Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 23 Fundur Arababandalagsins: Egyptar taka þátt í fyrsta sinn frá 1979 Nikosíu, Rabat. Reuter. HASSAN Marokkókonungnr bauð á þriðjudag Hosni Mubarak, for- seta Egyptalands, að taka þátt í skyndifundi Arababandalagsins sem haldinn verður í Casablanca í Marokkó 23. maí. Er þetta í fyrsta sinn sem Egyptum er boðin þátttaka í fundum bandalagsins frá því á árinu 1979, er Egyptar undirrituðu friðarsamning við ísraela. Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi hefur hafið herferð gegn fiundinum og líbýska fréttastofan JANA skýrði frá því að hann hefði sannfært Sýrlendinga og Kúvætmenn um að ekki hefði verið þörf á að boða til fundarins. Reuter JANA greindi frá því að Gaddafi hefði hringt í leiðtoga Sýrlands, Kúvæts, Alsírs og Túnis til að sann- færa þá um að fundurinn væri ekki Wojciech Jaruzeiski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins greiðir atkvæði með lögleiðingu rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Póllandi á þinginu í gær. _______________ Pólland: Sögulegar sættir milli ríkisins og kirkjunnar Varsjá. Reuter. SAMÞYKKT voru á pólska þinginu í gær lög sem heimila í fyrsta sinn frá valdatöku kommúnista árið 1944 starfsemi rómversk-kaþólskukirkj- unnar 1 Póllandi. Þar með hafa pólsk stjórnvöld fyrst austur-evrópskra ríkisstjórna kornið á formlegum sáttum við kaþólsku kirkjuna. Allt bendir til þess að Pólland verði innan fárra mánaða fyrsta Austantjalds- ríkið sem sem tekur upp fullt stjórnmálasamband við Páfagarð. Wojciech Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, var einn hinna 306 þingfulltrúa sem greiddu atkvæði með lagasetning- unni en 12 þingfulltrúar greiddu at- kvæði gegn henni. Á þinginu voru jafnframt samþykkt tvenn önnur lög sem snerta pólsku kirkjuna. Annars vegar lög um trúfrelsi og hins vegar lög um að pólskir prestar, sem taldir eru vera hátt í 65.000 talsins, hafi jafnan aðgang á við aðra borgara að félagslegum stofnunum ríkisins. Ríkið og kirkjan lögðu blessun sína yfir lögin skömmu eftir að ríkis- stjórnin og stjórnarandstaðan undir- rituðu umbótasáttmála 5. apríl síðastliðinn, sem er liður í þjóðarsátt og lýðræðisviðleitni í Póllandi. í nýju lögunum er kveðið á um rétt kirkjunnar til að stofna og reka kaþólska skóla, byggja kirkjur og halda uppi kristnifræðikennslu. í lög- unum er einnig kveðið á um að eign- um kirkjunnar verði skilað, þar á meðal byggingum, sjúkrahúsum og jörðum, sem ríkið sló eign sinni á eftir valdatöku kommúnista. Þá er kirkjunni heimilt að sjón- varpa og útvarpa sunnudagsguð- þjónustum, stofna sjónvarps- og út- varpsstöðvar og gefa út bækur og dagblöð. Talaðu við ofehur um eldhústæfei nauðsynlegur. Utanríkisráðherra Sýrlands hafði skýrt frá því að Sýrlendingar tækju þátt í fundin- um, en Hafez al-Assad, forseti Sýr- lands, sagði Gaddafí að Sýrlending- ar væru sammála Líbýumönnum um að ekki hefði þurft að boða til fundarins, að sögn fréttastofunnar. Jaber al Ahmed, leiðtogi Kúvæts, sagði við Gaddafi að Kúvætmenn væru ekki sannfærðir um að ástæða væri til þess að efna til sérstaks fundar leiðtoga Arababandalagsins og að þeir vissu ekki hvaða mál yrðu rædd á fundinum í Casablanca. Samskipti Egypta og annarra arabaríkja hafa verið slæm síðan Egyptar sömdu um frið við ísraela árið 1979. Yasser Arafat, leiðtogi Frelissamtaka Palestínumanna, PLO, hvatti Hassan Marokkókon- ung til þess að boða til fundarins en að sögn stjórnarerindreka óttast Arafat nú að ekki verði af fundin- um. Lykt af þvagi rán- dýra gegn memdýrum Auckland, Nýja Sj&landi. Reuter. VÍSINDAMENN á Nýja Sjálandi segjast hafa búið til efiii á rannsóknarstofii sem gæti valdið straumhvörfum í baráttunni við að halda nagdýrum eins og rottum og músum í skefjum. í náttúrunni fyrirfinnst efnið í þvagi og kirtlum ýmissa rándýra og nægir lyktin af því til að hræða líftóruna úr nagdýrum. Doug Crump, sem unnið hefur hefur verið beitt og það gefí að þróun efnisins í samvinnu við mjög eindregnar vísbendingar. kanadíska vísindamenn, segist Kanadískt fyriræki hefur nú ekki hafa séð með eigin augum keypt uppfínningu vísindamann- nagdýr drepast af völdum efnis- anna og áformar að setja efnið ins. Hins vegar hafi saxast mjög á markað á þessu ári. á nagdýrastofna þar sem efninu SUNDABORG 1 S. 688588-688589 Talaðu við ofefeur um ofna SUNDABORG 1 S. 6885 88-6885 89 Kann? ^ /3x67 sínianum TIMKEN FAB KEILULEGUR KÚLU- OG RÚLLULEGUR ihn LEGUHUS Eigum á lager allar gerðir af legum í bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta ( FALKINN ) SUDURLANDSBRAUT 8 SiMI 84670 • Úr „glass flber". • 6,7 og 8 metra á lager. • Allar festingar og fylgi- hlutir innifalið í verðinu. • Stenst ágang veðurs. • Fislétt. • Fellanleg. • Gyllt plexiglerkúla. • Snúningsfótur kemur í veg fyrir að fáninn snúist upp á stöngina. • Auðveld í uppsetningu. • Útvegum aðila til upp- setningar. 6 metra stöng kr. 22.600,- 7 metra stöng kr. 24.300,- 8 metra stöng kr. 26.400,- • Allir fylgihlutir eru fáan- legir stakir. • ÍSLENSKI FÁNINN í ÖLLUM STÆRÐUM ÁLAGER SQMQtððSQ Grandagarði 2, 101 Rvík. sími 28855. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.