Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989
l
Fyrsta „íriðarborg"heims íArmeníu
Reuter
Hópur Hollendinga í byggingariðnaði ætlar að hefja
fjáröflunarherferð út um allan heim síðar í mánuðin-
um og verður söfnunarfénu varið til byggingar
fyrstu „friðarborgar" heimsins í Sovétlýðveldinu
Armeníu, þarsem landskjálfti olli mikilli eyðilegg-
ingu í fyrra. Áætlað er að borgin kosti 500 milljón-
ir dala, eða um 26,5 milljarða ísl. kr., og hafa stjórn-
völd í Moskvu og Armeníu lagt blessun sína yfir
hugmyndina. Verður borgin reist mitt á milli Jere-
van og Lenínakan og hefur hún hlotið nafnið Euro-
polis. „Takmark okkar er að sem flestir þeirra Arm-
ena, sem urðu heimilislausir í jarðskjálftanum, geti
búið í borginni," sagði Robert Nieland, sem stjórnar
söfnuninni. Á myndinni sést hvernig borgin mun
líta út, en hún er eftir hollenska listamanninn Ru-
dolf Das.
Bandaríkjamenn
ánægðir í Keflavík
- en er illa við „eilífan stormbeljanda"
Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Bandaríkjamenn kunna allvel við sig í Keflavík, segir í ítarlegri
grein um veru bandaríska sjóliðsins á íslandi, er birtist í nýjasta
tðlublaði Navy Times, sem er málgagn Bandaríkjailotans. I fyrirsögn
er minnst á helstu kvartanir Bandaríkjamanna í Keflavík, en þær
eru „drepandi stormar, drepandi verðlag og drepandi innisetur"
vegna útgöngubanns liðsmanna á siðkvöldum.
Höfundur greinarinnar, Thomas
Grose að nafni, segir að liðsmenn
kunni allsæmilega við sig. Þeir eigi
til að kvarta í byrjun. Þegar þeir
eru spurðir hvernig þeim líki vistin
á íslandi, hafi þeir oft allt á hornum
sér í byrjun, en dragi svo fljótt í
land og segi, að það sé margt gott
að segja um dvölina á íslandi. „Það
er ekki ónýtt," segir sjóliði, „að
vera hér á íslandi og fá launabót
eins og sjómaður, ^án þess að vera
til sjós." 23 ára sjóliði, Scott A.
Johnson að nafni, hefir verið í
Keflavík síðan 1987 og hefir ákveð-
Við skellum okkur í eina sæng
og fylkjum Hði undir merki Palla hf
á nýjum stað
yrirtækin BRIMRÁS HF Kaplahrauni 7 Hafnarfirði, PALLAR HF Vesturvör
7 Kópavogi og VÉLA- OG PALLALEIGAN HF Tangarhöfða 6 Reykjavík,
hafa sameinast og flutt alla starfsemi sína að Dalvegi 16, Fífuhvammi, Kópavogi.
Iem áður verðum við með til sölu og leigu úti- og innivinnupalla, stiga, tröppur
og ört stækkandi véla- og verkfæraúrval er við höfum sett í öndvegi á nýja
staðnum.
Veríð velkomin að Dalvegi 16, Fífuhvammi, Kópavogi.
Par verður tekið vel á móti ykkur.
Pallar hf.
VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI
DALVEGI 16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020
ið að framlengja þjónustu sína til
1990. „Það er margt, sem maður
getur gert hér til að mennta sig
og styrkja sig líkamlega," er haft
eftir fleiri en einum viðmælanda
greinarhöfundar. Þeir, sem spurðir
voru virtust sammála um, að til
þess að njóta lífsins í Keflavík væri
um að gera, að fara ekki að væla
með hangandi haus „hve lífið væri
óþolandi á íslandi".
Veðurfarið og einkum óstöðug-
leiki þess var helst á döfinni, er
rætt var um veruna á íslandi. Það
var og álit flestra, sem höfundur
talaði við, „að þótt íslendingar séu
fálátir og seinir til_ kynningar, sé
það greinilegt, að íslendingar séu
meðal gagnmenntuðustu þjóða
heims og að lífskjör þeirra séu betri
en menn eigi almennt að venjast í
öðrum löndum.
Dýrtíðin á íslandi er, að dómi
Navy Times, eitt af aðaláhyggju-
efnum Bandaríkjamanna í Keflavík.
Það er oft þrisvar til fjórum sinnum
dýrara að draga fram lífið á íslandi
borið saman við verðlagið í Banda-
ríkjunum.
Útgöngnbannið
mörgum erfítt
Það er regla, að ógift fólk meðal
óbreyttra liðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli lýtur útgöngubanni frá
miðnætti. Gift fólk í fylgd með
maka er ekki kyrrsett heima að
næturlagi. Það segir sig sjálft, að
ungt fólk kann þessu illa. Það eru
ströng viðurlög við að brjóta út-
göngubannið. Hegning fyrir brot
getur verið kyrrseta í stuttan tíma,
eða jafnvel lækkun í tign, ef um
ítrekað brot er að, ræða. Sumir
halda því fram, segir ATavy Times,
að íslendingar hafi ekki áhyggjur
af að Ienda í slagsmálum, frekar
hitt, að þeir vilji forðast „of náin
kynni" Bandaríkjamanna og íslend-
inga.
Blaðið hefir það eftir Herði
Bjarnasyni sendifulltrúa íslenska
sendiráðsins í Washington, að „út-
göngubannið" sé til að forðast
árekstra bandaríska liðsins og ís-
lendinga. Það hafi verið sett á með
samþykki beggja aðila.
Bandaríkin:
Lýsi dregur
úr ristilbólgu
Washington. Reuter.
NEYSLA fisklýsis hefur góð áhrif
á meltingarvegfinn ekki síður en
starfscmi hjartans, að því er
vísindamenn sögðu 4 ráðstemu
sér£ræðinga i meltingarsjúkdóm-
um á mánudag.
Vísindamennirnir sáu þess merki
í rannsóknum sínum á dýrum, að
fisklýsi getur veitt vernd gegn tveim-
ur algengum sjúkdómum í meltingar-
veginum, gallsteinamyndun og ristil-
bólgu.
Rannsókn dr. Richards Fedoraks,
sem starfar við háskólann í Alberta
í Edmonton, leiddi í ljós, að við
neyslu á fisklýsi dró úr einkennum
ristilbólgu hjá rottum. í annarri rann-
sókn komst hópur vísindamanna við
Johns Hopkins-spítalann í Boltimore,
undir stjórn dr. Thomas Magnuson,
að raun um, að lýsisneysla dró stór-
lega úr gallsteinamyndun hjá full-
orðnum sléttuhundum.
í öðrum rannsóknum hefur komið
fram, að neysla fisklýsis dregur úr
hættu á hjartasjúkdómum í mönnum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52