Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR
FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989
FOLK
¦   LOTHAR Mattheus, fyrirliði
v-þýska landsliðsins verður í banni
í næsta landsleik sem verður gegn
Wales. Mattheus fékk að sjá gula
spjaldið öðru sinni í landsleik gegn
Hollandi. Þjóðverjar voru ekki
alveg sáttir við að það hefði átt
að bóka Mattheus og sögðu að
sænskur dómari leiksins hefði bók-
að rangan mann. Aganefnd FIFA
skoðaði atvikið gaumgæfilega og
komst að þeirri niðurstöðu að rétt
væri að veita manni í skyrtu númer
10 áminningu og henni klæddist
Lothar Mattheus f leiknum.
¦   UNGLINGALANDSLIÐIÐ í
knattspyrnu, U-15, mun standa í
ströngu í sumar því það mun bæði
taka þátt í Norðurlandamóti dren-
gjalandsliða og í alþjóðlegu móti í
Uugverjalandi. Norðurlandamót-
ið mun aldrei þessu vant fara fram
í Englandi, en Englendingar hafa
keppt sem gestir á mótinu undan-
farin ár og nú er röðin komin að
þeim að halda það. Þátttakendur í
mótinu í Ungverjalandi munu
koma víða að; frá Frakklandi,
Portúgal, ísrael, Skotlandi, Sov-
étríkjunum og Ungverjalandi. Þá
mun úrvalslið frá Bayern í Þýska-
landi einnig verða meðal þátttak-
enda.
HM1.RIÐILL
Fj.loikja   U J T		Morit Stig
RÚMENlA     4 DANMÖRK   4 GRIKKLAND  4 BÚLGARÍA    4	3  1  0 2  2  0 0  2  2 0  1  3	7: 1     7 11:3     6 2: 11    2 2:7     1
HANDKNATTLEIKUR
Erlingur þjálfar KA
ERLINGUR Kristjánsson hef-
ur verið ráðinn þjálfari 1.
deitdar liðs KA í handknattleik
fyrir næsta keppnistímabil.
Erlingur sem var markhæstur
KA manna í vetur mun jafn-
framt leika með liðinu.
Aðaisteinn Jónsson, formaður
handknattleiksdeíldar KA,
sagði við Morgunblaðið í gær-
kvðldí að ráðning Erlings væri
lausn sem allir væru  ánægðir
með; hann hefði alist upp hjá fé-
laginu og þjálfað yngri flokka
bess og væri þar að auki lærður
íþróttakennari.
„Það kom ekki til greina að
fara aftur út í það ævintýri að
ráða erlendan þjálfara," sagði
Aðalsteinn, „slíkt er allt of mikil
fjárhagsleg skuldbinding."
Erlingur hefur leikið með
meistaraflokki KA í áratug og
verið einn af burðarásum liðsins.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Enn líf í kMew York
Sigraði Chicago ífimmta leik.
PATRICK Ewing tryggði New
York Knicks mikilvægan sigur
á Chicago Bulls með frábærum
leik ífimmtu Viðureign liðanna
í undanúrslitum austur-deild-
arinnar á þriðjudagskvöld og
sýndi að enn er líf í liði New
York. Ewing gerði 32 stig, þar
af níu á síðustu mínútu leiksins
og tryggði New York sigur,
121:114.Staðanernú3:2fyrir
Chicago íviðureign liðanna.
Leikurinn var jafn lengst af og
New York hafði þriggja stiga
forskot í leikhléi. Munurinn jókst
og varð mestur 19 stig í fjórða leik-
hluta. Þá tóku leik-
menn Chicago við
sér og minnkuðu
muninn í þrjú stig.
En níu stig Ewings
Gunnar
Valgeirsson
skrifar
á síðustu mínútunni tryggðu New
York sigurinn. Michael Jordan var
stigahæstur í liði Chicago að venju
með 38 stig.
Hið unga lið Phoenix Suns gekk
frá Golden State á heimavelli á
þriðjudag. Phoenix vann fimmta
Ieik liðanna 116:104 og sigraði 4:1.
Golden State spilaði fyrri hálfleik
vel og var einungis eitt stig undir
í hálfleik, en í síðari hálfleiknum
náði Phoenix upp góðri baráttu og
sigraði örugglega með 12 stigum.
Stigahæstur Phoenix var Dan Maj-
erle með 27 stig, en Tom Cham-
bers gerði 24 stig. Phoenix mætir
Los Angeles Lakers í úrslitum vest-
urdeildarinnar og mun eflaust veita
meisturunum mun harðari keppni
en Portland og Seattle.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Arsenal heillum horfið
ARSEN AL virðist alveg vera
heillum horfið; hefur einungis
hlotið eitt stig úr síðustu tveim-
ur leikjum, en f gærkveldi gerði
liðið jafntefli 2:2 við Wimble-
don á heimavelli. Liðið hefur
þvf misst af 5 mikilvægum stig-
jm þegar mest reið á að afla
þeirra.
Arsenal er nú jafnt Liverpool
að stigum; hvort lið hefur hlot-
ið 73 stig. Arsenal á einungis eftir
að leika einn leik f deildinni og það
gegn Liverpool á Anfíeld Road. Liv-
erpool á hins vegar einn leik til
góða; gegn næst neðsta liðinu sem
er West Ham. Vinni Liverpool þann
leik er eina von Arsenal að vinna
Liverpool með jafnmiklum eða meiri
mun í siðasta leiknum, þvi þrátt
fyrir jafna markatölu liðanna
tveggja hefur Arsenal skorað fleiri
mörk og það getur ráðið úrslitum.
Það hlýtur hins vegar að valda
aðdáendum liðsihs töluverðum
áhyggjum að síðustu sjö deildarleik-
ir liðanna í Liverpool hafa endað
með sigri heimaliðsins
Arsenal náði forystu strax á 14
mín. í leiknum í gærkveldi og var
þar að verki bakvörðurinn Nigel
Winterburn með hörku skot af 25
metra færi. Wimbledon jafnaði svo
með marki Alan Cork á 31. mín
og þannig var staðan í hálfleik.
Arsenal komst svo aftur yfír með
marki Paul Merson en gleðin varði
stutt; Wimbledon jafnaði með marki
hins nýkeypta Paul McGee, sem
kom frá Colchester, sem leikur í
fjórðu deild.
Þá léku einnig Sheffíeld Wednes-
day og Norwich og lyktaði honum
einnig 2:2.
KNATTSPYRNA
s~
Flemming Povlsen gerði eitt mark
í stórsigri Dana í gær.
Átta mörk á
Idrætsparken
Danir unnu stórsigur á Grikkj-
um í gær í undankeppni
Heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu, 7:1! Leikurinn var jafn
framan af og þegar nokkrar mínút-
ur voru eftir af fyrri hálfleik var
staðan 1:1. En þá var sem flóðgátt-
ir hefðu opnast og sex mörkum
rigndi yfir Grikki.
Brian Laudrup gerði fyrsta
markið á 25. mínútu en Konstantin-
os Mavridis jafnaði fyrir Grikki á
39. mínútu. Jan Bartam náði forys-
tunni að nýju fyrir Dani á 42.
mínútu.
í síðari hálfleik stóð ekki steinn
yfir steini í liði Grikkja og Kent
Nielsen (54.), Flemmings Povlsen
(56.), Kim Vilfort (73.), Henrik
Andersen (85.) og Michael Laudrup
(89.) gerðu mörkin fyrir Dani.
Leikurinn fór fram á Idrætspark-
en og er stærsti sigur Dana í árar-
aðir. Þetta er þó ekki nema helm-
ingur af stærsta sigri þeirra, en
ástæðulaust er að fjölyrða um það!
í sama riðli sigruðu Rúmenar
Búlgari 1:0 með marki Gheorghe
Popescu.
HANDKNATTLEIKUR
Júlíus með til-
bod frá Racing
„Líst mjög vel á liðið," segir Júlíus.
Gummersbach hefureinnig áhuga
FRANSKA fyrstu deildarliðið
Racing Snayeres hefur gert
Valsmanninum Júlíusi Jónas-
syni tilboð. Forráðamenn
liðsins ræddu við Júlíus í gær
og buðu honum samning og
viíia reyndar koma sem fyrst
til íslands til ganga frá málun-
um. Þess má geta að liðið
gerði Alfreð Gíslasyni tilboð
en hann hafnaði því og fór til
Spánar.
ÉgræddiviðFrakkanaídag
E [í gær] og þeir gerðu mér
tilboð. Eg setti fram mínar kröfur
og þeir munu svo hafa samband
við mig aftur. Þetta er mjög freist-
ándi og mér líst vel á liðið," sagði
Júlíus f samtali við Morgunblaðið
í gær. „Það er er mikli uppbygg-
ing i kringum líðið og stefnt af
því að fá nokkra nýja leikmenn.
Þetta er eina liðið í Parísar-borg
og vel stutt af borgaryfírvöldum,"
sagði Júlíus.
Gu mmersbach hefur áhuga
Vestur-þýska félagið Gum-
mersbach hefur einnig sýnt JúKusi
áhuga og hafði samband við hann
fyrir nokkru. „Við ræddumst við
en það er mjög skammt á veg
komið, en það er einnig freistandi
enda sterkt lið með merka sögu,"
sagði Júlíus .
Júlíus Jónasson hefur fengið freístandi tilboð frá Racing Snayeres í
Frakklandi.
UEFA
URSLIT
rSkapti Hallgrímsson og
Sigmundur Ó. Steinarsson
skrifa frá Stuttgart.

1
í.
¦   ARIE Haan, þjálfari Stuttg-
art, varð ekki að ósk sinni - að
vinna UEFA-bikarinn. Haan, sem
er fyrrum leikmaður Ajax, Eind-
hoven, Anderlecht og Standard
Liege, hefur verið í sigurliði í Evr-
ópuképpni meistaraliða og bikar-
hafa.
¦   „ÞETTA var stórkostlegt -
ég mun aldrei gleyma þessum leik,"
sagði Alemao, leikmaður' Napolí,
sem skoraði fyrsta mark liðsins.
„Þetta er fyrsti bikarinn sem ég
vinn."
H DIEGO Maradona, sagði eftir
leikinn í Stuttgart, að þungi fargi
væri af sér létt. Nú mættu aðrir
leikmenn^ Napolí ræða við blaða-
menn. „Ég hef verið sá eini sem
hefur mátt ræða við fréttamenn frá
því í lok janúar. Þá var bann sett
á leikmenn - þeir máttu ekki ræða
við blaðamenn. Það hvíldi mikil
ábyrgð á mér, en nú er hún úr sög-
unni," sagði Maradona, sem lék á
als oddi eftir leikinn í Stuttgart.
¦   MIKLAR deilur hafa verið á
milli leikmanna Napolí, stjórnar-
formanns og þjálfarans Ottavio
Bianchi. Það var mál ítalskra
fréttamanna eftir ieikinn gegn
Stuttgart, að þrátt fyrir UEFA-
bikarinn væri kominn til Napolí,
væru deilurnar ekki úr sögunni.
¦   ÞJÍATTfyriraðfréttamanna-
banninu væri aflétt hjá leikmönnum
Napolí, er það einn leikmaður sem
talar ekki við fréttamenn. Það er
Brasilíumaðurinn Careca, sem
talar ekki ítölsku.
¦   MARADONA mætti á blaða-
mannafundinn eftir leikinn í
Stuttgart-treyju. Hann skipti við
Maurizio Gaudino.
¦   ROMMEL      borgarstjóri
Stuttgart, lofaði forráðamönnum
Stuttgart-liðsins að vera heima og
horfa á leikinn í sjónvarpinu. Þegar
hann hefur komið á völlinn hingað
til hefur liðið nefnilega alltaf tapað!
En bragðið dugði ekki í gærkvöldi.
¦   STUTTGART missti af
300.000 v-þýskum mörkum, jafn-
virði um 8,4 milljónum ísl. króna,
sem stuðningsaðili liðsins, Siid-
milch, átti að greiða ef félagið
ynni titil í vetur.
¦  MARADONA lék á als oddi
fyrir leikinn, gaf öllum sem viidu
eiginhandaráritun niðri á vellinum,
hló og gerði að gamni sínu. Er
hann greinilega í sjöunda himni
eftir að unnusta hans eignaðist
dóttur suður í Argentínu í fyrra-
dag. „Þetta er tvöföld hátíð fyrir
mig," sagði Maradona á blaða-
mannafundinum. „Að eignast aðra
dóttur og síðan að vinna bikarinn.
Dóttir mín hringdi í mig í dag og
bað mig að koma með bikarinn til
sín! Ég ætla að gera það," sagði
goðið. Svo á eftir að koma í ljós
hvort hann fær bikarinn lánaðan
til að skjótast með hann til Arg-
entínu.
¦   ELDRI dóttir Maradona
fæddist um svipað leyti og Napolí-
liðið varð ítalskur meistari vorið
1987. í fyrradag varð hann faðir
öðru sinn og annar bikar komst í
höfn. Skyldi vera eitthvert sam-
hengi á milli barnanna og bikar-
anna?!
¦  ÁHORFENDUR Stuttgart
bauluðu kröftuglega á Maradona
þegar hann kom fyrst inn á völlinn
til að hita upp. Það gerðu þeir einn-
ig í upphafí leiksins er hann fékk
knöttinn, en hættu þó fljótlega.
¦   NAPOLÍ-LIÐIÐ flaug rak-
leiðis heim til ítalíu í gærkvöldi.
¦   ÍTALIR fjölmenntu í miðbæ
Stuttgart í gærkvöldi eftir leikinn.
Þeir komu sér fyrir á ráðhústorginu
og sungu hátt. Margir óku einnig
á bílum um miðborgina, þeyttu flau-
turnar og veifuðu Napolífánum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52