Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Yíðtæk samstaða í flestum hínna tuttugu málefiianefiida 20 MALEFNANEFNDIR störfuðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins við undirbúning ályktana. Almenn samstaða var á landsfúndi um ályktanir i flestum málaflokkum. Ágreiningur var um sjávarútveg- stefnu og um íþrótta- og æskulýðsmál, um einstök atriði ályktana um menningarmál, neytenda- og viðskiptamál og landbúnaðarmál voru einnig skiptar skoðanir á fundinum. Allt að 150 landsfundarfúll- trúar tóku þátt í störfum nefndar þeirrar sem fjallaði, um land- búnaðarmál og náðist samstaða i nefndinni um tillögu til ályktunar. Við umræður á fundinum komu fram þrjár breytingartillögur, sem féllu allar við atkvæðagreiðslu og var tillaga nefndarinnar, undir forystu Pálma Jónssonar, samþykkt óbreytt. Flutningsmenn breyting- artillagnanna sem og aðrir sem tóku til máls um landbúnaðarmálin voru þó á einu máli um að ályktunartilagan markaði tímamót i land- búnaðarstelinu Sjálfstæðisflokksins og að með henni væri gengið lengra en nokkru sinni fyrr í þá átt að sætta sjónarmið bænda og neytenda. Landbúnaðarmál í ályktuninni segir meðal ann'ars að miðstýringarkerfið í landbúnað- arframleiðslunni standist ekki til frambúðar og það standi í vegi fyr- ir eðlilegri þróun og endurnýjun bændastéttarinnar og skerði oln- bogarými einstakra bænda. Þá seg- ir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji breytta stefnu en leggi áherslu á að fara verði að öllu með gát í þeim efnum. Auknu frelsi verði náð í áföngum sem hefjist með því að auka svigrúm einstaklinganna í hveiju byggðarlagi. Framtíðar- markmið flokksins sé að skapa þau skilyrði að unnt sé að hverfa frá kvóta og haftakerfi í landbúnaðin- um. Jón Magnússon vararþingmað- ur og Jonas Elíasson prófessor gerðu hvor sína breytingatillögu þar sem þeir vildu kveða fastar að orði gegn kvóta og haftakerfi en þær hlutu ekki stuðnings meirihluta landsfundarfuilltrúa. Einnig segir að aðgerðir stjórn- valda hafi beinst að því að draga úr framleiðslu með miðstýrðu stjórnkerfi en leiðum til að minnka kostnaðinn hafí verið lítill gaumur gefinn. Sjálfstæðisflokkurinn vilji stuðia að gagnkvæmum skilningi milli bænda og neytenda. Lækkun búvöruverðs sé sameiginlegt hags- munamál þessara aðila. Því leggi flokkurinn áherslu á aukna hag- kvæmni og sparnað við framleiðslu, vinnslu og sölu landbúnaðarvara. Þá er lagt til að virðisaukaskattur verði í tveimur þrepum sem feli í sér afnám eða stórlækkun matar- skattsins og að dregið verði úr álög- um hins opinbera á aðföng land- búnaðarins. Samkeppni í vinnslu og dreifingu verði aukin og sölustarf- semi stórefld. Aðstaða búgreina verði jöfnuð og stefnt verði að jafn- vægi í framleiðslu og sölu mjólkur og kindakjöts á næsti þremur til fímm árum. Með þessum hætti megi lækka vöruverð og draga stór- lega úr framlögum til landbúnaðar- mála. Útilokað sé að heimila aukinn innflutning búvara meðan unnið sé að vaxandi framleiðni og hag- kvæmni með það fyrir augum að ná lægra vöruverði. í ályktuninni segir að Sjálfstæð- isflokkurinn vilji tryggja afkomu bænda vegna aðlögunar að breytt- um búskaparháttum og auknu frelsi. Eldra fólki verði gert kleift að búa áfram í sveitum og til þess beitt lífeyrisgreiðslum. Jarðalögin verði endurskoðuð og þeir sem vilji bregða búi og náíekki að seljajarð- ir sínar fái til þess aðstoð enda verði jarðalögin endurskoðuð. í lokakafla ályktunarinnar segir meðal annars að Sjálfstæðisflokk- urinn sé eina stjórnmálaafl landsins sem geti sameinað sjónarmið neyt- enda og bænda og lögð er áhersla á að málefnastarfi því sem liggur að baki ályktuninni verði haidíð áfram. Viðskipta- og neytendamál í ályktun landsfundar um við- skipta- og neytendamál segir að fijálst viðskiptalíf sé undirstaða efnahagslegs- og stjórnmálalegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Meginhlut- verk ríkisins í atvinnumálum sé að vernda rétt einstaklinga og fijálsra félaga til eigna og athafna. Hiut- verk ríkisins sé ekki að stunda at- vinnurekstur heldur að búa atvinn- ulífinu þau skilyrði að einstaklingar og fijáls félög þeirra geti séð um þær framkvæmdir og þann rekstur sem óskað sé eftir. Þeirri leið að stjórna almennri verðlagsþróun með afskiptum af verðmyndun vöru og þjónustu er hafnað. Sett er fram krafa um að vinda ofan af þeirri mikiu skatt- heimtu sem eigi stærstan þátt í háu verði vöru og þjonustu hér á landi. Mótmælt er fyrirhuguðum hækkun- um á prósentustigi virðisauka- skatts. Hvatt er til þess að reglur um verðmerkingar verði endurskoð- aðar. Nauðsynlegt er talið að setja reglur um upplýsingaskyldu selj- enda. Hvatt er til lagasetningar um greiðslukortaviðskipti og til endur- skoðunar ýmissa ákvæða í lögum um lausafjárkaup frá 1922. Nauðsynlegt er talið að ná fram hagræðingu innan bankakerfisins, meðal annars með sölu ríkisbanka og með auknu fijálsræði í gjaldeyr- isviðskiptum. Því er hafnað að stjórnvöld ákveði „eðlilegan vaxta- mun“ inn- og útlána. Mikilvægt er talið að standa vörð um vaxtafreisi og bent á að með frelsi í gjaldeyris- viðskiptum muni vextir í landinu sjálfkrafa taka mið af helstu við- skiptalöndum. Lögð er áh'ersla á að endurskoðún löggjafar um félagsform fyrir at- vinnurekstur verði hraðað. Tryggja þurfi jafnræði félaga og félags- forma innbyrðis og gagnvart ríkis- valdinu. Lagst er gegn skattheimtu sem mismunar einstaklingum fé- lagsformum, atvinnugreinum eða byggðarlögum. Slík skattlagning auki óvissu og afvegaleiði við at- vinnuppbyggingu og í skjóli hennar geti óarðbær atvinnurekstur fest í sessi og arðbær flust úr landi. Lagt er til að efldur verði hlutabréfa- markaður og beinn sparnaður al- mennings í atvinnurekstri og stuðl- að verði að jafnræði sparnaðar- forma. Lagt er til að lög um lífeyrissjóði verði endurskoðuð og réttarstaða einstaklinga skýrð. Einnig að aukin verði hagkvæmni í rekstri sjóðanna. Sjálfstæðisflokkurinn vill draga úr afskiptum hins opinbera af ut- anríkisviðskiptum. Talið er tíma- bært að íslendingar fjárfesti í út- löndum og útiendingar verði fengn- ir til að fjárfesta hér á landi. Það sé ákjósanleg leið til að tryggja að arðsemissjónarmið ráði í fjárfest- ingum okkar og við atvinnupp- byggingu hérlendis. Við afgreiðslu ályktunartillög- unnar var felldur út kafli um að taka beri starfsemi ÁTVR til endur- skoðunar í því skyni að starfsemi hennar veðri flutt til einkaverslun- arinnar í landinu. Sveitarstj órnarmál Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á sjálfstæði sveitarfélaga ogvill draga úr miðstýringu í stjórn- sýslukerfinu með því að dreifa valdi og ábyrgð í auknum mæli til sveit- arfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflug sveitarfélög sem starfi saman með fijálsum hætti í héruðum og landshlutum. Lögð er áhersla á að tekjustofnalög tryggi sveitarfélögum auknar tekj- ur samfara auknum verkefnum og að sveritarstjórnum verði tryggt fullt frelsi til að verðleegja þá þjón- ustu sem þau veita. Sjálfstæðis- flokkurinn vill treysta búsetu í landinu og jafna aðstöðu í lands- hlutum. Þar gegni sveltarfélögin viðamiklu hlutverki. Efiiahags- og atvinnumál Brýnustu verkefni í efnahags- og atvinnumálum telur Sjálfstæðis- flokkurinn vera: að rétta við stöðu atvinnuveganna; að hemja verð- bólgu og tryggja lækkun vaxta; að ná jafnvægi í ríkisfjármálum; að stöðva söfnun erlendra eyðslu- skulda og að hverfa frá miðstýringu og auka fijálsræði í efnahagslífinu. Flokkurinn vill beita almennum , aðgerðum til að skapa atvinnufyrir- tækjunum heilbrigðan grundvöll til að starfa á. Hverfa verði fra þeirri stefnu að reka fyrirtækin með ríkis- tryggðu erlendu lánsfé og leggja málefni einstakra fyrirtækja undir geðþótta valdhafa. Fyrirtækjum verði að gera kleift að skila hagn- aði, bæta eiginfjárstöðu og draga úr lánsfjárþörf. Starfsemi Verðjöfn- unarsjóðs verði hætt en sköpuð skilyrði til sveiflujöfnunar með breytingum á skattalögum. Gjald- eyrisviðskipti verði fijáls. Sjálf- stæðisflokkurinn vill snúa við þeirri óheillaþróun sem stefna núverandi ríkisstjórnar hefur magnað með hrapandi kaupmætti og stórversn- andi afkomu heimilanna. Flokkur- inn vill kalla fram samstarf um stöðugleika á vinnumarkaði. Með sjóði á sjóð ofan hefur ríkis- stjórnin aukið miðstýringu og opin- bert skömmtunarvald. Stjórnar- stefnan birtist í gjaldþrotum heim- ila og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokk- urinn vill knýja fram breytingar á efnahagsstefnunni og skapa at- vinnufyrirtækjum skilyrði til að standa á eigin fótum óháð geðþótta valdhafanna. Ríkisstjórnin hefut' gefist upp við að ná tökum á fjárhag ríkissjóðs, segir í ályktuninni, og yfirlýsingar vinstri fiokkanna um sparnað í ríkisrekstri hafa reynst innantómar. Það bíði Sjálfstæðisflokksins að koma jafnvægi á ríkisbúskapinn að nýju eftir óráðsíu vinstri flokkanna. rftelha Sjálfstæðisflokksins i ríkisfjármálum lýtur ekki aðeins að því að vinna bug á hallanum á rikis- sjóði heldur að ná viðspurnu til framtíðar í ríkisfjármálum og gera fjárlög ríkjsins að aflmiklu stjórn- tæki í efnahagsmálum, segir í ályktuninni. Aukin umsvif ríkisins og þar með stjóraukin skattbyrði lami athafnamöguleika einstakl- inga og fyrirtækja. Þeirri þróun þurfi að snúa við, létta skattbyrði til frambúðar, grynnka á skuldum ríkissjoðs og vaxtabyrði. Sjálfstæð- isflokkurinn vill auka fjárhagslegt sjálfstæði stofnana ríkisins og abyrgð stjórnenda þeirra. Þá segir að efnahagsstefna Sjálfstæðis- flokksins tryggi best nauðsynlega aðlögun að breyttum aðstæðum í heiminum og er rætt um stöðu Öll menningarstarfsemi verði undanþegin virðisaukaskatti í ályktun landsfundar um menningarmál er segir meðal annars að standa verði við lögbundin Ijárframlög til menningarstarfsemi og að stefna þurfí að því að menningarstarfsemi verði fjárhags- lega sjálfstæð. Það verði gert með því að draga úr skattlagn- ingu. 011 útgáfu- og menningarstarfsemi verði undanþegin virðis- aukaskatti. Þá segir að ríkið taki umtalsverðan hluta af eigin tekjum menningarstarfsemi aftur til sín í formi skatta og ann- arra gjalda og að brýnt sé að kanna arðsemi íslenskra menningar- stofhana fyrir þjóðarbúið. Sagt er að góð aðstaða íslenskra lista- manna sé mikilvæg. Bent er á að enn sé ekki til í landinu hús fyrir tónlistarstarf- semi. Þá segir að Ieggja þurfi aukna áherslu á starfslaunakerfi listamanna, einkum sé mikilvægt að koma á langtímalaunum. Lagt er til að stofnaður verði með stuðningi einkaaðila sérstakur sjóður til að ýta undir menning- arsamskipti við önnur lönd. Talið er brýnt að alþjóðlegir samningar til verndar listflytjendum verði staðfestir sem fyrst. Sjálfstæðisflokkurinn telur að hvetja þurfi einkaaðila til að auka framlag sitt til menningarmála, meðal annars með reglum um skattfríðindi fyrirtækja þar sem öll framlög til menningarmála séu frádráttarbær. Lögð er áhersla á menningarhlutverk Rikisútvarps- ins. Við endurskoðun útvarpslaga verði sett heimildarákvæði en af- numin skylda Ríkisútvarpsins til að reka tvær útvarpsrásir. Hins vegar verði lögð áhersla á þjón- ustu RÚV við landsbyggðina og fræðsluhlutverk. Féllt verði á brott ákvæði um Menningarsjóð útvarpsstöðva þar sem fjölmiðlum sjálfum sé best treystandi fyrir eigin dagskrárgerð. Sjáfstæðis- flokkurinn vill að ljósvakamiðlar sitji við sama borð og aðrir fjöl- miðlar í skattlagningu. Við af- greiðslu menningarmálaályktunar komu fram viðaukatillögur um að stafsemi Kvikmyndaeftirlits yrði takmörkuð við starf til verndar barna og ungmenna; um að bún- aður og dreifikerfi Rásar 2 skyldi seldur og um að skylduáskrift að Ríkisútvarpinu yrði afnumin. Að tillögu Katrínar Fjeldsted var við- aukatillögum vísað til menninga- málanefndar flokksins. Moi’gunblaðið/Sveirir Varaformannsskipti urðu á landsfundinum. Á myndinni óskar Friðrik Sophusson eftirmanni sínum, Davíð Oddssyni, til hamingju með kjörið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.