Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 37
MOKQUNBtABÍÐ. il'RiÐJUDA^UR 22. ÁdÚST .1980 37 AFGASRULLUR fyrir bílaverkstæöi Olíufélagið hf 681100 Nissan: Mest seldi japanski bíllinn í Evrópu í mörg ár Bílasýning laugardag og sunnudag frá kl. 14.00-17.00 Lánstími í allt að 31A> ár. 3ja ára ábyrgð - réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2, sími 674000 Minninff: Guðmundur Fríimum rithöfundur Fæddur 29. júlí 1903 Dáinn 14. ágúst 1989 Mörg var för í regni og roki raunaþung og efnin smá. Breytti þá í gull- og glitskóg gráa hversdagsleikans þytskóg fiðlan fagurgljá. Og í hveiju strengjastroki straumar bláir kváðust á. Vor með gliti og glóðafoki geymt í strengjum lá. Þannig kvað Guðmundur Frímann í hinu hreimmikla kvæði sínu Fiðlaranum í Vagnbrekku um paradísarheimt listamannsins við leik tóna eða hljómfall hátta og ríms ljóða, hvað sem harður heimur býð- ur. Hann, ljóðlistarfiðlungurinn, skildi tónlistarfiðlarann svo næmum bróðurskilningi, að af varð listar- ljóð. Vísast sá hann þó aldrei né heyrði fiðlarann í Vagnbrekku. Orð- sporið og samkenndin gáfu honum uppistöðuna og ivafið í þennan slungna ljóðvef hans. Nú hafa þess- ir fiðlungar báðir kvatt, Hjálmar Stefánsson i Vagnbrekku fyrir nær háifri öld, Guðmundur Frímann fyr- ir fáum dögum. Hinn slyngi sláttu- maður slær allt hvað fyrir er. Guðmundur Frímann var fæddur í Hvammi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu og þar sleit hann bernsku- og æskuskóm sinum í húsum foreldranna, þeirra Guð- mundar Frímanns Björnssonar og Valgerðar Guðmundsdóttur, konu hans. Urðu honum foreldrarnir, for- eldrahúsin og æskusveitin mjög kær til æviloka, sem víða sér staðar í ljóðum hans. Hann var ástríkur sonur Langadals til æviloka. Þótt það yrði hlutskipti hans að hverfa þaðan um tvítugsaldur, bar hann fararnesti æskustöðva í mal sínum, hvar sem leiðir hans. lágu. Árniður Blöndu lék honum fyrir eyrum alla tíð. Guðmundur nam einn vetur við alþýðuskóla á Hvammstanga, einn vetur stundaði hann leirmótun hjá Einari Jónssyni, myndhöggvara, en um tvítugt gerðist hann lærlingur í húsgagnasmíði á Akureyri og nam þá jafnframt við Iðnskóla Akur- eyrar í þrjá vetur, en sá skóli var þá kvöidskóli jafnhliða daglöngu iðnnámi. Er þá rakin skólaganga Guðmundar, en sjálfsnám hans rekja engar skólaskýrslur, þar bera verkin ein vitni og að það stóð árin út. Frá og með iðnnámsdögum sínum var Guðmundur Frímann búsettur á Akureyri til æviloka að undanskildum árunum 1939-1941, að hann var handavinnukennari við Héraðsskólann í Reykholti í Borgar- firði. Guðmundur var mjög fjöl- hæfur maður. Hann var ágætur smiður, listbókbindari, drátthagur vel og eftirsóttur skrautskrifari. Allt sem hann tók höndum til bar lagvirkni hans og listhneigð vitni, en fyrst og fremst var hann skáld, ljóðskáld og sagnaskáld og sem slíks verður hans lengst minnst, ef að líkum lætur og að hans vild fer. Hann var ótrúlega afkastamikill rithöfundur, þegar haft er í huga, að til ljóðagerðar og annarra rit- starfa hafði hann aðeins stopular hjá stundir. Hann varð öll sín mann- dómsár að vinna fyrir sér hörðum höndum með smíðum, verkstjórn, bókbandi, kennslu. Ljóðabækur hans urðu 8 að meðtöldum þýðing- um, smásagnasöfn 3, skáldsögur 2 og auk þessa minningaþættir. Og aldrei var flaustrinu fyrir að fara. Hann var frábærlega vandvirkur á allt, sem hann lét frá sér fara, al- veg sérstaklega ljóð sín, þegar á aldur leið. Þau þrautfágaði hann og fægði. Þar kom til ættborin málkennd og áunnin og æfð orð- færni. Hættir og rím léku honum á tungu. Þó að hann brygði þar ósjaldan til nýbreytni eða nýsmíði fataðist honum ekki smekkvísi. Það var ekki undarlegt, að þessi fiðlung- ur ljóðlistar skildi næmum skilningi sjálflærða fiðlarann í Vagnbrekku, sem lék af fingrum fram eftir eyr- anu og lagði sál sína í leikinn. Sú var Ijóðlist Guðmundar Frímanns, þegar hún fór á kostum. Guðmundur Frímann var aldrei auglýsingasamur á list sína. Honum var sýndarmennska ekki að skapi og óhvikull í þeirri skoðun, að lengi skyldi list fága, en ekki lúta að hraðsmíði, þótt í augu gengi um sinn vegna tísku. Lengi framan af árum kenndi með honum sársauka þess, að honum þótti Ijóðum sínum seint tekið. Guðmundur Frímann var hár maður vexti, grannholda alla ævi, léttur og kvikur á fæti fram á efri ár. Hann var vel farinn í andliti, augun björt og skír. Oftar alvarleg- ur í bragði, en glaðvær á góðri stund. Hann bauð sig ekki mörgum fram til vináttu, en vinfastur, þar sem hann tók því. Hann var ekki áleitinn maður í orðum né skoðun- um, en bað heldur engan að hafa skoðanir fyrir sig. Þær tók hann hjá sjálfum sér. Hann var mikill heimilismaður og unni konu sinni og dætrum heitum huga. Það fannst vel á. En jafnframt var hann þó mikill einfari. Gestur af götu sá Guðmund líklegast í gleggstu ljósi, ef hann leit hann sýsla að bókum, annað hvort í fagurlega umgenginni bókastofu sinni eða fara næmum fingmm um bækur og ritlinga til bands. Fágun og geymd orðlistar var honum heldur dómur. Guðmundur Frímann var kvænt- ur Rögnu Jónasdóttur, öndvegis- konu. Þeim varð þriggja dætra auð- ið, Valgerðar, Gunnhildar og Hrefnu, allar giftar og búsettar á Akureyri nú. Konu sína: missti Guð- mundur 1983. Nú hefir fiðlungurinn af Blöndu- bökkum í Langadal lokið Akur- eyrardvöl sinni. Langidalur, Akur- eyri og landið allt er fátækara eft- ir. Hugbótin er, að góðs manns er að minnast og listáskálds, sem skil- ur þjóð sinni eftir dýrgripi, sem hvorki mölur né ryð granda. Vindar af suðri flosmjúka feldinn þinn strjúka. fagnandi höndum, sumarengið mitt græna. Gengur í bylgjum grasið þitt undurmjúka, glitofinn flaumur, hvert sem auga mitt sér. Sólheita angan smáravallarins væna vindurinn langvegu ber. Yfir þér vakir hlíðin forkunnarfögur. Fellur við bakka þinn jökulsá þungum straumi, kveðandi við þig ástljóð og bylgjubögur, blessandi, græna engi, þitt sumarskrúð, vökvandi moldina þína, sem lætur í laumi lífgrösin spretta, fógur og gullinprúð. (Guðmundur Frímann) Bragi Signrjónsson Látinn er á Akureyri Guðmundur Frímann, skáld, áttatíu og sex ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Frímanns Björnssonar og Valgerðar Guðmundsdóttur, sem bjuggu að Hvammi í Langadal, þar sem Guðmundur fæddist 29 júlí 1903. Guðmundur Frímann varð ungur þekktur af fýrstu ljóðabók sinni, Náttsólum, sem kom út 1922, þeg- ar höfundurinn var nítján ára. Þrátt fyrir að Náttsólir vektu athygli og umtal liðu ellefu ár þangað til næsta ljóðabók kom frá hendi Guðmund- ar. Það var bókin Úlfablóð, sem gefin var út undir dulnefni. Fjóruni árum síðar kom ljóðabókin Störin syngur og enn leið langur tími þangað til Guðmundur kvaddi sér hljóðs að nýju á skáldaþingi. Þá gaf hann út ljóðabókina Svört verða sólskin, en síðasta ljóðabók hans kom út 1957 og hét Söngvar frá sumarengjum. Guðmundur Frímann er þekkt- astur fyrir ljóð sín, en þau bera vitni miklu næmi. höfundar fyrir landinu, gróðri þess og því fólki sem það byggir. Á sama tíma og marg- vísleg kaldhæðni og kaldhyggja ásamt upplausn hrynjandinnar í kvæðum hélt innreið sína í skáld- skapinn, hélt Guðmundur mildum höndum yfir stararsundum heima- byggða og lét mjukan kliðanda málsins leika um punt og sóleyja- tún. Munu flestir þeir sem fara um Langadal og eitthvað þekkja til kvæða Guðmundar minnast hans mitt í þeirri byggð. Hann hóf fátæk- lega og alvanalega þætti sveitalífs til öndvegis og gerði þá að gullvæg- um og upptendruðum einkennum í skáldskap sínum, sem rauf þagnar- múra hversdagsins. Guðmundur bjó lengst af sinnar ævi á Akureyri. Hann kvæntist Rögnu Jónasdóttur skipstjóra á Akureyri 1930 og er hún látin. Þau hjón eignuðust þijár dætur. Guðmundur Fnmann var heið- ursfélagi í Félagi íslenskra rithöf- unda. Með þessum fáu orðum vott- ar félagið hinum brottgengna virð- igu sína og þakkir fyrir samvistirn- ar, og aðstandendum samúð. Félag ísl. rithöfúnda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.