Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 Djassþíanistinn Cab Kaye heldur tónleika í Listasaini Siguijóns Ólafs- sonar á föstudagskvöld kl. 20.30. Hundadagar ’89: Djass í Listasafiii Siguijóns DJASSPÍANISTINN og söngvarinn Cab Kaye heldur tónleika í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar í kvöld, fostudagskvöld, kl. 20.30. Með hon- um leika tveir kunnir djassleikarar, þeir Steingrímur Guðmundsson trommuleikari og bassaleikarinn Tómas Einarsson. Cab Kaye fæddist í Ghana í Afríku en fluttist með foreldrum sínum bamungur til Englands. Þar kynntist hann snemma djassinum og hóf að leika á trommur, m.a. með hljóm- sveit Billy Cotton. Cab Kaye hefur starfað mikið í Bandaríkjunum og þá með nokkrum frægustu djasslei- kurum sögunnar, t.d. Dizzy Gillespie og Charlie Parker, fyrst og fremst sem píanóleikari þó hann hafi einnig tekið á trommum í viðlögum. Á efnisskránni í Listasafninu verða m.a. ýmsir þekktir djass- „standardar" og eigin tónsmíðar Cabs. Aðgöngumiðar eru seldir í ís- lensku óperunni dag hvem milli kl. 16 og 19 og við innganginn í Lista- safninu hálftíma fyrir tónleikana. (Úr fréttatilkynningu) Söngnámskeið Svan- hvítar Egilsdóttur Söngnámskeið á vegum Svanhvítar Egilsdóttur verður dagana 20. ágúst til 2. september nk. í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík á Laugavegi 178. Þetta er 5. námskeiðið á vegum Svanhvítar hér á landi. Svanhvít, sem er Hafnfirðingur að uppruna, byijaði snemma nám í píanóleik, lærði söng hjá Franz Mixa * og síðar í Leipzig, Vín og Graz. Eft- ir stríð hélt hún námi sínu áfram í Mílanó og Salzburg. Um 1960 var hún ráðin prófessor við Tónlistar- háskólann í Vínarborg þar sem hún hefur starfað síðan, segir í fréttatil- kynningu. Svanhvít hefur haldið fjölmörg námskeið víða um heim, t.d. í Japan, Finnlandi, Taiwan og sl. tvö sumur í „Mozarteum“ í Salzburg, auk nám- skeiðanna á Islandi. Undirleikari á • námskeiðinu er Adrian De Wit. Hann er fæddist í Hollandi 1952, lærði píanóleik, semb- alleik og hljómsveitarstjóm í heima- landi sínu. Hann lauk námi í tónlist- arháskólanum „Mozarteum" í Salz- burg hjá píanóleikaranum Erica Fris- er. De Wit hefur spilað á fjölmörgum tónleikum í Evrópu, bæði sem ein- leikari og sem undirleikari, einnig í útvarps- og sjónvarpsupptökum, m.a. með söngkonunni Eddu Moser. Sumartónleikar í Skálholti: Messa efltir Hjálmar H. Ragnarsson flrumflutt SÍÐUSTU tónleikar sumarsins á vegurn Sumartónleika 'í Skál- holtskirkju verða dagana 5., 6. og 7. ágúst og að þessu sinni verða tvær tónleikaskrár. Þrenn- ir tónleikar verða, laugardag 5. ágúst kl. 15 og 17, sunnudag kl. 15 og mánudag kl. 15. Á laugar- dags- og sunnudagstónleikunum verða flutt söngverk eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson af sönghópnum Hljómeyki. Flutt verða Ave María og messa. Á laugardags- og mánudagstónleikunum kl. 17 og 15 leika Elísabet Waage og Peter V. Lunel verk fyrir hörpu og flautu. Meðal efnis á þeim dagskrám eru verk eftir J.S. Bach, S. Natra, I. Yun, W. AI- wyn, C. Nielsen, V. Persichetti og Atla H. Sveinsson. Á þeirri efnisskrá sem byggir á söngverkum eftir Hjálmar H. Ragn- arssón verður m.a. frumflutt messa. Messan er í hefðbundnu formi, byggir á messuþáttunum Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus-Benedictus Svanhvít Egilsdóttir Upplýsingar og innritun á nám- skeiðið er í Hljóðfæraverslun Leifs H. Magnússonar. Morgunblaðið/Einar Falur Sönghópurinn Hljómeyki á æf- ingu. og Agnus Dei. Aður hafa verið flutt- ir tveir þættir úr messunni, Gloria árið 1982 og Credo árið 1987 en það er fyrst nú um helgina sem messan verður frumflutt í heild. Peter V. Lune flautuleikari og Elísabet Waage hörpuleikari mynda saman dúó, sem tekið var inn í dagskrá Young Musician, undir verndai-væng Yehudi Menuhin. Yo- ung Musician er stofnun er hefur það markmið að gefa ungu tónlist- arfólki tækifæri til að koma fram. Peter V. Lunel kemur frá Hol- landi. Hann hóf tónlistarnám sitt á blokkflautu og hélt tónleika á það hljóðfæri áður en hann sneri sér að þverflautunni. Hann lærði fyrst hjá Paul Loewer en síðan hjá Abbie de Quant. Einnig hefur hann sótt námskeið hjá András Adoiján, Pet- er-Lukas Graaf og Geoffrey Gil- bert. Kennaraprófi lauk hann 1988 en einleikaraprófi 1989. Elísabet Waage lauk prófi úr Konunglega tónlistarháskólanum í den Haag undir handleiðslu Edward Elísabet Waage hörpuleikari og Peter V. Lunel flautuleikari. Witsenburg. Hún hefur haldið tón- leika á íslandi, í Hollandi, Noregi og Wales. Hún hefur leikið með hljómsveitum og kammerhópum og fyrir íslenska Ríkisútvarpið. Aðgangur að öllum tónleikunum er ókeypis. Messa verður sunnudag kl. 17. Séra Guðmundur Óli Ólafs- son predikar en organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Flutt verða tónverk úr dagskrám helgarinnar við guðs; þjónustu. Rútuferðir verða frá BSÍ á sunnudögum kl. 11.30 frá Reykjavík og til baka aftur kl. 17.40. Utanríkisráðherra ræðir við kanadíska ráðamenn: Hugmyndir uppi um atlögu N-Atlants- hafsþjóða gegn Grænfriðungum Treysti Grænfriðungum varlega þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar, segir Jón Baldvin Ottawa. Frá Karli Blöndai, fréttaritara Morgnnblaðsins. JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra átti viðræður um síðastliðna helgi við John Crosbie, utanríkisviðskiptaráðherra Kanada, og Clyde K. Wells, forsætisráðherra Nýfiindnalands. Utanríkisráðherra var í Kanada í fylgd með með Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands. Jón Baldvin ræddi við Wells um sam- starf á sviði sjávarútvegsmála en einnig var rætt um sameigin- lega áróðursherferð gegn umhverfisverndarsamtökum Grænfrið- unga, Greenpeace. Utanríkisráðherra kvaðst í við- tali við Morgunblaðið hafa rætt við Wells um vandamál í sjávarút- vegi á Nýfundnalandi. Helsti vandinn sem sjómenn þar eiga við að etja er ofveiði. Jón Baldvin sagði að þar væri helst um að ræða ofveiði erlendra þjóða á svo- kölluðum Head and Tails-banka rétt fyrir utan 200 mílna lögsögu Kanada. Þjóðimar sem hér ræðir um em Spánveijar, Portugalar, Sovétmenn og Japanar. Óskað hefur verið eftir sam- starfi um nýtingu fiskistofna í Norður-Atlantshafi en aðildarríki Evrópubandalagsins neita að virða niðurstöður kanadískra vísindamanna. Sagði utanríkis- ráðherra að ofan á þetta bættist að stærð fiskistofna á þessum slóðum hefði verið ofmetin. Til dæmis hefði aflamark á þorski verið 296.000 tonn árið 1988 en mætti ekki fara yfir 135.000 tonn á næsta ári eigi að halda stofnin- um við. Atvinnuleysi á Nýfundna- landi er nú um 20 prósent og er það mest vegna samdráttar í sjáv- arútvegi. Minnkaður kvóti getur því haft svipuð áhrif á atvinnu- leysi þar og olía á eld. „Clyde Wells var þeirrar hyggju að vandamál íslands og Ný- fundnalands væru svipaðs eðlis. íbúar á báðum stöðum væm háð- ir sjávarútvegi. Sagði hann að það væri mikilvægt að fá að læra af reynslu og aðferðum hvorra ann- arra og koma á samstarfi milli vísindamanna þjóðanna,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Hann lagði til að eflt yrði samstarf þjóða við og í N-Atlantshafi gegn veið- um þjóða á borð við Spánveija, Portúgala, Sovétmanna og Jap- ana vegna þess að það væri allra hagur að draga úr ofnýtingu á þessu hafsvæði." Jón Baldvin og Wells ræddu einnig selveiðar. „Hlunnindaveið- ar vom einnig til umræðu. Wells sagði að sel hefði fjölgað gífurlega og æti hann sennilega meiri fisk en kanadíski flotinn veiddi. Auk þess ber selurinn orma sem við þekkjum. Þetta hefur gerst í kjöl- far ofsóknarherferðar Grænfrið- unga á hendur veiðiþjóðum og nú er tími til kominn til að snúa blað- inu við og þar með áliti almenn- ings,“ sagði ráðherra. Hugmyndir um samstarf af þessu tagi em hins vegar á fmm- stigi. Wells er tiltölulega nýkom- inn í embætti og hann ræður að- eins ríkjum í hluta Kanada þ.e.a.s Nýfundnalandi. Jón Baldvin sagði að næsta skrefið yrði það að Ieggja þetta mál fyrir ríkisstjórn Kanada í höfuðborginni Ottawa. Ráðamenn þar myndu síðan út- lista nánar hugmyndir um sam- eiginlega áröðursherferð íslands, Kanada og ef til vill fleiri ríkja gegn „óhróðurssamtökum" á borð við Grænfriðunga. Aðspurður um nýjustu yfirlýs- ingar Grænfriðunga, um að þeir séu hættir áróðursherferð sinni gegn íslenskum sjávarafurðum þar sem íslendingar hafi látið af hvalveiðum, sagðist Jón Baldvin telja að þær væru seint á ferð- inni, en seint væri betra en aldr- ei. Hann sagði að grænfriðungar hefðu þegar valdið veiðiþjóðunum við norðanvert Atlantshaf miklu tjóni með aðgerðum sínum, til dæmis hefðu þeir valdið stórskaða í inúítabyggðum í Kanada og á Grænlandi með herferð sinni gegn selveiðum. Þeir hefðu einnig ætlað að gera ísland að fornminjasafni, en mistekist. „Ég ber enga virð- ingu fyrir fólki sem gengur fram í heigulshætti og biðst ekki afsök- unar á gjörðum sínum fyrr en afleiðingarnar eru orðnar óbæri- legar,“ sagði ráðherra. „Þegar þeir koma núna og segja að nú skuli þeir styðja Islendinga, þá segi ég seint er betra en aldrei. Ég segi það vegna þess að mál- staður umhverfisverndar og mengunarvarna er alvarlegri en svo að þjóðir sem eiga líf sitt undir verndun umhverfisins, eins og við, getum treyst á slíka banda- menn,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að hann treysti grænfriðung- um varlega þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra. Jón Baldvin sagðist telja full- komlega ljóst að íslendingar ættu að fara að gera ráðstafanir til þess að fækka sel og hefja hrefnu- veiðar að nýju. Það væru hvort tveggja mál sem við þyrftum að ræða við Nýfundnalandsmenn. Utanríkisráðherra átti einnig viðræður við John Crosbie en hann vann að gerð fríverslunarsamn- ings Bandaríkjastjórnar og Kanada. Þeir ræddu einnig undir- búning Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubanda- lagsins (EB) að samkomulagi fyr- ir sameiginlegan markað EB- ríkja. Þeir komust að þeirri niður- stöðu að margt væri sameiginlegt með viðræðum þessum nú og samningnum sem Crosbie stóð að við Bandaríkjamenn en hann gekk í gildi 1. janúar á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.