Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 27 Sigurjón Oddsson bóndi - Minning Fæddur 7. júní 1891 Dáinn 10. september 1989 í dag, 23. september, er borinn til grafar afi minn, Siguijón Odds- son fyrrum bóndi á Rútsstöðum í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu. Sigutjón fæddist í Reykjavík 7. júlí 1891 og ólst þar upp til tólf ára aldurs, en þá verða þáttaskil í lífi þessa drengs, sem var sjómannáj- sonur. Faðir hans ferst og móðir hans stendur ein uppi með barna- hópinn sinn, sjö talsins. Þá var eng- in félagsmálastofnun og barnmörg heimili leystust því oft upp. Sigur- jóni var komið fyrir á góðu heimili norður í Húnavatnssýslu. Hann var sendur þangað gangandi í fylgd með ókunnugum og hefur það sennilega ekki þótt neitt tiltökumál í þá daga. Næstu árin dvaldi hann á Grund í Svínadal eða þangað til hann gekk að eiga heimasætuna á Rútsstöðum, Guðrúnu Jónsdóttur, sem látin er fyrir 23 árum. Ekki verður annað sagt en afi hafi gert sitt til að uppfylla jörðina því hann eignaðist sautján börn og eru tólf þeirra á lífi í dag. Þrátt fyrir uppruna sinn í Vesturbæ Reykjavíkur féll honum sveitalífið vel. Auðkúluheiði var honum mjög kær og átti hann þaðan margar góðar endurminningar. Vor og haust var hann á heiðum uppi við grenjaleitir og smalamennsku. Einnig sótti hann oft björg í bú upp á heiðina, skaut fugl og veiddi sil- ung í héiðarvötnum og hefur örugg- lega ekki veitt af að fá eitthvert nýmeti ofan í barnaskarann. Hann var nokkur sumur við fjárgæslu á Hveravöllum þar sem afréttir sunn- an- og norðanmanna mætast. Afi var mjög heilsuhraustur alla tíð dg lítið gefinn fyrir kvart og kvein, pilluát og meðalasull var eitt- hvað sem honum kom ekki til hug- ar að fólki gagnaðist þó það fengi einhveija kvilla. Hann var ekki sú manngerð sem bar tilfinningar sínar á torg en lét tímann græða þau sár sem fæstir komast hjá að hljóta á langri ævi. í von um að heimkoman verði góð vil ég kveðja afa með þessum ljóðlínum: Sumar, vetur, vor og haust von ég set á þig og traust. Eftir hretin endalaust eilíf sólin skín. (Vald. Briem) Anna Þegar ég fyrst sá Siguijón á Rútsstöðum var það í Auðkúlurétt, þá smástrákur. Þótti mér mikið til hans koma, hvað hann var stór og föngulegur, en dálítið hryssingsleg- ur við fyrstu sýn. Sjáanlegt var að ___________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hafnaríjarðar Sl. mánudagskvöld 18. september hófst hausttvímenningur félagsins og er hann að þessu sinni með barómetersniði. Alls msettu 20 pör til leiks og eru spiluð fimm spil á milli para. Staðan eftir fyrstu fimm um- ferðirnar er eftirfarandi: Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 66 Ársæll Vignisson — Trausti Harðarson 44 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 41 Guðbrandur Sigurbergsson — Friðþjófur Einarsson 39 Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 33 Björn Arnórsson — Ólafur Jóhannesson 32 Nk. mánudagskvöld 25. september verða spilaðar næstu fimm umferðirnar og að venju hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridsdeild Skagfírðinga Hauststarfið hófst sl. þriðjudag, með eins kvölds tvímenningskeppni. 16 pör mættu hann hafði enga minnimáttarkennd, bóndalegur stórkall. Siguijón fluttist að Rútsstöðum 1917, giftist það ár Guðrúnu Jó- hannsdóttur en með henni átti hann 13 börn á 20 ára tímabili. Fljótlega eftir að Siguijón fluttist að Rútsstöðum byggði hann við gamla bæinn og þijár myndarlegar bustir blöstu við ferðamönnum þeg- ar riðið var í hlað. Síðar í búskap- artíð þeirra hjóna voru byggð á jörð- inni íbúðarhús ásamt peningshúsum fyrir bústofninn sem oft var stór. Oft var margt á heimilinu hjá þeim hjónum, börnin mörg og gestagang- ur mikill. Siguijón var mikill veiðimaður og færði því oft mikla björg í bú. Sonur hans Guðmundur hefur tjáð mér að aldrei hafi þar verið sultur í búi en stundum ekki margbreyti- legur matur, heimatilbúinn og stað- góður. Fyrst fór ég í göngur á Auðkúlu- heiði 15 ára gamall en þá var Sigur- jón gangnaforingi. Vorum við Sig- uijón saman í göngum um þijá áratugi, hann þá oftast gangnafor- ingi og við jafnan tjaldfélagar. Myndaðist fljótt vinátta milli okkar sem hélst alia tíð. Við „niðurása- menn“ gistum ætíð á Rútsstöðum oft margir saman. Var þá jafnan glatt á hjalla í eldhúsinu hjá Guð- rúnu húsfreyju sem sinnti húsmóð- urstörfum sínum með mikilli reisn. Meðan fé og hross voru rekin á afrétt lá leið okkar um Svínadal og oftast komið við á Rútsstöðum á báðum leiðum. Göngur voru oft miklar svaðilfar- ir. Allir voru gangnamenn í gúmístígvélum og misjafnlega góð- um regnfötum, nema Siguijón á Rútsstöðum. Ég man aldrei eftir honum í öðrum hlífðarfötum en gúmískóm og þykkum vaðmáls- jakka frá Sæmundi klæðskera á Blönduósi og vettlingalausum. Eitt sinn kom gangnaforingi í tjaldið til okkar Siguijóns og sagð- ist vera í hálfgerðu ráðaleysi að manna Kvíslar en þangað voru venjulega sendir 7-8 menn. „Hvað þarftu marga menn í Kvíslar?“ spurði gangnaforinginn. Siguijón svaraði strax: „Fimm, ef ég fæ að velja þá.“ Þennan dag gerði niðdimma snjó- komu upp úr hádegi. Þá jaðraði við okkur frá Vatnsdælingum Lárus í Grímstungu. Samkomulag var um þegar leið á daginn að hætta leit. Siguijón sagði að við skyldum fara í áfangastað en hann ætlaði að fylgja Lárusi í Öldumóðuskála. í myrkri kom Siguijón í tjaldið hund- blautur. Hafði h'ann lent í flá og hleypt ofaní. Hann fór úr jakkanum svarta og bað mig að reyna að festa hann í tjaldsúluna með snæri en ég átti ekki gott með það vegna til Ieiks og var spilað í einuni riðli. Urslit urðu þessi: Jón Stefánss. — Ragnar Þorvaldss. 245 Bragi Björnsson — Þorsteinn Erlingss. 245 Edda Tliorlacius — ísak Ö. Sigurðsson 234 Lárus Hermannss. — Óskar Karlsson 231 Magnús Aspelund — Steingrimur Jónass. 222 Jacqui McGreal — LjósbráBaldursd. 216 Hólmsteinn Arason — Unnsteinn Ai-ason 215 Steingn'mur Steingrimss. — Öm Scheving 213 Næsta þriðjudag er ætlunin að hefja 5 kvölda haustbarometer-tvímenning, ef næg þátttaka fæst. Skráning er hjá Ólafi Lárus- syni (16538) eða Hjálmari S. Pálssyni (76834). Gamlir sein nýir félagar velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Spilað er í Drangcy við Síðumúla 35, 2. hæð, á þriðjudögum og hefst spilamennska kl. 19.30. Keppnis- stjóri er Ólafur Lárusson. Bridsfélag Hreyfils Mánudaginn 18. sept. lauk 3ja kvölda tvímenningi, 14 pör tóku þátt I þessari keppni og úrslit urðu þessi: Jón — Vilhjálmur 664 Bernharð — Gísli 623 Árni — Þorsteinn 618 Eiður — Rúnar 603 Rúnar — Tómas 600 Eyjólfur —Skjöldur 587 Mánudaginn 25. sept. byijar 5 kvölda tvímenningur hjá bridsfélögum Hreyfils og Bæjarleiða og hefst keppnin kl. 19.30. þyngdar hans. Svo settist kall niður og sagðist líklega verða að hafa sokkaskipti. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann skipta á sokkum í göngum nema í þetta eina sinn. Þessi frásögn sýnir það þrek og harðræði sem þessi vinur minn hafði til að bera. Siguijón átti jafnan stóra og þrekmikla hesta sem vöndust erfiði og slarki í mörgum ferðalögum. T.d. var hann mörg ár í grenja- vinnslu á heiðunum með vini sínum Lárusi í Grímstungu. Siguijón var mjög natinn við skepnur, sérstak- lega við að hjálpa kindum og kúm sem ekki gátu fætt. Var það ekki vel skiljanlegt því hann var mjög handstór. Hann mun einnig hafa tekið á móti börnum þegar ekki náðist í yfirsetukonu nógu fljótt. Siguijón sóttist yfir tíðina ekki eftir opinberum störfum, mun hafa þótt tímanum illa varið að sitja yfir félagsmálaþrasi. Hann var samt í hreppsnefnd, sinnti forðagæslu og fleiri störfum um nokkurra ára skeið. Samt sem áður var hann mjög félagslyndur og hrókur alls fagnað- ar þegar fólk kom saman. Hann var kunningjamargur og oft á ferðalögum, bæði í héraði og í Reykjavík þár sem hann átti marga frændur og vini. Við að skrifa þessa grein rifjast upp í huga mér margar ánægju- stundir sem ég átti með Siguijóni og fjölskyldu hans, bæði á heimili hans og annars staðar sem ég er þakklátur fyrir. Þótt Siguijón sýndist stundum dálítið kaldranalegur var hann til- finninganæmur og viðkvæmur. Blessuð sé minning hans. Torfi Jónsson á Torfalæk Það mun hafa verið vorið 1903 að tólf ára drengur úr Reykjavík, sem hafði misst föður sinn í sjóinn árið áður, kom gangandi með póstinum norður á Grund í Svínadal, til for- eldra minna, Þorsteins Þorsteinsson- ar og Ragnhildar Sveinsdóttur, sem léttadrengur yfir sumarið. En þessi fyrirhugaða sumardvöl varð nokkuð löng, því héðan úr Svínadalnum flutt- ist hann aldrei aftur, fyrr en hann fór á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi ásamt Guðrúnu konu sinni, þar sem hún lést í maí 1966. Þessi drengur hét Siguijón Odds- son, sonur Odds Jónssonar báts- formanns og Guðrúnar Árnadóttur í Brautarholti í Reykjavík en Oddur drukknaði árið 1902 eins og áður getur frá sjö bömum. Siguijón ólst upp hér á Gnind til fullorðinsára, var snemma bráðger og þroskamikill, karlmenni að burð- um og hinn vaskasti. Árið 1916 flutt- ist hann sem ráðsmaður að Rútsstöð- um, til ekkjunnar Sigurbjargar 01- afsdóttur, systur Guðmundar Ólafs- sonar alþingismanns í Ási í Vatnsdal og þeirra systkina. En 2. september 1917 gekk hann að eiga einkadóttur hennar, Guðrúnu Jóhannsdóttur, og tóku ungu hjónin þá fljótlega við búinu á Rútsstöðum, þar sem þau bjuggu síðan góðu búi allt til þess að synir þeirra, Sigvaldi og Guð- mundur, tóku við laust eftir 1960. Þau hjónin eignuðust 12 börn sem upp komust, 8 syni og 4 dætur, auk þess eina dóttur er lést í frum- bernsku. Áður en Siguijón giftist hafði hann eignast þijú börn með Ingi- björgu Jósefsdóttur og einn dreng með Helgu Sigurbjörnsdóttur, sem báðar voru samtímis honum á Grund. Það-má öllum ljóst vera hið mikla starf sem liggur eftir þann bónda sem hefir alið upp og komið til þroska öllum þeim stóra hópi barna sem hér er greint frá, að vísu með góðri að- stoð mæðranna, á afskekktri jörð og á þeim tíma sem flest eða öll þæg- indi, sem nú þykja sjálfsögð, voru ekki fyrir hendi. Að Rútsstöðum var þá enginn akfær vegúr, ekki sinu sinni fyrir hestvagn, og raunar óvíða hér í dalnum. Enginn sími, lítil rækt- un og lélegar engjar og því engum véluin við komið lengi fram eftir búskapartíma Siguijóns, en það var góð útbeit og mikið notuð og nýttist vel. Allt blessaðist þetta undarlega vel og aldrei heyrðist Siguijón kvarta. En nú er kvartað og gerðar endalausar kröfur þrátt fyrir barna- bætur, fæðingarorlof og öll þau mörgu þægindi sem nú eru fyrir hendi. Á þessum tíma endurbyggði hann bæjarhúsin að miklu leyti, fyrst úr torfi og timbri, en síðar þegar vega- samband skánaði, voi-u öll hús jarðar- innar byggð úr steini. Að vísu þá með aðstoð barnanna. Þá kom Sigur- jón einnig upp dísilrafstöð til lýsingar á seinni árum sínum. Ekki verður Siguijóns á Rútsstöð- um minnst svo að ekki sé minnst á gangnastjórann Siguijón. Hann var um langt skeið gangnastjóri á Auð- kúluheiði. Öll manngerð hans féll svo vel að þessu starfi að gangnamenn allir sýndu honum traust og virðingu og þar með gott samstarf. Þar sem ég hef grun um að annar muni minn- ast þessa starfs hans nokkuð nánar læt ég þessi orð nægja. En Sigutjón var einnig lengi grenjaskytta á Auðkúluheiði og því flestum hnútum kunnugur þar. Þeg- ar syo því er bætt við að hann var um árabil vörður við mæðiveikigirð- inguna á Kili, þá held ég að fáir menn séu meiri heimameiin á þeim öræfaslóðum. Þegar yfir æviferil Siguijóns er litið þá verður ekki annað með sann- girni sagt en að hann hafi lokið miklu dagsverki við erfiðar aðstæður og á skilið þakklæti samferðamanna sinna. Allur hans stóri barnahópur er vel gert og myndarlegt fólk sgm hefur komið sér vel áfram í lífinu. Ég fér ekki út í það að minnast á hvert og eitt þeirra. Það yrði of langt mál en minnist þeirra allra með þakk- læti. Þegar þetta er ritað eru fjögur þeirra látin. Siguijón á Rútsstöðum, eins og hann var kallaður í daglegut- tali, var mikill maður vexti og karlmannlegur í fasi. Hann gat verið harður í horn að taka ef því var að skipta en hann átti líka hlýju og nærgætni, hann var í eðli sínu mjög barngóður, þess varð ég oft var. Ég minnist þess þegar ég var að vaxa upp með móður minni, sem ekkju, hvað Siguijón var okkur hér á Grund hjálplegur og hve móður minni þótti gott að leita til hans ef á þurfti að halda. Fyrir þetta ber ég æ síðan hlýjan hug til hans. Okkar kynni héldu að sjálfsögðu áfram þar sem við erum búnir að vera sam- ferðamenn og nágrannar allt mitt líf. Ég hef því margs að minnast og margt að þakka á þeirri löngu leið. Sérstakar kveðjur flyt ég frá konu minni og börnum fyrir auðsýnda vin- áttu og hlýhug gegnum árin. Þá sendum við börnum hans öllum og öðrum ástvinum hugheilar samúðár- kveðjur. Þórður Þorsteinsson á Gnind / •» VERKTAKAR - BÆJARFELOG VATNSDÆLUR MIKIÐ ÚRVAL - GOTT VERÐ ASETAHF. Ármúla 17a • Símar: 83940 - 686521 SKOLABLUSSA Svörtu skólablússurnar komnar aftur. Vinnufatabúóin Laugaveg 76, s. 15425, SGndiini Kringlan, 3. hæð, s. 686613. ípÓStkrÖfu. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.