Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUK 20. ÁGÚST 1989 Q Guðmundur Frímann, Akureyri - Minning Fæddur 29. júlí 1903 Dáinn 24. ágúst 1989 Liðin er ævi mikils ljúflings og fjölgáfaðs snillings, góðs drengs og einlægs unnanda allrar fegurðar. Guðmundur Frímann er hniginn að velli og verður borinn til moldar á morgun. Þegar Guðmundar er minnst, er vandi að ákveða, hvar bera skal nið- ur, því að af mörgu er að taka og margs að geta og raunar yfrin efni í langa ritsmíð, ef öllu yrðu einhver skil gerð. Þess er enginn kostur nú. Hér skal aðeins reynt að bera fram kveðjur og þakkir frá Gagnfræða- skóla Akureyrar og samstarfsfólks hans þar í röska tvo áratugi. Guðmundi Fríman^ var fleira og meira til lista lagt en títt er um menn, svo að ekki er ofsagt, að hann væri óskabam listagyðjunnar og eft- irlæti. Dýrkun og iðkun fegurðarinn- ar var honum í blóð borin og eðlis- læg, í hvaða mynd sem hún bjó eða birtist. Hann átti líka skapandi hug, haga hönd og innri sýn til að láta allt verða að listaverki, sem hann kom nálægt. Dauðir hlutir eignuðust nýtt líf við snertingu hans, og nýir hlutir urðu til, gæddir langlífí listar- innar. Efniviðurinn var ýmislegur: orð, línur, litir, tré, pappír, skinn eða næstum því hvað sem var, alltaf vom einhver ráð til að gera úr honum listaverk af einhveiju tagi, tjá innri upplifun, þjóna formi og fegurð. Ungur fór Guðmundur að heiman úr Langadal til myndlistamáms í Reykjavík, meira að segja hjá sjálfum Einari Jónssyni frá Galtafelli. Minna varð úr en ætlað var, því að orðlistin varð myndlistinni áleitnari um sinn, og áður en tveggja ára Reykjavíkur- dvöl lauk, var komin út fyrsta ljóð- bókin, Náttsólir. En fleira þurfti en kvæðagerð til að sjá sér farborða á þeim ámm. Leiðin hlaut því að liggja til Akureyrar, þar sem Guðmundur lauk námi í húsgagnasmíði og enn síðar í bókbandsiðn, enda hafði hann meistararéttindi í báðum þessum iðn- greinum. Einnig fékkst hann all- mikið við myndlist, einkum teiknun og vatnslitamálun, og þar sem í öðm lofa verkin meistarann. Næsta ljóða- bók, Úlfablóð, kom ut undir höfund- arnafninu Álfur frá Klettstíu 1933, síðan Störin syngur 1937, Svört verða sólskin 1951, Söngvar frá sum- arengjum 1957 og ljóðþýðingarnar Undir bergmálsfjöllum 1958. Eftir það snéri hann sér meir að lausa- máli. Auk þýðinga komu út smá- sagnasöfnin Svartárdalssólin 1964, Rautt sortulyng 1967, Rósin frá Svartamó 1971 og Tvær fyllibyttur að norðan 1982, einnig skáldsagan Stúlkan úr Svartaskógi 1968. Endur- minningar hans frá æskudögum, Þannig er ég, viljirðu vita það, kom svo út árið 1978 og Draumur undir hauststjörnum, fmmort Ijóð og þýdd, 1980. Loks kom svo út úrval úr verk- um Guðmundar á áttræðisafmæli hans og bar heitið Undir lyngfiðluhl- íðum. Það er að finna ágæta ritgerð um skáldið, ljóðagerð þess og list- feril, eftir Gísla Jónsson mennta- skólakennara. Þessa bók sína og ýmsar aðrar myndskreytti Guðmund- ur sjálfur, m.a. tvö sérprent, sem hann gekk frá og gerði að öllu leyti sjálfur í örfáum eintökum og gaf vinum sínum. Mikið orð fór snemma af Guð- mundi sem vönduðum og listfengum bókbandssnillingi. Unun var að koma á heimili þeirra Rögnu og skoða bækurnar, sem þöktu veggi og hús- bóndinn, stórvirkur og vandlátur bókasafnari, hafði sjálfur bundið. Vandfýsnustu bókasafnarar landsins sendu honum oft þær bækur sínar fágætar, sem þeir vildu helst vanda til banda á, enda fengu þeir konungs- gersemar til baka. Einn þessara bókamanna var Þorsteinn M. Jóns- son, skólastjóri Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar. Hann þekkti Guðmund vel af langri viðkynningu, enda var með þeim mikil vinátta. Marga lúna, en fágæta skræðu hafði Guðmundur handleikið fyrir Þorstein og breytt í dýrgrip og skartgrip. Það er því mjög að vonum, að Þorsteinn snéri sér til Guðmundar og fékk talið hann á að gerast kenn- ari í teikningu, handavinnu og þó einkum bókbandi við skólann árið 1951. Þorsteini var mikið kappsmál að koma traustum fótum undir verknám í skólanum og gera það fjöl- breytt og hagkvæmt, og nýtur skól- inn enn góðs af þeirri stefnu Þor- steins, þótt játa verði, að bókband er ekki lengur á dagskrá. Ástæður þess verða þó ekki raktar hér. Ekki er erfitt að skilja, að bókband hafi verið sú grein handmennta, sem stóð hvað næst hug og hjarta Þorsteins, og þess vegna hafi hann viljað vanda sem allra best valið á kennaranum. Það tókst honum sannarlega. Guð- mundur var raunar ekki alveg óvan- ur kennslu, því að hann hafði farið að Reykholtsskóla og kennt þar tvo vetur 1939-’41, meðan Jóhann bróð- ir hans var þar skólastjóri. Er ekki að orðlengja, að Guðmundur var fastakennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar í 21 ár eða til vors 1972. Hafist var handa við að koma upp nauðsynlegum tækjakosti til bók- bandskennslunnar, og svo skipulagði Guðmundur kennsluna og í tímum hans, þó að allur gangur væri á nám- skappi þeirra sumra í ýmsum öðrum greinum, eins og gengur. Kennarinn hafði einstakt lag á að skilja þá, spjalla við þá, verða félagi þeirra og fræðari í senn. Hann lét ekki við það sitja að kenna þeim vinnubrögðin, heldur ræddi við þá um margt það, sem þeim kom vel að vita eða hug- leiða. Ekki spillti, ef með fylgdi hnyttin saga eða vel gerð vísa að vestan. Nemendunum þótti líka vænt um Guðmund og kunnu að meta hann sem kennara, mann og vin. Hjá honum vöndust þeir líka á reglu- semi, snyrtimennsku og góða um- gengni á vinnustað, og það kom þeim mörgum vel síðar. Ekki hafði Guðmundur gegnt kennarastöðu í bókbandi lengi, þegar hann sá þörfina á kennslubók í grein- inni. Hann gerði sér þá hægt um hönd og samdi hana. Kennslubók í bókbandi og smíðum heitir hún og kom út árið 1955. Af henni hafa margir haft gagn og kunnáttu, ekki síst þeir, sem fengist hafa við það sér til gamans í tómstundum að binda bækur. Guðmundur Frímann var afar góð- ur og ljúfmannlegur félagi í kennara- hópnum, skemmtinn og gamansamur og „sagnasjór og vísnabrunnur“, eins og hann komst sjálfur að orði um annan Húnvetning. Fyrir kom, að hann var fenginn til að fara með eitthvað eftir sjálfan sig á góðri stund, en annars var honum ekki mikið um það gefið að flíka skáld- skap sínum, og ekki vissi ég til, að hann kastaði fram lausavísu. Gott var jafnan að koma á heim- ili þeirra Rögnu. Þau voru hvort sem annað í smekkvísi og myndarskap. Flestir hlutir á heimilinu voru hand- verk þeirra sjálfra, húsgögnin, mál- verkin, áklæði, gluggatjöld, útskurð- ur og útsaumur. Meira að segja litim- ir á veggjum og loftum voru með einhvetjuhi ævintaýralegum blæ, gæddir óræðum töfrum og lífi. Þeir voru hvergi til annars staðar, en blandaðirá staðnum af húsráðendum sjálfum. Áður er minnst á bókakilina frá gólfi til lofts. Og þau Ragna kunnu sannarlega að fagna gestum, ekki aðeins með veitingum góðum, heldur ekki síður af gnægð hjartans og með elskulegu viðmóti. Guðmundur Frímann fæddist í Hvammi í Langadal á Ólafsmessu fyrri árið 1903. Foreldrar hans voru Valgerður Guðmundsdóttir og Guð- mundur Frímann Bjömsson, sem þar bjuggu þá og lengi síðan. Hann fór ungur að heiman, fyrst í unglinga- skóla á Hvammstanga, síðan til Reykjavíkur í tvö ár, en þá til Akur- eyrar, þar sem hann lauk iðnnámi. Þótt skólasetur hans væru ekki langar á nútíðarvísu stundaði hann alla tíð bóklestur og sjálfsmenntun af áfergju, var víðlesinn og mikill smekkmaður á skáldskap. Hann unni íslensku máli hugástum, var sífellt að velta fyrir sér orðum og auka við orðaforða sinn, sem ekki síst var sprottinn úr hreinu máli skyni bor- innar íslenskrar alþýðu til sjávar og sveita. Fjórða áratuginn stundaði hann húsgagnasmíði á Akureyri, en eftir tveggja ára dvöl í Reykjavík, sem fyrr er getið, var hann 10 ár verk- stjóri í Vélabókbandinu hf. á Akur- eyri, áður en hann gerðist kennari viðGagnfræðaskólann. Árið 1930 kvæntist hann Rögnu Jónasdóttur skipstjóra á Akureyri, Hallgrímssonar og Valgerðar Al- bertsdóttur, stórglæsilegri konu, sem látin er fyrir 6 árum. Þau eignuðust þtjár dætur, Valgerði, gifta Karli Jörundssyni, Gunnhildi, gifta Sverri Gunnlaugssyni, og Hrefnu, gifta Þorsteini Jökli Vilhjálmssyni. Gagnfræðaskóli Akureyrar vottar Guðmundi Frímann virðingu og þökk fyrir frábær störf hans í þágu skólans og nemenda hans. Við gamlir félagar hans af kennarastofunni sendum honum hinstu kveðju út yfir hafið mikla, blessum minningu hans og vottum ástvinum hans samúð okkar. Enn er gróðurtíð gengin, gaddurinn bráðum þaggar lyngþyt og lindahjal. Senn standa sumarregnin sönglaus í Langadal. (G. Fr.) Sverrir Pálsson Það var einhvem tíma fyrir 12 eða 15 árum, að ég hafði orð á því við Jón úr Vör skáld, að ég ætti nokkrar bækur óinnbundnar og jafn- vel í örkum sem væru of dýrmætar í mínum augum til að ég gæti sætt mig við að hafa þær í svo rytjulegum búningi sem þær voru. Jón vissi að ég fór á hveiju sumri norður á Akur- eyri og dvaldist þar í einn til tvo mánuði í senn. Hann sagði: Talaðu við hann Guðmund Frímann. En ég þekki hann ekkert, sagði ég. Jón taldi það ekki skipta neinu máli og kvað mig mundu fá verulega gott band á bækur mínar hjá Guðmundi, ef hann tæki verkið að sér. Þannig atvikaðist það, að ég kynntist Guð- mundi. Hann tók mér vel, þegar ég bar upp við hann erindið, en sagðist raunar vera að hætta þessu nema fyrir nánustu vini, sagðist vera orð- inn gamall og farinn að heilsu. Síðan fékk ég Hómerskviður og Þjóðsögur Jóns Árnasonar í forkunnarfögru bandi, en auk þess veittist mér sú ánægja að kynnast Guðmundi nokk- uð. Einn dag sit ég inni í stofu með honum í húsi hans við Hamarstíg á Akureyri og töluðum saman. Ef til vill hafði ég komið til að borga hon- um fyrir bókbandið. Á því var hand- bragð meistarans, en kostaði þó ekki nema tvo þriðju af því sem gangverð var í Reykjavík, ef það var þá svo mikið. Guðmundur ætlaði ekki að hagnast á mér. En í stað þess að tala um bókband, tölum við um skáldskap og höfunda. Stundum hafði andað köldu að norðan í garð atómskálda sem ekki rímuðu alltaf að gömlum sið, en slíkt skáldaveður var gersamlega fjarlægt okkur, þar sem við sátum saman og spjölluðum Blómastofa WH • */* ^ fnðjinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tílefni. Gjafavörur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BREIÐFJÖRÐ ÞÓRARINSSON skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist föstudaginn 18. ágúst í Landsspítalanum. Lilja Kristdórsdóttir, Rósamunda B. Taylor, Már B. Gunnarsson, Indíana B. Gunnarsdóttir, Stefán B. Gunnarsson, Ólafur Þorri Gunnarsson, Robert Lee Taylor, Guðrún Einarsdóttir, Pétur Þór Kristinsson, Elsa Traustadóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINÞÓRA HILOUR JÓNSDÓTTIR, Rauðalæk 24, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl.13.30. Sigriður Emilsdóttir, Erla Emilsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Óðinn Halldórsson, Ragnar Harðarson, Guðfinnur Haildórsson, og barnabörn. t Móðursystir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, si'ðasttil heimilis á Droplaugarstöðum, andaðist 18. ágúst. Útförin fer fram þriðjudaginn 22. águst kl. 15.00 frá kapellunni við Hafnarfjarðarkirkjugarð. Fyrir hönd aðstandenda, Álfheiður Jónasdóttir, Ása Hanna Hjartardóttir, Skúli Gunnar Böðvarsson. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÖRGEN P. LANGE, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þann 22. ágúst kl. 10.30. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Unnur Lúthersdóttir Lange. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR FRÍMANN rithöfundur, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjarta- og æðaverndar- félag Akureyrar. Valgerður Frímann, Karl Jörundsson, Gunnhildur Frímann, Sverrir Gunnlaugsson, Hrefna Frímann, Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson. barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega þeim fjölmörgu er hafa sent okkur samúðar og vinarkveðjur vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, FANNEYJAR ODDSDÓTTUR, Hlíðargerði 18. Sérstakar þakkir færum við séra Ólafi Skúlasyni, biskup og konu hans fyrir þeirra vináttu og hiýhug. Ástrfður Gunnarsdóttir, Valgeir Axelsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Kristfn Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Guðný Gunnarsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Heiðar Gunnarsson og barnabörn. Axel Axelsson, Marteinn Sverrisson, Ágústa Magnúsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.