Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 2
€86 í ÍT/ÍTjT, .51 HUOACTUTMMFI ŒQAJaMíJOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 Morgunblaðið/Júlíus Ákveðið hefur verið að fljJja turainn í Austurstræti í Mæðragarðinn við Lækjargötu og er honum ætlaður staður í horai garðsins við gatnamót Lækjargötu og Bókhlöðustigs. Turniim fluttur í Mæðragarðinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu umhverfismálaráðs um að söluturninn, sem stendur I Austurstræti við Lækjartorg og áður var við Amarhól, verði fluttur í Mæðragarðinn við Lækjargötu í sumar. Þá var samþykkt að endurgera um- ferðareyjur í Lækjargötu og setja þar upp skilrúm eftir endi- langri götunni. „Um leið og tuminn flyst í Mæðragarðinn verður garðurinn gerður upp,“ sagði Júlíus Hafstein formaður umhverfismálaráðs. „Það hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvaða starfsemi verður í tuminum en við höfum áhuga á að hafa hann áfram í miðbænum." í Lækjargötu verða sett upp sérstök skilrúm, sem eiga að spoma við tíðum umferðarslysum er þar hafa átt sér stað. Þá hefur einnig verið samþykkt að endur- gera Tjarnarbakkann við Skot- hús- veg og á gömlu ísbjamarlóðinni við Tjarnargötu, en bakkinnn er illa farinn. Auk þess verður lokið við frágang á útivistarsvæði við Arnarbakka og gróðursett við Hraunás og Selásbraut. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmd- ir er 12 milljónir króna. Símaþjónusta til útlanda: Flest gjöld hækka um 13-15% Lögmanni gert að greiða bætur vegna vanrækslu LÖGMAÐUR hefur verið dæmdur í bæjarþingi Ha&iarflarðar til að greiða manni 90 þúsund krónur, auk vaxta, þar sem lögmanninum hafi orðið á mistök sem leiddu til að launakrafa, sem hann hafði til innheimtu fyrir manninn, ónýttist. Manninum voru dæmdar 80.000 krónur í bætur og að auki var lög- manninum gert að endurgreiða þær 10.000 krónur sem skjólstæðingur hans hafði greitt honum vegna máls- ins. Fyrsti laxinn úr Þverá í gær FYRSTI laxinn sem veiðist á þessu veiðitímabili í Þverá í Borgarfirði fékkst í gærmorgun á Qórtánda veiðidegi. Það var Kristján Ragnarsson sem landaði tíu punda hrygnu klukkan 10.10 í gærmorgun. Fyrsti veiðidag- urinn í ánni er 1. júni, þannig að tvær vikur liðu án þess að lax feng- ist úr ánni. Ástæða þess er að Þverá hefur verið bæði vatnsmikil og gruggug, en nú er hún farin að hreinsa sig og laxinn að taka um leið. Fyrirspurn- umumgarð- yrkju svarað Lesendaþjónusta Morgun- blaðsins tekur við fyrirspura- um um garðyrkju. Það er Hafliði Jónsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar, sem svarar fyrir- spurnum lesenda. Tekið verður á móti fyrir- spumum kl. 13-14 í síma 691100. Ennfremur má póst- senda fyrirspumir merktan Lesendaþjónusta Morgunblaðs- ins — Spurt og svarað um garð- yrkju — Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Umfjöllun Hafliða birtist í Daglegu lífi á föstudögum. FLEST gjöld fyrir símaþjónustu til útlanda hækka á morgun um 13-15%, önnur standa í stað eða lækka vegna þess að nýir samn- ingar hafa verið gerðir við er- lenda símastjórn. Segir póst- og símamálastofiiunin að hækkun á útgjöldum símnotenda reiknist vera um 8,3% þegar tillit sé tek- ið til símaþjónustunnar til mis- munandi landa. Dæmi um gjöld sem lækka eru símtalagjöld til Kanada, en mínútu- gjaldið þangað lækkar úr krónum 90 í krónur 85 og símtöl til Spánar og Vestur-Þýskalands lækka úr krónum 66 á mínútu í krónur 65. Símtalagjöld til Bandaríkjanna standa aftur á móti í stað og mínútugjaldið verður óbreytt krón- ur 103. Dæmi um hækkanir: Símtöl til Danmerkur, Færeyja, Noregs og Svíþjóðar hækka um 8%, úr krónum 50 á mínútu í krónur 54, og símtöl til Finnlands og Hollands hækka um 7%, úr krónum 55 á mínútu í krónur 59. Mínútugjaldið til Bret- lands hækkar úr krónum 57 í krón- ur 65 eða um 14% og til Frakk- lands og Lúxemborgar um 15% úr krónum 66 í krónur 76. Gjöld fyrir telexþjónustu, símskeyti og almenna gagnanetið hækka öll um 14-15%. í tilkynningu pósts- og síma- málastofnunarinnar segir að gjöld fyrir símaþjónustu til útlanda séu ákveðin í erlendum gjaldmiðli með gagnkvæmum samningum milli símastjóma og séu þessar hækkan- ir nú vegna gengisbreytinga á tíma- bilinu frá 13. júlí 1988 til 1. apríl 1989. Dísarfell- ið kyrrsett í 10 tíma DÍSARFELL eitt af skipum Skipa- deildar Sambandsins var kyrrsett í 10 tíma í Rotterdamhöfii að- fararnótt miðvikudagsins. Þetta var gert að kröfú skipamiðlunar í Noregi vegna tæplega 6 milljón króna, sem skipamiðlunin telur sig eiga inni hjá Skipadeildinni. Við nánari skoðun yfirvalda í Rotter- dam reyndist ekki fótur fyrir kröfu norska fyrirtækisins og fékk Dísar- fellið að halda áfram ferð sinni. Skipadeildin íhugar nú skaðabótamál á hendur Norðmönnunum vegna þeirrar tafar sem Dísarfellið varð fyrir að sögn Ómars Jóhannssonar framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambandsins. Gjaldþrot Kjöt- miðstöðvarinnar: Búsljóri tel- ur að kröfiihöf- um hafi verið mismunað Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn á fjárreiðum Kjötmiðstöðvarinnar h/f, sem nú er til gjaldþrotameðferðar. Bú- stjóri þrotabúsins, Hlöðver Kjart- ansson hdl, hefúr sent ríkissak- sóknara beiðni um opinbera rannsókn. í samtali við Morgunblaðið sagði Hlöðver að í fyrsta lagi hefði hann bent ríkissaksóknara á að bókhald fyrirtækisins stæðist ekki kröfur laga og í öðru lagi að fyrirtækið hefði ekki farið að lögum í meðferð söluskatts, staðgreiðslufjár, lífeyr- is- og stéttarfélagsgjalda. Skipta- fundur verður haldinní þrotabúinu í dag þar sem kröfuhöáim verður gerð grein fyrir gangi málsins en einnig bjóst Hlöðver við að teknar yrðu ákvarðanir um riftun ákveð- inna ráðstafana forráðamanna fyr- irtækisins. Alþjóða hvalveiðiráðið: Island beðið um að draga úr vís- indaveiðum en ekki hætta þeim Ársfiindur ráðsins árið 1991 haldinn á Islandi Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins, samþykkti í gærkvöldi ályktun, þar sem íslendingum er aðeins ráðlagt að endurskoða Qölda þeirra langreyða sem veiða á í vísindaskyni í sumar en ekki að falla frá veiðun- um. Þá er viðurkennt, að vísindaáætlun íslendinga hafí verið fram- kvæmd af vlsindalegri nákvæmni. Á síðustu tveimur ársfúndum voru samþykktar ályktanir þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að aftur- kalla hvalveiðileyfi með öllu, meðal annars vegna þess að ekki hafi verið að fúllu uppfyllt öll skilyrði vísindanefiidar ráðsins um veiðar í vísindaskyni. Hvalveiðiráðið tók í gær boði íslensku sendinefiidarinn- ar, um að ársfúndur ráðsins árið 1991 verði haldinn á Islandi. Ájyktunartillagan var lögð fram af Áströlum, Dönum, Vestur-Þjóð- veijum, Hollendingum, Nýsjálend- ingum, Seychelleyja-búum, Suður- Afríkumönnum, Svíum, Svisslend- ingum Bretum og Bandaríkjamönn- um. Hermann Sveinbjömsson að- stoðarmaður sjávarútvegsráðherra sagði við Morgunblaðið, að þessi ályktunartillaga hefði verið hálfgert friðarplagg, þar sem farið væri góð- um orðum um hvalarannsóknir ís- lendinga, og því hefði íslenska sendi- nefndin verið ánægð með niðurstöð- una. Haft var samráð við íslensku sendinefndina um frágang tillögunn- ar, og var hún svo samþykkt án at- kvæðagreiðslu. í ályktuninni segir m.a., að íslenska ríkisstjómin hafi lýst því yfir, að ekki sé nauðsynlegt að veiða sandreyðar sumarið 1989, og einnig að vísindaáætlunin sé kom- in á það stig, að ekki sé nauðsynlegt að veiða hvali í vísindaskyni árið 1990 og ekki sé áformað að stunda vísindaveiðar árin þar á eftir, heldur verði aðeins stundaðar rannsóknir sem ekki krefjast hvalveiða. Samningaviðræður úm tillöguna stóðu yfir á þriðjudagskvöld, og þá dreifðu hvalvemdunarsinnar til sendinefnda ráðsins köflum úr frétta- viðtali sem AP-fréttastofan átti við Jón Baldvin Hannibalsson fyrir skömmu og var sent út sl. sunnu- dag. Fréttin hefst þannig: „ísland segist aldrei munu hætta hvalveiðum og mun standa af sér alþjóðlega herferð, sem Greenpeace hefur hleypt af stokkunum, eins og landið stóð af sér þorskastríðin við Breta. „Við munum aldrei gefast upp þótt rigni eldi og brennisteini. Þá værum við að undirrita okkar eigin aftöku- skipun," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra." Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins ollu þessi ummæli Jóns Baldvins óróa meðal sendinefndanna á fundi hvalveiðiráðsins, og óttaðist íslenska sendinefndin um tíma, að þetta hefði áhrif á afstöðu þeirra. Óldumar lægði J>ó eftir frekari við- ræður Halldórs Asgrímssonar sjávar- útvegsráðherra við aðrar sendinefnd- ir. Samkvæmt íslensku vísindaáætl- uninni á að veiða 80 langreyðar ár- lega, en á síðasta ári voru veidd 68 dýr. í ályktuninni kemur fram, að engar sandreyðar verða veiddar í sumar, en á síðasta ári voru veiddar 10 sandreyðar. Vísindaleg nákvæmni íslendinga í ályktuninni segir meðal annars, að hvalatalningar íslendinga séu mikilvægt framlag til heildarúttektar á hvalastofnunum. Þá segir, að Al- þjóðahvalveiðiráðið viðurkenni, að Island hafi framkvæmt vísindaáætl- un sína af vísindalegri nákvæmni. Einnig er skýrt frá því, að íslending- ar hafi skilað ráðinu skýrslu um nið- urstöður vísindaáætlunarinnar, eins og ráðið óskaði eftir á síðasta árs- fundi. Jóhann Siguijónsson sjávarlíf- fræðingur, sem stjómað hefur vísindaáætlun íslendinga, sagði við Morgunblaðið, að fulltrúar íslands i vísindanefndinni, hefðu lagt fram ítarleg gögn á fundi nefndarinnar sem haldinn var fyrir ársfund ráðsins sjálfs. Úr þeim þætti áætlunarinnar, sem krefst hvalveiða, hefðu verið lögð gögn um erfðafræðilegar rann- sóknir á hvölum. Einnig gögn um líffræðilegar rannsóknir á langreyði sem sýni, að kynþroskaaldur hefur farið hækkandi og að miklar sveiflur eru í viðkomu milli ára. Jóhann sagði, að þessar rannsóknir hefðu fengið verulega viðurkenningu í nefndinni, þótt skiptar skoðanir væru um beina túlkun þeirra. íslendingar lögðu einnig frám nið- urstöður takmarkaðrar hvaiatalning- ar á síðasta sumri sem notaðar voru við frekari túlkun á stóru talning- unni árið 1987. Jóhann sagði að Norðmenn hefðu lagt fram endur- skoðuð gögn úr hvalatalningunni 1987, ‘úem sýndu, að svokallaður Austur-Grænlands-íslandslang- reyðastofn teldi um 11.500 dýr, sem væri um tvöföld sú tala sem íslend- ingar hefðu miðað við. Þá sagði Jóhann, það frágengið, að 15 skip og tvær flugvélar taki þátt í hvalatalningu á Norður-Atl- antshafi í sumar. Norðmenn munu leggja til 9 hrefnuveiðibátajslend- ingar 4 skip og Færeyingar og Spán- veijar sitt hvort. Þá munu Danir telja úr lofti við Grænland. Vonast hafði verið til að Kanadamenn og Banda- ríkjamenn tækju þátt í talningunni en þeir sáu sér það ekki fært. Af hálfu íslands verður aðallega reynt að telja sandreyðar, sem halda sig djúpt suður af Islandi þegar líður á sumarið. Fyrir nefndinni lá að vinna að heildarúttekt á hvalastofnunum, sem liggja á fyrir árið 1990, þegar hval- veiðiráðið á að taka hvalveiðibannið til endurskoðunar. Jóhann sagði það hins vegar liggja fyrir, að vísinda- nefndinni ynnist ekki tími til að ljúka þessari úttekt fyrir árið 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.