Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1, NÓVEMBER 1989 ------...... i , 1 ' ■; r í r ' r1—-—r-*--"1 ■1 : Minning: Carl Billich tónlistarmaður Fæddur 23. júlí 1911 Dáinn 23. október 1989 Carl Billich er borinn og barn-. fæddur í Vínarborg þrem árum áður en heimsstyijöldin fyrsta brýst út. Faðir hans sem hét einnig Car] var „þúsundþjalasmiður", sem hannaði og smíðaði verkfæri handa skurðiæknum. Móðir hans hét Elísabet. Heimsstyijaldirnar tvær, með öll- um þeim matarskorti, örvæntingu og óvissu í andrúmsloftinu sem þeim fylgdi, mörkuðu djúp spor í sálarlíf Carls Billich. í þeirri reynslu virðist líka liggja uppsprettan að styrkleikum og mannkostum Carls. Ef til vill einmitt vegna þessarar erfiðu reynslu kunni hann öðrum fremur að meta til hamingju þá kafla lífsins sem veittu honum skil- yrði til mannsæmandi lífs. Eftir matarskort fyrstu heimsstyijaldar- innar er Carl í hópi austurrískra bama sem norski Rauði krossinn býður til Noregs, til líkamlegs og andlegs næringarauka. Góðar minningar frá Noregi þennan tíma eru meðal þeirra frásagna sem ég fékk að njóta með dóttur hans á unglingsárunum, þegar þannig stundir gáfust að hann rifjaði upp frá fortíð sinni. Móðir Carls missir bróður sinn, efnilegan tónlistarmann, f stríðinu. Hún sækir fast að Carl setjist við píanóið um 6 ára aldur, en hann þijóskast við þar til hans eigin áhugi vaknar í tengslum við tónelskan kennara á bamaskólaárunum. Fyrstu laun sín fyrir píanóleik hlýt- ur Carl 10 ára gamall er hann leik- ur undir á píanó við sýningu þög- ulla kvikmynda í bíóinu í götunni þar sem hann býr. Bekkjarbróðir og vinur Carls á barnaskólaárunum, Josef Felzmann, fer í tónlistarskóla og daginn eftir sest- Carl í sama skóla. Þetta segir eitthvað um það, hve hlýjar tilfinningar eins og vin- átta og áhugi láta margt gott af sér leiða. Átján ára gamall í krepp- unni miklu léttir Carl. undir með fjölskyldu sinni, og leikur undir með 18 manna hljómsveit sem skemmti gestum kvikmyndahúsa fyrir sýn- ingar. Samleikur og vinátta Carls og Felzmanns heldur áfram. Þeir fá boð um að vera með í Vínartríói sem átti að leika á gamla Hótel Islandi er stóð við Hallærisplanið hér í Reykjavík en er nú löngu brunnið. Þannig flyst lífsbraut Carls Billich til íslands í september 1933, þótt ákvörðun hans væri foreldrun- um þungbær. Væringar voru miklar í hinum stóra heimi. Þetta er sama ár og landi hans, Adolf Hitler, verð- ur kanslari Þýskalands. Á Hótel Islandi var salur með tónlistarpalli á miðju gólfi. í þijú ár leikur þarna á pallinum tríóið Billich, Felzmann og Czerney. Þeir leika stundum óskalög með sídegi- skaffiilminn í vitum og standa fyrir dansleikjum kvöldsins. Og frá pall- inum á gamla Hótel íslandi, vaxa tvær greinar á lífsmeiði Carls: Frá pallinum verður honum tíðlitið á gullfallega stúlku með brosmild augu, sem kemur þarna með vin- konum sínum að fá sér kaffisopa og hlusta á hann spila. Þau gifta sig 27. maí 1939, Þuríður og Carl. Hin greinin á lífsmeiðinum er starfsferillinn sem átti eftir að verða bæði fjölbreyttur og farsæli, ná til kvartetta og kóra, leikhúslífsins og allra landsmanna gegnum Ríkisút- varpið. Er þá margt ótalið. En áður en þessi blómgvun einkalífs og starfs Garls Billich fengi frið til að dafna, gerist líkt og í ævintýrunum þegar þungar þrautir eru lagðar á þann sem vinna vill til kóngsdóttur. Rúmu ári eftir að Þura og Carl hefja búskap, eða þann 4. júlí 1940, er Carl tekinn á brott heiman frá sér og færður ásamt fleiri þýskum ríkisborgurum í fangabúðir á Eng- landi. Við innlimun Hitlers á Aust- urríki í Þýskaland missir Carl aust- urrískan ríkisborgararétt sinn. Bretar voru að framfylgja þá nýjum lögum þess efnis, að allir þýsku-, mælandi menn í herteknum löndum skyldu handteknir og hafðir í gæslu meðan á styijöldinni stæði. Þótt matur sé oft mjög skorinn við nögl í þeirri fjögurra ára fanga- búðavist sem nú tekur við hjá Carli sætir hann alltaf færis að stytta félögum sínum stundir með tónlist þegar hann hafði tök á hljóðfæri. Sem dæmi semur hann og.setur upp með félögum sínum óperettu sem hann kallar „Tausend Tage ohne Frau“. 1944 er Carl sendur í fangaskiptum til Vínar en fær ekki að fara til íslands. Þura hefur ekki í hyggju að láta heimsmálin svoköll- uðu stoppa sig í því að komast til mannsins síns. Með eldmóð hjartans og hjálp góðra manna vindur hún sér gegnum múr af skriffinnum og kemst til Vínarborgar í október 1946. Hér verða að vonum fagnað- arfundir. Oft minntist Carl þess hve sér hafi þótt leitt að skortur sá á lífsnauðsynjum sem er í Vín á þess- um tíma leyfir honum ekki að taka á móti Þuru með þeim glæsibrag er hann þráir. Þegar Þura heldur til íslands aftur að þrem vikum liðn- um hefur þeim orðið nokkuð ágengt við að fá Carli fararleyfi. í janúar- lok 1947 kemur Carl loks aftur hingað heim. Síðan streyma tónlist- arverkefnin til Carls. T.d. leikur hann í Naustinu í ein 16 ár. 1964 ræðst Carl að Þjóðleikhúsinu, og starfar þar sem kór- og hljómsveit- arstjóri til 1981. Einnig starfar Carl með Fóstbræðrum í yfir 20 ár. Hann leikur undir með einsöngv- urum og kennir fjölmörgum skóla- börnum á píanó á starfsferlinum. Þura og Carl eignast dótturina Sig- urborgu Elísabetu í febrúar 1951. Ósjaldan hafa þau rifjað upp hvílíkar ánægjustundir það voru að vakna upp til hennar um nætur, svo var hún þeim kærkomin og lang- þráð. Það er í tengslum við Sigur- borgu eða Siddu eins og við vinirn- ir köllum hana, sem ég verð heimil- isvinur þessarar fjölskyldu á því umrótsári 1968. Við höfðum sest í sama bekk „í Hamrahlíðinni“ eins og MH var kallaður af okkur. Þann- ig verð ég svo til daglegur gestur á heimili þeirra í Barmahlíð 30, þar til við útskrifumst saman sem stúd- entar 1971 og hef notið vináttu þessarar góðu fjölskyldu órofið síðan. Það er margs að minnast. Oft hefur mér orðið húgsað til þess, ekki síst eftir því sem ég kynnist betur þeim kjörum sem skólabörn búa við í dag, hvílík auðna það var okkar kynslóð að eiga í uppvextin- um aðhlynningu vísa á fleiri heimil- um en okkar eigin. Gestrisni Billic- hjónanna var ómæld. Ég er í hópi t Vinur minn og bróðir okkar, ÞÓRÐUR KRISTINSSON frá Eyrarbakka, Faxabraut 6, Keflavik, lést í Landspítalanum 30. október. Clara Ó. Árnadóttir og systkini. t Ástkær móðir okkar, FANNEY ÞORVARÐARDÓTTIR, áður tii heimilis í Ystabæ 13, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu 30. október sl. Ragnheiður Jónasdóttir, Gísli H. Jónasson, Unnur Jónasdóttir, Jóhann R. Jakobsson. t Mágkona mín og föðursystir okkar, JENNÝ GUÐBRANDSDÓTTIR, Njörvasundi 37, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. nóvember kl. 10.30. Oddný Þórarinsdóttir, Sigrfður Hermannsdóttir, Stefán Hermannsson. t Eiginmaður minn, ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON múrari, Eyjabakka 15, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhild Friðjónsdóttir. t Föðursystir okkar, JÓHANNAÁ. BJÖRNSDÓTTIR húsmæðrakennari, frá Stóru Giljá, til heimilis f Austurbrún 2, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 28. október. Minningarathöfn verður í Áskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30, en jarðsett verður frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Guðrún Birna Hannesdóttir, Halldór Ingi Hannesson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTINN STEINDÓR STEINDÓRSSON vélstjóri, til heimiiis á Hringbraut 76, Keflavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Lilja Gfsladóttir, Katrín Kristinsdóttir Ankjær, Gestur Kristinsson, Ester Kristinsdóttir. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN HELGADÓTTIR, Hellisgötu 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Böðvar Guðmundsson, Helena Böðvarsdóttir, Sjöfn Sigurgeirsdóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Gunnar Már Sigurgeirsson, Sigurgeir Sigurgeirsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. þeirra heimilisvina sem hafa notið hennar hvað mest. Það voru ófáar næturnar á þessum árum, þegar langt varð heim, sem ég gisti á gestadýnu og iðulega vorum við bekkjarsysturnar vaktar með léttu banki Carls á hurðina, þar sem hann lét þess getið að appelsínu- safinn biði á bakka fyrir utan hurð- ina. Þetta er lítið dæmi um þá miklu umhyggju og nærgætni sem þessi maður átti til að bera og notaði óspart í samskiptum sínum við aðra. Það má segja að virðing og hlýja séu sá hornsteinn í framkomu sem þarf til þess að mynda gott sam- band við aðra. Þetta eru þeir eigin- leikar sem fyrst koma.í huga ef lýsa ætti persónuleika Carls Billich. Fullur virðingar og hlýju, umhyggju og nærgætni atti þessi lítilláti mað- ur kappi við langan vinnudag með fjölbrejittum verkefnum og ólíkum samstarfsaðilum, svo sem pn'ma- donnum og skólabörnum. Víst er um það að hin síðasttöldu nutu síst minni virðingar en hinar fyrrtöldu. Ósjaldan sáum við Sidda tilsýndar gegnum stofuhurðina er við sátum við heimanám, hvar faðir hennar lagði góðgæti í lófa lítilla nemenda sinna í píanóleik, er þeir héldu keik- ir heim á leið eftir spilatímann. Nú sækir fólk löng uppeldisfræðileg námskeið til að nema þá kennslu- fræðilegu kúnst að styrkja hið já- kvæða í persónuleika nemandans. Þessi færni virtist Carli í blóð borin bæði í samstarfi og persónulegum samskiptum. Ég spyr mig oft að því, hvað hann hafi gert við reiði sína og þreytu, því ekki skeytti hann skapi sínu á umhverfinu. Mér er nær að halda að hann hafi losað sig við sitt hugarangur úti í bílskúr. Stundum hefur það hvarflað að mér að bílskúrinn í Barmahlíð 30, eins og hann var á þeim tíma er Billich-fjölskyldan bjó þar, hefði átt að vera friðaður og nota sem hluta af stríðsminjasafni íslands. Þar gaf að líta safndeildir af ýmsu tagi svo sem naglasöfn, skrúfusöfn, blaða- söfn og 17 nótnasafnsbunka undir það síðasta. Sem betur fer hefur mikið af nótunum varðveist í Tón- menntasafni íslands. Þessar hagan- legu safndeildir bílskúrsins endur- spegluðu eflaust þann skort sem Carl varð vitni að í styijöldunum tveim. Þær voru ófáar skrúfurnar sem þessi nýtni en ósínki maður hirti upp á göngu sinni og kom fyrir út í skúr, ef vera kynni að þær kæmu seinna í góðar þarfir. Þarna smíðaði Carl einnig ýmsa nytjahluti handa þeim mæðgum. ðsjaldan bauð Carl mann velkominn í for- stofudyrunum svo hoffmannlegur í fasi að maður sá sínar eigin gauð- slitnu gallabuxur sem síður silki- kjóll væri. Á þessu heimili kenndi margra grasa af sjaldséðum suður- þýskum og austurrískum réttum. Spínatjafningurinn þótti mér full- framandi, þar til ég heyrði söguna af því hvernig Carl hafði týnt villi- spínat handa matarlausri ijölskyld- unni, er þröngt var í búi í Vínar- borg meðan hann beið íslandsfarar- innar. Þannig á allt sína sögu. Á jólaföstunni tókum við próf í Hamrahlíðinni og skiptumst þá gjarnan á að meðtaka námsefnið hvert heima hjá öðru, Hlíðagengið og Kópavogsbúarnir. Ógleymanleg- ar eru kaffihvíldirnar frá þessum próflestri við borðstofuborðið hjá Þuru er við stöllumar úðuðum í okkur volgum smákökum meðan hún sagði okkur ýmsar sögur alltaf með gamansömu ívafi og frásögn- ina af því hvernig hún náði fundum Carls 1946. Það er ekki örgrannt um að við höfum pantað þessa sögu hjá Þuru sem árvissan viðburð með jólasmákökunum, til að skyggnast inní heim sem var til fyrir okkar tíð. Auk þess sáum við þá hve jóla- prófin voru smávægileg hindmn miðað við grimmd mannskynssög- unnar. Þetta voru ólguár fyrir okk- ur ungmennin sem bjástmðum við að þroska okkur með þungarokkið í eyrum. Umburðarlyndi þessa heimilis átti sinn þátt í því að vel tókst til. Árið 1975 hefur Sidda, sem þá er orðin meinatæknir, bú- skap með Ódda Erlingssyni sál- fræðingi og 1983 eignast þau svo soninn Karl Erling, sem verður strax augasteinn ömmu sinnar og afa. Síðustu árin átti Carl við erfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.