Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTJJPAGUR 30. JÚNÍ, I9?9 Getur gripið um hluti sem eru settir fyrir framan það. Færir hluti frá einni hendi til annarrar. Getur sagt sérhljóða. Borðar venjulegan mat. Setur fætur að munni liggjandi á bakinu. Klappar á mynd sína í spegli. 10 mánaða: Skríður á höndum og fótum og getur gengið með því að halda sér í húsgögn. Potar í litla hluti með vísifingri. Getur í sumum tilfellum sagt „mama“ og „dada“ og eitt ann- að orð. 12 mánaöa: § Getur gengið ef haldið er í aðra hendina. Segir tvö önnur orð umfram mama og dada. Hjálpar til þegar verið er klæða það í fötin. Leikur „gjugg í borg“. 15 mánaöa: Gengur nokkur skref hjálpar - laust. Getur skriðið upp stiga. Hjálpar til að fletta blaðsíðum í bók. Ræður yfir fjórum til sex orðum og notar eigið mál. Segir „ta-ta" eða jafngilt. Sýnir eða býður mömmu leik- fang en vill fá það aftur. 18 mánaöa: Gengur ágætlega og dettur sjaldan. Getur gengið upp stiga með því að halda sér með annarri hen'di. Getur sjálft sest í lítinn stól og klifrað upp í stóran stól. Hefur vald yfir tíu orðum þar á meðal mannanöfnum. Mögulegt að venja barnið reglu- lega á koppinn að degi til. Getur dregið dót á eftir sér og gengið aftur á bak. 24 mánaða: Gengur upp og niður stiga án aðstoðar. Flettir blaðsíðum í bók, einni í einu. Segir þriggja orða setningar. Getur verið þurrt um nætur ef það er tekið á ákveðnum tímum. Getur látið vita þegar fara þarf á salerni að degi til. Skírskotar til sjálf síns með nafni. 36 mánaða: Gengur óhindrað upp stiga. Getur hjólað á þríhjóli. Notar fleirtölu í máli sínu. Borðar án þess að missa niður matinn. Drekkur úr könnu. Getur farið sjálft í skóna. Þekkir nokkrar barnavísur. 48 mánaöa: Getur talið og bent um leið með nokkru öryggi á þrjá hluti. Getur hoppað á öðrum fæti. Getur þvegið og þurrkað hendur og andlit og burstað tennur. Getur teiknað mann með hend- ur og fætur. Klæðir sig og afklæðir undir leið- beiningu. Reimar eigin skó. Er samvinnuþýður í leik við önn- ur börn. Getur farið erinda út fyrir húsið (án þess að fara yfir götu). 60 mánaöa: Hoppar. Getur talið rétt tíu hluti. Getur sagt hve margir fingur eru á hvorri hendi. Þekkir nöfn á krónum og aurum. Þekkir nöfn helstu lita. Klæðir sig og afklæðir án að- stoð ar. Getur prentað nokkra stafi. (Frá fimm til fimm og hálfs árs.) Rétt er að benda á, að oft er mikill munur á eðlilegum vexti ein- staklinga. Það á því ekki að valda áhyggjum þó að þroski þeirra geti verið talsvert frábrugðinn þessum viðmiðunum. Mörg fullkomlega eðlileg börn eru sein til máls og sein til gangs, eða að halda sér þurrum um nætur eða eru sein til að læra að lesa og skrifa. Þó þessi þroskaþrep barna falli undir hinn “venjulega" þroskaferil fyrstu árin, getur þar skeikað nokkrum mánuðum eða jafnvel ári á aldrinum fjögurra til fimm ára og verið fullkomlega eðlilegt. Sérstaklega er vakin athygli á þeim börnum sem sein eru til máls. Mismunur getur verið meiri þar en á öðrum sviðum eins og t.d. hreyfiþroska. Sum börn geta sagt stuttar setningar átján mán- aða gömul, en önnurtala mjög lítið tveggja og hálfs árs eða jafnvel síðar. Ef barnið virðist skilja vel það sem við það er sagt og hegðun þess virðist svipuð hegðun ann- arra barna á sama aldri, þá virðist ekki vera ástæða til að hafa áhyggjur þó það tali lítið um þriggja til fjögurra ára aldurinn. En eftir það væri hyggilegt að leita til sér- fræðings. Þegar metinn er þroski barns- ins, segir í „Child behavior", eru teknir fyrir fjórir þættir. Það er hreyfiþroski; hvernig barn notar líkama sinn, aðlögunarþroski; hvernig barn leysir úr vandamál- um, tungumálaþroski, hvernig barn skilur og notar orðin, málið og persónu- og félagsþroski; hvernig barnið nær að aðlagast öðrum og hvernig það tekst á við dagleg vandamál. Þó hér sé um að ræða fjóra þætti í þroskaferli barna, þroskast þau ekki öll jafnt eða í einu. Flest börn geta gert suma hluti vel og aðra ekki eins vel, þannig getur sama barn verið fyrir ofan meðallag í tungumála- og félagsþroska, en fyrir neðan í hreyfi- og aðlögunarþroska. Svo lengi sem barnið er nálægt eðlilegum þroska eða ofar, þá ættu foreldrar fremur að veita at- hygli sterku og veiku hliðum barns- ins fremur en leggja áherslur á hvar hægt sé að staðsetja barnið í prófunum eða viðmiðunum. — Treysta verður á eigin dómgreind í þessum efnum,- Þýtt og endursagt M. Þorv. Brjóstæfingar Rangt: Þegar gerðar eru brjóstæfingar með lóðum er blátt bann lagt við því að láta fæturna liggja út af bekknum eins og sýnt er á þessari mynd, því þannig er álag- ið allt of mikið á hrygginn. Sömuleiðis er rétt of mikið úr handleggjunum og því hætta á liðameiðslum og bólgum. Rétt: Ef fæturnir eru krosslagðir upp í loft leggst hryggurinn þétt að bekknum og þannig er æfingin rétt. Einnig ber að gæta þess að rétta aldrei alveg úr handleggjun- um þegar lóðunum er lyft. Rass og læri Rétt: Mikilvægt er að halda fæti, herð- um og höfði í beinni línu til að sem bestur árangur náist þegar styrkja á rass og læri. Rangt: Ef fætinum er lyft of hátt og höfuðið reist upp er hætta á bakverkj- um og vöðvabólgu. Og að sjálfsögðu er þessi æfingamáti slæmur fyrir hrygginn. G a r ð y r k j Spurt og svarað 1. Guðrún Guðmundsdóttir í Breiðholti hringdi inn fyrirspurn varðandi gullregn. Hún flutti gamalt gullregn í fyrra sem strax fór að blómstra. Spurn- ingin er hvort klippa megi sprota á því sem standa út í loftið? Svar: Það er sjálfsagt að klippa gullregn, helst snemma vors áður en það laufgast, eða seinnihluta sumars eftir að tek- ið hefur fyrir vöxt þess. 2. Sigurjón Jónsson vill fá upplýsingar um gullregn. Flýtir klipping greina fyrir blómgun? Er mögulegt að fjölga gullregni með greinum sem klipptar eru af því? Aðrar almennar upplýs- ingar um gullregn væru vel þegnar. Svar; Venjulega blómgast gullregn ekki fyrr en það hefur náð 12-14 ára aldri og ég hugsa að klipping hafi lítil áhrif á blómgunartíma þess. Hinsveg- ar er nauðsynlegt að stjórna vexti þess ef stefnt er að fal- lega vöxnu tré. Gullregnið þarf frjóan jarð- veg en ekki áburðar- gjöf og fyrstu árin eftir gróð- ursetningu er sjálfsagt að veita því stuðning og fyrstu árin vetrar- skjól. Þarf kalkríkan jarðveg og sólríkan vaxtarstað. Gullregni er aðeins fjölgað með fræi. 3. Guðmundur Gíslason, Vallargerði 6, Kópavogi, segist eiga í stríði við stríðssóley og húsapunt. Er einhver árang- ursrík leið til að drepa þennan ófögnuð án þess að skaða ann- an gróður? Svar: Þvi miður er engin ár- angursrík leið til að eyða þessu hvimleiða illgresi. Ef það er hinsvegar í trjá- og runnabeð- um er árangursríkast að hylja beðin með svörtum plastdúk og bera þar yfir harpaðan sand sem heldur dúknum kyrrum í stormum, síðan má fara með hrífu yfir sandinn af og til svo að illgresisfræ, sem berst að Hafliöi Jónsson Svarar fyrirspurnum lesenda og getur skotið rótum í sandin- um, nái ekki að festa rætur. Varast ber þó að hrífuteinarnir nái að skerða plastdúkinn. 4. Hulda Eiríksdóttir í Garðabæ segist eiga 18 ára gljávíði, fallegar plöntur og heil- brigðar sem alltaf hafa verið klipptar. Breyting varð hinsveg- ar á þegar Ijósastaurar voru settirvið götuna, lauf urðu brún og trén kól síðastliðið haust. Samkvæmt ráði garðyrkju- manns voru trén mikið klippt og nú eru að koma brum út úr leggjunum og lítur vel út með vöxtinn. Fyrsta spurning Huldu er: Má ég eiga von á að sagan endurtaki sig næsta haust með brúnt lauf og kal, en þessi tré eru svo lengi græn á haustin og sein til á vorin. Má eiga vona á því að fjarlægja þurfti þetta tré vegna Ijóssins frá Ijósastaurunum eða er eitthvað til ráða? Önnur spurning: Hvernig kæmi það út ef viðjan og gljá- víðir sem alltaf hafa verið klippt í limgerði yrðu látin vaxa upp sem tré. Væri ráð- legt að klippa þau og er þetta gert? Svar: 1. Því miður er hætta á að áframhald verði á skaða á glávíðinum meðan Ijósið frá götuljóskerinu getur ruglað vaxtarskeið hans. Eina ráðið sem að gagni má verða er að beina Ijósgeislum frá honum eftir að skyggja fer á haustin og þar til hann fellir lauf. Hugs- anlega gætu raftæknifræðingar fundið einhver ráð, sem að gagni mættu koma, án þess að vegfarendur yrðu fyrir óþægindum af ófullnægjandi götulýsingu. 2. Það eitt mundi gerast að gróðurinn færi að teygja úr sér í allar áttir, en auðvelt á þó að vera að halda í við hann ef hann fer að haga vextinum til óþæginda, að bregða þá á hann klippum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.