Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 179. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 11. AGUST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Íran/Bandaríkin: Óbeinar viðræður um gísladeiluna? Nikósíu, Washington. Reuter. Daily Telegraph. DAGBLAÐIÐ Tehran Times í Iran sagði í gær að innan fárra daga gæti svo farið að stjórnvöld í Iran og Bandaríkjunuin hæfu óbeinar samningaviðræður með aðstoð milligöngumanna, senni- lega Pakistan-stjórnar, um lausn á gíslamálinu í Líbanon. Tals- maður Hvíta hússins gaf í skyn á fréttamannafundi að beinar viðræður við írani kæmu til greina þótt þær væru ekki enn tímabærar. „Við viljum tala við hvern þann sem getur aðstoðað okkur við að fá gíslana leysta úr haldi, einnig írani,“ sagði Marlin Fitzwater, tals- Pólland: Vilja sljóm án kommúnista Varsjá. Reuter. Fulltrúar Samstöðu, hreyfingar stjórnarandstæðinga í Póllandi, áttu í gær viðræður við leiðtoga Bænda- flokksins um myndun meirihluta- stjórnar ásamt Demókrataflokkn- um en án þátttöku kommúnista. Samþykkt var að halda viðræðun- um áfram í næstu viku. Verkamenn í fimm bæjum og borgum hafa lagt niður störf vegna gífurlegra verð- hækkana á nauðsynjavörum og Samstaða hefur boðað til klukku- stundarverkfalls í dag, föstudag, í um 470 verksmiðjum í Gdansk og nágrenni. Sjá ennfremur „Klofningur og vonleysi. . . á bls. 16. maður George Bush Bandaríkjafor- seta, en gaf jafnframt í skyn að tryggt yrði að vera að fulltrúar ír- ana hefðu raunverulegt umboð til að semja. Hann sagði Bandaríkja- menn ekki vita um neitt nýtt frum- kvæði í deilunni en hins vegar vektu ummæli sumra íranskra fjölmiðla vonir um að tilslakanir væru í vænd- um. Bush forseti hefur neitað, að verða við óskum írana, er Tehran Times ítrekaði í gær, um afhend- ingu_ milljarða Bandaríkjadollara sem Iranskeisari átti í bandarískum bönkum og voru frystir þar eftir fall keisarans. Forsetinn segir ekki koma til mála að greiða lausnar- gjald fyrir gíslana. Óeining virðist auk þess ríkja um málið meðal íranskra ráðamanna því að stærsta blað landsins, Kayhan, sagði á mið- vikudag að samningar við Banda- ríkjastjórn brytu gegn „grundvall- aratriðum byltingarinnar" sem skiptu meira máli en fé. Reuter Yfír 100 manns farast ílestarslysi íMexíkó Ottast er að ekki hafi færri en 104 hafí farist þegar farþegalest steyptist út í fljót í Mexíkó skömmu fyrir dögun á miðvikudag. Að sögn talsmanns járnbrautarfélagsins hafa 99 lík þegar fundist. Stór- rigningum er kennt um slysið, en vatnsflaumurinn gróf undan undirstöðum járnbrautarbrúar yfir Bamboa-á í norðanverðu landinu. Talsmaðurinn sagði 220 hafa slasast en alls er nú talið að um 500 manns hafi verið í lestinni þótt nefnd væri talan 1.200 i fyrstu fregnum. Umbótastefiian í Sovétríkjunum: Bændum greitt að nokkru með erlendum gjaldeyri Dna.InH Moskvu. Reuter, SOVÉSK stjómvöld tilkynntu í gær, að þau ætluðu að greiða bændum fyrir framleiðsluna að hluta til með erlendum gjald- eyri. Er búist við, að gjaldeyris- vonin verði til að bændur leggi harðar að sér og auki framleiðsl- una og dragi þar með úr þörfinni á innflutningi. Tillaga þessa eftiis kom fyrst fram á þingi í vor og þótti þá mjög róttæk. Þrátt fyrir margvíslegar umbæt- ur í valdatíð Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga hefur skorturinn vax- ið en ekki minnkað og alvarlegast er ástandið í landbúnaðinum. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið áætlar, að Sovétmenn hafi flutt inn 39,5 milljónir tonna af korni frá 30. júní 1988 til jafnlengdar í ár og telur, að innflutningur á næstu tveimur misserum verði 33 milljónir tonna. Er þá ótalinn innflutningur annarrar landbunaðarvöru, til dæmis sykurs. í júní sl. sagði Níkolaj Ryzhkov forsætisráðherra, að þá væri áætlað að flytja inn matvöru fyrir 467 milljarða ísl. kr. Róttækir hagfræðingar í Sov- étríkjunum hafa gagniýnt þessi kaup og segja þeir, að skynsam- legra sé að nota gjaldeyrinn til að vekja sovésku bændurna af þyrni- rósarsvefninum. Á þessu ári verður byijað á hveiti og nokkrum afurðum öðrum og verður greitt með erlendum gjaldeyri fyrir hvert tonn, sem er umfram meðaltalsframleiðslu nokk- urra ára. í fyrstu nær þetta fyrir- komulag aðeins til ríkis- og sam- yrkjubúa en fyrirhugað er að láta það einnig ná til sjálfstæðra bænda, samvinnufélaga og annarra þeirra, sem yrkja jörðina. Þá fylgir það einnig fréttinni, að búin megi nota gjaldeyrinn að vild. Bandaríkin: Colin Powell forseti herforingjaráðsins Aftökur í Kína Reuter Stöðugt berast fréttir um aftökur í Kína en í tilkynningu stjórn- valda segir aðeins, að um sé að ræða menn, sem gerst hafi sekir um ýmiss konar glæpi. I Kanton í Suður-Kína voru 18 menn dæmdir til dauða á miðvikudag og á myndinni sjást þeir fluttir á vörubílum til aftökunnar. Wan Runnan, flóttamaður og fyrrum forstjóri stærsta einkafyrirtækisins í kínverskum tölvuiðnaði, sagði í San Francisco í fyrradag, að óánægjan og andófið birtust í því, að þjóðarframleiðslan hefði minnkað um 40% fyrri helming ársins. Spáði hann efhahagslegu hruni í landinu fyrir árslok. Wasliington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti skipaði í gær Colin Powell í stöðu forseta herforingjaráðs landsins. Powell liefur verið yfir- maður stjórn- stöðvar liðsafla landhersins í Bandaríkjunum sjálfum með að- setur í Georgíu-ríki. Colin Powell er fjögurra stjörnu hershöfðingi og fyrsti blökkumað- urinn sem gegnir stöðu forseta ráðsins. Hann er 52 ára gamall sonur fátækra innflytjenda frá Jam- aíka, kvæntur og þriggja barna faðir. Powell var um hríð öryggis- málaráðgjafi Ronalds Reagans, þá- verandi forseta. Forseti herforingjaráðs Banda- ríkjanna er helsti ráðgjafi Banda- ríkjaforseta í varnarmálum og hefur mikil áhrif á tillögur um deilingu ijármagns til landvarnamála. Aukakíló sett í bann Auckland. Reuter. Flugfreyjur Flugfélags Nýja Sjálands standa nú í harðvít- ugri baráttu fyrir aukakílóum sínum. Stjórnendur félagsins létu þau boð út ganga fyrir skömmu, að flugfreyjum bæri að halda sömu þyngd og þær gáfu upp við ráðningu. Þó var tekið fram að ekki yrði agnúast út í kíló sem bættust við í sam- ræmi við ár og grá hár. Félag flugfreyja á Nýja Sjá- landi segja forráðamenn flugfé- lagsins .jafnnærgætna og ind- verska fíltarfa" og hyggjast beijast gegn máli þessu til hinsta kílós. Lyfjafyrirtæki hef- ur þegar boðið félaginu magn- afslátt á megrunarpillum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.