Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 248. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grænland: Setja Bandaríkja- mönnum úrslitakosti Kaupmamiahöfn. *Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA heimastjórnin liefur nú tilkynnt dönsku stjórn- inni formlega að Grænlendingar vilji bandarískt herlið á brott frá Thule-herstöðinni hætti Banda- V ar sj árbandalagið: Aðild Ung- verja sögð þeirra mál Washington. Reuter. HÁTTSETTUR sovéskur emb- ættismaður gaf til kynna á sunnudag að Sovétmenn myndu ekki skerast í leikinn þótt Ung- verjar segðu sig úr Varsjár- bandalaginu. Sjónvarpsmaður bandarísku sjónvarpskeðjunnar CBS spurði formann Æðsta ráðs Sovétríkj- anna, Jevgeníj Prímakov, hvort Ungveijar gætu sagt sig úr Var- sjárbandalaginu. „Stefna okkar er að skipta okkur ekki af innanríkis- málum annarra þjóða og virða sjálfsákvörðunarrétt sérhvers ríkis,“ sagði Prímakov. „Nei, ég held að hermenn verði ekki sendir þangað,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvort sovéski herinn myndi taka í taumana. Talsmenn Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) fögnuðu þessari yfirlýsingu í gær. Aðstoðarmaður Edúards Shevardnadzes, utanrík'- isráðherra Sovétríkjanna, sagði hins vegar að engin ástæða væri til þess að ræða þetta mál. ríkin að greiða kostnaðinn af rekstri flugvallarins i Syðri- Straumfirði. Fyrir skömmu skýrðu Bandaríkjamenn frá því að þeir myndu hverfa irá Syðri- Straumfirði á árinu 1992jafnframt því sem flestar DEW-ratsjárstöðv- arnar í landinu verða lagðar nið- ur. Reksturinn í Syðri-Straumfirði kostar Bandaríkjamenn sem svarar 1.700 milljónum ísl.kr. á ári. Græn- lendingar hafa sagt danska utanrík- isráðherranum, Uffe Ellemann-Jens- en, að þeir hafi ekki efni á að reka flugvöllinn ef Bandaríkjamenn hverfa þaðan. Öryggismálanefnd grænlenska þingsins vill að samið verði um bandarískar bækistöðvar á Grænlandi í heild. Formaður nefnd- arinnar, Lars Emil Johansen, segir að hætti Bandaríkjamenn rekstrinum í Syðri-Straumfirði verði þeir einnig að hafa sig á brott frá Thule. Moskvu-búar mótmæla við höfuðstöðvar KGB Rúmlega 1.000 manns mynduðu hring umhverfis höfuðstöðvar sovésku leyniþjónustunnar KGB og héldu á kertum til að minnast þeirra sem teknir voru af lífi á valdatíma Jósefs Stalíns. Lögreglan var með mik- inn viðbúnað á torgi fyrir framan höfuðstöðvarnar en ekki mun hafa komið til átaka. Hún beitti hins vegar kylfum gegn mótmælendum á Púshkín-torgi, sem er skammt frá höfuðstöðvum KGB. Kosovo-hérað í Júgóslavíu: Átök milli lögreglu og þúsunda mótmælenda Pristina. Reuter. Júgóslavneska lögreglan átti í gær í átökum við þúsundir Alb- ana, sem efndu til mótmæla í Kosovo-héraði. Sjónarvottar sögðu að lögreglan hefði beitt táragasi og kylfúm gegn Albön- unum, sem mótmæltu réttar- höldum yfir fyrrum leiðtoga kommúnistafiokks héraðsins, Azem Vlasi. Eru þau sögð mestu pólitísku málaferli í Júgóslavíu í þrjá áratugi. Lögreglan skaut táragasi yfir hópa ungmenna í miðborg Pristinu, höfuðstaðar Kosovo, í gærkvöldi. Spænskir sósíal- istar unnu meiri- hluta í þriðja sinn Valdhroki sögð ástæða fyrir fylgistapi Madrid. Keutcr. Sósíalistaflokkur Felipe Gonzalezar forsætisráðherra hélt meiri- hluta sínum í þingkosningunum á Spáni á sunnudag þrátt lyrir fylg- istap og mun því fara áfram með stjórn þriðja kjörtimabilið í röð. Spænska blaðið E1 Pals, sem sagt er hlynnt sósíalistum, túlkar úr- slitin með þessum hætti: „Spánveijar vilja greinilega áfram lúta stjórn sósíalista en segja einnig jafnskýrt, að þeir eigi að taka upp aðra siði.“ Blaðið E1 Mundo segir að kjósendur hafi sent sósíalistum þau skilaboð, að þeir eigi að hverfa frá hroka sínum og taka tillit til sjónarmiða annarra. SOE Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, heldur á rauðu drottn- ingarblómi, tákni spænska Sósíalistaflokksins, er hann fagnaði úrslitum þingkosninganna í gær. Þjóðarflokkurinn, sem er hægri- sinnaður og langstærstur stjórnar- andstöðuflokkanna, bætti lítillega við sig þvert ofan í kosningaspár en einna mesta athygli hefur vakið fylgisaukning kommúnista og bandamanna þeirra. Talsmenn við- skipta- og atvinnulífsins hafa al- mennt fagnað úrslitunum og segja þau munu tryggja áframhaldandi stöðugleika. Allt fram á síðustu stund var mikil óvissa um hvort sósíalistar fengju þau 176 sæti, sem þarf til að mynda meirihluta á spænska þinginu, og það var ekki fyrr en síðustu atkvæðin höfðu verið talin, að ljóst var, að Gonzalez yrði áfram forsætisráðherra. Tapaði flokkur- inn um einni milljón atkvæða og átta þingmönnum og er það rakið til klofnings og deilu milli flokks- forystunnar og verkalýðsarmsins um auknar félagslegar bætur. Þjóðarflokki hægrimanna hafði verið spáð fylgistapi en hann fékk 106 þingmenn, bætti við sig einum, og er það umtalsverður sigur fyrir verðandi formann flokksins, Jose Maria Aznar. Það var fylgisaukn- ing kommúnista og bandamanna þeirra, sem vakti mesta athygli, en þeir fóru nú úr sjö mönnum í 17. Er ástæðan aðallega sagður fyrrnefndur klofningur innan Sós- íalistaflokksins og sú gagnrýni, að aukinn hagvöxtur hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá fátækasta hluta þjóðarinnar. Gonzalez boðaði til kosninganna átta mánuðum áður en kjörtímabil- ið rann út og vildi með því tryggja sér meiri tíma til að fást við þær mikilvægu breytingar, sem verða samfara innri markaði Evrópu- bandalagsins 1992. Hagvöxtur hef- ur óvíða verið meiri en á Spáni, um 5% jafnaðarlega síðustu ár, og forystumenn í atvinnu- og fjár- málalífi segja úrslitin munu tryggja áframhaldandi stöðugleika. Sjá: „Úrslit spænsku kosning- anna“ á bls. 25. Hundruð manna höfðu verið á skemmtigöngu á svæðinu og tóku felmtri slegin til fótanna er gasský- in svifu eftir götunum. Áður hafði lögreglan beitt tára- gasi og kylfum gegn um þúsund mótmælendum á aðaltorgi bæjarins Podujevo. Mótmælendurnir voru margir hveijir grímuklæddir og grýttu lögregluna. Heyra mátti kröfur um að Kosovo yrði gert að sjálfstæðu lýðveldi. Lögreglan hrakti mótmælendurna af torginu, nokkrir þeirra voru handteknir, en ekki var vitað í gær hvort einhveij- ir hefðu orðið fyrir meiðslum. Azem Vlasi og 14 aðrir hafa verið ákærðir fyrir að kynda undir óeirðum í nóvember og febrúar til að reyna að koma í veg fyrir stjórn- arskrárbreytingar, sem miðuðu að því að draga úr sjálfstjórn Kosovo og auka völd Serba í héraðinu. 25 manns biðu bana í óeirðum í mars og maí þegar Albanar, sem eru í miklum meirihluta í héraðinu, risu upp gegn þessum áformum. Vlasi var leiddur fyrir rétt í borg- inni Titova Mitrovica í gær. Hann var sakaður um að hafa lagt á ráð- in um „gagnbyltingu" og á dauða- dóm yfir höfði sér. Hann sagði að júgóslavnesk stjórnvöld hefðu sett á svið pólitísk réttarhöld yfir sér. Hann sakaði Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og Rahman Morina, leiðtoga kommúnistaflokks Kosovo, um að hafa beitt sér fyrir réttar- höidunum. Albanar hafa einnig efnt til mót- mæla í að minnsta kosti þremur borgum í Króatíu og Slóveníu á undanförnum tveimur dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.