Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B
ttttunbUútfb
STOFNAÐ 1913
125.tbl.77.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 6. JUNI 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vélbyssum og skriðdrekum beitt gegn almenningi í Peking:
Þúsundir manna falla
í grhnmilegum átökum
Hætta talin á borgarastyrjöld - Tvö herfylki sögð andspænis hvort öðru
Almennir borgarar stóðu and-
spænis skriðdrekum og her-
möimum með alvæpni á götum
Peking í gær. Þessi mynd er tek-
in við gatnamót í nágrenni sendi-
ráðahverfisins. Villidýr! Villidýr!
hrópaði fólkið þegar vígdrekarn-
ir fóru fram hjá. Hermennirnir
munduðu byssur sinar og skutu
á þá, sem voru í vegi þeirra.
Skipan herliðsins þótti bera þess
merki, að foringjar þess byggju
sig undir átök við aðra en vopn-
lausan almenning. Orðrómur var
á kreiki um að slegið hefði í
brýnu milli hersveita.
Peking, Washington, London, Hong Kong.
ÞÚSUNDIR manna hala fallið i
Peking síðan herinn var sendur
gegn námsmönnum á Torgi hins
himneska friðar fyrir rúmum
tveimur sólarhringum. Sumar
heimildir segja að 7.000 manns
hafi týnt lífi og aðrar 10.000 en
BBC hafði eftir starfsmönnum
Rauða krossins í Peking í gær-
kvöldi að hinir látnu skiptu þús-
undum. Sjúkrahús og læknar anna
ekki að sinna slösuðum. Að morgni
þriðjudags í Peking (klukkan þar
er niu tímum á undan okkar) ótt-
uðust menn frekari blóðsúthell-
ingar og stjórnleysi í borginni og
viðar í Kína. Ræddu fréttamenn
um hættu á borgarastyrjSId og
sumir Kínverjar sögðu að hún
væri þegar haSn. Fregnir bárust
um að tvö herfylki stæðu and-
spænis hvort öðru grá fyrir járn-
um í höfuðborginni. Sérfræðingar
bentu á að mun meiri herafli hefði
verið sendur inn í borgina en
nauðsynlegur væri til að brjóta
andstöðu námsmanna á bak aftur.
Bandariska sjónvarpsstöðin NBC
sagði orðróm á kreiki um að Ðeng
Xiaoping, leiðtogi kommúnista-
flokksins, lægi fyrir dauðanum.
Hrottaskapur hermannanna, er
réðust inn á Torg hins himneska frið-
ar aðfaranótt sunnudags í Peking,
var ógurlegur. Þeir óku skriðdrekum
yfir tjöld þúsunda sofandi stúdenta
sem mótmælt hafa yfirgangi komm-
únistastjórnarihnar um margra vikna
skeið. Andófsmenn sýna ótrúlegt
hugrekki gegn ofureflinu; ungur
maður stóð í vegi fyrir skriðdreka
er nálgaðist og stökk upp á hann.
Síðan reyndi hann að telja áhöfnina
á að ganga í lið með lýðræðissinnum.
Félagar námsmannsins leiddu hann
síðan á braut.
Þrálátur orðrómur var í gærkvöldi
um hörð átök,milli kínverskra her-
sveita í útjaðri Peking. Atvinnulíf er
í lamasessi í höfuðborginni og í mörg-
um öðrum borgum, þ. á m. Shang-
Reuter. Daily Telegraph.
-
Reuter
hai, Xian og Nanking, eru verkföll
og samgöngur hindraðar af tug-
þúsundum borgara.
„Hermennirnir skutu af byssum
sínum í götuna fyrir framan stúdent-
ana," sagði sjónarvottur um aðdrag-
anda blóðsúthellinga vestan við frið-
artorgið á sunnudag. „Fólk sem ekki
sá hvað var að gerast hóf að kasta
grjóti í hermennina og skyndilega
skutu þeir inn í stúdentahópinn."
Stúdentar við Pekingháskóla hafa
náð á sitt vald handvopnum og ein-
hverju af þyngri vopnum. Þeir
hengdu í gær upp borða á háskólalóð-
inni þar sem stjórnartaumar í landinu
voru sagðir í höndum „fasista". Ótt-
ast er að stjórnvöld láti til skarar
skríða og ráðist inn á lóðina.
George Bush Bandaríkjaforseti
bannaði í gær sölu á hergögnum til
Kína en sagði að ekki yrði slitið
stjórnmálatengslum við landið; slíkt
skref myndi ekki þjóna hagsmunum
kínverskra lýðræðissinna.
Menn óttast nú um framtíð bresku
nýlendunnar Hong Kong sem á að
hverfa undir stjórn Kína 1997; verð-
bréf hröpuðu á markaði þar í gær.
Margaret Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, sagði að atburðirnir í Pek-
ing sýndu áþreifanlega muninn á
lýðræðisstjórnarfari og einræði.
Sjá   einnig   forystugrein   á
miðopnu og fréttir frá Kina á
bls. 30
Kosningarnar í Póllandi:
Kommúnistar játa afhroð sitt
Varsjá. Reuter.
TALSMENN pólska kommúnistaflokksins viðurkenndu í gær að Sam-
staða hefði uunið „afgerandi sigur" i þingkosningunum á sunnudag.
Þegar drjúgur hluti atkvæða hafði verið talinn var Ijósl að Samstaða
hafði unnið yfirburðasigur í kosningunum sem voru hinar fyrstu í ætt
við frjálsar kosningar í landinu í rúm 40 ár. Jan Bisztyga, talsmaður
kommúnistaflokksins, sagði að flokkurinn yrði samkvæmur sjálfum sér
og lyti úrskurði þjóðarinnar. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hvatti
stuðningsmenn sina til að hafa hemil á sigurgleðinni. „Við verðum að
sina stilliugu. Ef við látum tilfinningarnar í Ijós núna þá verða næstu
kosningar ekki frjálsar og lýðræðislegar," sagði Walesa.
Annar háttsettur samstöðumaður,
Bronislaw Geremek, sagði að lítil
kjörsókn, eða 62% af 27 milljónum
á kjörskrá, sýndi að margir van-
treystu málamiðlun stjórnvalda og
Samstöðu.
Bisztyga ítrekaði þá áskorun Woj-
ciechs Jaruzelskis hershöfðingja og
flokksleiðtoga til Samstöðu að sam-
tökin tækju þátt í myndun nýrrar
ríkisstjórnar að kosningunum lokn-
um. Geremek sagði að nú sem fyrr
yrði Samstaða í stjórnarandstöðu en
hún væri reiðubúin að aðstoða stjórn-
völd við að leysa gífurlegan efna-
hagsvanda þjóðarinnar.
I gærkvöldi voru opinberir fjöl-
miðlar í Póllandi enn þöglir um úr-
slit kosninganna. Janusz Onyszk-
iewicz, talsmaður Samstöðu, sagði
að allir frambjóðendur stjórnarand-
stöðunnar til Sejms, neðri deildar
þingsins, hefðu náð kjöri. Samstaða
hafði fyrirfram fallist á að sækjast
einungis eftir 161 sæti í neðri deild-
inni en þar sitja samtals 460 þing-
menn. Kómmúnistaflokkurinn og
samtök terígd honum sátu því ein
að 299 sætum. Það leit út fyrir að
alls staðar þar sem Samstaða bauð
fram hafi frambjóðendur hennar
fengið hreinan meirihluta þannig að
ekki þurfi að ganga til atkvæða í
seinni umferð 18. júní. Þá átti að
kjósa milli tveggja efstu manna.
Samstaða virtist einnig hafa unnið
yfirburðasigur í kosningu til öld-
ungadeildar þingsins.
Ýmsir áhrifamenn þar á meðal
forsætisráðherrann, Mieczyslaw
Rakowski, virðast haf a verið strikað-
ir út og ná því ekki kosningu þrátt
fyrir engan mótframbjóðanda.
Khomeini látinn:
Þjóðarsorg
ríkir í Iran
Teheran. Reuter.
AÐ   MINNSTA
kosti átta manns
biðu bana og um
500  urðu  fyrir
meiðslum í mikilli
mannþröng  sem
varð er hundruð
þúsunda   Irana
vottuðu Khomeini
trúarleiðtoga
virðingu  sina  i
hinsta sinn í gær. Khomeini lést
af hjartaáfalli á laugardagskvSld.
Lík Khomeinis var til sýnis í kældri
glerlíkkistu á bænastað í Teheran
og að sögn talsmanna Byltingarvarð-
anna komu tvær milljónir manna til
að votta honum virðingu sína.
í erfðaskrá Khomeinis er farið
hörðum orðum um stórveldin og hóf-
sama arabaleiðtoga, Fahd konungi
Saudi-Arabíu t.a.m. óskað bölvunar
Guðs og leiðtogum Bandaríkjanna
lýst sem hryðjuverkamönnum.
Ali Khameini forseti var útnefndur
æðsti valdamaður írans 5 stað Khom-
einis innan við 20 stundum eftir and-
lát trúarleiðtogans.
Sjá einnig fréttir á bls. 30.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64