Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 42
n. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Minning: Carl Billich tónlistarmaður Fæddur 23. júll 1911 Dáinn 23. október 1989 Carl Billich kom ungur til íslands og batt snemma tryggðir við land og þjóð. Hann var fæddur og uppal- inn í Vínarborg. Hann dvaldist hér á landi frá 1933 til 1940 og síðan frá 1947 til dauðadags. Það var íslenzku listaiífi mikill fengur að fá svo hæfan tónlistar- mann til starfa. Hann bar með sér ferskan og léttan blæ frá heima- landi sínu og byrjaði strax að vinna Qölþætt störf á akri íslenzkrar tón- listar. Hann aðstoðaði MA-kvartett- inn góðkunna, sem á þeim árum gladdi hug og hjörtu landsmanna með söng sínum. Hafði hann og áður haft tækifæri til að fylgjast með hinum heimsfrægu Comedian Harmonists, sem byrjuðu að syngja saman í Þýzkalandi 1927. Þeir fluttu til Vínarborgar 1935 og sungu þar og víðar, unz heimsstyij- öldin tvístraði samstarfí þeirra. Seinna kom það í hlut Carls Billich að aðstoða fjölmarga sönghópa og tónlistarunnendur, sem til hans leit- uðu. Við félagar í kvartettinum Leikbræðrum, sem sungum dálítið sáman á árunum 1945-1952, þurft- . lítíi oft að leita til hans. Var hann jáfnan boðinn og búinn til að hjálpa okkur, raddsetja lög, leika undir, , þjálfa og leiðbeina án endurgjalds. Meðfædd kurteisi hans, ljúf- - . mennska og raddsetningar þær, • sem hann gerði fyrir kvartettinn, baeri ekki að skoða sem einkaeign okkár, heldur jafnframt til afnota fyrir aðra þá, sem vildtr koma sam- ,an og syngja sjálfum sér og öðrum til ánægju. Minnast mætti þess, að... „Wo man singt, da sefzt du ruhig nieder, böse Menschen haben keine Lieder,“ — svo sem hefur verið orðað á íslenzku: . „Hvar söngur ómar, seztu glaður. Það syngur enginn vondur maður." - ' , Enga greiðslu vildí hann þiggja fyrr.en við værum orðnir svo fræg- , •«■;$>£ íjáðir. að við færum að hafá - verulegar tekjur af þessum sam- söng.- Af eðlilegum ástæðum rann áö„stund aldrei upp og skuldin er j . því ógreidd. Þess vegna eru einlæg- Zí þakkir þáð eina, sem við höfum fram áð færa á kveðjustund. Við sei«fum eiginkonu hins látna, frú , áÞuríðí Biilich, eg fjölskyldu innilég- 1 ar' samúðarkveðjur. Við drúþum ' höfðí og. kveðjutn mætan mann og góðan vin- með virðingu og þökk •- að leiðarlokum. „ - Friðjón Þórðarson ••Þ-**.•' •' ■ - L Kýeðja frá Þjóðleikhúsinu Carl Billich er fæddur og uppal- irjn í Vínárborg, foreldrar hans voru Elisabet og Carl Billich, en faðir hans var tækjasmiður og handsmíð- aði lækningatæki á meðan það tíðkaðist en réðst síðar til Siemens og vann við gerð ýmissa hluta í útvörp o.þ.h. Árið 1933 kom Carl til íslands, þá með híjómsveit frá Vín sem hafði verið ráðin af Rosenberg til að spila á Hótel íslandi. Carl kvæntist eftir- iifandi eiginkonu sinni, frú Þúríði (Jónsdóttur) Billich árið 1939. Carl sat í fangabúðum Breta öll stríðsár- in og kom ekki aftur til íslands fyrr en árið 1947 og hefur verið hér búsettur síðan. Þau Carl og Þuríður eiga eina dóttur, Sigurborgu Elísabetu, sem er gift Odda Erlingssyni og eiga þau einn son, Carl Erling. j Það var mikil gæfa fyrir Þjóðleik- húsið, þegar Carl Billich hóf störf þar. Hann réðst fyrst til leikhússins sem hljómsveitarstjóri í Kard- emommubæinn í janúar 1960. 1. september 1964 var hann síðan fastráðinn sem tónlistarstjóri Þjóð- leikhússins, jafnframt því sem hann stjórnaði Þjóðleikhúskómum og þjálfaði hann og gegndi hann því starfi óslitið til ársins 1981, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Carl Billich stjómaði tónlist í u.þ.b. 40. leikverkum og söngleikj- um hjá. Þjóðleikhúsinu, þann tíma sem hann starfaði þar, má þar riefha nær öll bamaleikrit, sem leik- húsið flutti á þessum tíma, en hæst skaga af þeim leikrit Egners, Kard- emommubærinn óg Dýrin í Hálsa- skógi. Þá má nefna íslensku verkin Delerium Búbónis, Ég vil auðga mitt land, Silfurtúnglið o.fl., einnig Púntila og Matta og Túskildings- óperana. Carl Billich var afar ástæll maður í Þjóðleikhúsinu og naut virðingar og vináttu allra þeirra sem með honum störfuðu. Hann var óhemju natinn við að kenna og þjálfa leik- ara í músíkatriðum og var það oft ekki auðvelt verk sem gat og tekið á þolinmæðina. En uppgjöf var orð sem ekkí var til í hans orðabók og menn hér f húsinu undraðust oft þoiinmæði hans og jafnframt þann ótrúlega árangur sem hann náði í starfi sínu. Hans var sárt, saknað í Þjóðleik- húsiim þegar hann lét af störfum og rpargir sakna vinar í stað nú við andlát hans. En Carl Billich skildi eftir sig mikla þekkingu og reynslu á sviði tónlistar í Þjóðleikhúsinu, • sem- listanrenn' þess' munn búa að um langa-. framtíð- og.yið stöndum- í. þakkarskuld við hann fyrir það. Ég veit að’ég mseli fyrir munn allra hér í Þjóðleik-húsiriu þegar ég færi eiginkonu hans og flölskyldu Hans adlri innilegar samúðarkveðj- ur. ‘ Gísli Alfreðsson t Móðir okkar, DÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, laugardaginn 28. október sl. Margrét Einarsdóttir, Valgerður Einarsdóttir, Þorsteinn Einarsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANNES JÓHANNESSON, Hátúní 11, andaðist 27. október. Karóifna Jósefsdóttir, Elsa Jóhannesdóttir, Bergrós Jóhannesdóttir, Ásgeir Jakobsson. Kveðja frá Þjóðleik- húskórnum í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Carls Billich, fyrr- verandi söngstjóra Þjóðleikhúskórs- ins. Carl Billich fæddist í Vín 23. júlí 1911 og lést í Reykjavík .23. október 1989. Með honum er fallinn í valinn mikill listamaður og sterkur persónuleiki, sem sett hefur svip á umhverfí sitt og samtíð um áratuga skeið. Islensku tónlistarlífí var það mik- il lyftistöng að Carl Billich settist að hér á landi. Og fyrir Þjóðleik- húskórinn var það stórkostleg gæfa er hann var söng- og æfíngastjóri kórsins frá 1964 til 1981. Einnig hefur kórinn sungið inn á hljómplöt- ur undír hans stjórn. Árið 1975 fór Þjóðleikhúskórinn ásamt leikuram Þjóðleikhússins til, Kanada og Bandaríkjarina og kom fram sem ein heild 16 sinnum á 22 dögum á þessum stöðum Undir stjórn Carls Billich. Komu þá vel í ljós stjómviska hans og einstakir samskiptahæfíleikar, sem hann hafði í svo ríkum mæli. Kórfélagar þakka samfylgd á liðnum áram og minnast með hjartahlýju ánægjulegra samvera- stunda, Cari Billich var einstaklega mikið prúðmenni, ljúfur og hógvær í framkomu allri. Okkur öllum var hann mikil fyrirmynd. Eiginkonu hans, Þuríði, og öðrarh aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð. Nú er þessi góði maður ekki leng- ur á. meðal vor, en minning hans mun lifa um langan aldur. Megi góður Guð varðveita hann og gefa honurn frið. F,h. Þjóðleikhúskórsins, Guðný Bernhard. Carl Billich tónlistamiaður lést .í Landakotsspítalanum mánudaginn 23.. þ.m. á sjötugasta ög níunda aldursári. Með' honupi. er hörfinn einn af ,þelm rrierku bráútryðjen<T- um, sem hafa sett svip á. fslenskt tónlistarlif á þessarúöld. Hann átti langan og viðburðarríkan starfs- feril að baki. Cacl vár Vínarbúi og þac var hann fæddur og alinn upp. I þeirri víðfrægu tónmerintaborg hlauthann góðan undirbúning und- ir lífsstarf sitt. Til íslands kom Carl árið 1933, ásamt fleiri austurrískum og þýsk- um hljóðfæraleikurum, og byrjaði að iðka tónlist sína á Hótel íslandi, sem stóð á Hallærisplaninu svo- nefnda. Segja má að Carl og félag- ar hans hafí flutt með sér andblæ evrópskrar hámenningar og tónlist- arhefðar. Þessir ágætu listamenn vora aldir upp og höfðu hlotið sinn skóla þar sem vagga tónlistarinnar hefur staðið um alda raðir. Skömmu eftir að Carl kom til Islands kvæntist hann konu sínni, Þuríði, sem reyndist honum tryggur og góður föranautur allt til hinstu stundar. Það kom ekki hvað síst í ljós hin síðari ár, þegar hann var þrotinn að kröftum eftir Iangan og oft strangan vinnudag. Árið 1940 var Carl handtekinn, eins og fleiri útlendingar hér á landi, og fluttur í enskar fangabúð- ir. Þar dvaldist hann til stríðsloka, en var sendur til Þýskalands eftir fangavistina, ásamt mörgum öðram sem líkt var ástatt með. Þar var hann án vegabréfs og vegalaus í " - öllum'hörmungum og þrengingum eftirstríðsáranna. Það mun fyrst og fremst Þuríði konu hans að þakka að Carli tókst að komast aftur til íslands árið 1947 og hér öðlaðist hann ríkisborgararétt og nýtt föður- land. Þuríður leitaði að manni sínum, innan um þá mörgu týndu og vegalausu og tókst að koma honum heim til íslands. Ást Þuríðar og umhyggja til manns síns var einlæg og entist út yfir gröf og dauða. Um dvöl sína í fangabúðun- um vildi Carl aldrei ræða. Eftir að Carl kom aftur til lands- ins varð hann brátt mjög virkur í íslensku tónlistarlífi. Hann lék und- ir og útsetti lög fyrir ýmsa kvart- etta. M.a. Leikbræður, Smárakvart- ettinn, og MA-kvartettinn. Einnig var hann undirleikari hjá karlakóm- um Fóstbræðram í fjölda ára og fór söngferðir með kórnum til margra landa. I Naústinu starfaði hann í 16 ár og ennfremur í Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll. Þá stundaði hann kennslu í píanóleik. Snemma var farið að leita til Carls til að leika undir og útsetja tónlist fyrir leiksýningar hér í borg- inni. Brátt kom í ljós að Carl Billich var sá maður, sem við leikarar og leikstjórar gátum ekki án verið. Hann var ráðinn kór- og hljóm- sveitarstjóri hjá Þjóðleikhúsinu 1964 og gegndi þeirri stöðu til árs- ins 1981, er hann Iét af. störfum sökum aldurs. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna, að starfa með Carli við nær 20 leiksýningar hjá Þjóðleik- húsinu. Einnig unnum við saman við útgáfu af nokkram hljómplöt- um. í meira en tuttugú ár var okk- ur Carli falið að annast skemmtiat- riði á 17. júní-hátíðum fyrir Reykjavíkurborg. Þá era ótaldar þær ferðir, sem við fóram ásamt félögum okkar til nærliggjandi staða í sama tilgangi. . Ég veit að- íslenskir leikarar og leikstjórar kunnu vel að meta störf hans og þakka Carli að leiðarlokum f af heilum hug. Við minnumst Ijúf- mennsku hans og þráutseigju. Aldr- 4 ei gafst hann upp, þó stúndum reyndist erfítt að koma púsIuspilinU saman. Alltaf fannst honum að hægt væri að gera betur. Carl Billich var sannur listamaður og séntilmaður i orðsins fyllstu merk- ingu. Carl var sæmdur fálkaorðunni fyrir störf sín í 'þágu tónlistar á Islandi og .einnig sérstakrar viðor- kenriingar frá fínnskum og aust- urrískum stjórnvördúm. ' Þau hjón Carl og Þuríður eignuð- ust eina dóttur, Sigurborgu að nafni, sem var augasteinn og eftir- læti þeirra beggja. ■ Ég og kona mín sendum þeim mæðgum og fjölskyldu Sigurborgar hugheilar samúðarkveðjur, Fari í, friði gamall vinur. BIessuð sé minn- • ing Garls Billichs. ■ - Klemenz Jónsson Þar sem ég á þess ekki kost að vera viðstaddur þegar Carl Billich verður til grafar borinn langar mig til að skrifa hér örfá kveðjuorð. Ég naut þeirrar ánægju að við Carl voram samverkamenn um ell- efu ára skeið. Þau kynni. voru þó þriþætt. I fyrsta lagi var Carl á þessum tíma eini fastráðni tónlistarmaður- inn í Þjóðleikhúsinu. Þar kom því mikið starf í hans hlut, æfa upp óperar, söngleiki, æfa mislagvísa leikara, stjóma hljómsveitum í barnaleikritum, æfa Þjóðleikhús- kórinn og stjóma honum iðulega, útsetja mikið af tónlist, panta nótur og hafa alla yfírumsjón með nótna- safni Ieikhússins. Er skemmst af því að.segja, að öll þessi störf rækti Carl af stakri skyldurækni, mikilli prúðmennsku og öryggi, þannig að hann naut virðingar og aðdáunar sinna starfsfélaga. í öðra lagi starfaði ég með Carli sem listamanni, bæði í La Bohéme og eins í Litlu flugunni, vinsælum kabaretti með lögum Sigfúsar Hall- dórssonar. Sérlega var það sam- starf ánægjulegt; næmleiki Carls, fagleg vinnubrögð og einstaklega þægilegt viðmót gerðu slíkt starf hnökralaust og reyndar ögninni betur. í þriðja-lagi fer ekki hjá því að menn sem vinna saman bindist nokkurs konar vináttuböndum, ef sálirnar á annað borð ná saman. Þá kynntist ég mannkostamannin- um Carli Billich; allt hans fas og viðhorf var mótað af fágun evr- ópskrar menningar og máttum við íslendingar mikið af því læra - og mættum - þó að því væri víðs fjarri að Carl hreykti sér af einu né neinu, sem okkur gengur seint að tileinka okkur; hins vegar kunni Carl einnig vel að meta hið besta í okkar fari. Lífshlaup hans var óvenjulegt og þó aldrei eins dramatískt og í stríðs- lok. Hann hafði verið tekinn hönd- um hér við hernámið, eins og aðrir þýskumælandi menn. En í ringul- reið stríðslokanna tók sú ágæta kona frú Þuríður sig upp og leitaði manns síns, svo auðvelt sem það kann að hafa verið og aðrir hafa um vitnað, þegar allt var á ókunn- um fæti. Frú Þuríður hafði erindi sem erfiði með aðstoð Rauða kross- ins, og mun þessi litla ferðasaga vera hetjusaga. Nú er Carl farinn í aðra ferð, þangað sem hann verður ekki sótt- ur nema heimsóttur. Sjálf lifír minningin um góðan drerig og mikinn heiðursmann. Sveinn Einarsson Þegar vinur okkar, Carl Billich, er kvaddur hinstu kveðju er margs að minnast. Fyrir okkur systkinin var það mikil gæfa þegar Carl og Þura fluttu í Barmahlíð 30 fyrir tæpum fjörutíu árum því þá eignuð- umst við nýtt athvaif sem alltaf stóð okkur opið. Carl var mikið heima við á daginn við kennslu, útsetningar og æfíngar með alls kyns söngfólki. Og var því nokkurs konar akkeri hússins ef á þurfti að halda. Ósjaldan var til hans Ieitað ef eitthvað vantaði í skyndi og sjald- an brást að lausnin fannst uppi í geymslu eða útí bílskúr, þar sem nánast allt var til, enda engu hent. Harðir tímar stríðsáranna höfðu sett sitt mark á Carl og það kom ýmsum. vel þegar eitthváð vantaði. Vinnudagurinn var langur en allt var skipulagt og nákvæmni mikil í öllum hans gjörðum. Það er því ekki skrítið þótt foreldrar okkar notuðu hann stundum sem fyrir- mynd, þegar reynt var að kenna okkur betri siði. Énda skildist manni fljótt að Billich-siðir væra verðugir til.eftirbréytni, þótt stundum þætti okkur nóg um rólegheitin. En sýndi maður óþolinmæði kom kímnigáfa hans strax öllum í gott skap. Þær eru ótal margar stundirriar sem Þura og Carl urðu að þola neðri- hæðar skarann ekki síst þegar þekkt lístafólk' var þar á æfingum, en aldrei var hurðum lokað þrátt fyrir mikla fyrirferð. Erfitt er þvt að sjá æskuárin án Carls og fátæk- ari ,væri þjóðin öll hefði hún ekki - eignast hann og um leið Sér maðúr að- fómin hefur verið mikil fyrir Billich fjölskylduna að sjá á eftir slíkum dreng til íslands, Eftirsjáin er mikil en um leið hariiingja áð hafa mátt eiga sam- leið méð honum og fyrir það viljum- við þakka. Þegar horft er til baka þá rifjast margt upp sem ekki verður tíundað hér heldur geymt méð ljúfum minn- ingum um fíngerðan listamann er kom til íslands á krepputímum og öðlaðist hér með Þuru sinni og Siddu Lísu þá hamingju er hann leitaði eftir. Það leyndi sér ekki að Carl var mjög hamingjusamur og sáttur við sig og sitt enda uppskar hann eins og hann sáði. Hann giftist dásamlegri konu og síðan kom yndisleg dóttir og vina- íjöldinn segir sína sögu um hversu vinsæll hann var. Um leið og við þökkum sam- ferðamanni og tryggum vin fyrir allt og allt, þá viljum við kveðja hann með stefi úr vöggulaginu fagra sem hann samdi sjálfur: Óli Lokbrá leiðir þig létt um draumsins svið. Heillar yfír bamsins brá blíðan nætur frið. (Lag: Carl Billich. Texti: JakobHafstein.) Þura og Sidda Lísa, guð blessi ykkur og styrki. Systkinin á neðri liæðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.