Morgunblaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 1. JÚLÍ 1989
7
Mynd Karsh af Ernest Hemingway
Kjarvalsstaðir;
Ljósmyndir
YouesefKarsh
SYNING á mannamyndum ljós-
myndarans Youesef Karsh var
opnuð á Kjarvalsstöðum í gær.
Karsh fæddist í Armeníu 1908, en
flutti til Kanda 1924 og opnaði íjós-
myndastofu sína í Ottava 1932. Arið
1941 varð hann heimskunnur fyrir
mynd af Winston Churchill og nú er
vörumerki hans að finna á ljósmynd-
um og prentuðu máli um allan heim
og verk hans eru að staðaldri til
sýnis í helztu listasöfnum. Þessi sýn-
ing, sem nú er á Kjarvalsstöðum, er
afmælissýning, sem hefur verið sýnd
í ýmsum Evrópulöndum öðrum.
Sýningin stendur út júlímánuð.
Reykhólasveit;
Sláttur hefst
seint í Reyk-
hólahreppi
Miðhúsum.
SLÁTTUR mun vart heQast hjá
bændum í Reykhólahreppi fyrr en
undir næstu mánaðamót. Hjá sum-
um bændum eru tún mjög illa far-
in vegna kals og þar mun sláttur
vart hefjast fyrr en um miðjan
ágúst.
Mikinn mun er að sjá á túnum sem
verða að þola mikla sauðfjárbeit og
á þeim túnum sem eru friðuð.
- Sveinn.
Vegagerð ríkisins;
Tilboð opn-
uð í tvö verk
VEGAGERÐ ríkisins hefur opnað
tilboð sem bárust í lagningu 7,6
km kafla á BorgarQarðarvegi milli
Mýness og Eiða, og gerð undir-
staða undir grjótnet í Óshlíð.
Héraðsverk hf. átti lægsta tilboðið
í Borgarfjarðarveg, rúmlega 25,6
milljónir, eða 78,6% af kostnaðará-
ætlun, sem var rúmlega 32,6 milljón-
ir. Austfirskir verktakar buðu rúm-
lega 28,2 mil|jónir, eða 86,6% af
kostnaðaráætlun.
Fjögur tilboð bárust í gerð undir-
staða undir gijótnet í Óshlíð. Eiríkur
og Einar Valur hf. áttu lægsta til-
boð, en þeir buðu tæplega 2,6 milljón-
ir í verkið. ísbygg hf. bauð rúmlega
3,3 milljónir, Handtak hf. bauð rúm-
lega 3,6 milljónir og Jóp Friðgeir
■•Einarsson bauð tæplega 3,8 milljónir.
Kostnaðaráætlun verkkaupa var tæp-
lega 2,3 milljónir.
*
Utflutningsnefiid Félags íslenskra stórkaupmanna:
Utflutningur á gámafíski skal vera fíjáls
MORGUNBLAÐINU hefiir borist eftirfarandi fréttatilkynning frá
útflutningsnefhd Félags íslenskra stórkaupmanna:
„Vegna áróðursherferðar form-
anns LIÚ til að fá í sínar hendur
úthlutun leyfa fyrir gámafisk, sem
utanríkisráðuneytið hefur hingað
til séð um, vill útflutningsnefnd
Félags íslenskra stórkaupmanna
ítraka það álit sitt, að þessi út-
flutningur skuli vera frjáls. Ef hins
vegar stjórnun ertalin nauðsynleg,
lýsum við fullum stuðningi við
núverandi stjórnun utanríkisráðu-
neytisins og jafnframt teljum við
að ekki komi til greina að afhenda
LÍÚ þetta vald.
LÍÚ hefur verið starfandi út-
flytjandi ferskfisks í gámum og
skipum og annast innflutning veið-
arfæra. Við samþykkkjum alla
eðlilega samkeppni í erlendum sem
innlendum viðskiptum, en frábiðj-
um viðskiptasamkeppni ^af hálfu
stéttarfélags, sem LIÚ í raun er.
Sem slíkt hefur LÍÚ margs konar
forréttindi og tekjur. Fijálsir út-
flytjendur bjóða fram þjónustu án
allra kvaða eða forréttinda í
fijálsri samkeppni og hafa útgerð-
armenn séð sér hag í að nota hana
við útflutning á gámafiski, þrátt
fyrir að LÍÚ bjóði fram sömu þjón-
ustu.
Þá er rétt að fram komi að
aðilar útflutningsnefndar Félags
íslenskra stórkaupmanna annast
yfir 20% af öllum útflutningi sjáv-
arafurða landsmanna, en LÍÚ um
0,3%.“
Aðeins
35 kr.stk
Komió / Blómaval og geríð góó kaup.
Stjúpurnar eru án eta vinsælustu sumar-
blómin á Islandi; þær eru í senn fallegar
og harðgeróar og henta bæði í garðinn
og útikerin.
Nú bjóðum við úrvals stjúpur á aðeins
35 kr. stk.
Landsbyggóarþjónusta - Sendum um land allt
S YNING
I TRÖNUHRAUNI 8 - HAFNARFIRÐI í dag og næstu daga.
Sjón er sögu rikari!
JRANSIT