Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989
Ríkið yfír-
tekur starf-
semi heilsu-
gæslustöðva
RÍKIÐ yfirtekur starfsemi heilsu-
gæslustöðva í landinu um næstu
áramót. Verður þá þeim starfs-
mönnum stöðvanna sagt upp,
sem ráðnir eru af sveitarfélögum,
en ríkið mun bjóða þeim sam-
bærileg störf.
Ríkið tekur yfir rekstur allra
heilsugæslustöðva í landinu um
næstu áramót, samkvæmt lögum
um verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga, sem samþykkt voru á Al-
þingi í vor. Hefur heilbrigðisráðu-
neytið sent sveitarstjórnum bréf,
þar sem þeim er bent á að segja
upp þeim starfsmönnum heilsu-
gæslustöðvanna, sem ráðnir eru af
þeim. Jafnframt er sagt, að ríkið
muni fyrir 1. október næstkomandi
bjóða þessum starfsmönnum sam-
bærilegar störf. Að sögn Eddu Her-
mannsdóttur, skrifstofustjóra í heil-
brigðisráðuneytinu, er gert ráð fyr-
ir því að allir starfsmenn stöðvanna
verði þar áfram, þar sem hér sé
ekki um að ræða neina uppstokkun,
hagræðingu eða samruna stöðva,
heldur eingó'ngu tilfiutning frá
sveitarfélögunum til ríkisins.
Heilsugæslustöðvar, eða sel sem
rekin eru í tengslum við þær, eru
milli 70 og 80 í landinu, að sögn
Eddu Hermannsdóttur. Er stór hluti
starfsmanna heilsugæslustöðvanna
í landinu þegar á launaskrá hjá
ríkinu, svo sem læknar, hjúkrunar-
fræðingar, sjúkraþjálfarar og ljós-
mæður en sveitarfélögin greiða laun
hinna.
Vesturgata 7:
Ibúðaverð
á bilinu 4 til
8 milljón-
ir króna
VERÐ íbúða í nýja hýsinu að
Vesturgötu 7 er á bilinu 4 til 8
milljónir króna. í húsinu eru 26
íbúðir sérhannaðar fyrir aldraða
og hafa þær allar verið seldar
að sögn Hjartar Hjartarsonar hjá
skrifstofu Reykjavíkurborgar.
íbúðirnar eru mjög misstórar,
þær minnstu eru 36 fermetrar að
flatarmáli en sú stærsta 82 fermetr-
ar. í húsinu eru 8 einstaklingsí-
búðir og losar verð hverrar íbúðar
4 milljónir króna. Verð íbúða sem
ætlaðar eru hjónum er um 6 milljón-
ir króna. Stærsta og dýrasta íbúðin
í húsinu kostar tæplega 8 milljónir
króna.
Hjartavernd:
Happdrætti í
tilefhi afmælis
HJARTAVERND, landssamtök
hjarta og æðaverndarfélaga, er
tuttugu og fimm ára á þessu ári.
í tilefni afmælisins hefur Hjarta-
vernd hleypt af stokkunum sér-
stöku afmælishappdrætti.
Frá upphafi hefur Hjartavernd
haft með höndum mikla fræðslu-
starfsemi um einkenni, áhættuþætti
og megingerð hjarta- og æðasjúk-
dóma. Happdrætti Hjartaverndar
hefur löngum verið aðal fjáröflunar-
leið samtakanna. í tilefni afmælis-
ins hefur verið hleypt af stokkunum
sérstöku          afmælishappadrætti.
Verðmæti vinninga í afmælishapp-
drættinu eru 8.3 miljónir króna.
Bergshús flutt
á Árbæjarsafti
Unnið er að því að flytja ris
Bergshúss á Skólavörðustíg 10 í
Reykjavík á Árbæjarsafnið. Þar
mun fyrsta hæð hússins endur-
byggð í upphaflegri mynd. Alexíus
Árnason lögregluþjónn í Reykjavík
mun hafa reist þetta hús um 1870.
Það er kennt við Berg Þorleifsson
MorÉrunblaðið/Arni Sæberer
söðlasmið sem bjó þar frá 1885
til 1930. Einn leigjenda Bergs var
Þórbergur Þórðarson rithöfundur
sem bjó í risinu í fjögur ár, frá
1909 til 1913, en hann segir frá
dvöl sinni þar í Ofvitanum. Frá
1960 hefur verið rekin verslun í
húsinu, nú síðast leikfangaverslun.
8PRENGI
HKA!
Lengi hefur safnast í sprengipott hjá
íslenskum Getraunum og því ertil mikils að vinna.
Auk þess kostar röðin aðeins 10 kr.
Ert þú viðbúinn stórum vinningi á laugardaginn?
Láttu þá ekkert stöðva þig.
Getraunaseðillinn er líka fyrir þig.
-ekkibaraheppni

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36