Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989
Fóstrumenntun
á háskólastigi
eftír Gyðu
Jóhannsdóttur
Seinni hluti
í fyrri grein minni um fóstru-
menntun ræddi ég um ýmis atriði,
sem þyrfti að athuga vandlega áður
en ákveðið væri að flytja_ fóstru-
menntun til Kennaraháskóla íslands.
Áður en ég ræði hvernig efla má
Fósturskóla Islands sem sjálfstæða
stofnun á háskólastigi, rek ég í ör-
stuttu máli þróun starfsmenntunar á
Vesturlöndum og íslandi og þróun
stúdentsprófs.
Þróun starfsmenntunar á
Vesturlöndum og íslandi
Sl. áratugi hefur orðið mikil breyt-
ing áháskólamenntun á Vesturlönd-
um. Ýmis konar starfsmenntun sem
áður fór fram í sérskólum hefur
færst á háskólastig. Fjölbreytni há-
skólanáms hefur því aukist.
Margar þjóðir hafa aðgreint hefð-
bundið almennt háskólanám „Uni-
versity", „Universitet" og tiltölulega
stuttar námsbrautir á háskólastigi.
Almenn hefðbundin háskóla-
menntun er menntun og þjálfun
ákveðinna embættismanna. Einnig
er lögð megináhersla á grundvallar-
rannsóknir og fræðilegt nám i tengsl-
um við þær. Styttri námsbrautir á
háskólastigi eru t.d. ýmis konar
starfsmenntun s.s. kennarar, fóstrur,
hjúkrunarfræðingar, tæknifræðing-
ar, svo eitthvað sé nefnt. Þessar
námsbrautir hafa verið nefndar Col-
lege, Community College (Banda-
ríkin), Högskola (Noregur, Svíþjóð)
svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem ljúka
þessum námsbrautum hljóta sérstakt
starfsheiti eða menntagráðu (mis-
jafnt eftir löndum), en geta síðar
farið í framhaldsnám annað hvort
innan námsbrautarinnar (Högskola í
Noregi) og öðlast rétt til að bera
æðra starfsheiti eða aukið þekkingu
sína innan almenns hefðbundins há-
skólanáms og fengið æðri menntagr-
áðu (sbr. NOU 1988:28 Norges of-
fentlige utredninger).
Þessi tilfærsla á starfsmenntun
hefur einnig átt sér stað á islandi
þ.e.a.s. allmargir starfsmenntunar-
skólar hafa gert stúdentspróf að inn-
tökuskilyrði og stofnanir síðan leitast
við að skilgreina hlutverk sitt á há-
skólastigi (í mismiklum mæli þó).
Hér má nefna Kennaraháskóla ís-
lands sem fyrstur reið á vaðið árið
1971. í kjölfarið fylgdu Hjúkruna-
rskóli íslands, Þroskaþjálfaskóli ís-
lands. Nú er verið að undirbúa sam-
eiginlegt frumvarp fyrir „listaskól-
ana" og flytja þá á háskólastig.
Háskóli á Ákureyri hefur tekið til
starfa. Rétt er að benda á að Sam-
vinnuskólinn og Verslunarskóli ís-
lands eru einnig á sömu braut. Hér
á landi hefur hins vegar engin sund-
urgreining á háskólastigi átt sér stað.
Menn deila um einkenni háskóla-
náms. Er skóli sem breytir inntöku-
skilyrðum í stúdentspróf orðinn há-
skóli? Er háskólanám eingöngu
menntun embættismanna og fræði-
legt nám sem tengist grundvallar-
rannsóknum? Eru styttri námsbraut-
ir eins og getið er um hér að framan
raunverulegt háskólanám? Leitað er
svara við þessum spurningum og nú
starfar nefnd á vegum menntamála-
ráðuneytisins sem ætlað er að skil-
greina hugtakið háskólanám.
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast ástúdentsprófíð og þær ógöngur
sem íslendingar eru að komast í með
því að breyta inntaki stúdentsprófs
og auka möguleika sem flestra að
ná því takmarki, en líta jafnframt á
prófið sem aðgöngumiða í hefð-
bundið háskólanám. Viðhorfin gagn-
vart stúdentsprófi hafa því ekki
breyst þótt inntak stúdentsprófsins
hafí breyst og fjöldi þeirra sem þreyja
þetta próf hafi aukist. Þróunin hér
á íslandi er að nokkru leytí í sam-
ræmi við þróun framhaldsskóla í
nágrannalöndunum, en þó er hún um
margt ólík.
Hún er lík að því leyti að hlutfall
árgangs, sem lýkur stúdentsprófi
hefur aukist bæði hér ájandi og t.d.
á Norðurlóndunum. Á íslandi hefur
hlutfallið 35% árgangs verið nefnt.
Ætla má að það hlutfall aukist eitt-
hvað ef svo fer fram sem horfír hvað
varðar þróun framhaldsskóla. Inntak
stúdentsprófs er einnig orðið miklu
sveigjanlegra bæði hér á landi og
erlendis, þ.e.a.s. nemendur eiga kost
á mun meira vali í námi en áður.
Þróunin er hins vegar ólík um
margt, t.d. ljúka nemendur annar
staðar á Norðurlöndum yfirleitt námi
í framhaldsskóla á þremur árum.
Háskólar (Högskola og Universitet)
hafa að auki opnað skólana mun
meira en gert hefur verið hér á landi,
þ.e.a.s. væntanlegur háskólanemi
verður ekki að hafa lokið námi í
framhaldsdeild til fulls. Ýmsar leiðif
eru farnar í því skyni að tryggja
undirbúningsmenntun svo sem stúd-
entspróf í ákveðnum greinum. Nem-
andi fær jafnvel að hefja nám við
starfsmenntunarskóla á háskólastigi,
en er gert að ljúka jafnhliða til-
teknum framhaldsskólaáföngum inn-
an ákveðins tiltekins tíma (sbr. ýmsa
starfsmenntunarskóla á háskólastigi
í Noregi). Ýmsar aðrar leiðir eru til
þó að ég nefni þær ekki hér. Mér
Gyða Jóhannsdóttir
„Einn af meginkostun-
um við að færa Fóstur-
skóla íslands á háskóla-
stig er að tryggja betri
undirbúning nemenda
sem ætla sér í fóstru-
nám, þannig að þeir
geti nýtt sér betur en
nú það nám sem er í
boði."
sýnist svo að þessi íslenska tíma-
skekkja hvað varðar viðhorf til stúd-
entsprófs, sé að leiða okkur í miklar
ógöngur.
Það tekur u.þ.b. 4 ár að ljúka stúd-
entsprófi á íslandi. Æ fleiri starfs-
menntunarskólar færast á háskóla-
stig með stúdentspróf sem inntöku-
skilyrði, en ekki er líklegt að hlut-
fáll árgangs sem lýkur stúdentsprófi
aukist í samræmi við hert inntöku-
skilyrði. Forráðamenn skólanna virð-
ast almennt ekki opna skólana opin-
berlega.
Tækniskóli íslands er undantekn-
ing í þessari þróun, það er skóli sem
er bæði á framhaldsskólastigi og
háskólastigi og kemst nokkuð vel frá
þeim vanda varðandi stúdentspróf
sem ég lýsti hér að framan. Sam-
vinnuskólinn   og   Verslunarskólinn
virðast einnig vera að þróast í þessa
átt.
Fósturskóli íslands sem
sjálfstæð stofhun á
háskólastigi
Hér á eftir greini ég frá megin-
hugmyndum mínum um hvernig
færa má Fósturskóla íslands á há-
skólastig ánþess að rata í fyrrnefnd-
ar ógöngur varðandi stúdentsprói
sem inntökuskilyrði. Einn af megin-
kostunum við að færa Fósturskóla
íslands á háskólastig er að tryggja
betri undirbúning nemenda sem ætla
sér í fóstrunám, þannig að þeir geti
nýtt sér betur en nú það nám sem er
í boði.
Annar kostur er sá að skólanum
er gert kleift að annast ráðgjöf vegna
þróunar og nýbreytnistarfs á dag-
vistarheimilum og vinna að rann-
sóknum í samvinnu við Rannsóknar-
stofnun uppeldismála. Fósturskólinn
skal því markvisst vinna að því að
þróa og aðlaga námið að kröfum um
fóstrunám á háskólastigi (svipað og
gert er t.d. í Noregi).
Hlutverk Fósturskóla
Islands
Kveða þarf nánar á um hlutverk
Fósturskóla íslands, þannig að hon-
um verði falið að mennta fólk til
uppeldisstarfa á hvers konar uppeld-
isstofnunum fyrir börn frá fæðingu
til skólaaldurs svo sem vöggustofum,
dagheimilum, vistheimilum, leikskól-
um, forskólabekkjum grunnskóla og
leikvöllum. Skólinn menntar einnig
fóstrur til starfa á skóladagheimilum
og barnadeildum sjúkrahúsa.
Kveða þarf nánar á um símenntun
fóstra, þ.e.a.s. stutt endurmenntun-
arnámskeið og árlangt framhalds-
nám, en undanfarin ár hefur Fóstur-
skólinn boðið upp á fjölbreytt endur-
menntunarnám-
skeið. Árin 1983-84 og 1987-88 var
starfandi fóstrum boðið upp á ár-
langt f ramhaldsnám og var það eink-
um ætlað þeim sem hugðu á stjórn-
unar- eða ráðgjafastörf, en nemend-
um jafnframt boðið upp á nokkra
sérhæfingu, (starf á skóladagheimil-
um, börn og sjúkrahús, skapandi
starf með börnum, félagsleg frávik
og þroskaafbrigði). Mikilvægt er að
framhaldsnám verði almennur þáttur
Sumardagar hjá
Gunnari Gunnarssyni
eftir Hildigunni
Hjálmarsdóttur
Danmörk varð snemma fastur
punktur í tilverunni þegar ég var
lítil. Þar bjó hann frændi minn sem
sendi mér böggla með leikföngum
og móður minni bækur, sem hún
mat meira en aðrar bækur. Ég vissi
að frændi hafði farið út í heiminn,
fátækur sveitadrengur, til að vinna
sér frægð og frama alveg eins og
persónurnar í ævintýrabókunum
mínum, og honum hafði tekist þetta
þó að hann væri eldrauðhærður.
Hann var ímynd ljóta andarungans
sem varð að svani.
Ég hafði ekki séð frænda nema
á mynd, en vorið sem ég varð gagn-
fræðingur bauð hann mér til sum-
ardvalar á heimili sínu, Fredsholm.
Þessi dvöl var mér lærdómsrík, því
mér varð ljóst að allt sem er nokk-
urs virði kostar mikla fyrirhöfn.
Þegar ég á merkum tímamótum lít
um öxl verða þessir sumardagar
sérstaklega skýrir.
Franziska tók á móti mér í bláum
sumarkjól. Hún leiddi mig um húsið
og garðinn og fór seinast með mig
inn í skrifstofu til frænda, sem stóð
upp frá skrifborðinu og heilsaði mér
innilega. Mér fannst ég standa á
helgri jörð. Þarna urðu þá bækurn-
ar hans til sem gerðu hann svo
frægan. Þó dönskukunnáttan væri
bágborin hafði ég þó komist í gegn-
um Sögu Borgarættarinnar og ætl-
aði ekki að láta þar staðar numið.
Ég horfði hugfangin á bækurnar,
sem þöktu hér alla veggi og hugs-
aði mér gott til glóðarinnar að skoða
þær nánar síðar.
v . Nú komu frændur mínir og heils-
uðu mér. Ég þekkti þá ekki aftur
af gömlu myndunum sem mamma
átti. Þar voru þeir drengir á hálf-
sokkum, Gut og Trold. Fyrir framan
mig stóðu fulltíða menn, Gunnar
listmálari með vinnustofu í Kaup-
mannahöfn, Úlfur menntaskóla-
nemi. Nú birtist íslenski hesturinn
hún Doppa, sem gekk sjálfala í
garðinum. Hún ætlaði greinilega
inn í stofu að heilsa mér, en Franz-
iska ýtti henni ástúðlega til baka
og svo var henni gefinn brauðbiti.
Við urðum miklir mátar áður en
sumarið var liðið. Doppa var þræl-
dekruð heimasæta sem stakk
hausnum inn um eldhúsgluggann,
þegar henni f annst þörf á að minna
á sig og það var ósjaldan.
í þessu húsi ríkti strangur vinnu-
agi. Fyrir allar aldir á morgnana
var frændi sestur við skrifborð sitt
fyrir lokuðum dyrum. Fram heyrð-
ist viðstöðulaust glamur í ritvélinni
en þagnir á milli. Franziska gekk
hæglát að sínum störfum. Hún
þurfti mörgu að sinna, húsið var
stórt, auk matseldar sultaði hún og
sauð niður og svo hirti hún blómin
sín af mikilli kostgæfni. Frændi
vann sleitulaust þar til klukkan eitt
er þá var snæddur frúkostur, venju-
lega í garðinum, þar sem lagt var
á borð undir laufmikilli eikarkrónu.
Flugurnar sóttu í hunangið og þeg-
ar ég var svo vitlaus að banda vesp-
unum frá stungu þær mig svo að
handleggirnir á mér stokkbólgnuðu.
Síðan hef ég gætt mín vandlega á
vespum.
Þó frændi væri mér fjarska góð-
ur var hann stundum annarshugar
og þungur á brún, þegar hann kom
út úr skrifstofu sinni til að borða.
Þá vissi ég að skriftirnar sæktust
honum erfiðlega. Það hlaut að vera
geysilega vandasamt að semja heila
bók, skapa persónur og söguþráð
og skrifa svo þar að auki á dönsku.
Við tókum þátt í erfiðleikum hans
með því að trufla hann ekki með
tali við borðið. Við snæddum þegj-
andi og bárum síðan hljóðlega fram
matarílátin og þvoðum þau upp.
Um miðjan dag fór frændi út að
ganga og var misjafnlegá lengi í
burtu. Síðan hvarf hann aftur til
sinnar einmanalegu iðju bak við
luktar dyr þar sem hann dvaldi fram
að kvöldverði. Hann undi sér eigin-
lega aldrei hvíldar því á kvöldin var
hann ævinlega eitthvað að sýsla við
bækur.
Þetta sumar naut ég mikillar
útiveru. Ég gekk í garðinum og
skoðaði tré og jurtir sem ég vissi
lítil deili á. Sterkur ylmur rósanna
sveif á mig eins og vín. Bakatil í
garðinum var andapollur. Endur og
andarungar syntu fram og aftur.
Stundum urðu áflog því hart var
barist um ætið. Mér fannst ég vera
komin mitt inn í ævintýri H.C.
Andersens. Sveppatínsluferðirnar
með Franzisku eru mér enn í fersku
minni. Við tíndum þá í nálægum
skógi. Við höfðum hvor sína körfu.
Franziska gekk á undan með rauð-
an klút bundinn um höfuðið. Hún
benti mér á hvaða sveppi ég ætti
að tína og þegar heim kom athug-
aði  hún  vel  hvort engir eitraðir
Systur Gunnars, Soffía og Þór-
unn, með skinnin sem Gunnar
færði þeim frá Rússlandi. Myndin
tekin á Ráðhústorginu.
„Eg hef sett hér á blað
fáeinar minningar frá
þessu ógleymanlega
sumri. Þær hafa verið
áleitnar nú, þegar
hundrað ár eru liðin frá
fæðingu frænda og dag-
ar ævintýranna eru
liðnir." *
sveppir væru í minni körfu. Ævin-
lega þegar ég kem í skóg finn ég
til samskonar dulúðar og á þessum
ferðum.
Frændi þurfti oft að taka á móti
gestum því margir höfðu hug á að
hitta hann. Minningin um flest þetta
fólk er óljós í huga mér enda sá
ég það bara einu sinni. Af þeim sem
komu oftar er mynd Ottos Geldsteds
skýrust og ég met það mikils á
seinni árum að hafa séð þennan
mikla bókmenntamann.
Frændi hafði talað um að taka á
leigu sumarbústað við sjóinn svo
sem hálfsmánaðartíma. Þetta var
smáhús nálægt Roskilde, fjögur lítil
herbergi og eldhúskríli. Eitt her-
bergi var stofa. Þarna var yndislegt
að vera. Við fórum í sjóinn tvisvar
til þrisvar á dag og í göngutúra
meðfram ströndinni. Frændi var
kátur og áhyggjulaus, hvorki gesta-
komur eða sími myndu raska ró
hans hér. Um miðja nótt hrekk ég
upp með andfælum. Einhver er að
klifra inn um gluggann á herbergi
mínu. Ég stekk felmtruð fram og
kalla á hjálp. Frændi, Franziska og
Úlfur koma öll á vettvang. Maður-
inn er kominn inn og við sjáum að
hann er dauðadrukkinn með
brennivínsflösku í hendinni. Hann
faðmar frænda grátklökkur og seg-
ist verða að finna hann, biðja hann
að lesa yfír handrit. Hann vegur
salt á gólfinu, þvöglumæltur.
Frændi styður hann inn í stofu en
Franziska segir mér að fara að sofa.
Þegar ég kem á fætur næsta morg-
un sefur gesturinn á sófanum í stof-
unni en frændi situr brúnaþungur
í eldhúsinu. I þrjá sólarhringa sat
gesturinn utan af Islandi sem
fastast, en þá tókst frænda loksins
að koma honum burt með fortölum.
Við vörpuðum öndinni léttar þegar
snjáður rykfrakkinn og hattkúfur-
inn hurfu fyrir horn á hótelinu fyr-
ir qfan, á leið að brautarpallinum.
Ég hef sett hér á blað fáeinar
minningar frá þessu ógleymanlega
sumri. Þær hafa verið áleitnar nú,
þegar hundrað ár eru liðin frá fæð-
ingu frænda og dagar ævintýranna
eru liðnir.
Höfiindur er hústnóðir í
Reykjavík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52