Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLADIÐ FOS.TUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989
RÆSI-
RENNUR
TILVALDAR FYRIR
BÍLASTÆÐI,
VINNUSALI,
VÖRUSKEMMUR,
GARÐA OG
ALLSTAÐAR ÞAR
SEM VATNSELGS
ER VON.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
& VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
LYNGHÁLSI 3 SIMAR 673415 — 673416
Minning:
Gísli Jóhannsson
garðyrkjumaður
Fæddur29. ágúst 1923        Ég kveð elsku pabba með versi
Dáinn 9. september 1989    eftir Valdimar Briem.
Faðir minn, Gísli Jóhannsson,
Friðrikshúsi, Hjalteyri, lést 9. sept-
ember síðastliðinn. Mig langar að
minnast hans með nokkrum Iínum.
Þau ár sem við áttum heima í
Hraunprýði eru mér minnisstæðust.
Þegar murtuveiðin hófst var alltaf
beðið eftir því að fá að fara út á
vatn með pabba. Þegar við krakk-
arnir fengum að vera. í kerrunni,
þá var kallað, spýta í, þá spýtti
pabbi út um gluggann og sagðist
vera búinn að spýta í. Þegar lömb-
in voru að fæðast á vorin, þá var
mesti spenningurinn hjá öllum hver
fengi lambakóng eða drottningu.
Það var gaman, þegar bræður
pabba komu í heimsókn, þá var
glatt á hjalla, þá spilaði pabbi á iitlu
takkaharmóníkuna sína.
Einn veturinn var Þingvallavatn
ísilagt og var farið á jeppum frá
Nesjavöllum og að heiman út í
Sandey, þeir þurftu að krækja fyrir
sprungu, en út í Sandey komumst
við. Stundum var farið á skautum
yfir vatnið.
Jólaskemmtanir voru haldnar að
Ljósafossi, pabbi lék oft jólasvein,
við krakkarnir þekktum pabba á
höndunum.
Við fluttum til Þorlákshafnar
1962. Þar var faðir minn fyrir
meiðslum, sem hann átti í um tvö
ár, það þurfti að brjóta upp á honum
hælinn eftir hælbrot, sem hann
varð fyrir þegar hann var að vinna
í Sambandshúsinu. Þar eignaðist
hann marga vini, sem hafa heim-
sótt þau eftir að þau fluttu norður.
Það voru fjórir strákar daglega hjá
okkur, sem voru með Hirti bróður
í hljómsveit, sem var í Þorlákshöfn.
Það hefur verið tilhlökkun á hverju
ári í 9 ár að heimsækja þau norður
á Hjalteyri og að fá að róa með
pabba og afa til fiskjar.
Synir mínir munu sakna sárt afa
síns. En minningin um hann mun
geymast.
Ég bið Guð að styrkja ömmu og
Jón, systkíni hans, mömmu, börn,
barnabörn og barnabarnabörn.
ARNARSTEIK
rikiintuit
T-beinasteik með fersku salati, maísstöngli
og bernaise sósu
Kr. 1850,-
vikannar
2 cl Gordons gin
1 cl Cinzano
3 cl blár Curacao
hrist
fyllt meölli-spot & skrcytt með glóaldinrnána
ARNARHÓLL
ÓPERUKJALLARINN
ssínrwar 18833 &  14133
LifancU léttur og litríkur
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð nú þér fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Jónína Gísládóttir
Gísli Jóhannsson, Friðrikshúsi,
Hjalteyri, andaðist í Borgarspítal-
anum í Reykjavík þ. 9. september
sl. eftir langa og erfiða baráttu.
Hann verður jarðsettur að Möðru-
völlum í Hörgárdal í dag, en kveðju-
athöfn fór fram í Reykjavík 15.
september.
Gísli var fæddur í Bolungarvík,
næstelstur 6 barna Línu Dalrósar
Gísladóttur og Jóhanns Sigurðsson-
ar, sem upp komust. Sumarið 1932,
þegar Gísli var tæplega 9 ára, an-
daðist faðir hans. Það sumar hafði
Gísli ráðist til snúninga að Hóli í
Bolungarvík og varð úr að hann
ílentist þar til fermingaraldurs. Þá
réðst hann sem vinnumaður í Æðey
og var þar til tvítugsaldurs, en nám
stundaði hann við Héraðsskólann í
Reykjanesi. Síðan lá leiðin í Garð-
yrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi,
og útskrifaðist hann þaðan árið
1946.
Þar kynntist hann eftirlifandi
konu sinni Gyðu Antoníusardóttur.
Þau giftust árið 1947, stofnuðu
heimili í Hyeragerði og störfuðu þar
við garðyrkju. Þau fluttu að Hraun-
prýði í Nesjavallalandi, endurnýjuðu
garðyrkjustöðina þar, og starf-
ræktu hana í tæpan áratug. Þar
næst bjuggu þau í Þorlákshöfn og
stundaði Gísli þar sjósókn. Árið
1968 festi hann kaup á landi vestan
Ölfusár, og byggði þar frá grunni
Gróðrarstóðina Artún, ásamt íbúð-
arhúsi. Árið 1980 lét hann gamlan
draum sínn rætast, að búa við sjó
og róa til fiskjar á eigin skipi. Hann
seldi stöðina í Ártúni, keyptir gam-
alt hús, Friðrikshús á Hjalteyri, og
nýjan bát. Þrátt fyrir langvarandi
heilsuleysi tókst þeim að endur-
byggja húsið og gera það að mik-
illi staðarprýði.
Börn Gyðu og Gísla eru: Áslaug,
gift Matthíasi Þorbergssyni, Akur-
eyri, Sigurður Bjarni, kvæntur
Guðnýju Ingimundardóttur, Djúpa-
vogi, Jónína, gift Hjalta Ásmunds-
syni, Selfossi, Hjörtur, kvæntur
Ernu Erlingsdóttur, Hrísey, og Elín,
gift Júlíusi Þór Sveinssyni, Flúðum.
Fyrir hjónaband eignaðist Gísli
dóttur, Jóhönnu, sem alin var upp
í Æðey. Maður hennar er Garðar
Hannesson í Hafnarfirði.
Gyða missti fyrri mann sinn frá
tveimur ungum börnum. Þau eru
Helga gift Kjartani Pálssyni, Vað-
nesi, Grímsnesi og Helgi kvæntur
Auði Gústafsdóttur, Höfn, Horna-
firði.
• Eins og fyrr segir eignaðist Gísli
6 börn. Barnabörnin eru 18 og
barnabarnabörnin 9. Systkini Gísla
eru: Guðmunda, gift Kristjáni Páls-
syni, ísafirði, Guðbjörg, gift Kristni
Finnbogasyni, Garðabæ, Óskar,
kvæntur Elsu Friðriksdóttur,
Reykjavík, Aslaug, gift Jóhannesi
Guðjónssyni, Kópavogi, en hann er
látinn, Jóhann Líndal, kvæntur Elsu
Gestsdóttur, Njarðvík.
Með seinni manni sínum, Jóni
Ásgeiri Jónssyni, eignaðist Lína
fjögur börn, en þau eru: Alda gift
Ingiberg Jensen, Reykjavík, Her-
bert, hann er látinn, var kvæntur
Steinunni Felixdóttur, Reykjavík,
Sigurvin  kvæntur Halldóru Guð-
björnsdóttur, Reykjavík og Sveinn
Viðar kvæntur Auði Vésteinsdóttur,
Reykjavík.
Þegar Gyða og Gísli stofnuðu
heimili sitt í Hveragerði fundum við
Jóhann fljótt, hve gott var að heim-
sækja stóra bróður og konu hans,
og eru helgarferðir okkar austur,
meðal björtustu minninga unglings-
áranna. Alla tíð hefur heimili þeirra
verið rómað fyrir einstaka gest-
risni, myndarskap og velvilja.
Þau hjónin störfuðu mikið saman
og voru samhent um að láta öllu
og öllum líða vel í nálægð sinni,
hvort sem var fólk eða gróður, enda
farnaðist þeim vel við garðyrkjuna
og börn þeirra öll mesta efnisfólk.
Jafnvel fulltíða fólk, á í dag bágt
með að setja sig í spor 8 ára drengs,
sem verður að vinna fyrir sér hjá
vandalausum, og um fermingu, auk
þess að fara í burtu þangað sem
hann átti engan að, kynnast af eig-
in reynslu þeirri hlið gamaldags
„höfðingjaseturs", sem að vinnu-
fólkinu sneri. Það var því meira en
lítið afrek að rífa sig lausan og
komast suður á Garðyrkjuskólann.
Þrátt fyrir erfiða æsku var Gísli
alltaf léttur í skapi, ljúfur og vildi
öllum vel. Hann bjó yfir einstakri
frásagnarlist, og eru margar sögur
hans úr daglega lífinu hreinustu
perlur, því hann gat alltaf séð eitt-
hvað jákvætt, lærdómsríkt og
spaugilegt út úr því sem í fljótu
bragði virtust hversdagslegir at-
burðir.
Nú þegar við systkinin kveðjum
Gísla minnumst við einnig Her-
berts, sem lést fyrir tæpum fjórum
árum og átti sama afmælisdag og
Gísli.
Svo vill til, að í dag er móðir
okkar 85 ára og enn sem fyrr er
okkur huggun af að hafa orð henn-
ar í huga, en við dánarbeð Gísla
varð henni að orði. „Mér hefur ver-
ið mikið gefið, — það væri vanþakk-
læti af minni hálfu að taka því
ekki möglunarlaust þegar eitthváð
af því er aftur tekið, en minningin
um góðan dreng lifir áfram hjá
okkur."
Gyðu vil ég færa innilegt þakk-
læti fyrir allt það sem hún lagði á
sig til að geta verið hjá honum og
hjúkrað í hans erfiðu baráttu.
Ég votta henni, börnum þeirra
og fjölskyldum, okkar innilegustu
samúð.
Fyrir hönd systkinanna,
Óskar Jóhánnsson.
Bæring V. Aðal-
steinsson - Minning
Fæddur25. mars 1949
Dáinn 14. september 1989
í Spámanninum eftir Kahlil Gibr-
an segir:
En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast að
húsi þínu og þegar önnur sítur við borð þitt,
sefur hin i rúmi þínu.
Og á öðrum stað:
Þvi að eins og ástin krýnir þig, mun hún
einnig krossfesta þig.
Þessi orð Spámannsins -eru mér
nú hugleikin er ég kveð hér með
fáum orðum vin minn og barns-
föður. Þann 14.9. 1989 lést í
Reykjavík Bæring Vagn Aðalsteins-
son til heimilis að Alfaskeiði 47,
Hafnarfirði. Hann var ekki nema
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofti blaðsins í Hafharstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
fertugur að aldri, fæddur í Bolung-
arvík 25.3. 1949.
Ekki er meiningin að rekja hér
íífshlaup hans. þ.e. fyrri hluta enda
er ég ekki kunnug þar um. Heldur
langar mig að segja fráþeim stund-
um sem við áttum saman í blíðu
¦og stríðu.
Bæringi kynntist ég fyrst
'70-'71, vinskapur okkar stóð þá
ekki nema í fáa mánuði. Okkur
voru ætluð nánari kynni því leiðir
okkar lágu aftur saman 1978. Það
ár í október hófum við sambúð og
síðar giftum við okkur. Við áttum
saman mjög góðan tíma og mjög
daprar stundir. Saman eignuðumst
við tvö börn, Soffíu Ösp og Hlyn
Elías. Einnig tók hann að sér upp-
eldi sona minna af fyrra hjóna-
bandi, þeirra Torfa Freys og Bjarka
Þórs.
Við söknum hans -öll þó svo við
hefðum ekki getað búið saman. Það
verður ekki við allt ráðið og við slit-
um samvistum fyrir einu og hálfu
ári, þar réð mestu hans stærsti
veikleiki. Ekki er þörf að tíunda það
nánar en allir sem til okkar þekkja
vita við hvað er átt.
Bæring var fyrst og fremst sjó-
maður og stundaði það starf alla
tíð. Hann var duglegur og kunni
ekki að hlífa sér við það fremur en
annað sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Lundin var létt, stutt í gaman-
yrði og annað það sem létti brúnina
þegar á móti blés.
En nú er hann sigldur á önnur
mið, og án efa líður honum v'el þar
og hittir fyrir fólk sem honum þótti
vænt um og mun leiðbeina honum
í hinu nýja lífi. Það er trú mín að
hann taki á móti okkur þegar við
förum sömu leið.
Svana, Elli, Svaný og aðrir þeir
sem sárt eiga á þessum dögum,
munið með mér að öll él birtir upp
um síðir.
Jóhann Hjálmarsson kemst
þannig að orði:
Og'þó, með trega og sorg skal á það sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundíð svo til að nægði löngum degi.
Hafdís, Torfi, Bjarki,
Soffia og Hlynur.
í'dag fer fram útför hálfbróður
míns Bærings Vagns Aðalsteins-
sonar, Klapparstíg 11, Reykjavík,
en hann lést 14. september sl.
Bæring Vagn fæddist í Bolungarvík
25. mars 1949, og þar ólumst við
upp saman á heimili foreldra minna,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40