að auki verðmætari með ári hverju. Sé litið til þess, sem er að ger- ast þessa mánuði og reynt að skyggnast fram í tímann, er ljóst, að afkoman er enn mjög góð. Hagnaður til loka marsmánaðar var 273,2 mkr. í íslenska reikn- ingnum og 38,6 mNOK í hinum norska. Ástæða er til að ætla, að á miðju ári verði hagnaður u.þ.b. jafnmikill og hann varð allt árið 1988. Framhaldið er óvissara. Framboð á kísiljárni síðari hluta árs gæti orðið meira en eftirspurn og þá er stutt í að verðið dali. Slíkar sveiflur em venjulegar í þessari grein. Engu að síður er ljóst, að árið 1989 verður líka gott ár fyrir Járnblendifélagið. Á þessum fundi verður til með- ferðar tillaga stjórnar félagsins um breytingu á samþykktum þess. Stjórnin telur, að hin eina „stækk- un“ verksmiðjunnar hér á Gmnd- artanga, sem ömgglega sé hag- kvæm, sé afkastaaukning af því tagi, sem orðið hefur undanfarin ár. Framkvæmdastjóm félagsins ráðgerir breytingar á búnaði verk- smiðjunnar til að auka enn afköst áður en kemur að næstu verðupp- sveiflu og aukinni eftirspurn. Einnig verður fyrirtækið að geta skotið rótum í annan jarðveg. Af þeim sökum verður að finna því önnur arðvænleg verksvið. Til að gera slík rótarskot mögu- leg er lögð fram tillaga um, að takmarkanir á verksviði félagsins í gildandi samþykktum verði af- numdar og stjórn þess veitt umboð til að ráðast í aðrar greinar at- vinnurekstrar, sem hún metur arð- vænlegar. Með samþykkt þessarar tillögu teljum við að komið sé að vissum þáttaskilum í sögu Jarnblendifé- lagsins og skilyrði sköpuð til að félagið geti orðið nýr og verðmæt- ur liðsauki um þróun fjölbreyttari atvinnurekstrar í landinu. Hugblær manna markast oft af því, hvernig viðfangsefni þeirra ganga. Og nú vil ég segja svipað og bóndinn forðum: Það er fagurt á Grundartanga, þegar verð á kísiljárni og fram- leiðsluafköst eru í hámarki. Formlega legg ég hér fram til umræðu og afgreiðslu ársskýrslu stjómar félagsins og endurskoða reikninga þess. Framkvæmda- stjóri og fjámiálastjóri munu gera nánari grein fyrir þessum gögnum eftir því, sem þeim þykir við þurfa. Ég hef lokið máli mínu. íslenska Járnblendifélagið hf. á Grundartanga. Arsfundur Iðnlánasjóðs: Haguaður 103 milljón ir króna á síðasta ári HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs var rúmar 103 milljónir króna á síðasta ári, og er þetta fjórða árið, sem sjóðurinn sýnir nýög góða afkomu. Eignir sjóðsins voru samtals 7,2 milþ'arðar, auk ábyrgða vegna viðskiptamanna að Qárhæð 752 milljónir. Eigið fé sjóðsins er nú 1,88 miiyarðar, en var 410 milljónir fyrir fjórum árum. Þetta kom fram í erindi Braga Hannessonar, fram- kvæmdastjóra Iðnlánasjóðs, á ársfúndi sjóðsins í gær. Hagnaður Iðnlánasjóðs var í fyrra 263,7 milljónir króna. Eignir sjóðsins hafa aukist um 40% frá fyrra ári og ábyrgðirnar um 85,7%. Eigið fé er 25% meira en í fyrra. Bragi Hannesson sagði í erindi sínu að hin sterka eiginíjárstaða sjóðsins hefði gert honum kleift að afla fjár til starfsemi sinnar með hagstæðum kjörum. Síðastliðið ár hefði verið ár mikils vaxtar og umsvifa í öllum deildum sjóðsins. Alls lánaði sjóðurinn út 6,57 milljarða króna á síðasta ári. Mest var lánað til fyrirtækja í matvæla-, fóður- og drykkjarvöruiðnaði, eða 23,8% af fjárhæð veittra lána úr Fjárfestingarlánadeild. Næst komu fyrirtæki í smíði og viðgerð flutn- ingatækja, með um 11,1%, og þá bókbandsfyrirtæki, prentsmiðjur og útgáfufyrirtæki með 10,2%. I Vöruþróunar- og markaðsdeild sjóðsins fékk ullar- og fatafram- leiðsla 24% af veittum lánum og styrkjum og járn- og málmiðnaður 16%. Bragi fjallaði um aukið frelsi á fjármagnsmarkaði og sagði að þótt ýmsum þætti sú þróun óæskileg, væri hún sú sama og orðið héfði hvarvetna í viðskiptalöndum okkar. Frelsið kallaði á endurmat á starfs- háttum fjármálastofnana, engu Morgunblaðið/Þorkell Jannik Lindbæk Fulltrúar á ársfundi Iðnlánasjóðs. síður en hjá fyrirtækjum. Samfara þessum breytingum hefðu íslenzk fyrirtæki búið við miklar sveiflur og óvissu í þjóðarbúskapnum, sem gerði alla stefnumörkun og áætl- anagerð erfiðari. Hann sagði að það hefði ekki farið fram hjá þeim, sem um láns- umsóknir fyrirtækja fjölluðu, hversu lítið eigið fé fyrirtækja væri almennt, og að það hefði enn minnkað á síðasta ári vegna erfið- ari rekstrar. Það mætti því ekki dragast lengur að gera ráðstafanir til þes að örva þátttöku áhættufjár- magns í atvinnurekstri. Gestur ársfundarins var Jannik Lindbæk, stjórnarformaður Nor- ræna fjárfestingarbankans, sem fjallaði meðal annars um samstarf bankans við íslendinga og hlutverk íslands í alþjóðlegum fjármagns- markaði. Fundur ASI og VSI í gær: Kröfiir verða end- urskoðaðar ef til verkfalls kemur - segir Ásmundur Stefánsson „Það kom fram á fundinum að vinnuveitendur eru ekki reiðubún- ir til þess að ganga til samningsgerðar. Þeir vísa til þess að atvinn- ulífið hafi ekki efiii á að taka á sig eitt eða neitt til viðbótar. Við áréttuðum það af okkar hálfu að þær kauptölur sem komið hafa fram í samningi BSRB og ríkisins hljóti að vera lágmarksviðmiðanir í okkar samningum. Ég held nú reyndar að atvinnurekendum sé það þ'óst að þar geti ekki verið um neitt annað að ræða.“ sagði Ásmund- ur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, eftir fundinn með vinnuveitendum í gær. „Við sjáum ekki við þessar að- stæður að það sé um neitt annað að ræða en biðja félögin um að afla verkfallsheimilda og viðræðu- nefndin ákvað að fara fram á það við félögin. Þegar heimilda hefur verið aflað tekur það viku að boða til verkfalls, ef til þess þarf að koma. Ég vona sannarlega að svo verði ekki, því mér fínnst það í raun- inni vera fráleit staða að atvinnu- rekendur dæmi okkur út í verk- fallsaðgerðir vegna þess að þeir vilji ekki gera samning, sem þeir sjá að hljóti að verða að gera. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að svo geti farið og ég held að atvinnu- rekendur geri sér líka grein fyrir að ef við á annað borð dæmdust til þess að fara út í verkfall, þá hlyti kröfugerðin öll að verða tekin til endurskoðunar. Við værum þá ekki að vinna á þeim grunni sem menn hafa talað saman á að undan- förnu," sagði Ásmundur Stefánsson ennfremur. Breytt starfsskil- yrði fyrirtækja for- senda kjarasamninga - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ „Það hefiir jafiian verið afstaða vinnuveitendasamtakanna að launa- breytingar í þjóðfélaginu ættu að ráðast af greiðslugetu atvinnulífs- ins, þannig að sömu launabreytingar eigi að ganga yfir hvort heldur er um að ræða opinbera starfsmenn eða starfsfólk á almennum vinnu- markaði. Það er fráleit staða að okkar mati að opinberir starfsmenn fái aðrar og meiri launabreytingar í sinn hlut heldur en starfsfólk á almennum vinnumarkaði,” sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, eftir fund vinnuveit- enda með ASÍ í gær. „Nú hefur það gerst að fjármála- ráðuneytið hefur gengið til samn- inga sem þýða allt að 10% hækkun á kaupgjaldi fram eftir þessu ári. Það er gert á grundvelli 6-7 millj- arða króna skattahækkana fyrr á þessu ári og stefnir samt í halla á ríkissjóði. Atvinnulífið er þann veg í stakk búið að það fær ekki risið undir þessum hækkunum. Upplýs- ingar Þjóðhagsstofnunar segja okk- ur að taprekstur í sjávarútvegi yrði um 10% ef þessar launahækkanir gengu fram að öðrum þáttum óbreyttum. Það eru um fjögur þús- und milljónir á heilu ári. Þjóðhags- stofnun hefur mjög takmarkaðar upplýsingar um aðrar atvinnugrein- ar, en þær upplýsingar sem við höfum í höndunum segja okkur það að afkoman í samkeppnisiðnaði og útflutningsiðnaði, verslun, ferða- mannaþjónustu og í rauninni fleiri greinum íslensks atvinnulífs er ekki með ósvipuðum hætti. Við erum þar af leiðandi í þeirri stöðu að geta ekki játast undir óskir viðsemjenda okkar um sambærilegar launa- hækkanir og ríkið hefur samið um,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að hins vegar lægi það fyrir að hluti ríkisstjórnarinnar hefði tjáð sig með þeim hætti að eðlilegt væri að sams konar launa- breytingar gengu yfir almenna vinnumarkaðinn. Annar talsmaður ríkisstjórnarinnar hefði marg ítrek- að að atvinnufyrirtæki hlytu að semja um laun miðað við það sem þau hefðu aflögu. „Við höfum ekki fengið neina skýra mynd af því hver afstaða ríkisstjómarinnar er og þaðan af síður höfum við fengið nokkur skila- boð um það að breytinga sé að vænta _ á efnahagsstjóm i þessu landi. Án breytinga á starfsskilyrð- um atvinnufyrirtækjanna getur ekki orðið um kjarasamninga að ræða á almennum vinnumarkaði," sagði Þórarinn að lokum. Bæjarráð Siglufiarðar: Áhugi á stofnun félags til kaupa á þrotabúi Sigló INNAN bæjarráðs Siglufjarðar er áhugi fyrir því að stofnað verði félag sem hafi það mark- mið að kaupa eigur þrotabús Sigló hf. Yrði þetta reynt um leið og leigusamningur Sigluness hf. á húsnæði og tækjum þrota- búsins rennur út eftir tæpa sjö mánuði. ísak Ólafsson bæjar- stjóri segir að hugmyndin sé að fá stóran hóp einstaklinga og fyrirtækja í bænum til að samein- ast um þetta verkefiii. Undanfarna daga hefur komið fram óánægja ýmissa heimamanna vegna leigu Siglunes á þrotabúi Sigló hf. Hafa einstakir bæjar- stjórnármenn rætt um að kæra beri málsmeðferðina. ísak Ólafsson bæjarstjóri segir að engin slík til- laga hafi enn komið fram í bæjar- ráði eða bæjarstjórn en hann á allt eins von á slíku. Hinsvegar bendir hann á að öll gjaldþrotamál fá meðferð hjá Ríkissaksóknara og eins verði um þetta mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.