Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989
13
Strandapósturinn
Bókmenntir
ErlendurJónsson
STRANDAPÓSTURINN.
XXn.   140  bls.  Útg.  Átthagaf.
Strandamanna. 1988.
Strandapósturinn hefst á ljóði
eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka
sem hann nefnir Heim. Það má
vera lýsandi fyrir ritið og félagið
sem að baki þvi stendur. Átthagafé-
lag er samtök brottfluttra sem
hugsa heim. Og fáar sýslur munu
hafa orðið að sjá á bak fleirum en
Strandasýsla. íbúar eru þar um ell-
efu hundruð og fer fækkandi ef
eitthvað er. Ef til vill eru brott-
fluttir litlu færri, flestir líkast til
búsettir í Reykjavik og nágrenni.
Að venju er í riti þessu blandað
efni: kveðskapur og fróðleikur af
ýmsu tagi. Höfundar eru fólk á
efra aldri. Og bernskuminningar
setja svip á ritið. Meðal þeirra sem
hverfa þannig aftur til Iiðnu áranna
er Böðvar Guðlaugsson. Hann hefur
sent frá sér ljóðabækur og er skáld
gott þó nafni hans hafí sjaldan ver-
ið á loft haldið; kannski vegna þess
að hann er góður hagyrðingur, en
hagmælska telst ekki sem fyrrum
nauðsynlegur undanfari skáldskap-
ar, jafnvel þvert á móti! Skopkvæði
Böðvars eru sum bæði beinskeitt
og gagnorð. Bernskuminningar frá
Kolbeinsá heitir þáttur Böðvars;
stuttur; mætti vera lengri; gæti
verið inngangur að lengri frásögn.
Þorsteinn Matthíasson, sem
kunnur er af bókum sínum og út-
varpserindum, segir í þættinum
Hann er góður greyið, éggefhonum
fjóra, frá þvi hvernig það atvikaðist
að hann gerðist kennari. Markverð
er sú saga fyrir ýmissa hluta sakir.
Sveitaskólarnir á fyrstu áratugum
aldarinnar eru merkilegur kapítuli
i skólasögunni. Fólk vissi að mennt-
unin kostaði sitt en var þá líka
reiðubúið að greiða fyrir hana og
hvetja unga menn til kennaranáms.
Þannig varð það fyrir annarra
áeggjan að Þorsteinn gerðist kenn-
ari.
Þeir, sem skrifa i Strandapóst-
inn, munu fæstir hafa stundað rit-
störf um ævina. En til er fólk sem
virðist svo áskapað að orða hugsun
sína í rituðu máli að engu er líkara
en það hafi ekki gert annað um
ævina. Svo er um Jónu Vigfús-
dóttur frá Stóru-Hvalsá sem segir
frá sjóróðrum á Hrútafirði í ung-
dæmi sínu. Sjálfsagt þótti þá að
stúlkur réru til fiskjar ef þær höfðu
til þess löngun og þor. En Jóna er
ekki aðeins að lýsa gömtum at-
vinnuháttum; hún vekur líka upp
andblæ liðna tímans með sinni dul-
mögnuðu tilfinningu þar sem fólk
bætti sér upp fábreytileik hins dags-
daglega með þvi að gefa imyndun-
araflinu þvi lausari tauminn.
Því þá var sú tíð ekki liðin er
hið dulda blómstraði í vitundinni
og brá lit yfir hversdagsleikann sem
ella hefði orðið bæði grárri og fá-
breyttari. Dulræn lífsatvik er fyrir-
sögn nokkurra stuttra þátta eftir
Guðrúnu Jónsdóttur frá Kjós. Guð-
rún er nýlega látin. í inngangi seg-
ir að lífsleið Guðrúnar hafi verið
Ingólfiir   Jónsson   frá   Prests-
bakka.
»oft mjög erfið og þyrnum stráð«
og mun það vera orð" að sönnu.
Eigi að síður hefur Guðrún verið
bæði dreymin og draumspök og þá
líka gefið sér tíma til að skrásetja
það sem fyrir hana bar og henni
þótti í frásögur færandi. Guðrún
var hálfsystir J>ess mæta manns,
Simonar Jóh. Agústssonar.
En þeir Strandapóstsmenn kafa
líka lengra aftur í fortíðina. Tómas
Einarsson skrifar Um Hallvarð
Hallsson frá Horni sem uppi var á
seinni hluta 18. aldar, og Guðmund-
ur G. Jónsson hefur sett saman
þáttinn Málaferli út af feitmeti en
þau drógu slóða til skipsstrands er
varð árið 1866. Það var á allra síð-
ustu árum hýðinga og rikisdala og
þótti þá yfirvöldum henta að taka
húð fyrir gjald þar eð margur átti-
smátt af hinu síðar talda. En þvi
horfa fræðimenn gjarnan til saka-
mála af þessu tagi að um þau eru
til skjalfestar heimildir. Yfirheyrsl-
ur gefa oft furðuglögga hugmynd
um kjör fólks fyrr á tímum; og
reyndar lífshætti yfirhöfuð.
Fleira er í þessum Strandapósti.
Það, sem hér hefur verið nefnt,
má þó gefa glögga hugmynd um
efni ritsins, ekki aðeins nú heldur
árin i Tgegnum. Það er í sjálfu sér
ærið verk að halda úti slfku riti á
þriðja tug ára og láta ekki deigan
síga. Margt hvað, sem birst hefur
í ritinu, hefur almennt þjóðfræði-
og menningarsögugildi fyrir utan
að þeir Strandamenn hafa dyggi-
lega haldið í heiðri sögu síns héraðs.
Ritdómur um bók-
ina „Bakþanka"
Bækur
Katrín Fjeldsted
„Bakþankar" eftir Bente Krist-
ensen og Bente Hövmand.
Útg. Vinnueftirlit ríkisins, 1989.
Þýðendur: Hólmfríður K. Gunn-
arsdóttir, Hulda Olafsdóttir og
Vilhjálmur Rafiisson.
Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið
út bókina BAK-þanka eftir Birgitte
Kristensen og Bente Hövmand sem
gefin var út af danska ríkisútvarp-
inu 1986. Höfundar eru sjúkraþjálf-
arar sem starfa í Kaupmannahöfn
og tengist bók þeirra átta sjón-
varpsþáttum, sem nú er verið að
sýna í Fræðsluvarpi sjónvárpsins.
Myndböndin fást keypt þar, en bók-
in fæst hjá Vinnueftirliti ríkisins
og í bókaverslunum.
Óhætt er að segja að hér sé á
ferðinni vandað og vel unnið
fræðsluefni. Allir læknar vita hve
kvartanir frá baki eru algengar.
Bakverkir valda vinnutapi og draga
úr vellíðan fólks. Flestir þekkja
bakverki af eigin raun eða vegna
þess að vinir eða ættingjar hafa átt
við þá að stríða. Málið kemur því
mörgum við.
Bókin skiptist í átta kafla. Þeir
fjalla meðal annars um uppbygg-
ingu hryggjarins, limaburð, hvernig
á að lyfta, bera, ganga, hlaupa og
sitja, hvflast og sofa. Nú mætti
ætla að flestum væri eðlilegt að
gera allt þetta án sérstakrar til-
sagnar, umfram það að læra að
ganga á fyrsta og öðru aldursári.
Svo er þó ekki. Algengt er að lima-
burði sé alvarlega áfátt, vinnustell-
ingar rangar, vöðvar spenntir og
stífir eða þá líkaminn slyttislegur.
Um allt þetta er fjallað á ljósan og
einfaldan hátt í bókinni með fjölda
ljósmynda og teikninga til skýring-
ar.
Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá
hvernig strik dregið lóðrétt eftir
spegli getur hjálpað til að sjá hvort
staðið sé rétt. Góð líkamsstaða á
að vera bein en ekki spennt. Sé hún
bein og góð fellur lóðrétta strikið
rétt fyrir aftan eyrað, mitt í gegnum
axlirnar, gegnum eða rétt fyrir aft-
an mjaðmahnútuna, rétt fyrir aftan
hnéskelina og á miðja ristina. Ég
mæli með því, að þú, lesandi góð-
ur, gaumgæfir hið fyrsta hvort
líkamsstaða þín sé rétt samkvæmt
þessu. Sé svo, dugir þér ef til vill
að lesa bókina einu sinni. Sé svo
ekki, held ég að bókin ætti að eiga
sér fastan samastað á náttborðinu
Þankar í upphafi
Bókmenntir
og að þú ættir að gera æfingar sem
þar eru kenndar, allavega kvölds
og morgna, ef ekki oftar.
Hús skemmdist í eldsvoða
Flateyri.
ELDUR kom upp í kjallara íbúð-
arhússins í Hafnarstræti 13, Flat-
eyri, á hvítasunnudag. Mikið
skemmdist i eldi og reyk. Finun
manna fjölskylda bjó í húsinu og
var að heiman er eldurinn kom
upp.
Eldsupptök er ókunn en talið er
að kviknað hafí 5 út frá rafmagni.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
og tókst að bjarga búslóð fólksins
sem bjó í húsinu. Tvær búslóðir
voru geymdar í kjallara hússins og
eyðilögðust þær. Stórbruni hefði
getað orðið ef ekki hefði tekist að
ráða niðurlögum eldsins því húsið
er samfast við gisti- og veitinga-
staðinn Vagninn á Flateyri og stutt
yfir í Kaupfélag Önfirðinga.
Mjög slæmt veður var á hvíta-
sunnudagá Flateyri.
Jóhann Hjálmarsson
Bjarni Bjarnason: UPPHAFIÐ.
Augnhvíta 1989.
Upphafið er fyrsta bók ungs höf-
undar, Bjarna Bjarnasonar. Að
hætti byrjenda veltir hann ýmsu
fyrir sér og freistar að gera ljóð
úr þönkunum. Eitt þeirra nefnist
Ráð:
Hugsaðu ekki um hvað þú ert
heldur hvað líti út fyrir að þú sért
Hugsaðu ekki um hvernig þér líður
heldur hvernig líti út fyrir að þér líði
Hugsaðu ekki um hvað þér finnst um þig
heldur hvað öðrum kann að finnast um þig
Stundum mætti halda að höfund-
urinn væri reynslunni ríkari, hefði
lifað tímana tvenna. í Leiðum kemst
hann vel að orði, bregður upp hnytt-
inni ævimynd:
Ung og hrifnæm
dreyma hvort um annað
hafa enn ekki ratað saman
seinna öldruð hjón
hver voru fyrstu orðin
Ljóð samnefnt bókinni er langt,
í senn í því mælska og leikur sem
lofa góðu. Endurtekningar skipta
töluverðu máli í Ijóðinu. Það sem
háir tjáningu Bjarna er aftur á
móti að rabbstíllinn verður of fyrir-
ferðarmikill og á kostnað mynd-
Bjarni Bjarnason
rænu sem oft ræður úrslitum í ljóð-
list. En hér er góð viðleitni á ferð-
inni og það má vissulega segja um
fleiri ljóð Upphafsins.
Yfírleitt nær Bjarni Bjarnason
bestum árangri í styttri ljóðum,
honum hættir til að vera ekki nógu
markviss í þeim lengri. Undantekn-
ing er þó Hann sagði þar sem um-
búðalaus talstíllinn nýtur sín.
Ljóðin í Upphafinu eru misjöfn
og fá beinlínis eftirminnileg. En það
eru átök, leit í þeim bestu og slíkt
fer vel í bókum eftir ung skáld.
Súper-Apex fargjald.
AUar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum
Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
FLUGLEIDÍR
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni
og Leifsstöð. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.
:->ijv sn
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52