Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐÆ) IÞROTTIR röSTUDAGUH 2. JÚNÍ 1989 51 KORFUKNATTLEIKUR Pálmar tekur aftur við þjálfun Hauka ívar Webster leikur að nýju með liðinu næsta vetur PALMAR Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í í körfuknattleik. Pálmar þjálfaði liðið veturinn 1987-88 og gerði liðið þá að íslandsmeisturum. Hann tekur við liðinu úr hönd- um Einars Bollasonar sem hef- ur ákveðið að hætta þjálfun. Þá hafa Haukar endurheimt ívar Webster eftir eins árs dvöl hjá KR og hafa í hyggju að bæta bandarískum leikmanni í hópinn. H aukar urðu íslandsmeistarar fyrir tveimur árum, en lentu KNATTSPYRNA Víkverjar sterkari í framlengingu Víkveijar voru sterkari en Ár- menningar í framlengingu í bikarkeppninni í gærkvöldi og sigr- uðu 7:4. Ármenningar voru yfir, 2:4, en Víkveijar náðu að jafna, 4:4, fyrir leikslok. Svavar Hilmars- son skoraði jöfnunarmarkið þegar venjulegur leiktími var úti. Áður höfðu þeir Sigurður Bjömsson, Borgþór Magnússon og Níels Guð- mundsson skorað fyrir Víkveija, en Gústaf Alfreðsson, þijú mörk, og Smári Jósafatsson fyrir Ármann. Magnús Magnússon og Níels skomðu, 6:4, fyrir Víkveijar strax í byijun framlengingar og síðan bætti Albert Jónsson marki, 7:4, við úr vítaspymu. Víkveiji mætir Árvakur í annari umferð. Þróttur Nes. vann Austra, 2:0, með mörkum Guðbjartar Magna- sonar og Þorlás Árnasonar. Þróttur N. leikur gegn Hugin í 2. umferð. Guðlaugur Jónsson, Aðalsteinn Ingólfsson og Páll Björnsson skor- uðu fyrir Grindavík, sem vann Hveragerði, 3:1. Ólafur Vignisson skoraði mark gestanna. Grindavík leikur gegn Breiðablik í 2. umferð. 1.D. KVENNA Öruggt hjá KR-stúlkum í Kópavogi KR sigraði Breiðablik örugg- lega, 4:0, í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Blikastúlkumar léku á heima- velli en það dugði ekki að þessu sinni. Guðrún Jóna Krisijánsdóttir kom Vesturbæjardömunum á sporið tneð marki á 17. mín. og Helena Ólafsdóttir og Arna Steinsen gerðu hvor sitt markið fyrir hlé. Undir lok leiksins skoraði Hrafnhildur Hreins- dóttir flórða mark KR. 1.DEILD Þór-KA á morgun Akureyrarliðin Þór og KA mæt- ast í 1. deildinni í knattspymu á malarvelli Þórs á morgun, laugar- daginn 3. júní kl. 14.00. Skv. móta- skrá átti leikurinn að fara fram í kvöld, en félögin höfðu fengið vil- yrði um að honum yrði frestað þar til hægt yrði að leika á grasi á Akureyri. Af því verður hins vegar ekki. nokkuð óvænt í 6. sæti síðasta vet- ur. „Ég held að þetta verði gott hjá pkkur í vetur. Við höfum fengið ívar Webster og það er hugur í lið- inu. Það verður vissulega erfitt að standa sig í deildinni en við emm bjartsýnir," sagði Pálmar. Aðstoðarmaður Pálmars verður Ingvar Jónsson, körfuknattleiks- frömuðurinn í Hafnarfirði, og Einar Bollason mun einnig verða þeim innan handar. „Ég mun þó ekkert þjálfa. Ég er alveg hættur því og nú meina ég það (!),“ sagði Einar Bollason. ívar Webster kemur aftur til Hauka, en hann lék með KR í fyrra. Hann var mikilvægur hlekkur í vörn Hauka og tók iðulega rúman helm- ing frákasta liðsins. „Það er gott að koma aftur heim. Mér leið þó alls ekki illa hjá KR, en ég var allt- af með heimþrá,“ sagði Ivar. „Við erum með sama lið og þeg- ar við urðum Islandsmeistarar og við það bætist líklega einn Banda- ríkjamaður. Við leitum að góðum framheija og ef við fáum hann ættum við að vera með gott lið. Stefnan er komast í úrslitakeppnina og helst að ná titlinum aftur,“ sagði Pálmar. Pálmar Sigurðsson. FRJALSARIÞROTTIR / KRINGLUKAST . Vésteinn bætti Islandsmetið um ruma ivo mocra VÉSTEIIMN Hafsteinsson bætti sitt eigið íslandsmet í kringlukasti um rúmatvo metraífyrrakvöld; kastaði 67,64 m á kastmóti sem fram fór á Selfossi. Þetta kast Vé- steins er sennilega þriðji besti árangurinn í heiminum í kringlukasti á árinu, en Þjóð- verjinn Woifgang Schmith hefur kastað 68,10 m og Bandaríkjamaðurinn Mike Buncic 67,78 m. Vésteinn hefur að undanfömu dvalist við æfmgar og keppni í Kalifomíu og æft þar með þekkt- um kringlukösturunum, þar á meðal þeim Schmith og Buncic. „Ég er í sjöunda himni yfir að hafa bætt metið. Undanfama mánuði hef ég ekki gert annað en að kasta kringlu, þannig að þessi árangur kom mér ekki sér- Vósteinn Hafsteinsson. lega á vart,“ sagði Vésteinn í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það var orðið timabært að ég kastaði svona langt, eftir að ég kastaði 67,20 í Svíþjóð fyrir tveimur árum, en það kast var dæmt ógilt vegna halla á vellin- um.“ Vésteinn sagðist hafa keppt á fimm mótum úti í Bandaríkjunum á þessu ári og sagði hann árang- urinn hafa lofað góðu. „Á öðm mótinu kastaði ég t.d. yfír 65 metra en það var dæmt ógilt. Það var því einungis tímaspursmál í mínum huga hvenær ég bætti þetta met,“ sagði Vésteinn. Framundan hjá Vésteini er þátttaka á Grand Prix mótunum, og sagðist hann vonast til að verða með á mótinu í Helsinki í lok júni. Þá sagðist hann einnig keppa á mótum hér heima á næstunni, og kvaðst hann jafnframt vera að vinna að því að fá hingað til keppni þá Bancic og Schmith, en þeir væm báðir fúsir til að koma hingað og keppa. FRJÁLSIÞROTTIR / EOP-MOTIÐ Hannes vann minningarhlaupið SNOKER Það er skemmtilegt að KR-ingur vann minningarhlaupið um Svavar Markússon," sagði Sigurður Björnsson, stjórnarmaður í KR, eft- ir að KR-ingurinn Hannes Hrafn- kelsson varð sigurvegari í 1500 m hlaupi á EÓP-mótinu á Valbjamar- velli í Laugardal í gærkvöldi. Tólf hlauparar tóku þátt í hlaup- inu, sem var skemmtilegt. Hannes og FH-ingurinn Steinn Jóhannsson skiptust á að hafa forustu, en Hann- es var starkari á síðustu hundrað metranum í þessu mikla átaka- hlaupi. Hann kom í mark á 4:03.3 mín, en Steinn á 4:03.8 mín. Finn- bogi Gylfason, FH, varð þriðji á 4:05.1 mín. Súsanna Helgadóttir, FH, vann Helgu Halldórsdóttir, KR, í 100 m hlaupi - kom í mark á 12.4 sek., en Helga á 12.6 sek. Sigurvegarar í einstökum grein- um urðu: 110 m grindahlaup: 15.3 Kúluvarp karla: 18.38 Langstökk karla: Einar Kristjánsson, FH 6.38 Kringlukast kvenna: Halla Heimisdóttir, Armanni 35.90 100 m hlaup karla: Einar Þ. Einarsson, Ármanni 11.3 Hástökk kvenna: Þóra Einarsdóttir, UMSE ..1.65 400 m hlaup karla: Bjöm Traustason, FH 52.2 Árngrímur Guðmundsson, UDN 52.7 400 m hlaup kvenna: Svanhildur Kristjónsdóttir, UBK 58.1 Spjótkast karla: Þórsteinn Þórsson, ÍR 54.10 Stangarstökk: Sigurður T. Sigurðsson, FH 4.90 Kristján Gissurarson, KR 4.50 Steinþór Guðbjartsson skrifar húm FOLK ■ LUZERN, lið Sigurðar Grét- arsson, leikur síðasta leik sinn í svissneksu 1. deildinni, miðviku- daginn 14. júní, um leið og ísland og Austurríki mæt- ast í Laugardal. Liðið getur verið búið að tryggja sér meistaratitilinn í næst síðasta leiknum — og ef svo verður kemur Sigurður öragglega í landsleikinn. Rætt var um að hann færi þá strax eftir landsleikinn í einkaflugvél frá Reylgavík til Sviss — til að fagna fyrsta meistaratitli Luzern frá upphafi! ■ ÍSLENSKU landsliðsmenn- imir í knattspymu „tolleraðu" Siegfried Held, landsliðsþjálfara, inni í búningsklefa eftir leikinn gegn Sovétmönnum í Moskvu á miðvikudaginn og höfðu þeir á orði að Held kæmi ekki niður fyrr en í dag, föstudag — þegar hann lendir í Dusseldorf, en þangað flýgur hann heim á leið frá Kaupmanna- höfn. Held kemur svo aftur til Is- lands 8. júní. ■ AUSTURRÍKISMENN töp- uðu í vináttulandsleik í knattspymu gegn Norðmönnum í Osló í fyrra- kvöld, 1:4. Halda mætti að aust- urríska liðið væri slakt miðað við þessi úrslit, en Bjarni Sigurðsson og Gunnar Gíslason, sem leikið hafa í Noregi, sögðu báðir að ekk- ert væri að marka úrslit í svona vináttuleikjum. Það er því ljóst að íslensku leikmennimir verða ekki öraggir með sig fyrir leikinn í Laugardalnum 14. þessa mánaðar. ■ FRANSKIR sjónvarpstöku- menn hafa verið í Sovétrílq'unum að undanförnu til að gera þátt um sovéska knattspymu. Þeir vora á Lenín leikvanginum í fyrrakvöld, og fengu að fara inn í búningsklefa íslenska liðsins að leik loknum til að mynda fagnaðarlæti landslið- spiltanna. Stórsigur Belgíumanna Marc Van der Linde skoraði flögur mörk fyrir Belgíu- menn þegar þeir unnu, 5:0, Luxem- borgarmenn í heimsmeistarakeppn- inni í gærkvöldi. Luxemborg lék heimaleik sinn í Lille í Frakklandi, þar sem ekki nægilega traustur leikvöllur er til í Luxemborg. 10 þús. áhorfendur sáu Van der Linde skora mörkin fjögur og Patrick Vervoort bætti því fímmta við. Atli gerði það gott Heimsmeistaramót unglinga í knattborðsleik - snóker, hófst í íþróttahúsinu í Hafnarfírði í gær. Atli M. Bjarnason lék vel þegar hann vann Ástralann Preilly, sem er mjög sterkur spilari. Keppt er í fjóram riðlum og urðu úrslit þessi: A-RIÐILL: Ásgeir Guðbjartsson - Ragnar Ómarsson ....4:1 S. Lynskey, Engl. - W. Andries, Belg....4:0 W. Trupin, Ástralía - Kristján Þ. Finnsson...4:2 B-RIÐILL: Preilly, Ástral. - Atli M. Bjamason.....3:4 L. Grant, Engl. - A. Cock, Belg .......4:0 Sumarliði Gústafss. - Jóhannes Jóhanness...l:4 C-RIÐILL: O. King, Engl. - J. Ellul, Ást.......4:0 S. Lemmens, Belg. - P. Rodgerson, Belg..4:3 B. Karim, Frakkl. - Jóhannes Jónsson....4:1 D-RIÐILL: Rudy Van, Belgía - Eðvard Matthíasson...4:3 T. Shaw, Engl. - R. V. Her, Holl........4:0 S. Mifsud, Ást. - Halldór M. Sverrisson.4:2 Keppnin heldur áfram í dag kl. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.