Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 -------------- •) JV t r. : t f cr ZTT>M f 1 1 T '• fiut Bréf til ritstjóra Morgunblaðsins: í tileftii Reykjavíkurbréfs eftir EyjólfKonráð Jónsson Ég kemst ekki hjá því vegna frá- bærs Reykjavíkurbréfs að senda hinum ósýnilega anda Morgun- blaðsins þessar línur, til þess m.a. að benda á veikleika bréfsins en í því segið þið: „Stefnuskrá nýrrar umbótasinn- aðrar ríkisstjómar verður ekki til á einni nóttu. Hún verður heldur ekki til í tveggja mánaða samningaþófi um stjórnarmyndun að kosningum loknum.“ Stefnuskrá nýrrar um- bótasinnaðrar ríkisstjórnar, meiri- hlutastjómar Sjálfstæðisflokksins, verður ekki til á einni nóttu, rétt er það. En hún gæti fæðst á þeirri dagstund þegar fomsta Sjálfstæðis- flokksins, eins og Friðrik Sophusson kallar sjálfan sig og Þorstein Páls- son eina manna, lýsti yfir gjald- þroti „Leiftursóknarstefnunnar“, sem lítill hópur gamalla ungmenna knúði fram 1979 og allar götur síðan undir slagorðunum: Vald- dreifing og Báknið burt, enda lofi hún um letð að bendla enga for- ingja Sjálfstæðisflokksins frá Jóni Þorlákssyni til þessa dags við of- stjórnar- og ofsköttunarstefnu. Rétt er það hjá ykkur að samn- ingaþóf var langt sumarið 1987 en þið vitið allra manna best að því lauk farsællega og ættuð kannski einhvem tíma að lýsa því og svikun- um dagana 8. og 9. október það haust, þegar skattheimtubijálæði komst á áður óþekkt stig, þótt barnaleikur sé hjá því sem síðar hefur gerst. Annars get ég minnt ykkur á það. Þetta sumar pólitísks sólarleysis tókst þrátt fyrir allt að ná fullu samkomulagi þriggja stjórnmála- flokka um þokkalegusta stjómar- sáttmála þar sem rækilega var fram tekið, að sú skepna sem nefnd er ríkissjóður ætti ekki að sitja í fyrir- rúmi fyrir fólkinu og atvinnuvegun- um. Þetta sveik stjórnin á fundi sínum 8. október án samráðs við þingflokka. Þá réð hún sér bana og kyrrstaða Báknsins var innsigluð þegar Ámi Vilhjálmsson formaður bankaráðs Landsbankans sagði af sér. Þið vitið að ég spáði því, þegar ég og mínar hugsjónir voru sviknar á haustdögunum 1987 og tveggja milljarða gatið á flárlögum sem átti að fylla með fimm milljarða skattaáþján til að hafa borð fyrir bám, eins og Jón Baldvin Hanni- balsson, versti fjármálaráðherra til þess tíma, orðaði það, mundi leiða til mesta halla ríkissjóðs frá upp- hafi vega. Borðið fyrir bámnni lenti rúmlega sjö milljörðum undir sjáv- armáli og var því á sama róli og aðalatvinnuvegurinn. Hagstæðasti andstæðingur sem unnt er að óska sér, Ólafur Ragnar Grímsson, breið- ir nú yfir þetta allt saman með tveggja stafa tölu milljarðanna bæði í nýjum sköttum og ríkissjóðs- halla enda fer ofsköttun og halli ríkissjóðs, atvinnuvega og heimila ætíð saman. Þetta hef ég sagt ykk- ur í tvo áratugi og skrifað og rætt um stanslaust í rúman helming þess tíma opinberlega. Mér fannst örla fyrir því sl. laugardag þegar við Styrmir voram að rabba við utanríkisráðherrann að hann væri Eyjólfur Konráð Jónsson að fá svolítinn skilning á þessu — ogjafnvel fyrrverandi fjármálaráð- herra. Mér datt í hug að skrifa ykkur í þessum tón í von um að fleiri lesi. Kerfiskarlar skilja ekki rök, en þeir reka sig á staðreyndir þótt þeir loki báðum augum. Annars er mér ekki kerskni í huga helur bjartsýnn að vanda og þakka ykkur tilskrifið. Við sigmm í haust. Höfiindur er einn afalþingismönn- um Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Gl Þriðjudagstónleikar í Listasofni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 Sigríður Gröndal, sópransöngkona, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, flytja verk eftir Hugo Wolf, Schubert, De- bussy og Henri Duparc. BOSCH RAFM AGNSVERKSTÆÐI _____fyrir bíla_ BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820 Viltu spara? Eigum fyrirliggjandi góðan Ijósritunarpappír á mjög hagstæðu verði. Ó. Johnson & Kaaber hf Kaupmannahöfn: Haukur Dór sýn- ir í Jónshúsi Jónshúsi, Kaupmannahöfn. HAUKUR Dór opnaði sýningu á smámyndum i félagsheimilinu í Jónshúsi fyrir nokkru. Er þar um tússteikningar að ræða, síður en svo einkennandi fyrir listamanninn, sem þekktastur er fyrir geysistór og kraftmikil olíumálverk. Þetta er fjórða sýning hans á árinu, en hinar voru í Gallerí Thain hér í borg og tvær sýningar í Norður- Þýskalandi sem enn standa. Önnur sýninganna í Þýskalandi er í Loccum, nálægt Hannover, og þar sýnir einnig myndhöggvar- inn Preben Boye. Hefur sýning þeirra hlotið mjög lofsamlega dóma og segir t.d. í einu staðar- blaði: „I málverkunum tjáir Dór íslenskan uppruna sinn og sýnir áhrif hinna erfiðu aðstæðna á manneskjuna, minnir á eldgosin og leiðir áhorfandann inn í heim íslenskra fornsagna." Hin sýning- in í Þýskalandi er norræna sýning- in í listamiðstöðinni Mikkelbergi. Hlutur hans þar hefur líka hlotið jákvæða umfjöllun og er plakat sýningarinnar, sem hann gerði, til sölu víða. Haukur Dór hefur nú um eins árs skeið haft verkstæði í bænum Frederiksværk. Þar er mjög áhugavert verkefni á döfinni, en bæjarstjórinn lætur standsetja gamla verksmiðjubyggingu sem listamannahús. Þrír bæjarlista- menn fluttu starfsemi sína þar inn í fyrra, fyrst leirkerasmiðurinn Per Weiss og síðan Haukur Dór og Preben Boye og brátt bætast gull- smiður og vefjarlistakona í hópinn. Elsti hluti járnsmiðjunnar er frá 1769 og er verið að endurbyggja hann sem listasafn og menningar- miðstöð. Er fyrsti áfangi þessa umfangsmikla verks var tekinn í notkun í fyrrasumar fluttu bæjar- stjórinn í Frederiksværk og Hans Futtrap, formaður listaráðs, ávörp en sá síðarnefndi átti hugmyndina að listahúsinu. Nú er í ráði að bjóða erlendum listamönnum starfsaðstöðu og tíma og koma fyrstu gestirnir í haust. Mikil umræða er að baki, er fylgt var eftir af gífurlegri vinnu og brátt mun heildarárangur sjást. Iðnað- arbærinn Frederiksværk vekur nú líka athygli fyrir listamenn sína. Hakur Dór og Preben Boye opna tvær sýningar hlið við hlið á Kjarvalsstöðum 24. júní nk. og geta íslenskir listunnendur búist við miklu af þeim félögum._ - G.L.Ásg. Vmf. Hlíf: Ríkisstjórn- in vítt fyrir svikin ioforð STJÓRN verkamannafélagsins Hlífar hefur harðlega mótmælt „þeim miklu verðhækkunum sem ríkisstjórnin stendur nú fyrir,“ eins og segir í ályktun sem Morgunblaðinu hefúr bo- rist. Ennfremur segir: „Fundurinn vítir ríkisstjórnina fyrir að sam- þykkja þessar hækkanir þvert ofan í gefin loforð og telur að með þeim séu forsendur kjara- samningana frá 1. maí s.l. brostn- ar. Fundurinn áskilur verkafólki allan rétt til hverra þeirra að- gerða sem nauðsynlegar kunna að reynast til þess að endur- heimta þann kaupmátt sem sa- mið var um.“ Áskrifiarsimim er 83033 Tu*c$tonc Firestone radial ATX heilsársdekk og radial ATX 23° torfœrudekk. Gripmikil, sterk og endingargóð. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, Kópavogi Sími 42600 <f 0 D ix PÚSTKERFIN FRÁ FJÖÐRINNÚ 0 D D Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70-80% betri endingu gegn ryði. KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ ÁÐUR EN ÞÚ LEITAR ANNAÐ FJÖÐRIN Skeifunni 2 82944 Póstsendum um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.