Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 105. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 12. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Baker kynnt ný til- laga Sovétmanna Moskvu^ Brussel. Reuter, Daily Telegraph. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur boðist til að fækka ein- hliða skammdrægum kjarnorkueldflaugum Sovétmanna í Evrópu um 500 fyrir lok þessa árs, að sögn bandarískra embættismanna. Kváðu þeir Gorbatsjov ha£a skýrt James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, frá ákvörðun þessari á fundi í Moskvu í gær. Baker kom til Brussel í Belgíu í gærkvöldi en í dag, föstudag, mun hann greina fiill- trúum annarra aðildarrikja Atlantshafsbandalagsins (NATO) frá við- ræðum sínum við sovéska ráðamenn. Baker sagði við komu sína til slíkur ójöfnuður væri rílq'andi. Mun Brussel í gærkvöldi að tillaga Sovét- manna um einhliða fækkun skamm- drægra kjamorkuvopna í Austur- Evrópu breytti engu um þá afstöðu Bandaríkjamanna að óráðlegt væri að helja viðræður um fækkun þess háttar vopna í Evrópu. „Þetta er lítið skref en að sönnu jákvætt," sagði hann. Kvað hann viðræðumar hafa verið sérlega gagnlegar en svo virð- ist sem nokkuð hafi miðað í viðræð- um um Mið-Austurlönd og Nic- aragua. í Moskvu minnti Baker á að Sovét- menn nytu gífurlega yfírburða á þessu sviði kjamorkuheraflans. Vest- rænir vígbúnaðarsérfræðingar telja að Sovétmenn ráði yfir 14 skamm- drægum kjamaflaugum gegn hverri einni í eigu NATO og 1.450 skot- pöllum gegn 88 slíkum í Vestur- Evrópu. Bandaríski utanríkisráð- herrann lagði áherslu á að óhugs- andi væri að hefja viðræður um fækkun þessara vopna á meðan Gorbatsjov einnig hafa kynnt tillögur um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu sem bandarískir embættis- menn sögðu í gærkvöldi að virtust við fyrstu sýn geta fallið að tillögum NATO-ríkjanna á þessum vettvangi. einnig „Hörð , . “ á bls. 24. gagn- Reuter James Baker (t.v) afhendir Míkhafl Gorbatsjov bréf frá George Bush Bandaríkjaforseta við upphaf viðræðna þeirra í gær. í bréfinu sagði að Bandaríkjaforseti vonaðist til þess að umbótastefiia Sovétleið- togans skilaði tilætluðum árangri. George Bush Bandaríkjaforseti sendir aukið herlið til Panama: Hræðumst ekkí yfirþyrmandi hrottaskap einræðisherrans Forsetinn hótar frekari aðgerðum gegn Noriega hershöfðingja Skammdræg kjarnavopn í Evrópu: Norðursjór: Óttast nýja þörungaplágu Bonn. Reuter. NÝ þörungaplága gæti blossað upp í Norðursjónum á þessu sumri og unnið ekki minni skaða á lífríkinu en í fyrrasumar. Kom þetta fram hjá Klaus Töpfer, umhverfisráðherra Vestur-Þýska- lands, í gær. Töpfer sagði á fréttamannafundi, að mildur vetur og mikil mengun í Norðursjó auðvelduðu þörungunum að fjölga sér. Töpfer sagði einnig, að allt benti til, að veiran, sem drep- ið hefði 18.000 seli í fyrrasumar, væri enn að verki enda hefði 69 dauða seli rekið á fjörur í Slésvík- Holstein fyrstu flóra mánuði ársins. Þá hafa einnig fundist dauðir selir við Bretland. Washington. Reuter. Daily Telegraph. GEORGE BUSH Bandaríkjaforseti hyggst senda um 2.000 manna herlið til styrktar gæsluliði Bandaríkjamanna í herstöðvum við Panama-skipaskurðinn. Markmiðið er að sögn bandarískra stjórn- valda að tryggja frekar öryggi óbreyttra, bandariskra borgara í landinu, en þeir munu vera 30-40 þúsund, auk þess að stuðla að endurreisn lýðræðis í Panama. Forsetinn sagði að ef þörf krefði yrði gripið til víðtækari aðgerða. Opinberir starfsmenn Banda- ríkjanna sem búa utan herstöðva og skyldulið þeirra verða flutt til tryggari bústaða eða úr landi. Bandaríski sendiherrann verður kallaður heim og bandarísk fyrirtæki hvött til að flytja starfsmenn sina á brott. I bandaríska gæsluliðinu eru fyrir um 11.000 manns og ræður það m.a. yfir vopnuðum þyrlum og orrustuþotum. Forsetinn sakaði Manuel Noriega hershöfðingja og helsta valdamann Panama um að hundsa úrslit forsetakosninganna síðastliðinn sunnudag með því að láta lýsa þær ógildar. Erlendir full- trúar og talsmenn kaþólsku kirkj- unnar segja fullvíst að andstæðing- ar herforingjaklíku Noriega hafi unnið yfirburðasigur í kosningun- um. Fylgismenn Noriega réðust með lurkum og jámstöngum á stjómar- andstæðinga í Panamaborg á mið- vikudagskvöld og slösuðu m.a. for- setaefni stjómarandstæðinga, Gui- ellermo Endara, á höfði. Óttast er að hann hafi orðið fyrir varanleg- um heilaskaða. Bush forseti sagði á blaðamannafundi að Bandaríkin myndu vinna að því ásamt stjóm- völdum í ríkjum Rómönsku Ameríku að finna ráð við vargöld- inni í Panama. Bandaríkjamenn myndu hvorki viðurkenna eða á nokkum hátt sætta sig við að stjómvöld í landinu byggðu völd sín á ofbeldi og træðu undir fótum rétt þjóðarinnar til frelsis. „Hrotta- skapur einræðisherrans Noriega skýtur okkur ekki skelk í bringu, hversu yfirþyrmandi sem hann er,“ sagði forsetinn. Hann sagði Bandaríkjamenn, líkt og almenn- ing í Panama, vænta þess að her landsins tæki upp baráttu fyrir lýðræði. Yfirkjörstjóm í Panama útskýrir ógildingu forsetakosninganna með því að vísa til meintrar erlendrar íhlutunar ásamt ásökunum um mistök við framkvæmd kosning- anna. Sjá einnig bls. 24: „Hemaðar- íhlutun gæti orðið ...“ Noregnr: Stund milli stríða í Afganistan Afganskir stjómarhermenn leika blak í þorpi einu skammt frá höf- uðborginni, Kabúl. Svo sem sjá má þykir viturlegra að leggja ekki vígtólin frá sér þótt stund gefist milli stríða en sá í kuflinum er vopnaður sovéskri hríðskotabyssu af gerðinni AK-47. Reuter Skelfiskævintýrinu lokið og 12 milljarðar í súginn Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Skelfiskævintýrinu norska er lokið með allsheijaruppgjöf og gjald- -4»**oti. Á sínum tíma vom 26 skip smíðuð fyrir hörpudiskveiðarnar en þau liggja nú öll bundin við bryggju. Bankastofnanir, útvegs- menn og ríkið hafa líklega tapað allt að 12 mil(jörðum ísl. kr. Sem dæmi um fjárfestinguna í skelfiskveiðunum má nefna, að meðal skipanna 26 eru þrír sérsmíð- aðir skelfisktogarar, sem kostuðu hver rúmlega 700 milljónir ísl. kr., og önnur skip voru endurbyggð fyrir allt að 300 milljónir. Þegar gullæðið hófst á árunum 1985 og 1986 fengust nærri 400 kr. ísl. fyr- ir kílóið af hörpudiski en nú hefur verðið fallið um helming, í tæpar 200 kr. „Uppbygging skelfiskflotans er mesta ijárfesting í einni grein, sem um getur í norskum sjávarútvegi, og um leið mestu mistökin fyrr og síðar,“ segir Jan Sundet, fískifræð- ingur við norska sjávarútvegshá- skólann, en það var ekki aðeins verðhrun á erlendum mörkuðum, sem gerði út af við veiðamar. Mik- ill ís á miðunum gerði þær oft á tíðum mjög erfiðar og svo það, að skipin voru undra fljót að þurrka upp alla skel á stórum svæðum. Þessi vandræði í skelfiskveiðun- um koma ofan á allt annað, sem hijáir norskan sjávarútveg um þess- ar mundir. Sem dæmi má nefna, að allar þorskveiðar hafa verið bannaðar fram til júníloka og bann við laxveiðum í sjó hefur einnig komið illa við marga. Er ástandið svo alvarlegt, að norsku sjómanna- samtökin sáu sig tilneydd til þess í gær að biðja ríkisstjórnina um aukastyrk við sjávarútveginn upp á nærri 2,4 milljarða ísl. kr. A að nota féð til að forða sumum fyrir- tækjum frá gjaldþroti og til að auð- velda endurskipulagningu þeirra og annarra. Áður hafði um það sam- ist, að stjórnvöld legðu sjávarútveg- inum til á þessu ári rúmlega 7,2 milljarða ísl. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.