Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32-iC
MORGUSRLAÐIÐ SUNNllDAatJRU^JÚÍit^--
MYRTUR?
Eda var hann skotinn nibur 1941
og tvífari hans veginn í Spandauf
SIÐAN RUDOLF HESS,
staðgengill Hitlers, lézt í
Spandau-fangelsi í hitteðfyrra
hefur því verið haldið fram að
hann hafi verið myrtur, en ekki
framið sjálfsmorð, eins og
brezk heryfirvöld í Berlín
tilkynntu á sínum tima.
Brezkur læknir, Hugh Thomas
(ekki sagnfræðingurinn), hélt
þessu meðal annars fram í bók,
sem hann sendi frá sér í fyrra,
A Tale ofTwo Murders, og
ásakanir hans voru
endurteknar í fréttaþætti í BBC
í lok febrúar sl. Eftir að sá
þáttur var fluttur staðfesti
brezka lögreglan að hún væri
að kynna sér þessar
fullyrðingar, en varðist allra
frétta.
MERLENÐHB
HRINCSJÁ
eftir Gubm. Halldórsson
ugh  Thomas,  sem  var
herlæknir  í  Berlín  á
síðasta áratug og skoðaði
Hess á þeim árum, telur
ekki einungis að fanginn
í  Spandau  hafi  verið
myrtur — hann segir full-
um fetum að fanginn hafi
alls ekki verið Rudolf Hess, heldur
tvífari hans. Fyrstu ásakanir hans
komu fram í bókinni Morðið á Ru-
dolfHess 1979 og nú virðist einnig
verið að rannsaka þær.
Samsæri gegn Hitler?
Bretar tóku Hess til fanga í maí
1941 þegar hann hafði varpað sér
til jarðar í fallhlíf í Ayrshire í Skot-
landi. Tilgangur hans virtist vera sá
að semja frið við Breta áður en Þjóð-
verjar réðust inn í Sovétríkin. Hugh
r Thtfmas heldur því hins vegar fram
að hinn raunverulegi Hess hafi verið
skotinn niður í flugvél yfir Norð-
'ursjó og tvífari hans hafi farið í
gervi hans og verið sendur til Bret-
lands í hans stað. Hann telur að
Heinrich Himmler hafi látið skjóta
Hess niður og að það hafi verið liður
Flugvélarf lakiö í Skotlandi:
„tvífari sendur í staðinn fyrir Hess.
í ráðabruggi um að hann tæki við
af Hitler og semdi sérfrið við Breta.
Aðdragandi flugferðarinnar var
mjög einkennilegur og Hugh Thom-
as taldi upplýsingar sínar staðfesta
að hinn raunverulegi Hess hefði aldr-
ei farið til Bretlands. Hann kvað ljós-
myndir sýna að flugvélin, sem Hess
fór með, hefði ekki verið með elds-
neytisgeyma undir vængjunum, eins
og flugvélin sem kom til Skotlands.
Hann hélt þvf einnig fram að jafn-
vel þótt slíkum geymum hefði verið
komið fyrir á vél Hess hefði hún
ekki haft flugþol til að komast til
Skotlands. Þá kvað hann ratsjárupp-
lýsingar hafa sýnt að flugmaðurinn
hefði ekki flogið þá leið, sem hann
sagðist hafa flogið.
Nú, 10 árum eftir að bók Hugh
Thomas um „morðið á Rudolf Hess"
kom út, virðast sérfræðingar brezka
flughersins hins vegar hafa fullviss-
að sig um að flugþol flugvélarinnar,
sem Hess flaug með, hafi verið nógu
mikið til þess að hann hafi getað
náð til Skotlands að sögn sagnfræð-
ingsins M.R.D. Foots í ritdómi um
síðari  bók Hugh  Thomas. Aðrar
Hess fyrir brottf örina frá Ágsborg: var hann skotinn niður yfir
Norðursjó?
upplýsingar Thomas um flugferðina
hafa verið dregnar í efa, þótt enn
sé margt á huldu um för Hess, ekki
sízt vegna þess að skjöl um hana
hafa ekki fengizt birt.
Dularfull ör
Önnur helzta röksemd Hughs
Thomas er sú að hinn raunverulegi
Hess hafi borið ör eftir skot gegnum
lungun í orrustu 1917, en enginn
slík öriafi verið að fmna á mannin-
um í Spandau, eins og hann hafi
sjálfur gengið úr skugga um.
Franskur fangelsisprestur, sem
ræddi við Hess á laun í Spandau,
Charles A. Gabel, er hins vegar á
öðru máli samkvæmt bók, sem kom
út í París í fyrra, Conversations int-
erdites avec Rudolf Hess. Þar segir
hann að tveir læknar Bandamanna
hafí heimsótt Hess eftir að fyrri bók
Hugh Thomas kom út 1979 og fund-
ið örin, þótt það hafi verið erfitt
Thomas hélt því líka fram að fang-
inn í Bretlandi og Spandau hefði
verið óheflaður kjáni, en hinn raun-
verulegí Hess greindur, kurteis og
fágaður. Gabel er ekki sammála
dómi hans um fangann og heldur
ekki fær vestur-þýzkur blaðamaður,
Wolf Schwarzwáller, höfundur bók-
ar um Hess, sem kom út í enskri
þýðingu í fyrra. Gabel komst að raun
um að fanginn í Spandau var velles-
inn og velgreindur. Schwarzwaller
segir einnig að hann hafi verið
greindur vel og gefur skýringar á
undariegri framkomu hans í fangels-
mu.
Schwarzwáller telur útilokað að
Hess hafi farið til Skotlands án sam-
þykkis Hitlers og segir eðlilegt að
leyfið hafi verið munnlegt, en ekki
skriflegt. Að dómi Schwarzwállers
urðu Hess og Hitler sammála um
að Hess skyldi afgreiddur sem geð-
sjúklingur, ef tilraunin til að semja
frið við Breta færi út um þúfur.
Þetta skýri alls konar sérvizku Hess
í fangelsinu.
Thomas telur aftur á móti að sér-
vizka „fangans nr. 7 í Spandau"
hafi stafað af því að hann hafi vUjað
dytía fortfð sína. Thomas nefiiir til
dæmis að fanginn neitaði að hitta
konu sína, Ilse, og einkason sinn,
Wolf-Rudiger, í rúm 20 ár, borðaði
alls konar mat, þótt hann hafi verið
grænmetisæta fyrr á árum, virtist
ekki kunna tennis þrátt fyrir leikni
í þeirri íþrótt fyrir stríð og kannað-
ist ekki við ritara sinn í stríðsglæpa-
réttarhöldunum í Nurnberg 1946.
Einnig hélt Hugh Thomas því
fram að maðurinn, sem kom til Skot-
lands, hefði ekki borið skilríki og
verið í öðru vísi einkennisbúningi en
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32
C 33
C 33
C 34
C 34
C 35
C 35
C 36
C 36
C 37
C 37
C 38
C 38
C 39
C 39
C 40
C 40
C 41
C 41
C 42
C 42
C 43
C 43
C 44
C 44