Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Evrópumótið í brids: f Sigur á Búlgörum kom Islendingum í 15. sætið Frá Sigurði B. Þorsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Turku. ISLAND vann Búlgaríu 21-9 í 21. umferð Evrópumótsins í brids og var eftir það í 15. sæti. Póiverjar, sem komust í efsta sætið í 20. umferð, styrkti stöðu sína þegar þeir unnu sinn leik, einir toppliðanna. Guðmundur Páll Arnarson, Þorlák- ur Jónsson, Jónas P. Erlingsson og Valur Sigurðsson spiluðu allan leikinn við Búlgari. Fyrri hálfleikur var vel spilaður af báðum pörum og uppsker- an var 33 stig. í seinni hálfleik bætt- ust 6 við og voru það Jónas og Valur sem héldu okkur á floti með prýði- legri spilamennsku. Sandgerði: Heimsókn frá Vogi í Færeyjum Sandgerði. VIÐ Sandgerðingar fáum góða gesti í heimsókn í þessari viku. Til knattspymufélagsins Reyn- is koma vinir okkar frá Vogi í Færeyjum. Það em tvö knatt- spyrnulið frá V.B. á Suðurey, meistaraflokkur og Oldboys. Þeir dvelja hér í eina viku og leika fyrstu leiki við gestgjafa sína á sunnudag. Heimsóknir þessara tveggja félaga hafa staðið í þrjátíu ár með mislöngu millibili. Það var árið 1957 sem knattspyrnufélag- ið Reynir fór fyrst til Vogs í Færeyjum. Tveimur árum seinna komu V.B. til Sandgerðis. Það munu vera sömu leikmenn sem þá kepptu og eru í Oldboys-liðun- um nú. Það er ekki nokkur vafi á að þessar gömlu kempur hafa litlu gleymt í knattspymu en sjálfsagt eru sumir eitthvað þyngri á sér núna eftir 30 ár. Einnig mun á sama tíma koma hingað færeyskur dansfiokkur sem sýnir færeyska þjóðdansa af mikilli snilld og eru elstu dansarn- ir frá 17. öld. Sú sýning verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði laugardaginn 15. júlí kl. 20.00. Einnig mun dansflokkur þessi sýna í Norræna húsinu 'sunnu- daginn 16. júlí kl. 17.00. Vonandi koma þessi frændur okkar með sól og sumaryl til að hressa upp á okkur Miðnesinga eftir alla rigninguna. - S.B. Síðustu dagarnir hafa gengið mis- jafnlega. Á þriðjudag fékk Valur Sig- urðsson 41 stig í afmælisgjöf frá fé- lögum sínum en hann varð þá fertug- ur. íslenska liðið vann bæði Dani, 22-8, og Spánverja, 19-11. Á miðvikudagsmorgun spilaði ís- land við Frakka í 19. umferð. Fyrri hálfleikur var vel spilaður, og stóð 36-6 fyrir ísland í hálfleik. Tölurinar hefðu þó getað verið verri, því keppn- isstjóri breytti með úrskurði töpuðum 7 tíglum íslendinga í 7 grönd unnin. Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnússon enduðu í 7 tíglum sem annar Frakkinn doblaði. Doblið var útskýrt sem sektardobl en reyndist vera svokallað „Lightnerdobl", það er beiðni um útspil í ákveðnum lit. Sá litur kom út og Frakkinn gat trompað útspilið. Aðalsteinn sagðist hefðu flúið í 7 grönd ef hann hefði fengið réttar upplýsingar. Keppnisstjórinn var hon- um sammála og úrskurðaði að 7 grönd væru spiluð og unnin. íslendingar græddu 12 stig, í stað þess að tapa 14, því Guðmundur og Þorlákur spil- uðu doblaðan tígulbút við hitt borðið og fóru 800 niður. Frakkarnir áfrýjuðu úrskurði keppnisstjóra til dómnefndar og þar fluttu þeir mál sitt af mikilli tilfinn- ingu. Það dugði ekki til og nefndin féllst á okkar röksemdir og úrskurður keppnisstjóra stendur óhaggaður. Kannski vegna þessara leiðinda duttu íslendingamir í mikið óstuð í seinni hálfleik sem tapaðist með 53 stiga mun, og leikurinn 11-19. Það var margt sem fór úrskeiðis. Mönnum voru mislagðar hendur í vörninni og Guðmundur keyrði spil í 7 spaða sem vom doblaðir. Og nú var enginn flótti mögulegur því spaðaásinn vantaði. Islendingar spiluðu við ísraelsmenn í 20. umferð. í hálfleik átti ísland nokkur stig til góða, en síðari hálfleik- ur tapaðist og þar með leikurinn, 13-17. Pólveijar náðu fomstu á mótinu í 20. umferð, þegar Svíar töpuðu 5-25 fyrir Dönum. Pólverjarnir styrktu stöðu sína í 21. umferðinni með sigri á Sovétmönnum meðan Svíar og Dan- ir töpuðu sínum leikjum. Staðan var sú að Pólveijar vom með 398 stig, Svíar 377, Danir 371, Frakkar 370,5 og Austurríki 354,5. Holland og Grikkland em með 352 stig. Það er engin tilviljun að Pólveijar em í efsta sætinu. Það er til dæmis búist við því að Pólveijinn Moszcynski fái verðlaun fyrir bestu vörn mótsins í þessu spili. Norður ♦ D94 V4 ♦ 10972 ♦ ÁD1075 Vestur ♦ 108 VÁ1073 ♦ 63 * KG983 Austur ♦ 76 ♦ KD2 ♦ ÁK854 ♦ 642 Suður ♦ ÁKG532 ♦ G9865 ♦ DG ♦ - Suður spilaði 4 spaða og Mos- zcynski í vestur spilaði út tígli. Aust- ur tók ás og kóng og spilaði meiri tígli, suður trompaði með gosa og vestur henti laufi. Suður spilaði hjartaáttu sem austur tók með drottningu og spilaði 4. tíglin- um. Suður trompaði með kóng og þá var vestur í vandræðum. Ef hann henti öðru laufi gat suður svínað spaðaníu í borði, tekið laufás, trompað lauf, spilað spaða á drottn- ingu, trompað lauf sem þá væri orðið gott, og komist inn í blindan með því að trompa hjarta. Ef vestur henti hjarta gat suður trompað hjarta, trompað sig heim á lauf, trompað hjarta sem þá yrði gott, tekið spaðadrottningu, trompað lauf heim, tekið trompin og hjörtun. Vestur fann einu Iausnina, þegar hann undirtrompaði með áttunni. Þá var hvorug ofangreindra leiða fær, og sagnhafi varð að reyna að víxltrompa í 10 slagi. Hann trompaði hjarta í borði, tók laufaás, trompaði lauf, trompaði hjarta og trompaði lauf og var þá staddur heima. Þaðan varð sagnhafi að spila hjarta og trompa með drottningu. En þegar hann spilaði laufi úr borði í 12. slag stakk austur spaðasexunni á milli. Suður varð að yfirtrompa með ás og spaðatía vesturs var skyndilega orðin hæsta tromp. í kvennaflokki beijast Hollendingar og Þjóðveijar um sigurinn. Aðeins skildu 2,5 stig þessar þjóðir að, en tæp 30 stig voru í næstu þjóð. I gærkvöldi spilaði íslenska liðið við lið San Marino, sem er langneðst. í dag spilar liðið við Svía og Grikki en í síðustu umferð mótsins á laugardag á ísland yfirsetu. Morgnnblaðið/Einar Falur Árni Sæberg ljósmyndari heldur hér á veggspjaldinu, sem notað er á vegum Aerospatiale-þyrlufyrirtækisins í auglýsingaskyni. íslensk mynd á alþjóðlegu veggspjaldi: Áhuginn vaknaði í starfi hjá Gæslunni - segir Árni Sæberg, ljósmyndari FRANSKA þyrlufyrirtækið Aerospatiale, sem meðal annars er framleiðandi íslensku Landhelgisgæsluþyrlanna, hefúr látið út- búa veggspjald, sem dreift hefúr verið víða um heim. Jaíhframt prýðir myndin forsíðu auglýsingabæklings á vegum fyrirtækis- ins. Myndina tók íslenskur ljósmyndari, Árni Sæberg, vorið 1986 á ytri höfninni í Reykjavík á æfingu hjá Björgunarskóla sjómanna. Myndin sýnir stærri þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, og sjómenn við björgunaræfingar. „Ég safnaði saman þeim mynd- staddur í París fyrir skömmu þar um, sem ég hafði tekið af þyrlum Sem hann rakst á veggspjaldið á Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og stórri alþjóðlegri flugsýningu, sem TF-GRO. Fulltrúar frá framleið- anda vélanna komu hingað til lands á vegum fyrirtækisins og kom ég mér í samband við þá. Það varð úr að þeir keyptu af mér sjö myndir. Þeir sögðust vera sérstaklega ánægðir með íslenska landslagið, sem prýddi myndirnar, svo og birtuna í þeim,“ sagði Ámi Sæberg í samtali við blaðamann. Árni sagðist ekkert hafa frétt af myndunum síðan hann lét þær frá sér fyrir rúmum tveimur árum. Hinsvegar hefði fiugstjóri Gæsl- unnar, Páll Halldórsson, verið þar var haldin. „Hann tók með sér eintak heim til að sýna mér,“ sagði Árni. Árni hefur undanfarin fimm ár starfað sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu. Þar áður var hann í eitt ár Ijósmyndari hjá Tímanum. Áhuginn vaknaði hins- vegar fyrst á ljósmyndun þegar hann starfaði sem sjómaður hjá Landhelgisgæslunni og hefur hann síðan sem atvinnuljósmyod- ari haft gott samstarf við starfs- menn Gæslunnar. Veitingahúsið „Á Alþingi“: Eigendur ætla ekki að breyta nafiiinu EIGENDUR veitingahússins „Á Alþingi“ ætla ekki að verða við beiðni Friðriks Ólafssonar, skrifstofústjóra Alþingis um að breyta nafrii staðarins. I samtali við Morgunblaðið vildi Friðrik ekki tjá sig um frekari aðgerðir af hálfí Alþingis í málinu, en sagði að ýmsar leiðir væru til. Það væri lúll ástæða til að stemma stigu við auknu virðingarleysi fyrir gömlum rótgrónum stofnunum í þjóðfélaginu. Þann fyrsta júlí síðastliðinn opnaði nýr veitingastaður í Mjódd- inni undir nafninu „Á Alþingi". Á staðnum er einkum boðið upp á flatbökur (pitsur) og bera þær flestar nöfn íslenskra stjómmáia- manna. Nafn veitingastaðarins hefur vakið hörð viðbrögð embættis- manna Alþingis, sem telja að með því sé stofnuninni sýnd óvirðing. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, átti í síðustu viku viðræð- ur við eigendurna og fór fram á að nafninu yrði breytt. Þá beiðni ítrekaði hann í bréfi sem hann sendi þeim síðastliðinn mánudag. Að sögn Stefáns Antonssonar, eins eigendanna, hyggjast þeir ekki breyta nafninu heldur bíða og sjá hvað setur. Sagði hann að þeir óttuðust ekki aðgerðir af hálfu Alþingis til þess að fá nafninu breytt. Morgunblaðið/Sverrir Tveir eigenda veitingahússins „Á Alþingi“, Stefán Antonsson og Eiður Páll Sveinn Kristmannsson. Narfeyrarkirkja: Haldið upp á 100 ára aftnæli Aldarafmæli Narfeyrar- kirkju verður haldið hátíðlegt sunnudaginn 16. júlí. Afrnælið hefst meðhátíðarmessu í Narf- eyrarkirkju dag kl. 14.00 síðan verður farið til Stykkishólms og höfð þar samvera með veit- ingum í hótelinu. Hr. Ólafur Skúlason biskup mun prédika við hátíðarmessuna. Heimsókn hans til Narfeyrar á aldarafmæli kirkjunnar er fyrsta vitjun hans í biskupsdómi á kirkjustað á merkisafmæli. í sam- sætinu á hótelinu ( verður sagt nokkuð frá Narfeyri sem kirkju- stað og flutt ávörp. Fyrrverandi sóknarbúar Narfeyrarsóknar og allir aðrir velunnarar Narfeyrar- kirkju eru boðnir hjartanlega vel- komnir til ofangreindrar hátíðar. (Frcttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.