Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JULI 1989 Lá við slysi á Reykjavíkurflugvelli: Slökkviliðsbíll ók í veg fyrir flugvél ÞAÐ lá við slysi á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan 19.00 á mánudagskvöldið, er smáflugvél frá Helga Jónssyni kom inn til lend- ingar í sömu andrá og slökkviliðsbifreið frá slökkviliði Reykjavíkur- flugvallar var ekið yfir flugbrautina. Ökumaður sjúkrabíls sem ók á eftir slökkviliðsbílnum áttaði sig á því hver hætta var á ferðum og ók ekki yfir brautina og afstýrði það líklega slysi. Að sögn Hallgríms Sigurðssonar yfirmanns Flugumferðarstjórnar liggur nú fyrir að ökumaður slökkvibílsins hafi fengið fyrirmæli um að bíða, en ein- hverra hluta vegna ekki sinnt þeim og ekið yfir brautina. „Málið er nú í rannsókn, það er verið að tala við menn og hlusta á segulbandsupptökur af samtölum um fjarskipti. Hvaða stefnu málið tekur liggur hins vegar ekki fyrir. Það er ljóst, að mistökin liggja ekki hjá flugumferðarstjóranum, hann gaf bílstjóranum skýr fyrirmæli um að bíða, en bílstjórinn sagði takk og ók af stað yfir,“ sagði Hallgrím- ur í samtali við Morgunblaðið. Til- drög málsins voru þau, að slökkvi- iiðsbíllinn var fenginn til að fylgja sjúkrabifreið yfir flugbrautina frá AFS á íslandi; Upphaf sam- skipta við Ung- verjaland AFS á íslandi sendir í fyrsta skipti ungt fólk til Ungveijalands í ágúst nk. í samvinnu við Nordkultur, samtök AFS-félaga á Norðurlönd- unum. Frá hveiju Norðurland- anna fara þijú ungmenni og verð- ur tekið á móti þeim í Ungveijal- andi af háskólafólki í bænum Szombathely í norð-vestur hluta landsins. Unnið hefur verið að því í nokkur ár á öllum Norðurlöndunum að koma á námsmanna- og menningarskipt- um við austantjaldslöndin. Þetta verður í fyrsta skipti sem félagið á íslandi tekur þátt í þessum samskipt- um. Þeir sem fara til Ungverjalands dvelja í tvær vikur hjá ungverskum fjölskyldum en einnig verður farið í ferðir, m.a. til Tokaly og Balaton- vatns. Undirbúningur fyrir ferðina fer fram í Kaupmannahöfn 12. ágúst og síðan verður farið þaðan með lest til Búdapest þann 13. AFS á íslandi gefur allar upplýsingar þeim sem áhuga hafa á að starfa við eða taka þátt í þessu verkefni. (Fréttatilkynning) afgreiðslunni að hótelinu þar sem engin talstöð var í sjúkrabílnum og ævinlega þarf leyfi frá flugturnin- um til að aka yfir brautina. Líkamsáras í Kópavogi RÁÐIST var á 25 ára gamlan mann fyrir utan heimili hans að Álfhólsvegi í Kópavogi í fyrra- kvöld. Árásarmennimir vora tveir, börðu þeir manninn niður og spörkuðu í hann. Maðurinn komst inn til sín og fór síðar um kvöldið á slysadeild en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Hann hefur ákveðið að kæra ekki þessa líkamsárás. Kjarvalsstaðir; Vinsæl ljós- myndasýning Óvenjulega mikil aðsókn hefúr verið að ljósmyndasýningu Arm- eníumannsins Karsh sem stendur- yfir á Kjarvalsstöðum um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk á skrif- stofú hússins. Hér er um farandsýningu um Evr- ópu að ræða, en ljósmyndarinn er á níræðisaldri og búsettur í Kanada þar sem hann er ríkisborgari. Hann er einkum þekktur fyrir andlitsmynd- ir sínar. Sýningin stendur út mánuð- inn. Hætt við hafís á sigl- ingaleiðum um Húnaflóa HÆTTA er á að hafís berist inn á siglingaleiðir í utanverðum Húnaf- lóa vegna norðaustanáttar sem verið hefúr undanfarið. Sú vindátt hef- ur hins vegar einnig þau áhrif að hafís í Austur-Grænlandsstraumnum Qarlægist landið. Von er því til að rækjumið á Dohrnbanka opnist og líklegt að bátar séu þegar komnir að þeim. ísjaðarinn er næstur landinu 29 Straumnesi, 35 sjómílur norðaustur af Homi, 29 sjómílur í sömu átt út frá Geirólfsgnúpi og 25 sjómílur vest- suðvestur af Kolbeinsey. sjómílur norðaustur af Geirólfsgnúpi. Hann færist heldur í suðvesturátt meðan vindur helst af norðaustan. Að sögn Þórs Jakobssonar deildar- stjóra hafísdeildar Veðurstofunnar er líklegt að vindáttin snúist aftur til vesturs um helgina og ís taki að reka austur á bóginn á ný. í ískönnunarflugi Landhelgisgæsl- unnar á þriðjudag reyndist ísjaðarinn vera um 48 sjómílur norðvestur af Grænlenska hafísþjónustan kann- aði í vikubyijun siglingaleiðina til Scoresbysunds og reyndist hún enn ófær. Þótt hafís bráðni nú mjög fljótt er að sögn Þórs Jakobssonar of snemmt að spá fyrir um hvenær fært verði um sundið. KJUKLINGAFRETTIR frá Alifuglasölunni sf. 20 þúsund kjúklingar á afsláttarverði. Tveir f pakka: AÐEINS 559.- KG. 0g við sendum engan bakreikning á skattseðlinum. Ljúffengt léttmeti. Sárafáar hitaeiningar. Fullt af næringarefnum. GRÍPTU KJÚKLINGINN Á MEÐAN HANN GEFST! Ath.: Ver& þetta stendur ekki til bo&a í öllum matvöruverslunum. ■■■■■- - - - .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.