Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
:¦..'¦  (i (i'. fui  ;i [¦" f
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. AGUST 1989
Ólafur G. Einarsson:
Gjaldfelling
á láninu
óskynsamleg
ÓLAFUR G. Einarsson einn þing-
manna Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi segir að hann
telji það óskynsamlegt af hálfu
Byggðastofnunar að hafa gjald-
fellt áhvílandi lán stofnunarinnar
á togaranum Sigurey er hann var
seldur frá Patrekssfirði til Hafnar-
fjarðar. „Þeir voru búnir að gefa
út yfirlýsingu áður en til sölunnar
kom að þeir myndu gjaldfella lá-
nið færi skipið frá Patreksfirði,"
segir Ólafur. „Það var þeirra mál
og í þeirra valdi að gera slíkt en
ég tel að það hafi verið óskynsam-
legt."
Ólafur G. Einarsson segir að hann
hafi fulla samúð með sveitarfélagi
sem missir skip sín á brott svipað
og gerðist á Patreksfirði. Sem þing-
maður Reykjaneskjördæmis hafi
hann horft á svipaða atburði gerast
þar. Hann ásamt öðrum þingmönn-
um kjördæmisins hafi reynt að koma
í veg fyrir slíkt og má í því sam-
bandi nefna er Hraðfrystihús
Keflavíkur seldi tvo togara sína úr
byggðalaginu.
„Okkur tókst ekki að koma í veg
fyrir þá sölu, þrátt fyrir að við nytum
stuðnings þungavigtarmanns á borð
við Steingrím Hermannsson við að
reyna það," segir Ólafur. „Það má
hinsvegar vera að Steingrímur geti
rétt Patreksfirðingum hjálparhönd í
þeirra þrenginum."
Sverrir Hermannsson:
Frágangssök
aðbankar
láni til
skipasmíða
„NÝSMÍÐI SKIPA er fjármögnuð
af Fiskveiðasjóði og í sumum til-
fellum Byggðasjóði. Það er
strangt skilyrði að eigið fjármagn
nái að brúa bilið og ég tel það
frágangssök að bankar stundi
slíka lánastarfsemi," sagði Sverrir
Hermannsson, bankastjóri Lands-
bankans, í samtali við Morgun-
blaðið.
Fiskveiðasjóður íslands lánar allt
að 65% af verði skipa sem smíðuð
eru innanlands en 60% af verði þeirra
sem smíðuð eru erlendis. Lánveiting
er skilyrt því, að kaupendur skipanna
leggi fram sem svarar 40% af kaup-
verði skipanna.
Morgunblaðið/Bjarni
Sigurður Viggósson oddviti Patrekshrepps og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra heilsast
stjórnarráðinu í gær.                                                                        ______________________________
Patreksfirðingar fáorðir eftir
fiind með forsætisráðherra
- Viljum sitja við sama borð og aðrir, segja kaupendur Sigureyjar
SVEITARSTJÓRNARMENN
frá Patreksfirði áttu í gær fund
Geir Gunnarson:
Fjárfesting í frysti-
húsinu var óvarleg
„ÞEGAR ég var í Byggðasjóði þótti mér fjárfestingin í Hraðfrystihúsi
Patreksfjarðar heldur óvarleg og það er auðvitað frystihúsið sem hef-
ur sökkt þessum skipum fyrir þeim," sagði Geir Gunnarsson, þingmað-
ur Alþýðubandalagsins, í samtali við Morgunblaðið um sölu á Sigurey
BA og Þrymi BA.
Geir Gunnarsson sagði að ekki
gæti gengið að hægt væri að kaupa
upp rétt manna til að stunda fisk-
veiðar frá heilu plássunum og Al-
þýðubandalagið vildi byggðakvóta
„að mest öllu leyti."
Hann  sagði  að  auðvitað væri
mjög erfitt að gera eitthvað í þessu
máli núna. Enda þótt reynt yrði að
hjálpa Patreksfirðingum til að
kaupa skip með kvóta væri ekki
mikið af þannig skipum á lausu.
„En eitthvað verður að gera í mál-
inu, það er alveg ljóst" sagði Geir.
með forsætisráðherra, sjávarút-
vegsráðherra og forstjóra
Byggðastofnunar um þá stöðu
sem komin er upp í atvinnuálum
Patreksfjarðar eftir að skip
þrotabús hraðfrystihússins í
bænum, Sigurey og Þrymur,
voru slegin aðilum utan byggða-
lagsins. Með skipunum hverfur
meginhluti þeirra veiðiheimilda
sem Patreksfirðingar áttu.
Skipin hafa þó ekki lagt upp
afla sinn í hyggðarlaginu und-
anfarin misseri. Patreksfirðing-
ar vildu ekkert um efni fundar-
ins segja að honum loknum og
sögðu að engin tímamörk hefðu
þar verið sett fram um lausn
málsins.
Stálskip h/f í Hafnarfirði, buðu
257,5 milljónir króna í Sigurey,
og færir boð þeirra lánardrottnum
þrotabúsins /zmilljón meira upp í
kröfur sínar en næst hæsta boð
Vestfírðir:
Kjördæmissamtök ungra
sjálfstæðismanna stoftiuð
Bjarni Th. Bjarnason kjörinn formaður
Kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna á Vestfjörðum voru
stofnuð í félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd 29. júlí síðastlið-
inn. Formaður samtakanna var kjörinn Bjarni Theodór Bjarnason
frá Patreksfirði. Aðrir í stjórn eru Ásgeir Þór Jónsson frá Bolung-
arvík, varaformaður og ritari, og Rúnar Jónatansson gjaldkeri,
sem er frá ísafirði.
Á stofnfund kjördæmissamtak-
anna mættu um 40 ungir sjálf-
stæðismenn víðs vegar af Vest-
fjörðum. Ávörp á fundinum fluttu
þeir Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, þingmaður Vestfirðinga, og
Einar K. Guðfinnsson varaþing-
maður. Að stofnfundinum loknum
var snæddur kvöldverður í Flóka-
lundi.
Bjarni Th. Bjarnason, nýkjörinn
formaður samtakanna, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hlut-
verk þeirra væri að efla og sam-
ræma starf ungra sjálfstæðis-
manna í kjördæminu, einkum fyr-
ir kosningar. Samtökin myndu
styðja við bakið á ungum fram-
bjóðendum, bæði við val á lista
flokksins og í alþingiskosningum.
Þá kæmi til greina að þau stæðu
fyrir útgáfustarfsemi fyrir kosn-
ingar. Félög ungra sjálfstæðis-
manna eru nú starfrækt á Pat-
reksfirði, Tálknafirði, Flateyri,
Bolungarvík og ísafirði og eru
félagar nokkur hundruð.
Á stofnfundi kjördæmissam-
takanna var samþykkt ályktun,
þar sem bent er á nýjar aðferðir,
sem marki spor til bjartari framt-
iðar, í stað stjórnarhátta sem hafi
stefnt afkomu undirstöðuatvinnu-
veganna í gjaldþrot. „Við krefj-
umst frjálsrar gjaldeyrisverzlun-
ar, enda er það eina leiðin sem
tryggt getur eðlileg rekstrarskil-
yrði sjávarútvegs á íslandi," segir
í ályktuninni. „Við viljum afnám
kvótakerfisins og að tekin verði
upp sóknarmarksnýting fiski-
stofna. Það er eina leiðin til að
tryggja að, allir geti dregið fisk
úr sjó á jafnréttisgrundvelli. Við
sættum okkur ekki við kvóta-
kerfi, sem upphaflega færði fáum
Morgunblaðið/BAR
Bjarni Theodór Bjarnason, ný-
kjörinn formaður Kjördæmis-
samtaka ungra sjálfstæðis-
manna á Vestfjörðum.
en útvöldum aðilum yfirráð yfir
auðlindum hafsins."
sem var frá nýju útgerðarfélagi
heimamanna, Stapa. Ekki hefur
fengist uppgefið hversu mikil veð-
bönd hvíla á Sigurey en meðal
stórra veðhafa eru Fiskveiðasjóður
og Landsbankinn, sem mun eiga
allt að 120 milljónir áhvílandi og
í vanskilum vegna Sigureyjar, auk
Byggðastofnunar, sem hefur lýst
þvi yfir að 40 milljón króna veð
stofnunarinnar í Sigurey verði
gjaldfellt gangi uppboðshaldari að
tilboði annarra en Patreksfirðinga
að loknum tveggja vikna fresti
sem hann tók sér til að meta tilboð-
in.
Ætlumst til að
fá að sitja við
sama borð og aðrir
Ýmsir, þar á meðal Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra,
hafa lýst áhyggjum vegna þess
að erlent fjármagn kunni að
standa á bak við tilboð Stálskipa.
Guðrún Lárusdóttir framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins þær aðdróttan-
ir fjarstæðukenndar. „Við höfum
ekki fengið fengið neina fyrir-
greiðslu á einn eða annan hátt -
peningalega - en við höfum fengið
mikinn stuðning og hlýjar ham-
ingjuóskir frá ýmsum mönnum,
sem ég er innilega þakklát fyrir.
En peningalegan stuðning höfum
við aldrei fengið frá einum eða
neinum, við þurfum þess ekki við
og ætlumst ekki til þess. Hins
vegar ætlumst við til þess að fá
að sitja við sama borð og aðrir,
bæði hvað varðar fyrirgreiðslu hjá
lánastofnunum og annað," sagði
hún. Hún vísaði einnig því á bug
að Fiskimarkaðurinn í Hafnarfirði
hefði lagt fram fé vegna kaupanna
en Stálskip hyggjast láta Sigurey .
leggja upp afla sinn hjá markaðin-
um. Hún vísaði á Landsbankann
þegar hún var innt eftir því hvort
bankinn myndi láta lán sitt hvíla
áfram á skipinu yrðu vanskil
greidd en svör fengust ekki hjá
Landsbankanum við fyrirspurn
þar að lútandi. Afstöðu annarra
veðhafa sagði Guðrún Lárusdóttir
ekki liggja fyrir.
Hamarstjórn fagn-
ar komu Sigureyjar
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar
fangaði á fundi sínum í gær komu
Sigureyjar til Hafnarfjarðar og
þeirri fyrirætlan Stálskipa að tog-
arinn leggi upp hjá fiskmarkaði
bæjarins. Lýsti hafnarstjórnin
áhyggjum vegna stöðu útgerðar
og fiskvinnslu í bænum eftir að
ísfisktogarinn Otur var seldur til
Hornafjarðar auk þess sem fleiri
skip og bátar hafi verið seldir brott
að undanförnu. Væntir hafnar-
stjórn þess að opinberir aðilar, þar
á meðal Byggðasjóður liðki fyrir
málum þessum með atvinnu í
byggðinni Hafnarfirði að leiðar-
ljósi.
Einar Oddur Kristjánsson:
Er hræddur um að
áföllin verði fleiri
„ÞETTA er eitt af þeim áföllum sem eru að ríða yfir og því miður
er ég hræddur um að þau verði fleiri," sagði Einar Oddur Kristj-
ánsson, formaður Vinnuveitendasambands Islands, í samtali við
Morgunblaðið um gjaldþrot Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. og
sölu á skipum fyrirtækisins, Sigurey og Þrymi.
„Við erum búnir að vara við því
í tíu ár hvert við værum að stefna
með útflutningsframleiðsluna og
sjávarútveginn í landinu en það
hefur bara enginn tekið mark á
þeimaðvörunum," sagði Einar
Oddur. Hann sagði að sú hágeng-
is- og eyðslustefna sem hér hefði
verið fylgt allan þennan áratug,
svo og þær kostnaðarhækkanir
sem riðið hefðu yfir, að meðaltali
fimm- til sjöfaldar miðað við okkar
samkeppnislönd, hefðu gert stöðu
útflutningsframleiðslunnar gjör-
samlega vonlausa.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44