Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 2
MÖRGUNBLAtilÐ FÖSTUDÁGUlt! 16. JÖNÍ Í&&9 Tók sjáJf ámóti barninu „ÉG HEFÐI alveg viljað vita með klukkutíma fyrirvara að ég væri að fara að eignast barn,“ segir Laufey Þóra Olafs- dóttir sem á miðvikudagsmorg- un Ó1 stúlkubarn á heimili sínu við Grettisgötu í Reykjavík. Laufey Þóra tók sjálf á móti barninu á meðan sambýlismað- ur hennar, Grétar Pétur Geirs- son, var í símanum að hringja á sjúkrabíl. Laufey Þóra Ólafsdóttir, sem er 22 ára og á fyrir þriggja ára gamla dóttur, segist hafa vaknað upp klukkan um hálfsex á mið- vikudagsmorgun og fundist hún þurfa fara á salernið. Þegar til kom reyndist það vera bamið, sem lá svona á að komast í heiminn. „Ég kallaði á Pétur sem lá sof- andi inni í rúmi að bamið væri að koma,“ sagði Laufey Þóra í samtali við Morgunblaðið. „Ég lagðist síðan inn í rúm en hann fór í símann til að hringja á sjú- krabíl. Á meðan hann var í síman- um fæddist bamið.“ Sjúkrabíll og læknir komu fljót- lega og klippti móðirin þá sjálf á naflastrenginn. Mæðgumar voru síðan fluttar á Fæðingadeild Landspítalans, þar sem barnið þurfti að vera nokkrar klukku- stundir í hitakassa til að ná upp Morgunblaðið/Bjami Laufey Þóra Ólafsdóttir með dótturina sem lá svo á að komast í heiminn. hitatapi. En hvernig skyldi móður- inni líða eftir fæðinguna? „Ég er mikið hressari en eftir fæðingu eldri stelpunnar, enda fékk ég ekki nein deyfilyf núna. Ég hefði þó getað hugsað mér að hafa meiri fyrirvara á þessu. Ég var engar hríðir með og datt því ekki í hug að barnið væri á leiðinni þegar ég vaknaði. Það fyrsta sem Pétur, sambýlismaður minn, sagði lfka var að næst yrði sko fylgst með mér.“ Stúlkubamið sem vó ellefu merkur fæddist rúmum tveimur vikum fyrir tímann eins og systir hennar sem fylgdist með öllu sam- an. Afsagnarbréf Benedikts Gröndals: Ráðherra setti sendi- herra í ferðabann Augljóst, að ráðherra vill halda sendi- herra einangruðum og starfslausum BENEDIKT Gröndal sendiherra hefúr látið fjölmiðlum í té afrit af bréfí því sem hann ritaði til forseta Islands og baðst lausnar frá starfi. Hann segir í bréfinu að utanríkisráðherra hafi sett sendiherra í ferðabann, nauðsynleg ferð til Japans í vetur hafi verið bönnuð og augljóst sé, að ráðherra vilji losna við sendiherra úr utanríkis- þjónustunni eða að minnsta kosti halda honum einangruðum og starfslausum. Orðrétt hljóðar bréfið svo: „Mér var frá 1. nóvember 1987 falið starf ferðasendiherra í Kína, Japan og fleiri Kyrrahafslöndum. Starf þetta, sem þróast hafði í áratug, byggist á embættisferðum, sem lengi hafa verið tvær á ári. Nauðsynleg ferð til Japans var síðastliðinn vetur bönnuð og síðan hefur ríkt ferðabann. Ráðherra hef- ur lýst yfir, að starfið sé óþarft og verði afnumið. Þessari stefnu hans hefur þegar verið fylgt í raun og Undirmenn: Kjarasamning- arnir felldir UNDIRMENN á farskipum, sand- dæluskipum og hafrannsóknar- skipum, felldu kjarasamninga Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sem undirritaðir voru 20. maí síðastlið- inn. Atkvæði voru talin í gær. 73 greiddu atkvæði og stóð at- kvæðagreiðslan í þijár vikur. Þetta er um 70 prósent þeirra sem búist var við að gætu tekið þátt í atkvæða- greiðslunni, að sögn Guðmundar Hallvarðssonar, formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Já sögðu 23, nei sögðu 49, eða 67% þátttak- enda, einn seðill var auður. Stjórn sjómannafélagsins hefur heimild trúnaðarmannaráðs til að boða vinnustöðvun, en Guðmundur segir að áður en til slíks kemur verði leitað eftir viðræðum við útgerðir skipanna. sendiherra verið að miklu leyti starfslaus. Heimasendiráðið hefur verið ein- angrað og sendiherra ekki leyft að taka þátt í viðræðum við sendimenn frá Japan, svo að dæmi sé nefnt. Skrifstofan er utan ráðuneytisins og úr tengslum við flest, sem þar gerist. Ráðherra hefur ekkert samband haft við sendiherra um þessi mál eða neitt annað varðandi starfið. Ráðherra hefur ekki svarað orð- sendingum eða skýrslum sendiherra einu orði allt árið. Augljóst er, að ráðherra vill losna við sendherra úr utanríkisþjón- ustunni eða að minnsta kosti halda honum einangruðum og starfslaus- um. Tilgangslaust er að troða illsakir við ráðherra og er enginn skynsam- legur kostur annar en afsögn. Ég hverf ekki með gleði úr ut- anríkisþjónustunni, við góða heilsu á besta aldri. Sjö ára sendiherra- starf og miklu lengri kynni af sam- starfsfólki, þar með töldum öllum ráðherrum til þessa, hefur verið mér til mikillar ánægju. En nýir siðir koma með nýjum herrum." Undir þetta ritar Benedikt Gröndal. Benedikt sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekkert frekar hafa um málið að segja, að minnsta kosti ekki fyrr en hann hefði átt fund með Jóni Baldvin Hannibals- syni utanríkisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson ut- * Seðlabanki Islands: Vextir lækkaðir í tveimur áföngum TILLÖGUR Seðlabanka íslands um vaxtaákvarðanir voru kynntar á ríkisstjórnarfúndi í gær af Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, en þar er gert ráð fyrir að vextir lækki um 1 til 1,25% í tveimur áföngum, næstu tvo vaxtaákvörðunardaga, þannig að raunvextir verði nálægt 6%. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráðherra, sögðust í gær telja að við þess- ar tillögur væri vel hægt að sætta sig. Viðskiptaráðherra sagðist telja „Nú, svo lofuðum við náttúrlega svar Seðlabankans vera mjög já- að koma fiskvinnslunni að meðal- anríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, þar sem hann var staddur á flugvellinum í Osló og á heimleið, að hann myndi ekkert segja um þetta mál opin- berlega fyrr en hann hefði átt fund með Benedikt Gröndal. Hann hafði þá fengið bréf Benedikts í hendur þar sem Benedikt hafði sent honum afrit af því til Noregs í gærdag þar sem Jón Baldvin var á fundi. „Við Benedikt gerðum með okkur samkomulag um að segja ekkert um þetta mál fyrr en við hefðum átt með okkur fund. Ég mun standa við það samkomulag," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. kvætt, og í því væri tekið undir hans sjónarmið. „Ég á því von á því að þeir muni koma fram breyt- ingum á vöxtum næstu tvo vaxta- ákvörðunardaga,“ sagði viðskipta- ráðherra. „Seðlabankinn lýsir því að þróun efnahagsmála hafi verið það já- kvæð undanfarna mánuði að ýmsu leyti, að grundvöllur sé til vaxta- lækkunar," sagði forsætisráð- herra. Hann sagði að Seðlabankinn vekti athygli á því að innlán hefðu vaxið meira en útlán, úr þenslunni hefði dregið mjög mikið, og því myndi bankinn beita sér fyrir því að vextir lækki á næstu tveimur vaxtaákvörðunardögum. „Vextir munu þannig lækka um 1 til 1,25% og þá verður vaxtastig- ið komið niður undir það sem ég hef verið að tala um, 6%,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra sagði að Seðlabankinn hefði einnig tekið undir það, að endurskoða bæri innlánshliðina, sérstaklega skiptikjarareikningana og jafn- vægi þyrfti að nást í verðtryggðum inn- og útlánum. Steingrímur sagði að Seðla- bankinn tæki undir það, að þegar verðbólga færi lækkandi, sem væntanlega myndi gerast nú eftir að olíuverðshækkunin væri yfir gengin, þá þyrfti að tryggja það að nafnvextir lækkuðu. „Ég tel þetta vitanlega vera hroðalegt," sagði Steingrímur, er hann var spurður álits á útreikn- ingum Hagstofunnar, sem gefa til kynna að verðbólguhraði síðasta mánaðar hafi verið 42%, á árs- grundvelli. Hann sagði að olíu- verðshækkunin hefði átt stærstan hlut í þessari hækkun. tali á núllið, sem hefur þýtt að gengið hefur sigið mjög mikið og menn uppskera verðbólgu í stað- inn,“ sagði Steingrímur. „Við lof- orðin verður að sjálfsögðu að standa, þó að ég sé farinn að hafa vaxandi efasemdir um svona pólitík. Ekki það að ég sé að boða fast gerigi, en verðbólgan er slík meinsemd í þessu þjóðfélagi, að við þolum hana ekki mikið lengur.“ 0' INNLENT Borgarstjórn Reykjavíkur: Tillögu um kjaraorku- vopnabann vísað frá Borgarsljórn Reykjavík- ur samþykkti í gær að vísa frá tillögu Alþýðubanda- lagsins um að kjamorku- knúnum skipum og herskip- um búnum kjarnorkuvopn- um verði meinað að koma til haftiar í Reykjavík. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, flutti frávísunartillög- una og sagði hann meðal ann- ars, að þetta mál væri tvímælalaust í verkahring ríkisstjómar og Alþingis, en ekki sveitarstjórna. Á borgarstjórnarfundinum í gær fór einnig fram fyrri um- ræða um ársreikning borgar- sjóðs og stofnana hans fyrir árið 1988. Þar kom meðal annars fram, að veltuíjármunir borgarinnar hefðu hækkað um 857.100.000 króna frá 1987, en skammtímalán aftur á móti um 717.500.000 króna. Eigið veltufé hefði þannig aukist um 89.400.000 krónur. Aðalfimdur Sláturfélags Suðurlands: Tap síðasta árs 273 millj. Mikil umskipti til hins betra í rekstrinum MIKIL umskipti til hins betra urðu í rekstri Sláturfélags Suðurlands á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfiindi félagsins í gær, sem haldinn var á Hvolsvelli. Þannig varð tap félagsins fyrstu þrjá mán- uði síðasta árs um 70 milljónir króna, en fyrstu þijá mánuði þessa árs skilaði félagið hagnaði að upphæð 4,5 milljónir og 31 milljón var lögð í varasjóð til að mæta gengistapi í apríl og maí, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Tapið samtals á síðasta ári var 273 milljónir. „Ársskýrslan er í raun og veru vitnisburður um afkomu og uppgjör við fyrra rekstrarform Sláturfélags- ins. Þær breytingar sem byijað var að gera í lok apríl á síðasta ári og lauk ekki fyrr en á þessu ári, skil- uðu ekki fullum árangri fyrr en í lok ársins,“ sagði Steinþór í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að árið 1988 hefði verið mikið umbreytingatímabil. Mikið tap hefði verið á rekstrinum og við sölu og uppgjör á ýmsum deildum félagsins hefði komið fram leynt tap, þar sem ekki hefði feng- ist fullt verð fyrir birgðir til dæmis. Jafnframt hefði Sláturfélagið í fyrsta skipti verið endurskoðað af löggiltum endurskoðendum. Eignir og útistandandi kröfur hefðu verið færðar verulega niður. Varkámi hefði verið gætt í öllu tilliti, sem væri eðlilegt og í samræmi við bók- haldshefðir og staðan í lok ársins endurspeglaði þetta. Steinþór sagði að reksturinn nú væri í jafnvægi. „Okkar vinnu er engan vegin lokið, en við erum búnir að snúa þróuninni við. Fyrir liggur að vinna að ýmsum aðkall- andi verkefnum eða nokkurs konar fínstillingu rekstursins, auk þess að koma eignum í peninga, sem skila engum arði.“ Hann sagði þar einkum um tvær eignir að ræða, Grensásveg 14, þar sem sútunarverksmiðja félagsins hefði verið til húsa, og byggingu Sláturfélagsins í Laugarnesinu. Sala á síðarnefndu eigninni væri í skoðun. Hún yrði seld ef kaupandi fyndist, enda teldu þeir starfsemi Sláturfélagsins betur komna annars staðar í annars konar byggingum. Steinþór sagði ennfremur að búið væri að tryggja rekstur vömhússins við Eiðistorg, sem hefði verið þung- ur baggi á félaginu. Nú síðast hefði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verið leigður hluti af kjallara húss- ins undir áfengisútsölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.